Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 39
VINUR minn ágæt-
ur, skólabróðir og ná-
grannaprestur lengi,
séra Jakob Ágúst
Hjálmarsson, dóm-
kirkjuprestur í
Reykjavík, ritaði góða
grein í Morgunblaðið
hinn 25. október síð-
astliðinn. Yfirskrift
hennar var Húsvillt
fólk.
Í prestsembætti sínu
vestur á Ísafirði man
ég að séra Jakob var
ævinlega kallaður séra
Jakob. Sjálfur nefndi
ég hann einlægt svo í
ávarpi og umræðu. Börnin mín köll-
uðu hann aldrei annað en séra Jak-
ob. Og þannig hafa Íslendingar rætt
um presta sína og ávarpað þá í mörg
hundruð ár.
Má ég strax skjóta því hér inn að
ég hefi stundum vogað að leiðrétta
yngri starfssystkini mín þegar þau
hafa byrjað símtal við mig þannig:
„Góðan dag! Er þetta Gunnar? þetta
er séra Jón!“ Ég hefi þá stundum
hleypt í mig kjarki og stunið upp:
„Nei, það er öfugt! þú ættir heldur
að segja: Er þetta séra Gunnar?
þetta er Jón prestur.“ Sama gildir
um þarfaþingið símsvara. Þar fer
betur að presturinn segi ekki:
„Þetta er á skrifstofu Víðivalla-
prestakalls, séra Jón Jónsson, sem
talar.“ Séra er nefnilega einkum og
sérílagi ávarpstitill, þó jafnframt
löngum notaður, þegar rætt var um
prest.
Í samræmi við þetta hefi ég sömu-
leiðis verið ósáttur við það, þegar
prestar undirrita bréf eða blaða-
greinar ellegar þá t.d. messuauglýs-
ingar í blöðum eða útvarpi með nafni
sínu svolátandi: Séra Jón Jónsson.
það væri hins vegar alvanaleg ut-
anáskrift á bréfi til séra Jóns.
Ég las grein séra Jakobs í Morg-
unblaðinu um daginn með mikilli at-
hygli enda var hún vel þess virði. En
ég hnaut um það að blaðið skyldi í
umgengni við nafn höfundarins
sleppa alveg hinum gamla og hefð-
bundna titli. Ekki af því að það
skipti neinu meginmáli. En það er
nýlunda. Í umbroti var vakin sér-
stök athygli á einni málsgrein séra
Jakobs. Þar sagði svo: „Öryrkjar
þurfa af mörgum ástæðum fremur á
því að halda en flestir aðrir,“ segir
Jakob Ágúst Hjálmarsson, „að búa
við öryggi í húsnæðismálum.“ Ljós-
mynd af séra Jakobi fylgdi grein-
inni. Undir henni stóð: Jakob Ágúst
Hjálmarsson.
Nú ríður á að flýta sér að taka
skýrt fram, biðja góðfúsan lesanda
að athuga vel, leggja þunga áherslu
á, og undirstrika alveg sérstaklega,
að þótt við liggi, að ég, suma daga,
hálfsjái eftir þessum forna titli,
sennilega mest af óútskýrðri vana-
festu, þá tel ég það alls ekki og eng-
an veginn skipta neinu höfuðmáli,
hvorki til eða frá, hvort menn segja
og skrifa séra eða ekki.
Samanborið við alvöru
lífsins er þetta um-
ræðuefni auðvitað
skoplítið. Og mér þætti
ákaflega miður að vera
vændur um stærilæti
eða uppskafningshátt í
þessum punkti. Svo
viðkvæmur væri ég
fyrir því, að ég veit
varla, hvort ég á að
þora að biðja Morgun-
blaðið að birta þessar
línur. Ég gæti hæglega
orðið að athlægi. Og
það er mikið langur
vegur frá, að ég geri
sjálfur kröfu til þess að
vera ávarpaður á einn hátt fremur
en annan. það má í raun einu gilda,
svo lengi sem nokkurn veginn er vit-
að, af praktískum átæðum, við hvern
er átt. Og kannski væri bara best og
þægilegast að hætta að burðast með
þetta gamla góss. Hinu sama má
raunar halda fram um margt af því,
sem mannskepnan hefur í frammi
og tekur sér fyrir hendur. Allt um
það má segja, að fyrirbrigðið, sem
við köllum menningu, samanstandi
einmitt af aragrúa af svonalöguðum
„einskis verðum“ smámunum, og
mætti nefna borðsiði sem gott
dæmi. Annað framúrskarandi dæmi
er sjálft tungumálið. Í því er minn-
ing þjóðar fólgin. þess vegna væri
fróðlegt að vita, hvort það er ásetn-
ingur og stefna okkar kæra, gamla,
virðulega, ágæta og fordæmisgef-
andi fjölmiðils, Morgunblaðsins, að
hætta, vitandi vits, að kalla Jón
prest séra Jón. Og ef svo er, hvers
vegna þá?
Að séra eða
ekki, það er
þessi spurning
Höfundur er prestur.
