Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 35
áðið ninni aður í r hótanir uverk í m og að ðu ekki málum í sagði að íkjanna, væru að lýsingar að kanna yðjuverk í bandarískum farþegaþotum. „Svo virðist sem þetta hafi ekki verið árás hryðjuverkamanna, en við höfum ekki komist að neinni óyggjandi niðurstöðu ennþá,“ sagði háttsettur embættismaður í Wash- ington. Gert er ráð fyrir því að Banda- ríska samgönguöryggisráðið, NTSB, stjórni rannsókn málsins og bendir það til þess að yfirvöld hall- ist að þeirri kenningu að um slys hafi verið að ræða. Tveir embættismenn í banda- ríska varnarmálaráðuneytinu sögðu að ekki hefðu verið sendar neinar orrustuþotur á New York- svæðið til viðbótar þeim herflugvél- um sem haldið hafa uppi eftirliti yf- ir svæðinu frá hryðjuverkunum fyrir tveimur mánuðum. Talsmaður bandaríska flughers- ins sagði að orrustuþotur hefðu verið á eftirlitsflugi yfir New York þegar þotan hrapaði. Sáu hreyfil falla til jarðar Rudi Giuliani, borgarstjóri New York, sagði að nokkrir borgarbúar hefðu séð hreyfil falla til jarðar áð- ur en þotan hrapaði. „Við þurfum að einbeita okkur að því að reyna að bjarga fólki sem kann að hafa kom- ist lífs af,“ sagði borgarstjórinn og hvatti borgarbúa til að halda still- ingu sinni. Komið var upp hjúkr- unaraðstöðu í barnaskóla og fram- haldsskóla í Rockaway. Þotan var í eigu flugfélagsins American Airlines sem á 35 Airbus- þotur af gerðinni A-300. 230 manns létu lífið í farþegaþotu TWA sem hrapaði undan strönd Long Island eftir flugtak frá Ken- nedy-flugvelli árið 1996. Rannsókn slyssins leiddi í ljós að sprenging varð í eldsneytistanki þotunnar, lík- lega vegna neista í raflögnum. úðarhverfi eftir flugtak í New York Reuters egaþotu flugfélagsins American Airlines liggur við hús í Rockaway-hverfinu í Queens þar sem þotan hrapaði í gær. AP Slökkviliðsmenn að störfum á slysstaðnum í New York. Nokkur íbúð- arhús eyðilögðust þegar þotan hrapaði með 255 manns innanborðs. AP að slökkva elda í húsum í Rockaway-hverf- m farþegaþota American Airlines hrapaði. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 35 AIRBUS 300-600-þotan, sem hrap- aði til jarðar í New York í gær, hef- ur hingað til þótt mjög áreiðanleg og með tilliti til þess þykir slysið þeim mun furðulegra. Þotur af þessari gerð eru með tvo hreyfla og eiga við eðlilegar aðstæð- ur að öðru leyti að geta bjargast á einum hreyfli. Sérfræðingar segja hins vegar, að sé það rétt, sem haft er eftir vitnum, að annar hreyfillinn hafi fallið af, þá hljóti það að benda til meiriháttar bilunar eða galla í vélinni og burðarvirkjum hennar. „Slys í flugtaki“ afar fátíð Airbus-vélarnar eru evrópskar, framleiddar hjá samsteypunni Air- bus Industrie, og þar er fullyrt, að áreiðanleiki þeirra sé yfir 99%. Þot- an, sem hrapaði í gær, er af nokkuð gamalli gerð og kom það fram hjá talsmanni Airbus í gær, að Americ- an Airlines væri með 35 slíkar í sinni þjónustu en alls væru þær 250 víða um heim. Bætti hann því við, að hvað þessar vélar áhrærði, væru „slys í flugtaki“ afar fátíð og hann kvaðst ekki minnast þess, að hreyf- ill hefði nokkurn tíma fallið af. Airbus A300 voru fyrstu vélarnar, sem Airbus-samsteypan tók í notk- un árið 1974, en í gær var ekki alveg ljóst um smíðaár vélarinnar, sem nú fórst. Slysasagan Á síðustu 13 árum hafa 15 Airbus- vélar farist og er þá slysið í gær undanskilið:  Í ágúst í fyrra hrapaði Gulf Air A320 í Persaflóa.  