Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 25 HAGNAÐUR Bakkavör Group af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 109 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins samanborið við 1 milljón króna á sama tímabili í fyrra sem er umfram áætlanir félagsins. Reiknaðir skattar tímabilsins reynd- ust vera 60 milljónir króna og hagn- aður eftir skatta er því 50 milljónir króna. Sala félagsins var 2.715 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins en var 1.703 milljónir króna á sama tíma í fyrra og jókst því um 63% á milli ára í íslenskum krónum. Hagn- aður tímabilsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 314 milljónum króna, eða sem nemur 11,6% af tekjum á móti 177 millj- ónum króna, eða sem nam 10,4% af tekjum á sama tíma í fyrra. Eigið fé félagsins var 2.132 milljónir króna og hefur hækkað um 878 milljónir króna frá áramótum. Heildarskuldir Bakkavör Group hafa lækkað um 180 milljónir króna frá síðustu ára- mótum og er eiginfjárhlutfallið nú 35,6%. Mesti sölutíminn framundan Í tilkynningu frá Bakkavör Group kemur fram að framundan sé mesti sölutími ársins hjá Bakkavör Group, en síðasti ársfjórðungur er að jafn- aði sá hluti ársins sem mest áhrif hefur á afkomu félagsins. Engu að síður sé ljóst að rekstur félagsins hafi það sem af er árinu gengið bet- ur en áætlanir gerðu ráð fyrir, og líklegt sé að það muni endurspeglast í endanlegri ársafkomu félagsins. Vegna óvissu á hráefnismörkuðum hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að kynna ekki endurskoðaða rekstraráætlun fyrir árið, en núver- andi áætlun gerir ráð fyrir að hagn- aður eftir skatta verði 251 milljón króna á árinu öllu. Helstu félög sem mynda sam- stæðu Bakkavör Group eru: Bakka- vör Sweden AB., Bakkavör France S.A., Bakkavör (Birmingham) Ltd., Bakkavör Polska s.p.a., Bakkavör Germany Gmbh., Bakkavör Ísland hf. og Bakkavör Chile S.A. Hinn 1. september var nafni Wine & Dine Plc. í Bretlandi breytt í Bakkavör (Birmingham) Ltd. til samræmis við þá stefnu Bakkavör Group að öll dótturfélög þess beri nafn Bakka- varar auk tilvísunar í staðsetningu þeirra. Að því er fram kemur í til- kynningu Bakkavör Group hefur rekstur Bakkavör (Birmingham) Ltd., sem var keypt um mitt síðasta ár, gengið vel og allar forsendur sem gengið var út frá við kaupin hafa staðist. Bætt afkoma hjá BakkavörMjög mik- ið tap hjá ÍSHUG HEILDARTAP Íslenska hugbúnað- arsjóðsins samkvæmt rekstrarreikn- ingi nam 1.378 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Innleyst tap félagsins á fyrstu níu mánuðum árs- ins 2001 eftir skatta nemur 59 millj- ónum króna en var 31 milljón króna eftir fyrstu sex mánuði rekstrarárs- ins. Óinnleyst gengislækkun á skráð- um hlutabréfum í eigu félagsins nem- ur 269 milljónum sem er 93 milljóna króna viðbót frá sex mánaða uppgjöri. Til viðbótar þessu er gerð óbein niðurfærsla á hlutabréfasafninu að upphæð 1.050 milljónir króna. Heild- areignir félagsins nema 1.538 milljón- um króna sem er lækkun um 947 milljónir frá upphafi ársins og nemur eigið fé 1.366 milljónum króna sam- kvæmt efnahagsreikningi. Eiginfjár- hlutfall er 89% og innra virði hlutafjár 2,53. Í tilkynningu Íslenska hugbúnað- arsjóðsins segir að það sé álit forráða- manna félagsins að staða flestra fyr- irtækja í eignasafninu sé góð og mörg félaganna hafi náð mjög markverðum árangri í sínum rekstri. Stjórn og stjórnendur félagsins hafi nýlokið við nýja stefnumótun félagsins og m.a. eigi að stækka félagið til að nýta betur þá fjárfestingarkosti sem fyrir hendi eru en jafnframt til að bæta áhættu- dreifingu í eignasafninu, auka hag- kvæmni í rekstri og styrkja samn- ingsstöðu þess gagnvart þeim tækifærum sem félagið stendur nú frammi fyrir varðandi fjárfestingar og stækkunarmöguleika.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.