Morgunblaðið - 13.11.2001, Qupperneq 53
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 53
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 10–14 í neðri safnaðarsal.
Skemmtiganga um Laugardalinn eða
upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna
Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbæna-
stund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún
K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að
stundinni lokinni. Samvera foreldra
unga barna kl. 14–16 í neðri safnaðar-
sal. 12 spora starf kl. 19 í kirkjunni.
Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi
kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur,
altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádeg-
isverður í safnaðarheimili eftir stund-
ina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón-
usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl.
17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir
börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar
Helgu, Sigrúnar, Völu og Jóhönnu. Öll
börn velkomin og alltaf hægt að bætast
í hópinn. Unglingaklúbburinn MeMe kl.
19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í um-
sjón Gunnfríðar og Jóhönnu.
Langholtskirkja. Endurminningarhópur
kvenna kl. 14-15.30. Nýr hópur hefur
göngu sína um slóðir minninganna í
dag. Verið velkomnar að hafa samband
við Svölu djákna í síma 520 1300.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45–7.05. TTT-fundur kl. 16 fyrir
krakka í 5.–7. bekk. Fullorðinsfræðsla
kl. 20. Sóknarpresturinn sr. Bjarni
Karlsson kennir Biblíufræðin á lifandi
og auðskilinn hátt. Gengið inn um
merktar dyr á austurgafli kirkjunnar.
Efni kvöldsins: Veislumaðurinn Jesús
frá Nasaret. Allir velkomnir. Þriðjudagur
með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund
þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir
söng og lofgjörð við undirleik Gunnars
Gunnarssonar. Sóknarprestur flytur
guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta
kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar
undir stjórn Margrétar Scheving sál-
gæsluþjóns. (Sjá síðu 650 í Texta-
varpi).
Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara
kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman.
Nýir félagar velkomnir. Foreldramorg-
unn miðvikudag kl. 10–12. Fræðsla:
Slys á börnum, forvarnir, skyndihjálp.
Heimsókn frá Rauða krossi Íslands.
Umsjón Elínborg Lárusdóttir.
Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10–12.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10–
12. Hittumst, kynnumst, fræðumst.
TTT-klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20–
15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn-
um má koma til sóknarprests í viðtals-
tímum hans.
Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK, kirkju-
starf aldraðra hefst með leikfimi kl.
11.15. Léttur málsverður. Helgistund,
samvera og kaffi. Æskulýðsstarf fyrir
10–12 ára á vegum KFUM&K og Digra-
neskirkju. Húsið opnað kl. 16.30. Fót-
boltaspil, borðtennis og önnur spil. Alfa
námskeiðið. Fræðari sr. Magnús B.
Björnsson. Kvöldverður kl. 19, fræðsla,
hópumræður, helgistund.
Fella- og Hólakirkja. Bæna- og kyrrð-
arstund í kirkjunni. Organisti leikur frá
kl. 12. Kl. 12.10 hefst stundin og að
henni lokinni kl. 12.25 er framreiddur
léttur hádegisverður í safnaðarheim-
ilinu gegn vægu gjaldi. Fyrirbænaefnum
má koma til presta og djákna. Þeir sem
óska eftir akstri láti vita fyrir kl. 10 á
þriðjudagsmorgni í síma 557 3280.
Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13.30. Helgistund, handa-
vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og
alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkju-
krakkar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára
kl. 17.30–18.30. Kirkjukrakkar í Korp-
uskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–
18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogs-
kirkju, eldri deild, kl. 20–22.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstundir
kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í
dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–
12.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið
hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg-
ara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað
og spjallað. Helgistund í kirkjunni kl.
16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12
ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í um-
sjón KFUK.
Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æsku-
lýðsstarf fyrir 10–12 ára í Álftanes-
skóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur
börnunum heim.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 18. Opið hús kl. 17–18.30
fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðsfélag
yngri félaga.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9
ára börn í dag kl. 17. Kyrrðar– og fyr-
irbænastund með Taizé-söngvum í dag
kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefn-
um til sóknarprests eða kirkjuvarðar.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–
12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand-
bergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
16.30 kirkjuprakkarar fyrir 6–9 ára
krakka. Kl. 17.30 TTT-kirkjustarf 10–
12 ára krakka. Gengið inn um kirkjudyr
uppi. Kl. 20 hjónakvöld. Fræðsla og
spjall fyrir þau sem vilja gera gott hjóna-
band betra. Sr. Kristján Björnsson flytur
erindi kvöldsins og tekur við skráning-
um í síma 488 1501 og 893 1606.
Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur opinn kl.
14–16 með aðgengi í kirkjuna og Kap-
ellu vonarinnar eins og virka daga vik-
unnar. Aðgengi frá Kirkjuteig. Starfsfólk
verður á sama tíma í Kirkjulundi. Ferm-
ingarundirbúningur í Kirkjulundi kl.
14.30–15.10, 8. A&B í Holtaskóla. Kl.
15.15–15.55, 8. ST í Myllubakkaskóla
og kl. 16–16.40, 8. IM Myllubakka-
skóla.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgunn kl.
10–12.
Borgarneskirkja. TTT tíu – tólf ára starf
alla þriðjudagakl. 17–18. Helgistund í
kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðju-
dögum kl. 10–12.
Ólafsvíkurkirkja. Taize-messa kl. 20 á
fimmtudagskvöldið 15. nóvember.
Áhersla lögð á kyrrðina, einfalda
söngva og bænagjörð. Allir velkomnir.
Sóknarprestur.
Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur
í Hrakhólum í kvöld kl. 20.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Safnaðarstarf
KYRRÐARDAGAR á aðventu
verða í Skálholtsskóla dagana 30.
nóv.–2. des. nk.
Margir hafa óskað eftir tækifæri
til að draga sig í hlé, fara í hvarf
og undirbúa sig andlega fyrir jólin
til mótvægis við erilinn og ann-
irnar sem annars ráða jólaund-
irbúningnum.
Einnig hefur verið óskað eftir
skjóli þar sem fólk getur tekist á
við erfiðar fréttir eða ákvarðanir í
friði án utanaðkomandi áreitis.
Skálholtsskóli efnir því til
Kyrrðardaga á aðventu og eru all-
ir að sjálfsögðu velkomnir, ekki
síst þau sem ekki hafa áður tekið
þátt í Kyrrðardögum.
Þessir Kyrrðardagar eru styttri
en oft gerist, þeir hefjast föstu-
dagskvöldið 30. nóvember og lýk-
ur síðdegis á sunnudag, 2. desem-
ber. Kyrrðardagarnir hefjast kl.
18 á föstudagskvöld með kvöld-
bænum í kirkjunni og kvöldverði.
Þá fer fram kynning á dagskrá
og inntaki daganna og síðan geng-
ið inn í kyrrðina, þar sem þögn rík-
ir milli þátttakenda og fólk fær að
vera ótruflað með sjálfu sér og
Guði sínum.
Dagskráin er mjög einföld þann-
ig að þátttakendur hafa mikinn
frjálsan tíma til að njóta kyrrðar
bæði í húsakynnum skólans og við
útivist.
Sr. Sigurður Sigurðarson
vígslubiskup flytur stutta hugleið-
ingu á föstudagskvöldið til íhug-
unar fyrir þátttakendur.
Laugardagurinn hefst með
morgunmessu í Skálholtskirkju en
helgihald verður reglubundið í
kirkjunni. Síðar um morguninn
flytur Helga Hróbjartsdóttir kenn-
ari hugleiðingu og síðdegis Rann-
veig Sigurbjörnsdóttir hjúkr-
unarfræðingur. Um kvöldið
verður samvera við arininn með
upplestri af völdum textum og
kyrrlátum söng.
Á sunnudag verður fjallað sér-
staklega um andlegan undirbún-
ing jóla á aðventu og verður lagt
til grundvallar efni frá Alfa-
námskeiðunum sem haldin eru í
mörgum söfnuðum um þessar
mundir.
Þögninni verður aflétt við há-
degisverðinn og síðan notið hátíð-
armessu í Skálholtskirkju hjá sr.
Agli Hallgrímssyni og Skálholts-
kórnum.
Kyrrðardögum lýkur um kl.
16.30.
Þátttökukostnaður er kr. 11.500
fyrir fullt fæði í tvo sólarhringa og
dvalið í einbýli með uppbúnu rúmi.
Ef dvalið er í tvíbýli er verðið
lægra og einnig ef fólk leggur til
eigið sængurlín.
