Morgunblaðið - 13.11.2001, Qupperneq 27
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 27
um, sem eiga að slökkva á sér
sjálf þar sem kveikurinn endar.
Ætíð verður þó að hafa í huga að
engin trygging er fyrir því að
kertin slökkvi á sér sjálf og því
ber að varast að treysta á það, til
dæmis ef sjálfslökkvandi kerti
eru notuð í aðventukransa.
Kúlu-, þríhyrnings og fígúru-
kerti eru afar viðkvæm fyrir
trekk og við slíkar aðstæður
brennur vax þeirra hraðar en
þegar um venjuleg kerti er að
ræða. Slík kerti verða því að vera
á tryggu undirlagi sem engin
hætta er á að kvikni í út frá.
Húðuð kerti, til dæmis kerti
með gull- eða silfurhúð eiga til að
ósa meira en venjuleg kerti. Einn-
ig eru dæmi um að húð slíkra
kerta bráðni utan af þeim. Fylgist
því vel með kertunum og slökkið
strax ef þau byrja að ósa.
Vermi- eða sprittkerti eru um
margt frábrugðin venjulegum
kertum og þurfa sérstakrar að-
gæslu við. Vaxið í þeim verður
fljótandi stuttu eftir að kveikt er
á kertinu og því er ekki ráðlegt
að færa það úr stað meðan það
logar. Látið slík kerti ætíð brenna
út af sjálfu sér eða slökkvið með
kertaslökkvara. Notið aldrei vatn.
Varasamt er að setja útikerti
þétt saman og kveikja á þeim.
Útikerti skal undantekning-
arlaust standa á óbrennanlegu
undirlagi og aldrei á tréplötu,
trépalli eða öðru auðbrenn-
anlegu. Útikerti loga flest ein-
göngu á kveiknum en þó eru til
kerti þar sem allt yfirborð vaxins
logar. Þá getur loginn náð allt að
50 sm hæð og blaktað í allar áttir.
Snertið aldrei form útikerta með
berum höndum. Eldur getur
blossað upp ef vatn eða snjór
slettist á vax kertisins. Æskilegt
er að koma kertum þannig fyrir
að þau sjáist vel. Þeir sem klæð-
ast víðum fatnaði þurfa að gæta
sérstakrar varúðar í nánd við slík
kerti.
JÓLALISTINN
frá Kays er kom-
inn. Í listanum er
að finna jólagjaf-
ir handa allri
fjölskyldunni,
segir í tilkynn-
ingu frá B.
Magnússon. Þar
segir ennfremur að í listanum sé
mikið úrval. Mælt er með því að
pantað sé tímanlega því 2–3 vikur
tekur að fá vöruna afhenta og sumir
vöruflokkar seljast upp, segir enn-
fremur.
Jólalistinn frá
Kays kominn
DREIFING ehf. hefur sett á mark-
að jurtakjöt, sem ætlað er þeim sem
borða kjöt af dýrum en vilja fá létt-
ari máltíð einu sinni til tvisvar í viku,
segir í til-
kynningu
frá fyr-
irtækinu.
Hin nýja
fram-
leiðsla er
kynnt undir
vörumerkinu
Tivall eða Hälsans kök gourmet.
Jurtakjötið er framleitt úr grænmeti
og jurtum, með mildu bragði og er
sagt svipað undir tönn og meyrt
kjöt. Tegundirnar sem nú standa til
boða eru sojapylsur, sesamnaggar,
sælkerahamborgarar, jurtasnitsel,
sælkerabollur og meistaralasagna.
Jurtakjöt er matreitt á sama hátt
og venjulegt kjöt og framreitt með
sama meðlæti, segir loks í tilkynn-
ingu, og fæst í Heilsuhúsinu og
stærstu matvöruverslunum.
Jurtakjöt fyrir
þá sem vilja
léttan mat
NÝTT
w
w
w
.t
e
xt
il.
is
MEÐGÖNGUFATNAÐUR
fyrir mömmu
og allt fyrir litla krílið
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136 FASTEIGNIR
mbl.ismbl.isFRÉTTIR