Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 10

Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Góð tilbreyting frá stórborgarferðum... TIL FÆREYJA UM HELGAR Stuttar helgarferðir til Færeyja – brottför alla föstudaga 33.900 FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is netfang: outgoing@gjtravel.is Græn borg í bláu hafi Nútímalegur bragur í bland við þjóðlega stemningu einkennir Þórshöfn í Færeyjum, sem er laus við ys og þys stórborganna. Gestrisni og vinátta einkenna móttökurnar hjá frændum okkar. Stuttar helgarferðir – slökun og tilbreyting Flogið er með þotu færeyska flugfélagsins Atlantic Airways frá Reykjavík á föstudagskvöldum og komið til baka á mánudegi. Í boði er gisting á tveimur hótelum í höfuðborginni Þórshöfn; Hótel Tórshavn og Hótel Hafnia. Einstakt tækifæri – hagstætt verð Innifalið er flug, flugvallaskattar, gisting í 3 nætur og morgunverður. Heildarverð á mann er frá 33.900 til 36.900 krónum eftir hótelum, miðað við 2ja manna herbergi. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær, að málefni sem varði verðtryggingu séu jafnan til skoðunar hjá Seðlabanka. Benti hann á að verðtryggingar hefðu verið tak- markaðar á undanförnum árum og úr þeim dregið. Á hinn bóginn sé ljóst að afnám verðtrygginga þýði ekki endi- lega að vaxtaskuldbindingar vaxi. „Dæmin hafa sannað það, að þegar vextir eru eingöngu nafnvextir, en ekki verðtryggðir, að hafi menn borð fyrir báru þannig að raunvaxtatrygg- ing með nafnvaxtatryggingu getur orðið hærri en raunvaxtatrygging með verðtryggingu,“ sagði forsætis- ráðherra og benti á að þetta gæti gengið í báðar áttir; verðtrygging innstæðna skapi þannig nokkra ró þegar órói ríki í verðlagsmálum. Gísli S. Einarsson (S) hafði í fyr- irspurn sinni látið svo um mælt, að fólki brygði í brún þessa dagana þeg- ar lán hækki milli mánaða vegna verðtrygginga, þrátt fyrir að afborg- anir séu í skilum. Sagði hann mikla verðbólgu hafa komið mörgum í upp- nám og fyrirtæki og einstaklingar sæju fram á nauðungarsölu og jafn- vel gjaldþrot. Á sama tíma kæmu fram í Lögbirtingablaðinu tilkynn- ingar um tugi nýrra fyrirtækja og velti þingmaðurinn því upp hvort slíkt kynni að tengjast „kennitölu- skiptum“, eins og hann orðaði það. Vill gengiskörfu með jeni, evru og dollara „Alþýðusamband Íslands hefur sett fram kröfu um afnám verðtrygg- ingar lána,“ sagði Gísli og kvaðst sjálfur vel geta hugsað sér að tekið yrði fremur mið af gengiskörfu sem byggð væri á jeni, evru og dollara. Davíð Oddsson sagði í máli sínu að verðbólgan hafi nú „litið um hæl“ og sé á niðurleið. Gísli S. Einarsson sagði hins vegar að fólk fyndi nú á „eigin skinni“ þegar kjörin versna og illa gengur að greiða af skuldum. Nefndi hann dæmi af ríflega 1.100 þúsund kr. láni sem tekið hefði verið fyrir tveimur árum og jafnan greitt skilvíslega af. Tuttugu og fjórum gjalddögum síðar hefði höfuðstóllinn ekkert lækkað, heldur vaxið um tutt- ugu þúsund krónur. Forsætisráðherra sagði af þessu tilefni að það kunni að gerast um hríð að nafnupphæðir lána hækki, en þau væru þó raunverulega að lækka. Hins vegar tók hann ekki undir þá fullyrðingu að kjör og staða væri að versna. „Enn