Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ V e rð s e m s læ r ö ll m e t P R E N T S N I Ð 40% afslæ tti OFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR Falleg, fullkomin og vönduð ítölsk raftæki á fínu verði. 2ja ára ábyrgð og fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 VERÐ SEM SLÆR ÖLL MET Við efnum nú til sérstaks kynningarátaks á hinum fallegu og fullkomnu ELBA raftækjum og bjóðum ALLT AÐ 50% TÍMABUNDINN AFSLÁTT VERÐDÆMI: Innbyggingarofnar frá kr. 29.750,- (31% afsláttur) Helluborð m/4 hellum - 11.300,- (50% afsláttur) 4ra hellu keramikborð - 35.870,- (27% afsláttur) Helluborð 2raf + 2gas - 19.990,- (37% afsláttur) Gasborð 4 blúss - 25.930,- (27% afsláttur) PAKKATILBOÐ: ofn + helluborð + vifta – frá kr. 47.830,- Veggvifta, hvít eða stál frá kr. 5.960,- (28% afsláttur) Veggháfar, stál - 23.960,- (23% afsláttur) Einnig keramik grill, barbecue grill og djúpsteikingarpottar, niðurfellt í borð, með 50% afslætti. TAKMARKAÐAR BIRGÐIR – FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR mánudaga–föstudaga kl. 9-18 laugardag 29/9 10–16 og sunnudag 30/9 13–16OPIÐ FYRIR skömmu voru afhent verð- laun í samkeppni um besta skóla- vefinn og besta bekkjarvefinn á Skólatorgi.is, athöfnin fór fram í Íþróttahöllinni á Húsavík. Niðurstaða dómnefndar varð að í flokki skólavefja hlaut 1. verð- laun Borgarhólsskóli á Húsavík, í öðru sæti varð Öldutúnsskóli í Hafnarfirði og í þriðja sæti Grunnskólinn á Ísafirði. Í þessum flokki kepptu tólf skólar víðs- vegar að af landinu. Í umsögn um vef Borgarhóls- skóla segir á Skólatorginu: „Borgarhólsskóli blandar saman með skemmtilegum hætti mynd- um og texta. Auk þess er á vefn- um þeirra að finna mjög miklar og gagnlegar upplýsingar um skólastarfið, bæði fyrir foreldra og kennara.“ Í flokki bekkjarvefja bar Borg- arhólsskóli einnig sigur úr býtum, var það vefur 3. bekks í stofu 26 sem sigraði. Fyrsti bekkur Barna- skólans á Stokkseyri og Eyr- arbakka hreppti annað sætið og Barnaskólinn á Ísafirði það þriðja. Í þessum flokki kepptu 22 bekkir úr skólum af öllu landinu. Á Skólatorginu segir um sig- urvefinn: „Á bekkjarvef 3.26 Borgarhólsskóla er að finna frétt- ir og tilkynningar, áætlanir og upplýsingar um nemendur, auk þess sem notkun mynda og texta þykir til fyrirmyndar.“ Verðlaun- in í samkeppninni voru gefin af Aco-Tæknivali hf. og Skýrr hf. og voru þau ekki af verri endanum. Fyrir besta skólavefinn var það Compaq-ferðatölva af nýjustu gerð og fyrir besta bekkjarvefinn Epson digital-myndavél. Tækin komu ekki vegna þoku Til stóð að Jónína Bjartmarz, formaður Heimilis og skóla og formaður dómnefndar, kæmi til Húsavíkur og afhenti verðlaunin. Af því varð þó ekki þar sem þoka kom í veg fyrir flug til Akureyrar þennan dag. Kristbjörg Hjalta- dóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, hljóp í skarðið og keyrði frá Egilsstöðum til að geta afhent þau. Hún gat þó ekki afhent tæk- in sjálf þar sem þau áttu einnig að koma með fluginu til Akureyr- ar. Kristbjörg afhenti því þeim Dagnýju Annasdóttur skólastjóra og Óskari Birgissyni tölvukenn- ara skólans skjal til staðfestingar því að verðlaunin séu skólans. Það er Óskar sem á heiðurinn af báðum þessum vefjum sem unnu til verðlauna en hann hann- aði þá og er umsjónarmaður þeirra. Tólf skólar af öllu landinu kepptu um hver ætti besta skólavefinn Morgunblaðið/Hafþór Óskar Birgisson tölvukennari ásamt börnunum í 3.26-bekk sem áttu besta bekkjarvefinn. Óskar Birgisson og Dagný Annasdóttir taka við verðlaun- unum úr hendi Kristbjargar Hjaltadóttur. Krakkarnir eru að vonum stoltir, enda voru 22 bekkir af öllu landinu sem kepptu um þessi verðlaun. Borgarhólsskóli sigraði í báðum flokkum Húsavík NÚ stendur