Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TILBOÐX
Y
Z
E
T
A
/
S
ÍA
• Rafdrifnar rúður og útispeglar
• Rafhituð framsæti
• Samlæsing
• Loftpúði í stýri og fyrir farþega
• Hiti í afturrúðu
• Sjálfvirkar framdrifslokur
• 31" dekk
• 16" álfelgur
• Útvarp og geislaspilari
Örfáir Mazda B2500 TD
double cab á frábæru verði.
Ekki hika þú gætir orðið af
mögnuðum kaupum.
Einstakt
Tilboðsverð
2.449.000 kr.
Aukabúnaður á mynd: Brettakantar
HAGNAÐUR Pharmaco hf. nam tæpum 1,2 millj-
örðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er
það fjórföldun hagnaðar frá sama tímabili í fyrra
en þá nam hagnaður félagsins 299 milljónum kr.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði,
EBITDA, nam ríflega 2,3 milljörðum króna á
tímabilinu, eða 22,3% af rekstrartekjum félagsins,
en sama hlutfall nam 18,4% í fyrra.
Áhersla hefur verið lögð á markaðsstarf
Pharmaco eftir kaupin á Balkanpharma í Búlgaríu
og hefur félagið því ráðið til sín fjölda sölumanna,
að því er segir í fréttatilkynningu. Þá segir að
stefnt sé að enn frekari fjölgun sölumanna í Rúss-
landi og Úkraínu auk þess sem útibú verður opnað
í Rúmeníu á næsta ári.
Velta Pharmaco nam 10,5 milljörðum króna á
fyrstu níu mánuðunum og er það ríflega fjórföldun
veltu frá sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu segir
að 75% heildarveltu hafi verið erlendis og það
hlutfall hafi hækkað úr 69% árið 2000 en söluaukn-
ingin nam 17% í dollurum.
14,5 milljarða króna
ársveltu spáð
Þá segir að útflutningur lyfja hafi aukist um
19% á tímabilinu og útflutningur hráefna um 11%.
Veltufé Pharmaco frá rekstri nam tæpum 1,8
milljörðum króna. Veltufjárhlutfall var 1,82 og
eiginfjárhlutfall var 49,2 í lok tímabilsins. Arðsemi
eigin fjár var 31,4% á ársgrundvelli.
Afkomuhorfur fyrir árið í heild eru sagðar góð-
ar og reiknað er með, samkvæmt endurskoðaðri
rekstraráætlun, að ársveltan verði 14,5 milljarðar
króna, sem er nær 12% aukning frá fyrri áætlun.
Þá er gert ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsliði, EBITDA, verði 3,4 milljarðar á
árinu.
Ennfremur lýsir félagið yfir, með fyrirvara um
að fyrirhugaðar lagabreytingar nái fram að ganga,
að frá næstu áramótum verði rekstur þess gerður
upp í erlendri mynt, sem og skráning hlutabréfa í
félaginu.
Pharmaco gerir ráð fyrir 20% söluaukningu á
næsta ári og að hlutfall EBITDA hagnaðar af
rekstrartekjum félagsins verði 25%.
Fjórföldun hagnaðar Pharmaco
HRÆÐSLA greip fjárfesta um allan
heim í kjölfar brotlendingar flugvélar
American Airlines í New York í gær
vegna óvissu um hvort þar hefði verið
um hryðjuverk að ræða. Fjármagns-
markaðir tóku dýfu víðast hvar eftir
að fyrstu fréttir af brotlendingunni
bárust en réttu úr kútnum þegar lýst
var yfir að líklega hefði verið um slys
að ræða.
Slysið átti sér stað rétt eftir opnun
hlutabréfamarkaða í New York og
hrundi verð hlutabréfa í fyrstu, þá
fyrst og fremst verð bréfa í flugfélög-
um og fyrirtækjum í ferðamanna-
þjónustu. Mest lækkuðu bréf í móð-
urfélagi American Airlines, AMR, eða
um 14% og átti það sinn þátt í að vísi-
tala flugfélaga lækkaði um nær 10% á
tímabili.
Verð hlutabréfa í Evrópu lækkaði
einnig talsvert fyrst eftir slysið, þ. á
m. lækkuðu bréf í breska flugfélaginu
British Airways um 13% um tíma og
bréf í EADS féllu um 12% en EADS á
80% eignarhlut í Airbus, framleið-
anda vélarinnar sem fórst í New
York.
Breska FTSE-vísitalan lækkaði
um 3,4% á tímabili, þýska DAX-vísi-
talan um 5% og franska CAC-40 um
2,7%. Þessar lækkanir gengu að
nokkru leyti til baka fyrir lokun
markaða, eftir að bandaríska Dow-
vísitalan náði sér aftur á strik.
Flugfélög lækkuðu í verði
Við lokun markaða í Evrópu nam
lækkun á gengi FTSE-100 vísitölunn-
ar í London 1,87%. CAC-40 í París
hafði lækkað um 3,05% yfir daginn og
Dax -vísitalan í Frankfurt um 1,83%.
Bandarískur hlutabréfamarkaður
fékk heldur betri tíma til að rétta úr
kútnum og fór svo að Nasdaq-vísital-
an hækkaði lítillega í viðskiptum
dagsins, eða um 0,64%. Dow Jones-
vísitalan lækkaði hins vegar um
0,56% og það aðeins einum viðskipta-
degi eftir að hafa náð sama gildi og
hún var í fyrir árásirnar 11. septem-
ber.
Atburðurinn í gær er talinn áfall
fyrir flugfélög og fyrirtæki í ferða-
mannaþjónustu en þau félög hafa orð-
ið hvað verst úti eftir hryðjuverka-
árásina í september. Nú lítur út fyrir
að sárin hafi verið ýfð upp og félögin,
sem hafa mikið til þess unnið að
ávinna sér traust ferðamanna á nýjan
leik, hafi verið sett á byrjunarreit.
Gengi hlutabréfa í AMR, móður-
félagi American Airlines, hafði við
lokun markaða lækkað um 9,05% og
lækkun á gengi bréfa í EADS nam
9,4% yfir daginn.
Gull lækkaði og dollari veiktist
Þá nam lækkun hlutabréfa British
Airways um 6,5% yfir daginn, þýska
flugfélagið Lufthansa lækkaði um
6,4% og hollenska flugfélagið KLM
lækkaði einnig um 6,4%. Lokað var
fyrir viðskipti með bréf í Alitalia í Míl-
anó þegar verð þeirra hafði lækkað
um 10%.
Flugslysið hafði ekki eingöngu
áhrif á hlutabréfamarkað. Verð á
gulli, sem venjulega helst nokkuð
stöðugt þegar áföll ríða yfir, lækkaði
um rúm 10% en hækkaði svo aftur
umfram lækkunina.
Þá veiktist dollarinn talsvert, sem
varð til þess að fjárfestar á gjaldeyr-
ismarkaði fluttu fjármagn sitt í
nokkrum mæli yfir í evrur og sviss-
neska franka. Dollarinn styrktist þó
aftur þegar líða tók á daginn.
Afar lítil viðskipti voru á íslenskum
hlutabréfamarkaði í gær, eða fyrir
117 milljónir króna, og lækkaði úr-
valsvísitala Aðallista um 0,84%.
Skjálfti fór um
fjármagnsmarkaði
Morgunblaðið/Ásdís
Þegar fréttist af flugslysinu í New York í gær lækkuðu hlutabréf mjög í
verði en þegar leið á daginn hækkuðu þau aftur.
Félög tengd
ferðaþjónustu
urðu verst úti