Morgunblaðið - 13.11.2001, Page 28
ERLENT
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FALL borgarinnar Mazar-e-Sharif
fyrir helgi gæti reynst mikilvægur
áfangi í baráttu Bandaríkjamanna
fyrir því að koma talibanastjórninni í
Afganistan frá völdum, en hún hefur
haldið hlífiskildi fyrir Sádí-Araban-
um Osama bin Laden, sem sakaður
er um að bera ábyrgð á hryðjuverk-
unum í Bandaríkjunum 11. septem-
ber sl. Strax í gær mátti sjá afleið-
ingar þess, að talibönum mistókst að
halda borginni, en þá þeystu sveitir
Norðurbandalagsins fram og voru í
þann mund að taka borgirnar Herat,
Taloqan og Kunduz í norðurhluta
landsins.
Og áfram átti að sækja til höfuð-
borgarinnar Kabúl, ef marka má
fregnir úr herbúðum Norðurbanda-
lagsins í gær. Sannast þar líklega það
sem haft er eftir Tommy R. Franks,
yfirmanni bandaríska heraflans í
stríðinu í Afganistan, í The Wash-
ington Post um helgina, að Banda-
ríkjamenn styðji við bak Norður-
bandalaginu en segi því ekki fyrir
verkum. Bæði George W. Bush
Bandaríkjaforseti og Pervez Mus-
harraf, forseti Pakistans, höfðu
nefnilega lagst gegn því að Norður-
bandalagið gerði áhlaup á Kabúl að
svo stöddu.
Fyrsti áþreifanlegi sigurinn
í stríðinu í Afganistan
Taka Mazar var í raun fyrsti sig-
urinn í stríðinu í Afganistan sem
staðið hefur í meira en mánuð. Borg-
in er mikilvæg því haldi Norður-
bandalagið henni, sem telja má lík-
legt úr þessu, eru herir talibana
austur af borginni einangraðir frá
vopnabræðrum sínum í suður- og
vesturhluta Afganistan. Ennfremur
eykur fall Mazar mjög möguleika
hjálparstofnana á að koma hjálpar-
gögnum til íbúa Afganistans, sem
eiga um sárt að binda. Loks er ljóst
að hyggist Bandaríkjamenn efna til
landhernaðar þá auðveldar aðgangur
að Mazar þeim það mjög. Flugvöllur
er í útjaðri borgarinnar og þangað
liggur jafnframt bein leið frá Úsbek-
istan í norðri, þar sem Bandaríkin
hafa aðstöðu.
Táknrænt mikilvægi falls Mazar er
einnig mikið því þrátt fyrir að Banda-
ríkin hafi haldið úti hernaðaraðgerð-
um í Afganistan í meira en mánuð, og
hafi varpað á þeim tíma meira en átta
þúsund sprengjum á landið, hefur lít-
ill árangur verið sjáanlegur fyrr en
nú. Vonast menn til að fall hennar
færi Afgönum heim sanninn um að
talibanastjórnin riði til falls og að
þeir snúist gegn henni.
Þar er einkum rætt um ýmsa hér-
aðshöfðingja úr röðum Pastúna í
Suður-Afganistan. Telur The New
York Times það raunar eina af for-
sendum þess, að Bandaríkjamenn
vinni sigur í stríðinu, að þeim takist
að verða sér úti um bandamenn með-
al Pastúna. Til þeirra þurfi síðan að
koma hergögnum og fylgja framsókn
þeirra gegn talibönum eftir með loft-
árásum.
Enn gæti síðan komið til þess að
Bandaríkjamenn yrðu að grípa til
þess ráðs að senda inn landher en
ljóst er að Bush Bandaríkjaforseti
vill forðast það í lengstu lög.
Telur The New York Times því
ekki öruggt að fall Mazar marki
endalok talibanastjórnarinnar í Afg-
anistan. Þannig sé borgin fjarska
langt frá borginni Kandahar, helsta
vígi talibana í suðurhluta landsins.
Hefur heyrst sú kenning að stórsigr-
ar Norðurbandalagsins undanfarna
daga skýrist að miklu leyti af því að
talibanar hafi sjálfir ákveðið að draga
herlið sitt frá þeim svæðum í Norður-
Afganistan sem þeir ekki telja sig
geta varið. Fyrst og fremst hyggist
þeir verja sitt bakland sem sé meðal
Pastúnanna í Suður-Afganistan.