Séringar
Þess vegna væri fróð-
legt að vita, segir
Gunnar Björnsson,
hvort það er ásetningur
og stefna okkar kæra,
gamla, virðulega, ágæta
og fordæmisgefandi,
Morgunblaðs, að hætta
vitandi vits, að kalla Jón
prest séra Jón.
Gunnar
Björnsson
ALÞJÓÐADAGUR
félagsráðgjafa er 13.
nóvember. Af því tilefni
viljum við rita fáeinar
línur til að vekja athygli
á námi okkar og fé-
lagsstarfi innan Há-
skóla Íslands.
Nám í félagsráðgjöf
er 120 eininga samfellt
BA-nám til löggildra
starfsréttinda. Einnig
geta þeir nemendur
sem lokið hafa BA-námi
eða BS-námi í heil-
brigðis- eða félagsvís-
indum sótt um inn-
göngu í
starfsréttindanám í fé-
lagsráðgjöf. Fjöldi nemenda sem fá
inngöngu í félagsráðgjöf á þriðja ár
(starfsréttindanám) er takmarkaður
við 18 nemendur.
Að loknu fjögurra ára námi eða 120
einingum er boðið upp á einstaklings-
bundið meistaranám. Þessi ný-
breytni gekk í gildi í lok árs 1999. Áð-
ur sóttu nemar í félagsráðgjöf
framhaldsnám erlendis og er það enn
vinsælt. Að loknu framhaldsnámi er
hægt að sækja um sérfræðileyfi sam-
kvæmt reglugerð nr. 555/1999 á eft-
irfarandi sviðum:
1. Félagsráðgjöf á heilbrigðissviði
– klínísk félagsráðgjöf.
2. Félagsráðgjöf í félagsþjónustu.
3. Félagsráðgjöf á fræðslu- og
skólasviði.
4. Félagsráðgjöf í réttarkerfi.
Markmið náms í félagsráðgjöf er
þríþætt og miðar að því að veita nem-
endum fræðilega undirstöðu og þjálf-
un til að starfa við ráðgjöf og meðferð
einstaklinga, fjölskyldna og hópa.
Einnig undirbúning til stjórnunar
þjónustustofnana og stefnumörkun-
ar á sviði heilbrigðis- og félagsmála.
Námið veitir góða undirstöðu í að-
ferðafræðilegri þekkingu og þjálfun í
að stunda rannsóknir á sviði fé-
lagsráðgjafar. Námið á að tryggja að
nemendur öðlist heildarsýn á sam-
virkni einstaklings og samfélags og
tileinki sér siðfræði félagsráðgjafar.
Námið á að veita nauðsynlegan und-
irbúning til starfa og til framhalds-
náms.
Til að ná þessum markmiðum fer
námið á þriðja og fjórða ári að hluta
til fram á stofnunum, undir hand-
leiðslu starfsþjálfunarkennara. Nem-
ar á fjórða ári eru í samfelldri starfs-
þjálfun í fjóra mánuði þar sem þeir
vinna rannsóknarverkefni úr efniviði
á vettvangi. Nemar á þriðja ári eru í
þrjá mánuði, tvo daga í viku og skila
greinargerð og smærri verkefnum.
Félag félagsráðgjafanema við Há-
skóla Íslands heitir Mentor. Stjórn
félagsins er skipuð fjórum nemend-
um, auk þess eru kosnir þrír nemar í
skemmtinefnd, nemendafulltrúi sem
situr skorarfundi og nemendaráð-
gjafi.
Í Mentor er unnið frjótt starf að
ýmsum hagsmunamálum nemenda,
m.a. ráðgjöf fyrir nýnema. Einnig er
unnið að fjölbreytilegri fræðslustarf-
semi og fær félagið fyrirlesara
tengda greininni til að krydda námið.
Skemmtinefnd sér um að hafa fram-
boð á skemmtunum til að hrista hóp-
inn saman fyrir utan námið. Nemar á
fjórða ári gefa út blað um málefni fé-
lagsráðgjafar til að afla fjár til út-
skriftarferðar.
Þessi starfsemi á að uppfylla
markmið félagsins sem eru að
styrkja samheldni félagsráðgjafa-
nema, meðal annars í uppbyggingu
og eflingu greinarinar. Allt samstarf
er mikilvægt hjá félagsráðgjöfum í
starfi og því er þetta mikilvægur hluti
af námi okkar.
Við erum á þriðja og fjórða ári í fé-
lagsráðgjöf og höfum því töluverða
yfirsýn yfir námið. Okkur finnst það
vera fjölþætt og spennandi. Það er
komið víða við til þess að öðlast þá
heildarsýn sem er kjarninn í starfi fé-
lagsráðgjafa. Námið veitir okkur inn-
sýn í flesta þá þætti sem varða sam-
félag fólks.
