Morgunblaðið - 13.11.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.11.2001, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 33 FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi í gær Evelyn Stef- ánsson Nef riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir framlag hennar til rannsókna á norðurslóðum og varðveislu arfleifðar Vilhjálms Stef- ánssonar landkönnuðar. Við athöfn á Bessastöðum í gær afhenti Evelyn forseta Íslands að gjöf eintak af sjálfsævisögu sinni sem kemur út á Íslandi nú, en í Bandaríkjunum á næsta ári. Evelyn giftist Vilhjálmi Stef- ánssyni landkönnuði árið 1940. Árið áður hafði hann ráðið hana til starfa við sýningarskála Íslands á Heims- sýningunni í New York. Frá andláti Vilhjálms árið 1962 hefur Evelyn Stefánsson unnið að því að halda nafni hans á lofti, bæði með eigin rannsóknum og skrifum um málefni norðurslóða, og með því að kynna umheiminum verk hans. Lang- þráður draumur hennar um að á Ís- landi yrði til miðstöð heim- skautafræða í heiminum varð að veruleika þegar hún tók þátt í opnun Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri í september 1998. Hef verið lánsöm manneskja Þegar Evelyn Stefánsson Nef af- henti Ólafi Ragnari Grímssyni ævi- sögu sína á Bessastöðum í gær, sagði hún að ást hennar á Íslandi hefði aldrei dvínað, og í þakkarávarpi sínu sagði forsetinn að sú ást væri end- urgoldin, hún væri líka elskuð af Ís- landi og tilheyrði íslensku fjölskyld- unni. Hann kvaðst myndu lesa sögu hennar af miklum áhuga. Þá sæmdi forsetinn Evelyn riddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu, sem hún þakk- aði með hlýjum orðum til forseta, lands og þjóðar. Evelyn Stefánsson segir að ævisaga hennar hafi orðið til í framhaldi af mynd sem Hans Kristján Árnason gerði um hana og störf Vilhjálms. „Þegar ég horfði á mynd Hans Kristjáns sá ég hvað hún var mikilsvert innlegg í sögu Vil- hjálms. Ég var sjálf að byrja að skrifa endurminningar mínar, en Hans Kristján bað um að fá að þýða þær á íslensku um leið og ég lyki við þær, til að gefa þær út hér. Þannig var ég komin með útgefanda á Ís- landi, áður en ég fann útgefanda í Bandaríkjunum, heimalandi mínu.“ Evelyn segir líf sitt hafa verið mjög viðburðaríkt, og að auki hafi hún gifst þremur mönnum sem allir voru mikilmenni hver á sínu sviði. „Þannig má segja að ég hafi lifað lífi mínu í þremur ólíkum heimum. Ég byrjaði í leikhúsinu, með fyrsta manni mínum, þar sem ég bjó til brúður í brúðuleikhús. Ég komst að því að ég var ekki illa gefin og fór að vinna að rannsóknum með Vilhjálmi og þar opnaðist mér alveg nýr heim- ur. Hann var feministi á sinn hátt, og taldi að konur gætu gert allt sem karlmenn gerðu, og hann örvaði mig og hvatti og var mér mikill innblást- ur til minna eigin verka. Ég sest varla svo niður við ritvélina mína að mér detti ekki eitthvað í hug sem hann sagði; – hann var svo skemmti- legur og frjór. Þriðji maðurinn minn var John Nef prófessor og lista- verkasafnari og þá fór líf mitt aftur að snúast meira um listina.“ Þegar Evelyn Stefánsson Nef er spurð að því hvort líf hennar hafi ekki verið eins og líf ævintýraprins- essu, svarar hún því til að vissulega hafi það verið margbrotið og gott. „Það voru þó líka erfiðleikatímar í lífi mínu, og ég segi frá þeim í sögu minni. Ég átti erfitt þegar ég var ung og tók það sárt að komast ekki í háskóla. Það er mér því mikill heiður að hafa hlotið doktorsnafnbót við tvo háskóla, bæði við Háskólann í Alaska og Corcoran College í Wash- ington, og að fá þessa fallegu orðu hér í dag þykir mér mjög mikilsvert og mikill heiður. Ég