Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 4
LJÓST er að mikið tjón hefur orðið
á línubátnum Núpi BA-69 sem
strandaði við Sjömannabana í Pat-
reksfirði á laugardag. Göt eru á
botni skipsins og verður ekki hægt
að draga skipið á flot fyrr en búið er
að þétta þau. Um 20 tonn af fiski
voru í Núpi þegar hann strandaði og
er hann allur ónýtur.
Sigurður Viggósson, fram-
kvæmdastjóri Odda á Patreksfirði,
sagði ljóst að tjón vegna strandsins
skipti tugum milljóna. Botn skipsins
væri mjög mikið skemmdur og mik-
ill sjór hefði komist inn í það. Sjór
hefði flotið yfir vél skipsins á háflóði
og komist í íbúðir skipsins.
Í gær og í nótt var unnið að því að
þétta botninn. Unnið var á vöktum,
en ekki er hægt að vinna við skipið
nema á fjöru. Sigurður sagðist ekki
geta svarað því hvenær reynt yrði
að draga skipið á flot. Það færi eftir
því hversu vel gengi að þétta það.
Menn stefndu að því að meta stöð-
una á hádegi í dag. Sigurður sagði
að veður hefði verið gott í gær og
menn því fengið sæmilegan frið við
björgunarstörf, en aðstæður væru
eigi að síður erfiðar.
Aflinn dæmdur ónýtur
Stærstur hluti af hráefni Odda
hefur komið frá Núpi. Sigurður
sagði að Núpur hefði verið kjölfest-
an í hráefnisöflun fyrirtækisins, en
auk þess keypti Oddi hráefni á
mörkuðum og af öðrum skipum.
Hann sagði að það væri afar slæmt
að missa Núp, en menn væru lítið
farnir að velta fyrir sér hvernig hrá-
efni yrði tryggt fyrir vinnsluna.
Menn einbeittu sér að því að ná
Núpi á flot og þegar það hefði tekist
yrði hugað að næsta verkefni, að
tryggja hráefni til vinnslunnar.
Um 20 tonn af fiski voru í Núpi
þegar hann strandaði. Við strandið
komst olía í lestina og dæmdu fisk-
eftirlitsmenn, sem voru um borð í
varðskipi sem kom til Patreksfjarð-
ar á sunnudag, hann ónýtan. Aflinn
var urðaður í landi en eitthvað af
honum fór hins vegar í sjóinn að
sögn Sigurðar. Hann sagði að að-
stæður á strandstað hefðu verið erf-
iðar og vera kynni að menn hefðu
misst eitthvað af fiski í sjóinn. Þorri
hans hefði hins vegar verið urðaður.
Sjóslys við Sjömannabana
Núp BA rak á laugardagsmorgun
vélarvana upp í fjöru um kílómetra
utan við bæinn í Partreksfirði og tók
niðri við stóran stein eða hlein sem
gengur fram í sjó og heitir Sjö-
mannabani.
Nafnið dregur steinninn af því að
þar mun forðum hafa farist bátur
með sjö mönnum, að því er fram
kemur í skrám Örnefnastofnunar.
Sjömannabani er við endann á Engj-
unum, sem eru graslendi neðan við
fjallið Skjöld.
Morgunblaðið/Erlendur Gíslason
Olía komst í lestar skipsins og var aflinn úrskurðaður ónýtur. Talsvert
af honum lenti í sjónum þegar verið var að flytja hann í land.
Morgunblaðið/Sigurbjörn Grétarss
Aðeins var hægt að vinna við þéttingu skipsins á fjöru í gær. Lagður var
vegur að skipinu til að koma að tækjum og búnaði á strandstað.
Tugmilljóna
tjón varð þegar
Núpur strandaði
maður Íslands í New York og var
að störfum á skrifstofu sinni á 36.
hæð á Manhattan er fréttir bárust
af flugslysinu um stundarfjórðung
yfir níu að staðartíma.
Hann segir að fyrst í stað hafi
sést miklir reykjarbólstrar á staðn-
um og frá skrifstofuglugganum
hafi virst mikið um að vera en
fljótlega hafi reykurinn dvínað
mjög. Umferð var nokkru minni en
venjulega á götunum við skrifstofu-
húsið sem gæti stafað af því að bú-
ið var að loka fyrir umferð frá
Manhattan um aðalbrúna yfir til
Queens-hverfisins.
„Hér sveima þyrlur og F-15 her-
þotur yfir borginni og augljóst að
menn eru við öllu búnir þó að talið
sé nú víst að um slys en ekki
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra var staddur í byggingu
Sameinuðu þjóðanna á Manhattan
þegar fregnir bárust af flugvéla-
hrapinu í New York. Þar stendur
nú yfir Allsherjarþing SÞ, sem sótt
er af utanríkisráðherrum flestra
aðildarríkjanna.
Halldór kveðst hafa komið inn í
byggingu Sameinuðu þjóðanna um
klukkan níu í gærmorgun að stað-
artíma, þegar fundur var að hefj-
ast. Skömmu eftir það hafi fregnir
borist af flugslysinu og var bygg-
ingunni þá lokað, enda var óttast
að um hryðjuverk kynni að vera að
ræða. „Menn voru beðnir að halda
ró sinni. Fundi var síðan haldið
áfram með venjubundnum hætti og
það var verið að opna bygginguna
núna rétt í þessu þannig að þeir
sem ekki voru komnir hingað í
morgun eru að tínast inn, meðal
annars ráðherrar sem ekki komust
inn á meðan byggingin var lokuð.