Afraksturinn af nánara sam-
starfi við Norðurbandalagið
Fall Mazar er bein afleiðing af
þeirri ákvörðun Bush-stjórnarinnar
að taka höndum saman með herjum
Norðurbandalagsins í viðleitninni til
að koma talibönum frá. Raunar var
borgin frá fyrstu stundu eitt af skot-
mörkum Bandaríkjamanna í loft-
árásunum en það var ekki fyrr en ný-
lega sem ákveðið var að fylkja liði að
fullu með afgönsku stjórnarandstöð-
unni. Bandarískir hersveitarforingj-
ar í Norður-Afganistan hafa þannig
undanfarna daga gert hvort tveggja,
veitt aðstoð af jörðu niðri til að
tryggja að sprengjur Bandaríkja-
manna rötuðu rétta leið, og hjálpað
foringjum Norðurbandalagsins við
að skipuleggja árásina, sem á end-
anum leiddi til falls Mazar.
Raunar bætti Bandaríkjaher um
betur og tryggði að ávallt væru næg-
ar vistir til að reiðskjótar hermanna
Norðurbandalagsins liðu ekki skort.
Þrír hersveitarforingjar stýrðu
áhlaupi Norðurbandalagsins, Úsbek-
inn Abdul Rashid Dostum, Ostad
Atta Mohammad, sem er Tadjiki, og
Haji Mohaqiq, sem er Hazari.
Grunnt hefur verið á því góða milli
Dostum og Mohammad, og varð
ósætti þeirra í millum til þess að
Norðurbandalaginu mistókst í fyrri
tilraun sinni til að ná Mazar, fyrir
þremur vikum. Þeir ákváðu í kjölfar-
ið að slá striki yfir deilur sínar og áttu
gott samstarf í áhlaupinu nú.
Hefur verið ákveðið að vistarverur
hermanna Norðurbandalagsins verði
í útjaðri Mazar og í stað þess að her-
lög gildi í borginni mun borgaraleg-
um öflum ætlað að fara með stjórn
mála. Sögðu talsmenn Norðurbanda-
lagsins þetta til að tryggja að daglegt
líf íbúa Mazar yrði sem ólíkast því er
þeir máttu venjast þegar borgin var
undir stjórn talibana.
Ótti við grimmdarverk
Ekki er ljóst hversu margir her-
menn talibana féllu í áhlaupinu en
Abdul Rashid Dostum viðurkenndi
um helgina að lík lægju í hrönnum við
stræti og torg Mazar. Bauð Dostum
tailbönum að snúa aftur til borgar-
innar og sækja lík ættingja sinna en
ólíklegt er að þeir þekkist það boð
enda flúðu allir talibanar Mazar, af
ótta við hefndaraðgerðir vegna
þeirra þúsunda manna, sem þeir eru
sagðir hafa myrt á valdatíma sínum.
Afganska stjórnarandstaðan réð
Mazar á tímabilinu 1992–1996 og er
fullyrt að ótal mörg mannréttinda-
brot hafi verið framin í tíð þeirra. Sá
Mary Robinson, yfirmaður Mann-
réttindastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, enda ástæðu til þess um
helgina að fara fram á að óbreyttum
borgurum í Mazar yrðu grið gefin,
hvort heldur þeir hefðu talist stuðn-
ingsmenn talibana eða væru úr röð-
um minnihlutahópa.
Komu tilmæli Robinson á sama
tíma og fulltrúar SÞ sögðu að stjórn-
leysi ríkti nú í Mazar. Sagði talsmað-
ur SÞ að fólk léti greipar sópa í borg-
inni, fólki væri rænt og það tekið af
lífi án dóms og laga. Margir hafa haft
af því áhyggjur að sveitir Norður-
bandalagsins hefndu sín grimmilega
á talibönum og kom fram í máli
Mohaqiq að um tvö hundruð pakist-
anskir hermenn, sem studdu talib-
ana, hefðu verið teknir af lífi í Mazar
á föstudag og laugardag eftir að
borgin féll.
Sagði Haji Mohaqiq að mennirnir
hefðu neitað að gefast upp og áhlaup
því verið gert á bækistöðvar þeirra.
Fullyrða fulltrúar Norðurbandalags-
ins að allt kapp verði lagt á að koma
koma í veg fyrir tilhæfulaus morð en
fulltrúar Bandaríkjastjórnar óttast
að allar fregnir af hefndarverkum
torveldi það verk að fá Pastúna í Suð-
ur-Afganistan til að snúast gegn tal-
ibönum. Raunar eru uppi áform um
að efna til sérstaks átaks er ætlað
væri að sýna Pastúnum að taka Maz-
ar-e-Sharif væri hluti af stríði, sem
nú væri háð gegn talibanastjórninni
en ekki gegn Pastúnum sem þjóð.