Í janúar á síðasta ári fórust 169 manns er A310 hrapaði í sjóinn við Fílabeinsströndina.  101 fórst er A310 hrapaði við Surat Thani-flugvöllinn í Taíl- andi.  197 fórust þegar A300 hrapaði á Taívan í febrúar 1998.  234 biðu bana í september 1997 er A300 hrapaði í Indónesíu.  60 fórust er A-310-300 hrapaði skömmu eftir flugtak í Búkarest.  Sjö fórust í júní 1994 þegar A330 fórst í Toulouse í Frakklandi.  Í apríl 1994 fórust 259 er A300 fórst í Japan.  Í mars 1994 fórust 75 er A310 hrapaði í Síberíu.  Í september 1993 fórust tveir er eldur kom upp í A320 við lend- ingu í Varsjá.  167 fórust með A300 er hún hrap- aði í Kathmandu í Nepal í sept- ember 1992.  Í júlí 1992 fórust 113 er A310 hrapaði til jarðar í Kathmandu í Nepal.  Í janúar 1992 biðu 87 manns bana þegar A320 hrapaði í Strassborg.  90 fórust er A320 hrapaði í Bangalore í febrúar 1990.  Átta fórust er A320 hrapaði í Ha- bersheim í júní 1988. 16. Airbus-slysið á 14 árum Hafa þótt áreiðan- legar hingað til ÆTTINGJAR farþega sem voru um borð í þotu American Airlines grétu og féllu niður á kné sér þegar fréttir bárust af því til Santo Domingo að flugvélin hefði farist skömmu eftir flugtak í New York í gær. Bandarískir embættismenn sögðu að flestir þeirra sem um borð voru hefðu verið frá Dóminíska lýðveldinu en vélin var á leið þangað frá New York með 255 manns innanborðs. Um 50 ættingjar farþeganna biðu í flugstöðinni í Santo Domingo en þar átti þotan að lenda kl. 16.51 að ís- lenskum tíma. Fólkið beið þess að opinber farþegalisti yrði gefinn út. „Guð minn góður!“ æpti Miriam Fi- jado þegar hún frétti að systir henn- ar og þrjú börn hennar hefðu verið um borð í flugi 587. „Ég hafði ekki séð þau í átta ár. Nú eru þau horfin.“ „Guð minn góður, ekki barnið, ekki barnið,“ hrópaði Germania Brito sem hafði farið til flugvallarins til að taka á móti systur sinni, eig- inmanni hennar og tveggja ára syni þeirra. „Guð hjálpi okkur öllum,“ sagði hún. Eduardo Fresola var einnig á flugvellinum til að taka á móti bróð- ur sínum, Jose Antonio, en þeir höfðu ekki sést í þrjú ár. „Hann vann sem sölumaður í New York. Hann var eini bróðir minn,“ sagði hann. Sjónvarpsstöðvar í Dóminíska lýð- veldinu sýndu beint frá slysstaðnum í New York. Á meðal þeirra sem fylgdust með var Melida Reinoso, sem hafði farið á flugvöllinn til að taka á móti eiginmanni sínum og syni þeirra. „Ég vaknaði snemma til að fara út á völlinn. Hvers vegna gerðist þetta?