Þannig að mér sýnist að starfið hér
sé að komast í eðlilegan farveg,“
sagði Halldór þegar Morgunblaðið
náði tali af honum síðdegis í gær
að íslenskum tíma.
Halldór sagði að fólki í byggingu
Sameinuðu þjóðanna hefði verið
mjög brugðið er fregnir bárust af
slysinu. „Það er alveg ljóst að
hryðjuverkin 11. september hafa
haft gífurleg áhrif á alla sem hérna
búa og það er stöðugt verið að
minna á þau með fréttaflutningi.
Þessi hörmulegi atburður rifjar
voðaverkin upp á nýjan leik.“ Hann
kvað öryggisgæslu vegna Allsherj-
arþingsins vera gríðarlega. „Ég hef
aldrei upplifað jafn miklar örygg-
isráðstafanir og eru viðhafðar hér
núna, og hafa þær þó oft á tíðum
verið miklar í kringum fundahöld
SÞ,“ sagði Halldór.
Að sögn ráðherrans er engin
ástæða til að ætla að Íslendingar
hafi verið meðal fórnarlamba slyss-
ins. Samkvæmt upplýsingum fasta-
nefndar Íslands hjá SÞ búa engir
Íslendingar á því svæði í Queens
þar sem flugvélin kom niður og
ekkert bendir til að Íslendingar
hafi verið um borð í vélinni sem
fórst.
Gripið var til mikilla varúðarráð-
stafana í New York er skýrt var
frá slysinu við JFK-flugvöllinn
enda árásirnar mannskæðu 11.
september enn í fersku minni. Ör-
yggiseftirlit við stórar byggingar
og fleiri staði var hert og fylgst
vandlega með flugumferð. Magnús
Bjarnason er starfandi aðalræðis-
hryðjuverk hafi verið að ræða,“
sagði
Magnús. Hann var spurður hvort
hann hefði orðið var við fát og ótta
við að hryðjuverkamenn hefðu aft-
ur látið til skarar skríða en hann
neitaði því, fólk virtist almennt
hafa tekið tíðindunum með still-
ingu. Ljóst væri þó að margir
hefðu orðið hræddir fyrst í stað en
fljótlega hefðu borist yfirlýsingar
um að mestar líkur væru á að ekki
væri um hryðjuverk að ræða held-
ur slys.
Brugðist við af stillingu
„Fólk brást við af stillingu. Við
höfðum strax samband við fulltrúa
borgarstjóra og American Airlines
til að fá að vita hvort Íslendingar
hefðu verið meðal farþeganna en
svo mun ekki hafa verið,“ sagði
Magnús. Hann sagði að samkvæmt
bestu fáanlegu upplýsingum
byggju engir Íslendingar í þeim
hluta Queens-hverfisins sem um
ræðir, Rockaways.
Magnús segir að í Queens búi
víða millistéttarfólk og meðal ann-
ars margir slökkviliðs- og lögreglu-
menn.
Rudolph Giuliani borgarstjóri
minntist þess í gær að nokkrir
slökkviliðsmenn, sem búsettir
hefðu verið í hverfinu, hefðu verið
meðal þeirra sem fórust við björg-
unarstörf í World Trade Center 11.
september.
Logi Bragason tölvufræðingur
vinnur hjá stórfyrirtækinu Bloom-
berg í New York en hann býr í
vesturhluta Queens ásamt unnustu
sinni, Juliu Oleinik sem er frá Kas-
akstan. Slysstaðurinn er hins vegar
í eystri hluta Queens. Sjálfur var
Bragi farinn til vinnu sinnar er
slysið varð en Julia var heima. Þau
hafa ekki búið nema þrjá mánuði í
hverfinu og hafa því lítið kynnst
nágrönnunum en segja að fólk hafi
í fyrstu verið felmtri slegið en ekki
hafi verið um almenna skelfingu að
ræða.
Julia segist ekki hafa orðið veru-
lega hrædd en manntjónið sé
hryggilegt. „Ég var sjálf í Wash-
ington og vann skammt frá Hvíta
húsinu þegar árásirnar voru gerðar
á New York og Washington 11.
september,“ segir Julia. „Það var
ægilegt en kannski er ég farin að
venjast öllum þessum hræðilegu
hlutum. Ég held ekki að þetta sem
gerðist í dag hafi verið hryðju-
verk.“
Halldór Ásgrímsson var í byggingu SÞ í New York
AP
Fulltrúar í öryggisráði SÞ votta samúð sína vegna slyssins í New York.
Magnús
Bjarnason
Halldór
Ásgrímsson
Ekkert bendir til að
Íslendingar hafi farist
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MMC Pajero 2800 diesel,
f. skr.d. 30.03.1999, ek. 72 þ.
km, 5 dyra, beinskiptur, 32"
upphækkun, húddhlíf o.fl.
Verð 2.720.000.
Opnunartímar: Mánud. - föstud.
kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16.
Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is
Netfang: bilathing@hekla.is