yfir leit að heitu vatni á Gálmaströnd í landi Þorpa í Kirkju- bólshreppi, en um miðhluta Stranda- sýslu hefur í nokkur ár verið kannað hvort ekki fyndist heitt vatn í jörðu. Helst er það svæðið umhverfis þétt- býliskjarnann á Hólmavík sem kann- að hefur verið. Sá staður sem nú er verið að bora er sá eini á svæðinu þar sem ákveðnar vísbendingar hafa verið um að hiti væri í jörðu, að sögn Matthíasar Lýðssonar oddvita Kirkjubólshrepps. „Það hefur verið borað niður á 500 m dýpi og hitinn við holubotn var 80 gráður og var hækkun hitastigs jöfn niður og ef stigull hækkar í sama hlutfalli og hann hefur gert ætti að vera um 100 gráða heitt vatn við 600 metra dýpi. Þegar þeim áfanga er náð verður holan mæld og ákvörðun tekin í framhaldi af því hvað gera skuli,“ sagði Matthías. Það er jarðborinn Trölli frá Rækt- unarsambandi Flóa og Skeiða sem notaður er til verksins. Borað eftir heitu vatni Strandir Morgunblaðið/Arnheiður Jarðborinn Trölli við jarðhita- leit á Gálmaströnd í Kirkjubóls- hreppi. Sveinbjörn Jóhannsson og Johnný Símonarson. MILT veður hefur einkennt haustið hingað til og einn bjartan föstudag fóru nemendur í grunnskólunum á Sval- barði og Þórshöfn saman í útreiðartúr. Það voru nem- endur í 7. og 8. bekk sem fjölmenntu með skólastjórum sínum, þeim Fanneyju og Esther, sem báðar eru vanar hestakonur. Lagt var upp frá Gunnarsstöðum, þar sem feðgarnir Ragnar og Sigfús ásamt fleiri aðstoðarmönnum lögðu á hestana en bændur í sveitinni höfðu lánað rólega og trausta hesta í þetta ferðalag. Krakkarnir stóðu sig vel þótt margir þeirra væru alls óvanir hestum og þótti ferðin góð viðbót við skólastarfið en um leið eflast tengsl og kynni nemendanna í skólunum tveimur, á Þórshöfn og Svalbarði. Ferðinni lauk rétt tímanlega áður en þokan lagðist yfir og endaði hjá Laufeyju húsfreyju á Gunnarsstöðum sem beið ferðalanganna með súkkulaðiköku og rjóma. Morgunblaðið/Líney Hópur tilbúinn í útreiðatúr – krakkar úr Svalbarðs- og Þórshafnarskóla njóta sín í haustblíðunni. Hestaferð í haustblíðu Þórshöfn MIÐVIKUDAGINN 17. október sl. voru haldnir stórtónleikar í Íþrótta- miðstöðinni í Þorlákshöfn. Það var Stórsveit Reykjavíkur ásamt gesta- söngvara sínum, Páli Óskari Hjálm- týssyni, sem flutti fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímum. Tónleikarnir voru liður í myndar- legum hátíðahöldum í tilefni af 50 ára afmæli þéttbýlis í Þorlákshöfn á þessu ári. Það er skemmst frá því að segja að tónleikar þessir voru frábær skemmt- un. Stórsveitin hóf tónleikana með ,,big-band“-tónlist af bestu gerð og var flutningurinn frábær; hljóðfæra- leikurinn stórkostlegur og flytjendur líflegir. Þá settu kynningar Sigurðar Flosasonar skemmtilegan svip á tón- leikana og einleikarar áttu frábæra takta. Páll Óskar vann líka hug og hjörtu tónleikagesta með glæsilegum söng og líflegri framkomu. Hann flutti með stórsveitinni íslensk og er- lend lög frá ýmsum tímum. Hvort sem hann tókst á við Simon og Garfunkel, ameríska söngleikjatónlist eða íslenskar ballöður var allt jafn vel flutt. Lokasyrpa tónleikanna var samsuða ýmissa vel þekktra laga, út- sett af Veigari Margeirssyni. Var hún einstaklega skemmtileg og féll svo sannarlega í kramið hjá áheyrendum sem fylltu íþróttamiðstöðina þetta kvöld. Áheyrendur þökkuðu fyrir sig með langvinnu lófataki og hlutu að launum frábæran flutning á ,,New York, New York“. Sannarlega vel heppnað atriði í af- mælisveislu Þorlákhafnar. Stórsveit Reykjavíkur og Páll Óskar Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson Páll Óskar Hjálmtýsson og Stórsveit Reykjavíkur á tónleikum sem boð- ið var til í tilefni 50 ára afmælis Þorlákshafnar. Afmælistónleikar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.