Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 53

Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 53 Í DAG kl. 9.15 hefst í Norræna húsinu í Reykjavík námsstefna um „norsku húsin á Íslandi“. Björn Bjarnason menntamálaráðherra mun setja námsstefnuna sem stendur í dag og á morgun, laugardag. Um 35 þátttakendum frá Íslandi og Noregi hefur verið boðið. Flestir eru arkitektar og sagnfræðingar sem búa yfir mikilli þekkingu á byggingasögu, sögu byggingalistar og rannsóknum og vörslu eldri húsa á Íslandi. Meðal fyrirlesara verða framkvæmdastjóri Húsafriðunarnefndar ríkisins Magn- ús Skúlason arkitekt og Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Norskir þátttak- endur í umræðunum verða m.a. Kristene Bruland prófessor frá Há- skólanum í Osló og vísindamennnirnir Jens Christian Eldal og Jon Brænne frá norsku rannsóknarstofnuninni um menningarminjar (NIKU). Námsstefnan er hluti áætlunar um að rannsaka og gera yfirlit um norsk timburhús á Íslandi. Mörg húsanna eru í flokki verndaðra bygginga á Ís- landi og voru oft reist í tengslum við síldveiðar, hvalveiðar og kaup- mennsku. Nánari upplýsingar um námsstefn- una og rannsóknaráætlunina fást hjá Per Roald Landrö í norska sendi- ráðinu í Reykjavík. Námsstefna um norsku húsin á Íslandi FYRSTI fundur haustsins hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 í sal Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17. Kveðnar verða vísur úr sumarferð félagsins um Borgarfjörð og Mýrar og vísur fluttar sem urðu til á lands- móti hagyrðinga að Hvanneyri í ágústlok. Haustfundur kvæðamanna FÉLAG Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík heldur sína árlegu árshátíð laugardaginn 3. nóvember, í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Heiðursgestir verða hjónin Stefán Jóhann Sigurðsson og Guðrún Alex- andersdóttir frá Ólafsvík og Sex í sveit úr Grundarfirði skemmta. Veislustjóri verður Jóhann Jón Ís- leifsson frá Stykkishólmi. Allir Snæfellingar og velunnarar þeirra eru velkomnir, segir í frétta- tilkynningu. Snæfellingar halda árshátíð NÝLEGA opnuðu hjónin Ólafur Benediktsson og Ólöf Ólafsdóttir nýja sérverslun, Dún og fiður, að Laugavegi 87, Dún og fiður sér- verslun. Ólafur hefur í 33 ár starfað við og sérhæft sig í framleiðslu, meðhöndlun og þvotti á sængum, koddum og öðrum vörum fram- leiddum úr dún og fiðri. Verslunin er rúmgóð og björt og hefur á boð- stólum sængur, kodda og allskyns gjafavörur tengdar sængurfatnaði. Áfram mun Ólafur bjóða upp á þvott og hreinsun á koddum og sængum, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Ásdís Ný sérverslun, Dún og fiður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.