Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEÐALATVINNUTEKJUR á árinu 2000 svöruðu til 164 þúsund króna til jafnaðar á mánuði. Atvinnu- tekjur á mann hækkuðu um 9% frá 1999 til 2000 og kaupmáttur jókst um 3,8%. Frá árinu 1993 hefur kaupmátt- ur fram talinna atvinnutekna á mann vaxið stöðugt, alls um 40,4%, sem er 5% til jafnaðar á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju yfirliti frá Þjóðhagsstofn- un um tekjur, eignir og dreifingu þeirra árin 1999 og 2000. Þar kemur einnig fram að atvinnutekjur kvenna hækkuðu meira en atvinnutekjur karla milli 1999 og 2000 eins og all- mörg undanfarin ár eða um 10,3% á móti 8,2%. Frá 1993 til 2000 hafa at- vinnutekjur kvenna hækkað um 75% og karla um 62%. Meðalatvinnutekjur kvenna voru 55,3% af tekjum karla, samanborið við 49,6% árið 1991. Á árinu 2000 voru meðalráðstöfun- artekjur hjóna/sambýlisfólks 295 þús- und krónur á mánuði. Hækkun frá fyrra ári nemur 7,7%. Skattbyrði þeirra þyngdist nokkuð, fór úr 22% af heildartekjum í 22,4%. Ráðstöfunar- tekjur einstæðra foreldra námu að meðaltali 137 þúsund krónum á mán- uði. Árið áður voru þessar tekjur 125 þúsund krónur á mánuði og nemur hækkun milli áranna 9,1%. Atvinnutekjur á hvern íbúa 25-65 ára á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu um 9,6% milli áranna 1999 og 2000 samanborið við 5% utan þess. Frá 1995 hafa tekjur á höfuðborgarsvæð- inu hækkað 11% meira en annars staðar á landinu. Hæstar voru at- vinnutekjur árið 2000 í sveitarfélög- um á höfuðborgarsvæðinu sem eru í Reykjaneskjördæmi, rúmum 7% yfir landsmeðaltali. Hins vegar voru tekjur Sunnlendinga lægstar, nær 10% undir landsmeðaltali., Greiðendur tekjuskatta að frá- dregnum vaxta- og barnabótum voru 73,1% framteljenda 2000 en 71,5% ár- ið 1999. Framteljendur með erlent ríkisfang voru 7.057 á síðasta ári. Er- lendum ríkisborgurum með atvinnu- tekjur fjölgaði um 17,8% milli ára. Meðalatvinnutekjur erlendra ríkis- borgara voru um 70% af landsmeð- altali. Samantekt Þjóðhagsstofnunar á tekjum og eignum Kaupmáttur atvinnutekna jókst um 40,4% frá 1993 BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun í dag kl. 17 afhenda Sam- bandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM), uppgert hús við Hafn- arstræti 16. Húsið er að stofni til frá 1824 og er ætlunin að þar verði miðstöð myndlistar á Ís- landi. Afhendingin fer fram við lok Myndlistarþings sem haldið er í Listasafni Reykjavíkur þar sem erindi verða haldin í tengslum við yfirskrift þingsins, myndlist í upplýsingasamfélagi. Endurbygging staðið yfir í rúmt ár Endurbygging hússins hefur staðið yfir í rúmt ár en við hana var farið að langmestu leyti aft- ur til þeirrar myndar sem húsið fékk árið 1880 þegar þáverandi eigandi hússins, M. Smith konsúll og kaupmaður, eignaðist það og rak þar Hótel Alexöndru. Á götu- hæð var þó ákveðið að endurgera innganginn á horni hússins frá 1904 með útskurði og tveimur austustu verslunargluggunum og freista þess að sýna þessi tvö skeið í byggingarsögu hússins saman. Eyjólfur Eiríksson eign- aðist húsið árið 1908 og var það í eigu hans og afkomenda hans til ársins 1999 þegar Reykjavík- urborg keypti húsið en þá hafði það verið friðað í áratug. Húsið er tvílyft timburhús með risþaki, um 430 brúttófm að flat- armáli, og er áætlaður kostnaður við endurbygginguna 88 milljónir króna. SÍM mun reka skrifstofu sína og aðildarfélaga í húsinu og skrifstofu Listskreytingasjóðs ríkisins. Jafnframt verður salur fyrir sýningar og fundi og þá verður rekin þar gestavinnustofa á vegum SÍM í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Einnig verður í húsinu skrifstofa Mynd- stefs, höfundaréttarsamtaka myndhafa og Upplýsingamiðstöð myndlistar (UMM) verður með skrifstofu og gagnabanka um ís- lenska myndlistarmenn og mynd- list. Jafnframt er ráðgert að á götuhæð verði opnað tölvuver og safn með listaverkabókum fyrir gesti og gangandi. Meðal framkvæmda við húsið má nefna að sökkulhleðsla undir húsinu var endurgerð og styrkt. Stærstur hluti burðarvirkis á neðri hæð var endurnýjaður með efni sömu stærðar og var áður, auk þess sem notaðir voru tapp- ar, trénaglar og sinklar að fyrri tíðar tækni. Endurbæturnar mið- uðust við að bæta húsið með til- liti til eldvarna og aðgengis fatl- aðra og var allt verkið unnið í nánu samráði við Húsafrið- unarnefnd ríkisins og Árbæj- arsafn. Sigfús