sem komið er og fram á síð- asta ársfjórðung hefur kaupmáttur verið að aukast og atvinnuleysi hefur ekki aukist,“ sagði hann og því bendi þessar tvær forsendur – enn sem komið er – til þess að staða fólks hafi ekki breyst. „Hins vegar vitum við að það er nokkuð úr að draga og það er augljóst að greiðslur manna fyrir yf- irvinnu og þess háttar kunna að dragast saman þegar úr þenslu dreg- ur,“ sagði Davíð ennfremur og vísaði til þess að ráðherrar í ríkisstjórn hafi verið til þess ákaft hvattir að draga úr þenslunni til þess að tryggja mjúka lendingu. „Það er akkúrat það sem ég held að sé að gerast,“ sagði hann. Davíð Oddsson forsætisráðherra í umræðum á Alþingi í gær Málefni verðtryggingar eru alltaf til skoðunar SKRIFLEGT svar landbúnaðarráð- herra vegna fyrirspurnar Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur (S) um sölu ríkisjarða varð enn að deiluefni á Al- þingi í gær eftir að Ásta Ragnheiður upplýsti að upplýsingar um andvirði sölu ríkisjarða mætti finna þrjú ár aftur í tímann í ríkisreikningi. Guðni Ágústsson (B) landbúnaðarráðherra sagði þessar upplýsingar koma sér, ráðuneytinu og raunar líka Ríkisend- urskoðun á óvart, en hét því að skoða málið frekar. Ásta Ragnheiður sagði að í svari ráðherra frá fyrri viku kæmu fram mjög alvarlegar rangfærslur. M.a. vísi hann til þess að alþingismenn hafi sama rétt til aðgangs að upplýs- ingum og almenningur gegnum upp- lýsingalög og tveggja ára gamallar- skýrslu um starfsskilyrði stjórnvalda. Upplýsti hún að sam- kvæmt sinni beiðni hefðu lögfræðing- ar nefndasviðs Alþingis verið beðnir um að finna þessum skilningi ráð- herrans stað. „Ég hef fengið bréf frá nefndadeildinni þar sem segir: Við skoðun er ekki unnt að finna fram- angreindum skilningi stað,“ sagði Ásta Ragnheiður og vísaði til stjórn- arskrárvarins réttar þingmanna til upplýsinga sem væri ofar upplýs- ingalögum. Upplýsingar liggja fyrir í ríkisreikningi Hún benti einnig á að ráðherra hefði neitað að upplýsa söluverð rík- isjarða í svari sínu og vísað m.a. til mannréttinda. Nú hefði hins vegar komið í ljós að þessar upplýsingar væri að finna í ríkisreikningi. Velti hún því upp hvað væri á seyði í ráðu- neytinu þegar ljóst væri að þing- mönnum væri meinað um opinber gögn. Guðni Ágústsson sagði að sér hefðu komið upplýsingar um ríkis- reikning á óvart. „Það kemur ráðu- neyti mínu á óvart og það kemur Rík- isendurskoðun einnig á óvart,“ sagði hann. Bætti hann við að þarna stang- aðist augljóslega eitthvað á og hann myndi þegar fara yfir þessi mál. „Það er alveg ljóst í mínum huga að ráðherra sem fær á sig úrskurð og brýtur hann er sakaverður. Það verð- ur að kjöldraga svoleiðis pilt sem brýtur gegn úrskurði og lögum,“ sagði Guðni en ítrekaði að hann hefði ekkert að fela í þessum efnum. Það kæmi hins vegar mjög á óvart að þessar upplýsingar lægju fyrir í rík- isreikningi, því hann hefði talið birt- ingu þeirra stríða gegn lögum og úr- skurði upplýsinganefndar. Verið að selja einkavinum? Fleiri þingmenn Samfylkingarinn- ar gerðu harða atlögu að landbúnað- arráðherra. M.a. sagði Lúðvík Berg- vinsson að ráðherrann hefði ítrekað reynt að koma sér hjá því að veita umbeðnar upplýsingar. Benti