Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isFjör á „Íslendingaleiknum“
í Stoke/B5
Hlynur Stefánsson, fyrirliði
ÍBV, hættur/B1
12 SÍÐUR40 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
FYRRVERANDI flugrekstrarstjóri
Leiguflugs Ísleifs Ottesen neitaði
sök þegar ákæra lögreglustjórans í
Reykjavík á hendur honum var þing-
fest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
fyrir nokkru.
Hann er ákærður fyrir brot gegn
lögum um loftferðir með því að hafa
sem flugstjóri flugvélarinnar TF-
GTX flutt tólf farþega í vélinni frá
Vestmannaeyjum til Selfoss.
Búin sætum og öryggisbeltum
fyrir tíu farþega
Flugvélin var á hinn bóginn aðeins
búin sætum og öryggisbeltum fyrir
tíu farþega. Hún var jafnframt að-
eins skráð fyrir tíu farþega.
Þess er krafist að flugrekstrar-
stjórinn verði dæmdur til refsingar
og sviptur réttindum til að starfa
sem atvinnuflugmaður.
Brot gegn lögum um loftferðir
varða sektum eða fangelsi allt að
fimm árum.
Hildur Briem sækir málið fyrir
hönd ákæruvaldsins.
Tólf farþeg-
ar í flugvél
sem skráð
var fyrir tíu
RAFMAGNSTRUFLANIR urðu á
Suður- og Vesturlandi í gær vegna
seltu á raflínum og spennivirkjum.
Snjókoma á Suðurlandi í gærmorgun
jók enn á vandann þar sem leiddi á
milli og línur slógu því út. Hjá Raf-
magnsveitum ríkisins á Hvolsvelli og
í Borgarfirði var gripið til þess ráðs
að fá slökkvilið til að dæla vatni á
spennivirki í þeim tilgangi að skola
seltuna burt.
Mikil selta barst yfir landið með
roki á laugardag og settist m.a. á rúð-
ur húsa og bíla, þannig að vart var
hægt að sjá út um þær. Seltunnar
varð vart á Suður- og Vesturlandi og
allt norður til Akureyrar.
Samkvæmt upplýsingum Veður-
stofu Íslands þyrlaðist seltan upp af
sjónum á stóru hafsvæði vestur af
landinu í miklu hvassviðri og barst
þaðan austur yfir landið. Hörður
Þórðarson veðurfræðingur segist
vita til þess að seltan hafi borist allt til
Akureyrar og að hún virðist ekki hafa
verið minni inni í landi en úti við sjó.
„Við erum að glíma við seltuvanda-
mál í framhaldi af suðvestanrokinu
fyrir helgi. Þá barst mikil selta upp á
land og við erum að súpa seyðið af því
núna eftir að hann fór að snjóa,“ sagði
Knútur Scheving, fjármálastjóri hjá
Rafmagnsveitum ríkisins á Suður-
landi, í samtali við Morgunblaðið í
gær.
„Við höfum fengið slökkvilið til að
spúla spennivirkin og þá kemst raf-
magn oftast aftur á. Við erum að vona
að það dugi til að halda höfuðlínunum
inni. Það albesta væri að hann gerði
nú hellirigningu því þá mundi saltið
skolast af línum og spennivirkjum,“
bætti Knútur við.
Töluverðar rafmagnstruflanir voru
einnig á Vesturlandi í gær vegna
seltu á dreifilínum. Truflana gætti í
Kjós, Melasveit, Innri-Akranes-
hreppi og Hvalfirði. Einnig urðu
truflanir af sömu sökum út frá Vatns-
hömrum á dreifilínum í Borgarfirði.
Rafmagn datt út um tíma á Mýrum, í
Norðurárdal, Lundarreykjadal og
víðar.
Í Holtahverfi í Reykjavík var raf-
magnslaust í gærkvöldi milli kl. 18.20
og 18.55 vegna bilaðs jarðstrengs í
Skipholti, sem olli því að sex spenni-
stöðvar duttu út.
Sjávarselta eftir rok orsakaði rafmagnsleysi á Suður- og Vesturlandi
Þvoðu seltuna
af með aðstoð
slökkviliðs
Morgunblaðið/Hallgrímur
Í vonda veðrinu um helgina fór ýmislegt lauslegt af stað. Þetta litla hús
sem stóð við Búlandshöfða á Snæfellsnesi þoldi ekki álagið og fauk.
HÉRAÐSDÓMUR Austurlands
dæmdi í gær skipstjóra þriggja
norskra loðnuskipa til að greiða 2,5
milljónir króna hver í sekt fyrir ólög-
legar veiðar innan íslensku lögsög-
unnar í júlí í sumar.
