Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 22

Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Eggert Tryggvason Jensína Böðvarsdóttir Með hnífinn á lofti! Stjórnun fyrirtækja í samdrætti Félag viðskipta- og hagfræðinga í samvinnu við IMG stendur fyrir opnum hádegisverðarfundi fimmtudaginn 15. nóvember nk. kl. 12:00-13:30 á Radisson SAS, Hótel Sögu, Ársal, 2. hæð. Á fundinum verður farið yfir stjórnunarlega aðferðafræði, sem stjórnendur geta nýtt sér til að bregðast við ytri aðstæðum og hvort að skera eigi niður eða ekki og ef svo, þá hvar og hvernig. Í lokin fáum við að heyra reynslusögu stjórnanda, sem hefur gengið í gegnum tímana tvenna. Fundur sem ætti að vera áhugaverður fyrir fjölmarga. Fyrirlesarar: Eggert Tryggvason frá IMG Jensína Böðvarsdóttir frá IMG Bogi Pálsson, forstjóri P. Samúelssonar hf. Fundarstjóri: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317 Verð með hádegisverði er 2.500 kr. fyrir félagsmenn og 3.500 kr. fyrir aðra Bogi Pálsson Árelía Eydís Guðmundsdóttir VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í nóvemberbyrjun 2001 var 218,5 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrra mánuði, samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofu Íslands. Fjármála- fyrirtæki höfðu almennt spáð á bilinu 0–0,2% hækkun á milli mánaða. Hækkun vísitölu neysluverðs er þó heldur minni á milli október og nóvember en hún hefur verið á milli undanfarinna mánaða en vísitalan hækkaði um 0,6% á milli september og október og um 0,7% á milli ágúst og september. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs því hækkað um 1,7%, sem jafngildir 6,9% verðbólgu á ári. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,1% og vísitala neyslu- verðs án húsnæðis um 8,8%, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 218,1 stig í nóvemberbyrjun og hækkaði einnig um 0,4% frá fyrra mánuði. Verð á bílum hækkaði um 2,4% en verð á bensíni lækkaði um 4%. Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 0,6%. Margir liðir hækka „Rúmlega 8% verðbólga er að okk- ar mati algerlega óviðunandi,“ segir Rannveig Sigurðardóttir, hagfræð- ingur Alþýðusambands Íslands. „Varðandi þessa nýjustu mælingu höfum við áhyggjur af því hve marg- ir liðir vísitölunnar hækka. Nú er ekki hægt að rekja hækkunina til mikillar hækkunar á einum liði vísi- tölunnar. Það virðist sem minni eft- irspurn í þjóðfélaginu hafi ekki í för með sér aukna samkeppni og skili sér því ekki í lægra vöruverði. Spurningin er hvort þeir sem ákvarða verð á vöru í landinu séu að bæta sér upp minni sölu með því að hækka verð á vörum,“ segir Rann- veig. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að verðbólgan sé ótvírætt á niðurleið. „Hækkun síð- astliðinna þriggja mánaða er með minnstu hækkunum sem verið hafa á árinu og sýnir minni verðbólgu á árs- grundvelli en verið hefur. Það eru einkum innfluttu liðirnir sem valda þessari hækkun. Það eru hins vegar lítil tíðindi í innlendri kostnaðarþró- un og það hefur hægt mjög á verð- þrýstingi af völdum hennar,“ segir Hannes. Hann bendir á að hækkun á vísitölu neysluverðs nú sé svipuð og á sama tíma í fyrra og yfirleitt séu litlar breytingar frá nóvember til desember. „Það má búast við að þessi kúfur sé í þann mund að hjaðna.“ Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4% á milli mánaða Verðbólga meiri en búist var við                                            !  "         !  "   #$!%& ' (   ) "#$!   '(*!$& +*+ "  ,#*! %!*     & *  -  "# " " $ #   #% & -.! !/(  ) )0(!  (       #*  !& "  1& 2! ,         "  !"! #$%"&$'(   3 , 3  3  ' % 3  )*+, ' 3  ' " ' " 3 , 4 3  3  4 ' % (% REKSTUR Landssíma Íslands skil- aði 790 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins og er það 100 milljónum króna meiri hagnaður en gert hafði verið ráð fyrir á tíma- bilinu. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, nam rúmum 5,3 milljörðum króna á tímabilinu, eða 40,7% af rekstrartekjum, en var á sama tíma í fyrra tæpir 5 milljarðar, eða 41,9% af rekstrartekjum þess tímabils. Hækkun EBITDA milli ára nemur tæpum 7%. Tekjur Símans á tímabilinu voru hærri og rekstrargjöld utan fjár- magnsgjöld lægri en reiknað var með. Rekstrartekjurnar hækkuðu um 10% frá fyrra ári og námu rúmum 13 millj- örðum. Rekstrargjöldin hækkuðu um 12% frá í fyrra og námu tæpum 7,8 milljörðum. Í fréttatilkynningu segir að þar af hafi uppgjörsgjöld til ann- arra símafélaga hækkað mest m.a. vegna aukinnar hlutdeildar þeirra af innlendum markaði. Fjármagnsgjöld námu rúmum ein- um milljarði króna á tímabilinu en 450 milljónum á sama tíma í fyrra. Hækk- un þessa liðar nemur 140% og er sögð skýrast af gengissigi krónunnar. Þá var hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga neikvæð um 237 milljónir króna á tímabilinu og er það samkvæmt áætlun en Síminn á hluti í 37 innlendum félögum og 6 erlendum. Veltufé Símans frá rekstri nam ríf- lega 4,2 milljörðum. Veltufjárhlutfall- ið var 1,82 nú en 1,11 í fyrra og eig- infjárhlutfallið er 45,2% en var 47,3%. Arðsemi eigin fjár var 7,69% í lok tímabilsins. Hvað varðar afkomu ársins í heild standa áætlanir Símans óbreyttar um 6,7 milljarða króna hagnað fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, eða sem nemur 40% af rekstrartekjum félags- ins. Afkoma Símans umfram áætlun BRESKA blaðið Guardian sagðist á laugardag hafa heimildir fyrir því að sl. föstudag hefði verið gengið frá fjármögnun Baugs varðandi kaupin á Arcadia Group. The Observer sagði hins vegar á sunnudag að enn hefði ekki verið gengið frá fjármögn- uninni en að tilboð yrði lagt fram í upphafi næsta mánaðar. Þá sagði í The Observer að allar líkur væru á því að tilboð Baugs í hlutabréf í Arcadia kæmu til með að liggja nær 280 pensum en 300, eins og Guardian hafði áður spáð. Sérfræðingar á breskum fjár- málamarkaði hafa lýst vantrú sinni á að Baugur geti yfirhöfuð fjármagnað kaupin en nú er talið að yfirtökuferl- ið sé mun lengra á veg komið en menn grunaði. Talsmenn Baugs og Arcadia mega, samkvæmt breskum reglum um yfirtökur, enn ekki tjá sig um málið. Tilboð Baugs nær 280 en 300 pensum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.