Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 18
AKUREYRI 18 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MILDI þykir að ekki urðu slys á fólki er Slétt- bakur EA, frystitogari Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf., fékk á sig brotsjó um kl. 4.30 sl. laugardagsmorgun. Togarinn var þá staddur í vondu veðri á Deildargrunni, um 20 sjómílur út af Rit. Þrír gluggar í brú skipsins brotnuðu og fylltist brúin nánast af sjó á svip- stundu. Miklar skemmdir urðu á skipinu og hleypur tjónið á milljónum króna. Magnús Kristjánsson stýrimaður var einn á vakt í brúnni er brotið gekk yfir skipið. Hann hafði setið í skipstjórnarstólnum andartaki áður en ósköpin dundu yfir. „Ég var rétt stað- inn upp úr stólnum til að stilla á veðurfréttir í útvarpinu og stóð aftan við stólinn þegar brotið reið yfir skipið. Þetta var eins og sprenging, þar sem glerbrot og brak spýttist inn í brúna,“ sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið. Það varð Magnúsi til happs að vera á bak við stólinn, hann náði að beygja sig niður og slapp því ómeiddur. „Þeir menn sem komu fyrstir upp í brú eftir ósköpin og sáu kringumstæður voru mest hissa á því að ég skyldi vera ómeiddur.“ Magnús sagði að eftir að hann hafði áttað sig á hlutunum hefði hann slegið skipinu und- an og sett á lens. Miklar skemmdir urðu á tækjum í brú Sléttbaks og fylgdi Höfrungur AK skipinu inn á Ísafjarðardjúp. Þar tókst skipverjum að gera radar skipsins virkan á ný og var lagt af stað til Akureyrar um kl. 23 á laugardagskvöld. Sléttbakur kom til Ak- ureyrar um kl. 17 á sunnudag, eftir um 18 tíma siglingu. Magnús sagði að heimferðin hefði gengið vel, enda veðrið verið þokkalegt á leiðinni. Sæmundur Friðriksson, útgerðarstjóri ÚA, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri enn hægt að segja til um hversu mikið tjónið væri en þó ljóst að það hleypur á milljónum króna. „Það er þó fyrir mestu og mikil mildi að ekki urðu slys á fólki. Það má lengi gera við stálið,“ sagði Sæmundur. Mikið af tækjum í brú eru ónýt og þá er verið að skoða hvort hægt er að gera við önn- ur tæki. Eftir er að meta tjón á raflögnum og stáli en strax í gærmorgun var hafist handa við að rífa tæki og klæðningar úr brú skips- ins. Sæmundur sagði stefnt að því að koma skipinu sem fyrst til veiða á ný. Sléttbakur hafði verið á veiðum í 33 daga sl. laugardag og átti að vera í heimahöfn í gærmorgun. Afli skipsins upp úr sjó var 425 tonn, 315 tonn af frosnum afurðum voru í lestum skipsins og aflaverðmætið tæpar 100 milljónir króna. Stýrimaður Sléttbaks EA slapp með skrekkinn er skipið fékk á sig brotsjó Þetta var eins og sprenging Sléttbakur EA kom með á fjórða hundrað tonna af frosnum afurðum til hafnar og var því bæði unnið að viðgerð og löndun í gær. Morgunblaðið/Kristján Unnið var að því að rífa tæki, tól og klæðningar úr brú Sléttbaks í gær. EKKI hefur enn náðst samstaða um nýjan urðunarstað fyrir sorp í Eyjafirði og því eru sorpmálin ekki inni í tillögu að svæðisskipu- lagi Eyjafjarðar 1998-2018. Bæj- arstjórn Akureyrar hefur sam- þykkt tillöguna fyrir sitt leyti en að henni standa 12 sveitarfélög á svæðinu. Sigurður J. Sigurðsson bæjar- fulltrúi á Akureyri og fulltrúi í samvinnunefnd um svæðisskipu- lagið sagði að í tillögunni væru hins vegar mörg önnur atriði sem skiptu miklu máli varðandi þróun byggðar á svæðinu til framtíðar. Eitt meginverkefnið varðandi sorpeyðinguna er að finna nýjan urðunarstað fyrir sorp af Eyja- fjarðarsvæðinu fyrir árið 2002 en starfsleyfi núverandi urðunar- staðar á Glerárdal lýkur árið 2003. Allt sorp af Eyjafjarðarsvæð- inu er nú urðað á Glerárdal og sagði Sigurður það alveg ljóst að ef ekki verði fundinn nýr urðunar- staður á svæðinu fyrir sorp á kom- andi árum leiði það til þess að Ak- ureyrarbær þurfi að nýta svæðið á Glerárdal áfram. „En það er þá líka alveg ljóst að það svæði verð- ur þá ekki til ráðstöfunar fyrir fleiri.“ Það tekur enginn annar sorpið fyrir okkur Sveinn Jónsson athafnamaður í Ytra-Kálfsskinni og formaður stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarð- ar sagði að unnið hefði verið að því að finna nýtt svæði til sorpurðun- ar og að hringurinn væri farinn að þrengjast. „Ég tilkynnti það á fundi Héraðsnefndar sl. vor að staðan væri óviðunandi og ef við fyndum besta staðinn fyrir sorp- urðun í Eyjafirði, yrðum við að vinna hann, þrátt fyrir að ein- hverjir væru því mótfallnir. Að öðrum kostum verður ekkert af þessu og það tekur enginn annar sorpið fyrir okkur. Þetta er gríð- arlega stórt mál enda erum við að tala hér um næstu 50-100 árin og því er mikilvægt að vanda valið,“ sagði Sveinn. Morgunblaðið/Kristján Sorp af Eyjafjarðarsvæðinu er urðað á Glerárdal en unnið er að því að finna nýjan urðunarstað í firðinum. Enn ekki náðst samstaða um nýjan urðunarstað fyrir sorp í Eyjafirði Hringurinn far- inn að þrengjast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.