Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 19 KÓR Félags eldri borgara á Ak- ureyri syngur í Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 27. október, kl. 17. Kórinn söng í Vest- mannaeyjum í vor og nú í haust á Dalvík og Ólafsfirði og hlaut hvar- vetna góðar undirtektir. Söng- skráin er fjölbreytt og skemmtileg, kórsöngur, einsöngur og tvísöngur. Stjórnandi kórsins er Guðjón Páls- son. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Tónleikar í Glerárkirkju FÉLAGAR í Samlaginu, list- húsi, opna sýningu á nýjum verkum m.a. leirlist, textíl og málverkum, í Háskólabóka- safninu á Akureyri, fyrsta vetr- ardag 27. október kl. 15.00– 17.00. Sýningin stendur til 30. nóvember og er opin alla virka daga frá 08.00–18.00 og laug- ardaga frá 12.00–15.00. Það eru 10 norðlenskir lista- menn sem reka í sameiningu Samlagið listhús sem er í Lista- gilinu á Akureyri. Samlags- menn í háskólanum GIFT (Greenland Iceland Finland Together) nefndist norrænt sam- starfsverkefni Myndlistarskólans á Akureyri, Arts Academy Turku Polytechnic í Finnlandi og Listaskól- ans í Nuuk í Grænlandi. Markmiðið með verkefninu er að stefna saman listnemum þessara þriggja skóla til að takast á við þverfagleg verkefni sem tengjast menningu landanna. Samstarfið hefur staðið yfir í þrjú á, en í fyrra var GIFT l listasamvera í Turku í Finnlandi. Listnemarnir sem þátt taka í verkefninu stunda dans, tónlist, myndlist og hönnun. Að þessu sinni var gerð viðamikil útfærsla á ragna- rökum úti í íslenskri náttúru og verð- ur afraksturinn sýndur í Ketilhúsinu í kvöld, föstudagskvöldið 26. október kl. 20. Sýning í Ketilhúsi Norrænt verkefni listnema BANGSADAGUR verður á Amts- bókasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 27. október, en um er að ræða dag sem haldinn hefur verið á norrænum bókasöfnum síðustu fjögur ár. Bangsavinir völdu daginn með tilliti til þess að hann er afmæl- isdagur Theodore Roosevelt, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta. Á Amtsbókasafninu verður sýning á bangsabókum, almenningi gefst kostur á að koma með bangsa sína til sýningar, bangsasögustund verður kl. 13 og þá verður boðið upp á bangsanammi og bangsadagsget- raun. Þá fá allir sem bera nöfn í lík- ingu við björn (t.d. Björn, Birna, Guðbjörn eða Bjarnfríður) felldar niður sektir ef einhverjar eru sem og ókeypis lán þennan dag. Bangsadagur á Amtsbóka- safninu LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á morg- un, laugardaginn 27. október. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 sama dag. Guðsþjónusta í Grenilundi sunnudaginn 28. október kl. 16. Kyrrðarstund í Svalbarðs- kirkju kl. 21 á sunnudagskvöld. Kirkjustarf ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.