Hugmyndin felur, að sögn The
New York Times, í sér að boðið yrði
til fundar fulltrúa Norðurbandalags-
ins og Pastúna til viðræðna um
hvernig haga skuli stjórn Afganistan
þegar búið verður að bola talibönum
frá völdum.
Líklegt að fall
Mazar marki
þáttaskil
Afganska stjórnarandstaðan í Afganistan
sækir nú með aðstoð Bandaríkjanna fram á
öllum vígstöðvum í norðurhluta landsins.
Davíð Logi Sigurðsson segir í grein sinni að
Bandaríkjamenn voni að fall borgarinnar
Mazar-e-Sharif verði til þess að íbúar lands-
ins snúist gegn talibanastjórninni.
Tashkent í Úsbekistan, Teheran, Washington, Sameinuðu þjóðunum. AFP, The Washington Post.
Reuters
Hópur vestrænna hermanna með liðsmönnum Norðurbandalagsins í norðurhluta Afganistans.
david@mbl.is
!" #"$
%"&'' (& )"* " !" +#"
&& , #(&*-+
./
& &0/"%"0
/*1
%$
23"3&
4&3"3#&%
5"
#
603"3#
%+
603"3#
!"#
!
$%&'!$!
!(
$%($
& &0
)$ $!
$
*
!!$ +
!
4&3"3#&%
,
$++!
$%$ $
-
5" &* (&%
).%$ "!%!
+
)%
&
/%
).%$/)
$
"!%!
+
ÞRÍR fréttamenn, tveir Frakkar og
einn Þjóðverji, féllu er talibanar sátu
fyrir þeim og hermönnum Norður-
bandalagsins í Norðaustur-Afganist-
an.
Frönsku útvarpsstöðvarnar Radio
France Internationale og RTL stað-
festu í gær, að tveir fréttamenn
þeirra, Johanne Sutton og Pierre
Billaud, hefðu fallið og þýska tíma-
ritið Stern staðfesti lát Volkers
Handloiks, lausráðins blaðamanns.
Talið er, að þau séu fyrstu erlendu
fréttamennirnir, sem láta lífið í Afg-
anistan síðan hernaðurinn gegn tal-
ibönum og hryðjuverkasveitum
Osama bin Ladens hófst 7. október.
Sendiherra afgönsku útlaga-
stjórnarinnar í Dushanbe í Tadsík-
ístan segir, að fjórði fréttamaðurinn,
hugsanlega Bandaríkjamaður, hafi
fallið en það hefur ekki verið stað-
fest.
Boðið að skoða skotgrafir
Levon Sedunts, rússneskur
fréttamaður, sem var í för með
fréttamönnum, sem féllu, segir, að
hermenn Norðurbandalagsins hafi
boðið þeim að skoða skotgrafir talib-
ana við borgina Taloqan, sem Norð-
urbandalagið hefur náð á sitt vald.
Talið var, að skotgrafirnar hefðu
verið yfirgefnar en þegar komið var
að þeim á skriðdreka hófu talibanar
að skjóta á hann með sprengjuvörpu.
Veronique Rebeyrotte frá frönsku
útvarpsstöðinni France Culture var
einnig í ferðinni og segir hún, að
fréttamannahópurinn hafi verið uppi
á skriðdrekanum.
„Við voru hlæjandi og áttu okkur
einskis ills von. Síðan gerðist allt í
senn. Það var skotið á okkur, skrið-
drekinn stöðvaðist skyndilega og
sumir féllu af honum. Skriðdrekan-
um var síðan ekið burt á miklum
hraða. Við vissum ekkert um þá fé-
laga okkar, sem féllu af honum,“
sagði Rebeyrotte.
Farið var með lík fréttamannanna
til Dushanbe í Tadsíkístan í gær en í
fyrirsát talibana féllu einnig 30 her-
menn Norðurbandalagsins.
Þrír fréttamenn láta lífið í átökunum í Afganistan
Féllu í fyrirsát talibana
Reuters
Bandarískir sjónvarpsmenn hlynna að félaga sínum sem varð fyrir
byssukúlu frá talibönum í norðurhluta Afganistans.
Khwaja Bahuaddin. AP.