Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 19

Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 19 KÓR Félags eldri borgara á Ak- ureyri syngur í Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 27. október, kl. 17. Kórinn söng í Vest- mannaeyjum í vor og nú í haust á Dalvík og Ólafsfirði og hlaut hvar- vetna góðar undirtektir. Söng- skráin er fjölbreytt og skemmtileg, kórsöngur, einsöngur og tvísöngur. Stjórnandi kórsins er Guðjón Páls- son. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Tónleikar í Glerárkirkju FÉLAGAR í Samlaginu, list- húsi, opna sýningu á nýjum verkum m.a. leirlist, textíl og málverkum, í Háskólabóka- safninu á Akureyri, fyrsta vetr- ardag 27. október kl. 15.00– 17.00. Sýningin stendur til 30. nóvember og er opin alla virka daga frá 08.00–18.00 og laug- ardaga frá 12.00–15.00. Það eru 10 norðlenskir lista- menn sem reka í sameiningu Samlagið listhús sem er í Lista- gilinu á Akureyri. Samlags- menn í háskólanum GIFT (Greenland Iceland Finland Together) nefndist norrænt sam- starfsverkefni Myndlistarskólans á Akureyri, Arts Academy Turku Polytechnic í Finnlandi og Listaskól- ans í Nuuk í Grænlandi. Markmiðið með verkefninu er að stefna saman listnemum þessara þriggja skóla til að takast á við þverfagleg verkefni sem tengjast menningu landanna. Samstarfið hefur staðið yfir í þrjú á, en í fyrra var GIFT l listasamvera í Turku í Finnlandi. Listnemarnir sem þátt taka í verkefninu stunda dans, tónlist, myndlist og hönnun. Að þessu sinni var gerð viðamikil útfærsla á ragna- rökum úti í íslenskri náttúru og verð- ur afraksturinn sýndur í Ketilhúsinu í kvöld, föstudagskvöldið 26. október kl. 20. Sýning í Ketilhúsi Norrænt verkefni listnema BANGSADAGUR verður á Amts- bókasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 27. október, en um er að ræða dag sem haldinn hefur verið á norrænum bókasöfnum síðustu fjögur ár. Bangsavinir völdu daginn með tilliti til þess að hann er afmæl- isdagur Theodore Roosevelt, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta. Á Amtsbókasafninu verður sýning á bangsabókum, almenningi gefst kostur á að koma með bangsa sína til sýningar, bangsasögustund verður kl. 13 og þá verður boðið upp á bangsanammi og bangsadagsget- raun. Þá fá allir sem bera nöfn í lík- ingu við björn (t.d. Björn, Birna, Guðbjörn eða Bjarnfríður) felldar niður sektir ef einhverjar eru sem og ókeypis lán þennan dag. Bangsadagur á Amtsbóka- safninu LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á morg- un, laugardaginn 27. október. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 sama dag. Guðsþjónusta í Grenilundi sunnudaginn 28. október kl. 16. Kyrrðarstund í Svalbarðs- kirkju kl. 21 á sunnudagskvöld. Kirkjustarf ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.