Morgunblaðið - 13.11.2001, Page 33

Morgunblaðið - 13.11.2001, Page 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 33 FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi í gær Evelyn Stef- ánsson Nef riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir framlag hennar til rannsókna á norðurslóðum og varðveislu arfleifðar Vilhjálms Stef- ánssonar landkönnuðar. Við athöfn á Bessastöðum í gær afhenti Evelyn forseta Íslands að gjöf eintak af sjálfsævisögu sinni sem kemur út á Íslandi nú, en í Bandaríkjunum á næsta ári. Evelyn giftist Vilhjálmi Stef- ánssyni landkönnuði árið 1940. Árið áður hafði hann ráðið hana til starfa við sýningarskála Íslands á Heims- sýningunni í New York. Frá andláti Vilhjálms árið 1962 hefur Evelyn Stefánsson unnið að því að halda nafni hans á lofti, bæði með eigin rannsóknum og skrifum um málefni norðurslóða, og með því að kynna umheiminum verk hans. Lang- þráður draumur hennar um að á Ís- landi yrði til miðstöð heim- skautafræða í heiminum varð að veruleika þegar hún tók þátt í opnun Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri í september 1998. Hef verið lánsöm manneskja Þegar Evelyn Stefánsson Nef af- henti Ólafi Ragnari Grímssyni ævi- sögu sína á Bessastöðum í gær, sagði hún að ást hennar á Íslandi hefði aldrei dvínað, og í þakkarávarpi sínu sagði forsetinn að sú ást væri end- urgoldin, hún væri líka elskuð af Ís- landi og tilheyrði íslensku fjölskyld- unni. Hann kvaðst myndu lesa sögu hennar af miklum áhuga. Þá sæmdi forsetinn Evelyn riddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu, sem hún þakk- aði með hlýjum orðum til forseta, lands og þjóðar. Evelyn Stefánsson segir að ævisaga hennar hafi orðið til í framhaldi af mynd sem Hans Kristján Árnason gerði um hana og störf Vilhjálms. „Þegar ég horfði á mynd Hans Kristjáns sá ég hvað hún var mikilsvert innlegg í sögu Vil- hjálms. Ég var sjálf að byrja að skrifa endurminningar mínar, en Hans Kristján bað um að fá að þýða þær á íslensku um leið og ég lyki við þær, til að gefa þær út hér. Þannig var ég komin með útgefanda á Ís- landi, áður en ég fann útgefanda í Bandaríkjunum, heimalandi mínu.“ Evelyn segir líf sitt hafa verið mjög viðburðaríkt, og að auki hafi hún gifst þremur mönnum sem allir voru mikilmenni hver á sínu sviði. „Þannig má segja að ég hafi lifað lífi mínu í þremur ólíkum heimum. Ég byrjaði í leikhúsinu, með fyrsta manni mínum, þar sem ég bjó til brúður í brúðuleikhús. Ég komst að því að ég var ekki illa gefin og fór að vinna að rannsóknum með Vilhjálmi og þar opnaðist mér alveg nýr heim- ur. Hann var feministi á sinn hátt, og taldi að konur gætu gert allt sem karlmenn gerðu, og hann örvaði mig og hvatti og var mér mikill innblást- ur til minna eigin verka. Ég sest varla svo niður við ritvélina mína að mér detti ekki eitthvað í hug sem hann sagði; – hann var svo skemmti- legur og frjór. Þriðji maðurinn minn var John Nef prófessor og lista- verkasafnari og þá fór líf mitt aftur að snúast meira um listina.“ Þegar Evelyn Stefánsson Nef er spurð að því hvort líf hennar hafi ekki verið eins og líf ævintýraprins- essu, svarar hún því til að vissulega hafi það verið margbrotið og gott. „Það voru þó líka erfiðleikatímar í lífi mínu, og ég segi frá þeim í sögu minni. Ég átti erfitt þegar ég var ung og tók það sárt að komast ekki í háskóla. Það er mér því mikill heiður að hafa hlotið doktorsnafnbót við tvo háskóla, bæði við Háskólann í Alaska og Corcoran College í Wash- ington, og að fá þessa fallegu orðu hér í dag þykir mér mjög mikilsvert og mikill heiður. Ég hef verið