“ Roberto Valentin, ræðismaður í New York, kvaðst telja að 90% far- þeganna hefðu verið frá Dóminíska lýðveldinu. „Nú eru þau horfin“ Harmi slegnir ætt- ingjar bíða frétta í Santo Domingo Santo Domingo. AP. AP Ung stúlka á skrifstofu ræðis- manns Dóminíska lýðveldisins í New York heldur á mynd af föð- ur sínum, sem fórst í flugslysinu. BORGARSTJÓRINN í New York, Rudy Giuliani, sagði að sín fyrstu viðbrögð við þeim fregnum að harmleikur hefði enn einu sinni riðið yfir íbúa New York hefðu ein- kennst af einskærri geðs- hræringu. „Guð minn góður. Það fyrsta sem fór um huga mér var þetta: guð minn góð- ur,“ sagði Giuliani er hann ræddi við blaðamenn í gær. Giuliani benti á að íbúar Rock- away-hverfisins í Queens hefðu orðið illa úti í hryðjuverkaárásunum 11. september sl. „Á leið minni á slys- stað keyrði ég framhjá kirkju sem ég held að ég hafi heimsótt um tíu sinnum eftir árásirnar til að fylgja fólki til grafar,“ sagði hann. Munu margir lögreglu- og brunaliðsmenn búa í Rockaway en eins og kunnugt er fórust margir úr þeirra röðum þegar World Trade Center hrundi til jarðar eftir hryðjuverkaárásirnar. „Sú hugsun að Rockaway yrði vettvangur svona harmleiks nú olli mér miklu hugarangri,“ sagði Giuli- ani. „Auðvitað er atburðurinn eftir sem áður jafn hræðilegur, hvar svo sem hann á sér stað. Það veldur manni þó sérstökum ugg að þetta skuli gerast hér.“ „Guð minn góður“ New York. AFP. amtali g ég fór num. Þá i að yf- sínum. t hafa r en hún il baka á jafn- vélin ra hvar ar stadd- hluta Queens-hverfisins en þar brotlenti flugvélin. Hann sagðist hafa séð eld loga glatt í vinstri hlið flugvél- arinnar, sem var af gerðinni Airbus A300. „Við horfðum til himins og sáum hvar eldtungurnar komu úr vinstri hliðinni – kannski varð sprenging í vélinni,“ sagði Saliro. Önnur vitni töldu hins vegar að eldurinn hefði verið í hægri hlið vélarinnar. „Flugvélin flaug rétt yfir höfði okkar, byrjaði að halla til vinstri en kúventi síðan snögglega til hægri,“ sagði Saliro. „Ég hafði áhyggjur af því að hún myndi koma í áttina að okkur og lenda á bílnum.“ Sagði hann þá bræður hafa skolfið og nötrað. „Við vissum ekki hvað við áttum til bragðs að taka.“ Nokkrir hverfisbúar, sem reyndu að slökkva eldana á slysstaðnum, sögðu brennandi flughreyfil hafa kom- ið til jarðar í bakgarði húss eins í hverfinu og valdið því að það varð óðara alelda. Enginn mun hins vegar hafa verið heimavið þegar atburðurinn átti sér stað. Frá því að árásirnar áttu sér stað 11. september hafa bandarískar herþotur sveimað yfir New York í öryggisskyni. Sagði Susan Locke, sem býr í nágrenni slysstaðarins í gær, að hún hefði fyrst haldið að há- vaðinn stafaði af herþotu í lágflugi. „En síðan leit ég út um gluggann og sá flugvélina taka snarbeygju nið- urá við og stefna beint til jarðar.“ Önnur kona sagði í samtali við CNN að allir hefðu verið í mikilli geðshræringu er þeir yfirgáfu hús sín rétt hjá slysstaðnum að beiðni lögreglunnar. „Það eru allir miður sín vegna þessa atburðar,“ sagði hún. „Flugvélin lenti á húsinu við hliðina á mínu og fór í þúsund mola, held ég. Ég hélt mig við framhlið húss- ins míns því hitinn var of mikill hinum megin.“ Hún sagðist heppin að hafa sloppið lifandi. „Ég hélt þetta væri flugvél sem flygi allt of lágt,“ sagði hún. „En síðan skall hún til jarðar og það var eins og sprengja hefði sprungið.“ frá og hrapaði til jarðar“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.