Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 1
Reuters Slökkviliðs- og lögreglumenn rannsaka slysstað í Rockaway-hverfi í Queens í New York í gær. Stélhluti þot- unnar kom niður í sjónum í Jamaica-flóa, og í gær var hluti hliðarstýrisins fluttur á land. ALLT bendir til að stórfelld vélarbil- un, fremur en hryðjuverk, hafi valdið því að farþegaþota hrapaði í íbúða- hverfi í New York fáum mínútum eft- ir flugtak frá Kennedy-flugvelli í gær. Allir sem um borð voru, 260 manns, fórust og sex manns sem voru á jörðu niðri var saknað. Fregnum bar í gær- kvöldi ekki saman um hvort spreng- ing hefði orðið í vélinni áður en hún hrapaði, en haft var eftir sjónarvott- um að annar hreyfla þotunnar hefði dottið af henni áður en hún hrapaði. Veður var gott er slysið varð. Þotan var af gerðinni Airbus A-300-600R, í eigu flugfélagsins Am- erican Airlines. Hún fór í loftið frá Kennedy klukkan 9.14 að staðartíma (14.14 að íslenskum tíma) og var för- inni heitið til Santo Domingo í Dóm- iníska lýðveldinu. Þrem mínútum eft- ir flugtak hrapaði vélin í Queens-hverfi, austur af Manhattan. Talsmaður bandaríska loftferðaeftir- litsins (FAA) sagði að ekkert í sam- skiptum flugmanna vélarinnar og flugumferðarstjórnar hefði bent til að neitt væri að. Annar flugrita vélarinnar, sá sem skráir tæknilegar upplýsingar um flugið, fannst á slysstaðnum. George Pataki, ríkisstjóri í New York-ríki, sagði á fréttamannafundi í gær að svo virtist sem flugmenn vélarinnar hefðu losað eldsneyti úr tönkum hennar yfir Jamaica-flóa áður en hún hrapaði, og benti það til að flugmennirnir hefðu orðið varir við alvarlega bilun í vél- inni. Þetta væri þó óstaðfest. Rudy Giuliani, borgarstjóri í New York, sagði á fréttamannafundinum að brak úr vélinni hefði komið niður á nokkrum stöðum, og sumir hlutar hennar lent í sjónum. Stærsti hluti hennar kom niður í Rockaway-hverf- inu í Queens. Fjögur íbúðarhús eyði- lögðust og átta önnur skemmdust mikið. Á fréttamannafundinum kom fram að stærsti hluti braksins úr vél- inni hefði lent á tiltölulega afmörkuðu svæði, og benti það til þess að vélin hefði steypst beint niður. „Þegar þessu var lýst fyrir okkur og við vorum á leiðinni á slysstaðinn hélt ég að þetta væri mun verra en raun bar vitni,“ sagði Giuliani. „Við fórum yfir svæðið í þyrlu og það var ótrúlegt hvernig vélin hafði lent á litlu, afmörkuðu svæði, í stað þess að lenda á mörgum húsum. Ég veit ekki hvað gerðist, en þetta hefði getað ver- ið miklu verra.“ Giuliani sagði ennfremur að þótt fregnum bæri ekki saman virtist sem flestir sjónarvottar bæru að þotan hefði dottið í sundur á flugi en segðust ekki hafa heyrt eða séð sprengingu fyrst. Borgarstjórinn greindi enn- fremur frá því að 225 lík væru fundin. Fulltrúar framleiðanda vélarinnar, evrópsku flugvélasamsteypunnar Airbus Industrie, og framleiðanda hreyflanna, bandaríska fyrirtækisins General Electric, héldu á slysstað til að veita aðstoð við rannsókn slyssins, sem er stjórnað af Bandaríska sam- gönguöryggisráðinu (NTSB). Að sögn Airbus var vélin afhent Americ- an Airlines ný 1988. 260 fórust með farþegaþotu American Airlines er hrapaði skömmu eftir flugtak í New York Allt bendir til að þotan hafi farist vegna vélarbilunar Sex manns sakn- að í hverfinu sem þotan lenti á New York, Washington. AFP, AP, Washington Post.  Talið að sprenging/34  Ekkert bendir/4 260. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 13. NÓVEMBER 2001 HER Norðurbandalagsins, andstæðinga talibana- stjórnarinnar í Afganistan, var í gær kominn að borgarmörkum Kabúl, og sagði talsmaður banda- lagsins að her þess héldi kyrru fyrir um 10-15 km norður af borginni. Hermenn bandalagsins hefðu brotist í gegnum víglínu talibana og hefðu margir þeirra lagt á flótta eða gefist upp. Fulltrúi talibana staðfesti að Norðurherinn hefði rofið víglínuna við borgina, en sagði að framrás norðanmanna hefði verið stöðvuð. Norðurherinn hélt ekki inn í Kabúl í gær, þótt talsmenn hans segðu að fyrirstaða væri engin. Bandaríkjamenn höfðu farið þess á leit að herinn færi ekki inn í borgina á meðan viðræður standa yfir um myndun bráðabirgðastjórnar. Mohammed Abil, talsmaður Norðurhersins, sagði að herinn hefði farið inn í borgina Herat í gærmorgun. Herat er við þjóðveginn til Kandah- ar, sem er um 500 km í suðaustur, höfuðvígi talib- anastjórnarinnar og heimaborg múllans Moh- ammeds Omars, æðsta leiðtoga talibana. Framrás Norðurhersins undanfarna daga virð- ist hafa verið hröð, og hófst með töku borgarinnar Mazar-e-Sharif á föstudaginn. Segja fréttaskýr- endur þetta benda til að margir stríðsherrar og hermenn talibana hafi gengið í lið með Norður- hernum, fremur en að veita mótspyrnu. Í Mazar-e-Sharif voru karlmenn í biðröðum við rakarastofur til að fá klippt af sér skeggið, sem talibanastjórnin skyldaði alla menn til að hafa, konur köstuðu kuflunum sem hafa hulið þær frá toppi til táar, og heyra mátti tónlist – sem talib- anar banna – að því er fréttastofan Afghan Islamic Press greindi frá. Fregnir um hraða framrás hermanna Norðurbandalagsins í Afganistan Segjast halda kyrru fyrir við borgarmörk Kabúl Kabúl, Islamabad. AP, APF.  Líklegt að fall/28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.