Eymundsson/Þjóðminjasafn Íslands Myndin er tekin um 1880 þegar Hótel Alexandra var rekið í húsinu og er M. Smith fremst á myndinni. Fjær stendur veitingamaðurinn Jespersen. Miðstöð myndlistar í aldagömlu húsi Morgunblaðið/Árni Sæberg Í endurgerðu húsinu í Hafnarstræti 16 er gert ráð fyrir að opnað verði tölvuver og listaverkabókasafn fyrir gesti og gangandi. FJÓRIR þingmenn stjórnarflokk- anna, þau Hjálmar Árnason og Jón- ína Bjartmarz, Framsóknarflokki, og Pétur H. Blöndal og Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Með frumvarpinu er lagt til að gerð verði sú breyting á lögum um lífeyrissjóði að hverjum þeim sem skylt er að eiga aðild að lífeyrissjóði sé frjálst að velja sér sjóð til að greiða í enda standist sjóðurinn all- ar almennar kröfur og skilyrði um rekstur lífeyrissjóða. Jafnframt er gert ráð fyrir því að einstaklingar geti flutt lífeyriseign sína á milli sjóða en þó skuli líða að hámarki fimm ár frá því að tilkynnt er um flutninginn þar til hann getur átt sér stað. Segja skylduaðild starfs- greina- og svæðisbundna Í greinargerð með frumvarpinu er áhersla lögð á að ekki sé gert ráð fyrir því að hróflað verði við skylduaðild að lífeyrissjóði. Hins vegar sé gert ráð fyrir möguleikum greiðenda til að velja sér lífeyr- issjóð til að greiða í. „Í dag má segja að skylduaðild að lífeyrissjóðum sé starfsgreina- og svæðisbundin. Einstaklingur er þannig knúinn til að greiða í lífeyr- issjóð sem tengdur er búsetu og starfsgrein hans. Skiptir þar litlu hvernig viðkomandi sjóður er rek- inn eða ávaxtar eigur sínar. Mikill munur er á hvernig einstökum sjóð- um hefur lánast að ávaxta eigið fé sitt. Samkvæmt yfirliti frá Fjár- málaeftirlitinu spannar ávöxtun ein- stakra lífeyrissjóða á árinu 1999 frá því að vera neikvæð upp í 22% ávöxtun. Þá er rekstrarkostnaður einstakra sjóða afar mismunandi. Í þessu má segja að felist nokkurt óréttlæti gagnvart sjóðfélögum sem í raun eru dæmdir til að bindast einum tilteknum sjóði – óháð því hvernig sá sjóður er í stakk búinn til að tryggja hagsmuni lífeyris- greiðandans,“ segir í greinargerð- inni. Einstakir sjóðir leggi sig enn meira fram Flutningsmenn segja hugsun frumvarpsins þá að einstakir greið- endur geti valið sjálfir hvaða lífeyr- issjóði þeir treysti best fyrir lífeyr- isréttindum sínum og framtíðar- hagsmunum. Með því móti megi ætla að einstakir sjóðir leggi sig enn frekar fram um að gæta að- halds í rekstri og freisti þess að ná sem bestri ávöxtun á sjóði sína. Hvort tveggja ætti að vera greið- andanum í hag. Þingmenn stjórnarflokka leggja til breytingar á lögum um lífeyrissjóði Einstaklingar geti valið sjóði LÖGREGLAN á Sauðárkróki lagði í gærmorgun hald á loft- skammbyssu sem fannst í herbergi á heimavist Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þetta var í þriðja skiptið á þessu hausti sem lagt er hald á vopn á lóð skólans. Áður hafði verið lagt hald á loft- skammbyssu og tvær hagla- byssur. Getur hæglega valdið alvarlegum áverkum Lögreglan lítur þetta mjög alvarlegum augum. Loft- byssur geti reynst hættuleg vopn og geti hæglega valdið alvarlegum áverkum og jafn- vel fjörtjóni. Það sé mjög ámælisvert ef foreldrar vita af því að börn þeirra eru að meðhöndla þessi vopn en láti það afskiptalaust. Loftskammbyssan sem fannst í morgun var í her- bergi 16 ára nemanda við Fjölbrautaskólann. Foreldr- um hans hefur verið gert við- vart. Fyrr í haust var lagt hald á tvær haglabyssur sem tveir ungir menn, 22 og 23 ára, voru að handleika á lóð skól- ans. Þá hafði lögregla fyrir nokkru afskipti af 15 ára pilti sem var með loftskammbyssu á skólalóðinni. Hald lagt á loftbyssu á Sauðár- króki Vettvangs- rannsókn að ljúka VETTVANGSRANNSÓKN á upptökum eldisins í húsi Lit- bolta við Lund í Kópavogi er á lokastigi samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Kópa- vogi. Nokkuð er í að niður- stöður liggi fyrir. Húsið, sem er talið ónýtt, brann á þriðjudagskvöld og hófst rannsókn á eldsupptök- um strax morguninn eftir. Í gær voru þrír menn að störf- um í brunarústunum, einn frá lögreglunni í Kópavogi, annar frá ríkislögreglustjóra og sá þriðji frá Löggildingarstof- unni. Ekki er enn ljóst hve mikið tjón varð í brunanum. Húsið sjálft var þó talið frekar verð- lítið en búnaður til að leika lit- bolta er talsvert dýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.