Félagsráðgjöf – fjöl-
þætt og spennandi nám
Matthildur
Þórarinsdóttir
Félagsráðgjöf
Markmið náms í fé-
lagsráðgjöf miðar að
því, segja Matthildur
Þórarinsdóttir og Ey-
mundur Hannesson, að
veita nemendum fræði-
lega undirstöðu og þjálf-
un til að starfa við ráð-
gjöf og meðferð.
Matthildur er nemi á fjórða ári í
félagsráðgjöf og formaður Mentors.
Eymundur er nemi á þriðja ári í
félagsráðgjöf.
Eymundur
Hannesson
NÝJAR verslunar-
miðstöðvar er hægt að
byggja, en það er ekki
hægt að reisa nýjan
miðbæ. Jú, það er
kannski hægt að reisa
eitthvað og kalla það
miðbæ eða miðborg –
en það verður aldrei
miðbær vegna þess að
miðbærinn er á sínum
stað – niðri í bæ – þar
sem hann hefur alltaf
verið og mun verða um
ókomin ár. Þar slær
nefnilega hjartað í
borginni.
Þetta er stóri munur-
inn á miðborginni og
öðrum verslunarkjörnum. Og þessi
sérstaða er í raun haldreipi miðborg-
arinnar í sviptingum og ölduróti tím-
ans. Miðborgin blífur, hvað sem hver
segir. Henni getur auðvitað hnignað
og hún getur dafnað og eflst.
Miðborgin hefur svo ótal margt
fleira innan sinna vébanda, sem fólk
sækist eftir, heldur en verslunarmið-
stöðvarnar. Miðborgin er kjarni
mannlífs í borginni, miðstöð menning-
ar og sögu. Þar er auðvitað mikil
verslun og veitingasala líka, en allt
verður þetta að spila saman til að mið-
borgin standi undir nafni.
Offramboð á húsnæði
Það er eðlilegt að nokkur glímu-
skjálfti sé í mönnum á þessu hausti,
þegar svo mikið verslunarrými bætist
við í Smáranum í Kópavogi. Aðeins
tvær verslanir hafa þó flutt úr mið-
borginni í Smáralind. Nokkrar hafa
opnað aðra eða þriðju verslun þar, en
verða áfram með flagg-
skip sitt í miðbænum.
Hinsvegar er ljóst, að
talsverðar sviptingar
eru í húsnæðismálum,
jafnt í miðborginni sem
annars staðar í Reykja-
vík. Víða standa ný-
byggð stórhýsi auð,
óseld eða óleigð, og má
telja víst að offramboð
sé á skrifstofu- og versl-
unarhúsnæði í borginni
um þessar mundir. Það
er líka áhyggjuefni, að
nú eru óvenju mörg
verslunarpláss í mið-
borginni ýmist auð eða
notkun þeirra hefur
verið breytt án formlegra umsókna
samkvæmt samþykktum reglum.
Verslunum fækkar enn
Ef rýnt er í skýrslu um fjölda og
flokkun verslana í miðborginni, sem
Þróunarfélag miðborgarinnar tekur
saman á hverju hausti, kemur í ljós að
verslunum heldur áfram að fækka.
Þær eru nú 315, en voru 337 á sama
tíma í fyrra. Verslunum hefur því
fækkað um 22, þar af um 10 við
Laugaveg. Fækkun verslana í mið-
borginni hefur verið stöðug frá árinu
1996, þegar talning þeirra hófst með
þessum hætti, en þá voru verslanirn-
ar 372. Athyglisvert er að öll fækk-
unin á þessum sex árum er í Kvosinni
og við Laugaveg, en ef Skólavörðu-
stígur, Hverfisgata og hliðargötur
eru teknar saman er fjöldinn þar nán-
ast hinn sami nú og fyrir sex árum.
Veitingastöðum hefur hinsvegar
fjölgað mjög hratt í miðborginni á síð-
ustu árum og er það vel, en þó þarf að
huga að jafnvægi hinna ýmsu þjón-
ustuþátta, þannig að einn yfirgnæfi
ekki aðra eða boli þeim hreinlega burt
af stóru svæði.
Hvernig bregst miðborgin við auk-
inni samkeppni? Svörin eru mörg og
ekki einhlít. Allir sem hagsmuna hafa
að gæta – og þá eru borgaryfirvöld
ekki undanskilin – þurfa að taka
höndum saman og leita leiða til að efla
verslun og viðskipti í miðborginni.
Sérstaka áherslu þarf að leggja á
verslun við Laugaveg, sem er helsta
verslunargata borgarinnar.
Í stuttu máli má segja, að miðborg-
in bregðist við stóraukinni samkeppni
með því að standa undir nafni, með
því að halda áfram að vera miðborg,
öflug, þróttmikil og framsækin, en
jafnframt rómantísk, gamaldags og
sérstæð.
Miðborg sem
stendur undir nafni
Einar Örn
Stefánsson
Miðborgin
Miðborgin hefur
svo ótal margt fleira
sem fólk sækist eftir
heldur en verslunarmið-
stöðvarnar, segir
Einar Örn Stefánsson.
Hún er kjarni mannlífs
í borginni.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þróunarfélags miðborgarinnar.