hef verið lánsöm manneskja,“ segir Evelyn Stefáns- son Nef. Evelyn Stefánsson Nef sæmd riddarakrossi Tók það sárt að komast ekki í háskóla Morgunblaðið/Golli Evelyn Stefánsson Nef afhendir forseta Íslands, Ólafi Ragnari Gríms- syni, eintak af æviminningum sínum á Bessastöðum í gærdag. LEIKÞÁTTURINN um þá fé- laga Karíus og Baktus eftir Thor- björn Egner er mér ógleymanlegur í túlkun þeirra Borgars Garðars- sonar og Sigríðar Hagalín síðan ég sá hann í svarthvítu sjónvarpi á barnsaldri. Marglesið og þvælt ein- tak af bókinni (með litmyndum) er til á heimilinu og ennfremur gömul og margspiluð platan með bráð- skemmtilegri tónlist Christians Hartmanns. Og enn er þessi snjalla saga í hávegum höfð hjá yngstu sem elstu kynslóð fjölskyldunnar. Sagan er einföld og boðskapur- inn auðskiljanlegur jafnvel hinum yngstu áhorfendum. En jafnvel þótt börnunum sé fullljóst hversu miklir skaðvaldar bræðurnir Kar- íus og Baktus eru fer ekki hjá því að samúðin vakni í þeirra garð í sögulok þegar þeir eiga í enga holu að venda og eru berskjaldaðir frammi fyrir tannburstanum ógur- lega. Karíus og Baktus kalla fram allt í senn, ótta, kátínu og samúð, hjá hinum ungu áhorfendum – eins og vel kom í ljós á þessari frum- sýningu. Uppfærsla Þjóðleikhússins á leikþættinum er einföld í sniðum, enda mun ætlunin að ferðast með sýninguna um skóla landsins og mun það vera í fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið rær á mið sem hinir frjálsu leikhópar einir hafa hingað til róið á – og mun sú samkeppni víst ekki vel séð af öllum. Leik- myndin samanstendur af einni stórri, holóttri tönn sem er bústað- ur þeirra bræðra. Heiðurinn af henni á Þórunn Sigríður Þorgríms- dóttir sem einnig gerir búningana sem hún hannar eftir teikningum bókarinnar. Búningarnir eru bráð- skemmtilegir sem og gervi bræðr- anna allt: úfið hár, gríðarstór eyr- un og stök tönn í efrigómi léði þeim Karíusi og Baktusi hið fullkomna skopgervi. Burstinn ógurlegi úr fyrrnefndri sjónvarpsmynd og bók- inni birtist aldrei á sviðinu, heldur er látið nægja að tjá nærveru hans með ljósum og látbragði leikar- anna. Þau Brynhildur Guðjónsdóttir og Stefán Jónsson nutu sín bæði vel í hlutverkum tannpúkanna og var verulega gaman að fylgjast með leik þeirra og samleik. Þau náðu vel að koma til skila hinum ólíku persónugerðum bræðranna: Baktus (Brynhildur) er sá léttlyndi og bjartsýni en Karíus (Stefán) all- ur þyngri og svartsýnni í barátt- unni fyrir sæta lifibrauðinu. Það var unun að fylgjast með kostuleg- um svipbrigðum leikaranna beggja og látæði þeirra öllu. Ég gæti best trúað því að börnin meðal áhorf- enda ættu eftir að minnast frammi- stöðu þeirra allt eins lengi og und- irrituð man þau Borgar og Sigríði. Sýningin er fyrsta leikstjórnar- verkefni Maríu Reyndal í Þjóðleik- húsinu og ber vinnu hennar gott vitni. Vonandi fær hún að reyna krafta sína þar á bæ í viðameira verkefni í náinni framtíð. „Bræður tveir hér búa í tönn“ LEIKLIST Þ j ó ð l e i k h ú s i ð Höfundur: Thorbjörn Egner. Ís- lensk þýðing: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: María Reyndal. Leik- arar: Brynhildur Guðjónsdóttir og Stefán Jónsson. Tónlist: Christian Hartmann. Tónlistarumsjón og hljóðfæraleikur: Jóhann G. Jó- hannsson. Leikmynd og búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Smíðaverkstæðið 11. nóvember. KARÍUS OG BAKTUS Soff ía Auður Birgisdótt ir Morgunblaðið/Kristinn „Það var unun að fylgjast með kostulegum svipbrigðum leikaranna beggja og látæði þeirra öllu,“ segir meðal annars í umsögninni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.