þing- maðurinn á að þessa dagana væri far- þegalistum eytt í stað þess að láta þingmönnum þá í té og ekki væri heldur unnt að fá upplýsingar um það hverjir kaupi ríkiseignir. Eina ástæð- an hlyti að vera sú að hann hefði eitt- hvað að fela. Velti Lúðvík því upp hvort verið væri að selja einkavinum það sem ekki þyldi dagsins ljós og hlaut um leið frammíkall frá ráðherra sam sakaði hann um ódrengskap. Jóhanna Sigurðardóttir sagði ljóst að landbúnaðarráðherra hefðu orðið á alvarleg mistök þar sem hann hefði greinilega gefið þinginu rangar og villandi upplýsingar. „Vonandi ekki vísvitandi,“ bætti Jóhanna við, en sagði að ráðherra bæri nú að fara of- an í þetta mál og gera Alþingi grein fyrir hinu rétta í málinu. Landbúnaðarráðherra sagði undir lok umræðunnar það óheiðarlegt hjá þingmönnum „að láta svo í veðri vaka að þeir viti að hann hafi unnið til saka“. Það væru aðferðir ómerki- legra stjórnmálamanna. Hann sagð- ist þó fallast á að margt væri misvís- andi í þessum efnum og komast yrði að því hvers vegna ríkisbókhald birti söluverð ríkisjarða sem upplýsinga- nefnd telji óheimilt. „Yfir þetta verð ég að fara og um það skulda ég þinginu svör og skýringar. Ég við- urkenni það,“ sagði Guðni Ágústsson. Hörð gagnrýni á landbúnaðarráðherra vegna svara um sölu ríkisjarða Ráðherra segist skulda þinginu skýringar Morgunblaðið/Þorkell Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra stinga saman nefjum undir umræðum á Alþingi. FUNDUR hefst á Alþingi í dag, þriðjudaginn 13. nóvember, kl. 13.30. Á dagskrá er atkvæða- greiðsla um fjölda þingmála, en einnig umræður um frumvörp og þingsályktunartillögur er varða samgöngumál. Í upphafi fundar verður þó umræða utan dagskrár um erlent vinnuafl. Málshefjandi er Guðrún Ögmundsdóttir (S) en til andsvara er Páll Pétursson félags- málaráðherra. JÓNÍNA Bjartmarz (B) formaður heilbrigðis- og trygginganefndar Al- þingis sagði við upphaf þingfundar í gær, að hallað hefði verið réttu máli í liðinnu viku þegar gagnrýni kom fram á nefndina fyrir að sinna ekki óskum sjúkraliða um fund. Sagði Jónína að gagnrýnin hafi að sínu mati verið ómakleg. „Þetta er ekki rétt. Formanni Sjúkraliðafélagsins var sagt sl. vor þegar erindi þeirra barst og líka áð- ur en erindið barst nefndinni skrif- lega, að ekki væri nokkur von til þess að hægt væri að verða við því þá fyrir þinglok heldur yrði brugðist við því þegar þing kæmi saman á ný,“ sagði hún. Formaður heilbrigðisnefndar sagði að erindinu hafi því hvorki verið synjað né hunsað og formaður Sjúkraliðafélagsins hafi ekki ítrekað erindi sitt við nefndina, heldur séð ástæðu til að fara með það á fund þingflokks Samfylkingarinnar og til fjölmiðla. Jónína bætti því við að fyrir um- ræðuna í síðustu viku hafi hún verið búin að fela ritara nefndarinnar að boða til fundar með fulltrúum sjúkraliða. Sagði hún Ástu Ragn- heiði Jóhannesdóttur (S) hafa vitað af þeirri fundarboðun og því hafi umræðan „augljóslega verið tilefn- islaus“ og „tilgangur hennar ein- hver allt annar en að koma á þessum fundi,“ sagði hún. Heilbrigðis- og trygginganefnd Formaður telur gagnrýni ómaklega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.