Greiði þeir ekki sektirnar þurfa
þeir að sæta fangelsisvist í fjóra mán-
uði.
Skipin voru ekki staðin að ólögleg-
um veiðum með venjulegum hætti
heldur voru skipstjórarnir sakfelldir
á grundvelli upplýsinga úr fjareftirlit-
skerfi Landhelgisgæslunnar.
Afli skipanna, samtals 2.410 tonn af
loðnu, var jafnframt gerður upptæk-
ur. Heildaraflaverðmæti var tæplega
19 milljónir króna. Þá var skipstjór-
unum gert að greiða allan sakar-
kostnað.
Mennirnir voru skipstjórar á
norsku skipunum Tromsöbyen, Inger
Hildur og Torson. Þau voru öll færð
til hafnar á Seyðisfirði 7. júlí sl. Sam-
kvæmt afladagbókum voru skipin
innan grænlenskrar landhelgi þegar
þau veiddu loðnuna. Gögn úr fjareft-
irlitskerfi Landhelgisgæslunnar
sýndu á hinn bóginn að skipin höfðu
verið um fjórar til tíu sjómílur innan
íslenskrar lögsögu norðvestur af
Horni. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
ákærði því skipstjórana fyrir land-
helgisbrot og fyrir að hafa vanrækt
lögbundna tilkynningarskyldu um
staðsetningu skips og afla í íslenskri
lögsögu og að hafa tilkynnt sig rang-
lega út úr lögsögunni.
Drógu sönnunargildi í efa
Skipstjórarnir neituðu allir sök og
drógu verjendur þeirra í efa sönnun-
argildi gagna úr fjareftirlitskerfinu.
Fram kemur í dómunum að ákæru-
valdið hafi lagt fram gögn um áreið-
anleika hins sjálfvirka fjareftirlits-
búnaðar og þau gögn verið studd
vætti sérfróðra manna á því sviði.
Skipstjórarnir hafi á hinn bóginn eng-
in gögn lagt fram sem gefi tilefni til að
bera brigður á þær staðarákvarðanir
sem þar eru gefnar upp.
Fjareftirlitskerfið var tekið í notk-
un með samningi Íslands og Noregs í
júlí í fyrra en hafði verið prófað í eitt
ár áður en gengið var frá samningum.
Kerfið byggist á staðsetningum frá
GPS-gervihnöttum og sjálfvirkum
sendingum frá skipum til lands-
stöðva. Skipstjórunum var öllum
kunnugt um að þessi búnaður væri í
skipinu.
Logi Guðbrandsson héraðsdómari
kvað upp dóminn ásamt meðdómend-
unum Jónatan Sveinssyni, hæstarétt-
arlögmanni og fyrrverandi skipstjóra,
og Róberti Dan Jenssyni, sjómæl-
ingamanni og fyrrverandi skipstjóra.
Dæmdir á grundvelli upplýs-
inga úr fjareftirlitskerfi
Morgunblaðið/Magni
Norsku skipin þrjú við bryggju á Seyðisfirði í sumar eftir að varðskip hafði fært þau til hafnar þar.
FLUGLEIÐIR aflýstu í gær flugi
til New York eftir að flugvél Am-
erican Airlines fórst við JFK-flug-
völl. Öllum alþjóðaflugvöllum í
New York var lokað í kjölfar slyss-
ins.
Þota Flugleiða átti að leggja af
stað frá Keflavík til New York
rúmlega þremur tímum eftir að
bandaríska flugvélin fórst. Rúm-
lega 100 farþegar áttu bókað far
með vélinni og voru flestir að
koma frá Evrópu. Þeim var boðið
að fara til Boston. Um helmingur
farþeganna nýtti sér það boð.
Flugvél Flugleiða átti að leggja af
stað frá New York í gærkvöldi en
það flug var sömuleiðis fellt niður.
Næsta áætlunarflug Flugleiða
til New York er á morgun.
Flugi til New
York aflýst
NOKKRIR þjófnaðir hafa verið til-
kynntir á fartölvum, skjávörpum og
fleiru úr skólum borgarinnar að
undanförnu, einkum framhaldsskól-
um. Í flestum tilvikum er hlutunum
stolið meðan nemendur eru við
störf.
Að sögn lögreglu virðist sem
óviðkomandi aðilar geti gengið
óhindrað inn og út úr skólunum og
gripið með sér eigur nemenda.
Lögreglan segir ástæðu fyrir
skólayfirvöld að vera vakandi fyrir
þessum möguleika og hvetur þau til
að gera ráðstafanir sem dregið geta
úr aðgangi fólks sem ekki á erindi í
skólabyggingar.
Stolið frá
nemendum
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