lánsöm manneskja,“ segir Evelyn Stefáns- son Nef. Evelyn Stefánsson Nef sæmd riddarakrossi Tók það sárt að komast ekki í háskóla Morgunblaðið/Golli Evelyn Stefánsson Nef afhendir forseta Íslands, Ólafi Ragnari Gríms- syni, eintak af æviminningum sínum á Bessastöðum í gærdag. LEIKÞÁTTURINN um þá fé- laga Karíus og Baktus eftir Thor- björn Egner er mér ógleymanlegur í túlkun þeirra Borgars Garðars- sonar og Sigríðar Hagalín síðan ég sá hann í svarthvítu sjónvarpi á barnsaldri. Marglesið og þvælt ein- tak af bókinni (með litmyndum) er til á heimilinu og ennfremur gömul og margspiluð platan með bráð- skemmtilegri tónlist Christians Hartmanns. Og enn er þessi snjalla saga í hávegum höfð hjá yngstu sem elstu kynslóð fjölskyldunnar. Sagan er einföld og boðskapur- inn auðskiljanlegur jafnvel hinum yngstu áhorfendum. En jafnvel þótt börnunum sé fullljóst hversu miklir skaðvaldar bræðurnir Kar- íus og Baktus eru fer ekki hjá því að samúðin vakni í þeirra garð í sögulok þegar þeir eiga í enga holu að venda og eru berskjaldaðir frammi fyrir tannburstanum ógur- lega. Karíus og Baktus kalla fram allt í senn, ótta, kátínu og samúð, hjá hinum ungu áhorfendum – eins og vel kom í ljós á þessari frum- sýningu. Uppfærsla Þjóðleikhússins á leikþættinum er einföld í sniðum, enda mun ætlunin að ferðast með sýninguna um skóla landsins og mun það vera í fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið rær á mið sem hinir frjálsu leikhópar einir hafa hingað til róið á – og mun sú samkeppni víst ekki vel séð af öllum. Leik- myndin samanstendur af einni stórri, holóttri tönn sem er bústað- ur þeirra bræðra. Heiðurinn af henni á Þórunn Sigríður Þorgríms- dóttir sem einnig gerir búningana sem hún hannar eftir teikningum bókarinnar. Búningarnir eru bráð- skemmtilegir sem og gervi bræðr- anna allt: úfið hár, gríðarstór eyr- un og stök tönn í efrigómi léði þeim Karíusi og Baktusi hið fullkomna skopgervi. Burstinn ógurlegi úr fyrrnefndri sjónvarpsmynd og bók- inni birtist aldrei á sviðinu, heldur er látið nægja að tjá nærveru hans með ljósum og látbragði leikar- anna. Þau Brynhildur Guðjónsdóttir og Stefán Jónsson nutu sín bæði vel í hlutverkum tannpúkanna og var verulega gaman að fylgjast með leik þeirra og samleik. Þau náðu vel að koma til skila hinum ólíku persónugerðum bræðranna: Baktus (Brynhildur) er sá léttlyndi og bjartsýni en Karíus (Stefán) all- ur þyngri og svartsýnni í barátt- unni fyrir sæta lifibrauðinu. Það var unun að fylgjast með kostuleg- um svipbrigðum leikaranna beggja og látæði þeirra öllu. Ég gæti best trúað því að börnin meðal áhorf- enda ættu eftir að minnast frammi- stöðu þeirra allt eins lengi og und- irrituð man þau Borgar og Sigríði. Sýningin er fyrsta leikstjórnar- verkefni Maríu Reyndal í Þjóðleik- húsinu og ber vinnu hennar gott vitni. Vonandi fær hún að reyna krafta sína þar á bæ í viðameira verkefni í náinni framtíð. „Bræður tveir hér búa í tönn“ LEIKLIST Þ j ó ð l e i k h ú s i ð Höfundur: Thorbjörn Egner. Ís- lensk þýðing: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: María Reyndal. Leik- arar: Brynhildur Guðjónsdóttir og Stefán Jónsson. Tónlist: Christian Hartmann. Tónlistarumsjón og hljóðfæraleikur: Jóhann G. Jó- hannsson. Leikmynd og búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Smíðaverkstæðið 11. nóvember. KARÍUS OG BAKTUS Soff ía Auður Birgisdótt ir Morgunblaðið/Kristinn „Það var unun að fylgjast með kostulegum svipbrigðum leikaranna beggja og látæði þeirra öllu,“ segir meðal annars í umsögninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.