Umsjón Kyrrðardaga á aðventu
hefur rektor Skálholtsskóla, sr.
Bernharður Guðmundsson.
Nánari upplýsingar og skráning
er í Skálholtsskóla, Skálholti 801
Selfoss, sími 486 8870, netfang:
rektor@skalholt.is
Skálholt
Kyrrðardagar
á aðventu
í Skálholtsskóla
FRÉTTIR
Opinn
fundur
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins,
Drífa Hjartardóttir, Kristján
Pálsson, Árni R. Árnason og
Kjartan Ólafsson, boða til op-
ins stjórnmálafundar í sam-
komuhúsinu í Garði, miðviku-
daginn 14. nóvember kl. 20:00.
Fundarstjóri:
Sigurður Jónsson, sveitarstjóri.
Allir velkomnir.
Fundarboðendur.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
S M Á A U G L Ý S I N G A RI
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir, Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir,
Lára Halla Snæfells, Erla Alex-
andersdóttir, Margrét Haf-
steinsdóttir og Garðar Björg-
vinsson michael-miðill starfa
hjá félaginu og bjóða félags-
mönnum og öðrum uppá einka-
tíma.
Upplýsingar um félagið, einka-
tíma og tímapantanir eru alla
virka daga ársins frá kl. 13—18.
Utan þess tíma er einnig hægt
að skilja eftir skilaboð á sím-
svara félagsins.
Netfang: mhs@vortex.is .
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur
starfar í nánum tengslum við Sál-
arrannsóknarskólann á sama stað.
SRFR.
KENNSLA
■ www.nudd.is
FÉLAGSLÍF
EDDA 6001111319 I
HLÍN 6001111319 IV/V H.v. Hamar 6001111319 I
I.O.O.F.Rb.1 15111138 — 9.III
ET I*
KR-konur KR-konur
Munið fundinn í kvöld kl. 20.15.
Álfabikarinn og penzim verða í
umræðunni.
Allar konur velkomnar.
Stjórnin.
AD KFUK, Holtavegi 28
Fundur í kvöld kl. 20:00.
Halla Jónsdóttir sér um biblíu-
lestur.
Myndasýning í FÍ-salnum mið-
vikud. 14. nóv. 2001 kl. 20:30.
Guðmundur Hallvarðsson
sýnir myndir og segir frá
ferðum um Hornstrandir. Allir
velkomnir. Kaffiveitingar í hléi.
Verð 500 kr. Félagar, fjölmennið
og takið með ykkur gesti.
Sunnud. 18. nóv.: Hrútagjá -
Fjallið eina á Reykjanesi. Þórs-
mörk á aðventu, Landmanna-
laugar um áramót.
Bókið ykkur tímanlega. www.fi.is,
textavarp RUV bls. 619.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNA
mbl.is
Í TEXTA með kafla úr bókinni Of
stór fyrir Ísland – ævisaga Jóhanns
risa, sem birtist í Morgunblaðinu á
sunnudag, var rangt farið með nafn
útgefandans. Hið rétta er að bókafor-
lagið Hólar gefur bókina út. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
Á BERGSTAÐASTRÆTI, við hús
númer sjö, var ekið á bifreiðina
SJ-759, sem er rauð Toyota, þar sem
hún stóð kyrr og mannlaus. Er talið-
að þetta hafi átt sér stað þann 10.
nóvember sl. um kl. 14.15.
Sá sem það gerði eða aðrir sem
geta gefið frekari upplýsingar eru
beðnir að snúa sér til umferðardeild-
ar lögreglunnar í Reykjavík.
Lýst eftir vitnum
ÞRIÐJA heiðursbikarmót Taflfélags
Hreyfils verður haldið miðviku-
dagana 14. og 21. nóvember í félags-
heimili Hreyfils kl. 20.
Mótið er haldið til heiðurs Guðlaugi
Guðmundssyni, einum af stofnendum
félagsins, en það var stofnað 24. febr-
úar 1954. Guðlaugur var formaður fé-
lagsins árin 1958–59, skákmeistari
1968 og Norðurlandameistari spor-
vagnastjóra 1968. „Guðlaugur var
einnig stjórnarmaður í skáksambandi
Íslands 1971–73,“ segir í fréttatil-
kynningu. Mótsgjald er 500 kr. hvort
kvöld. Telfdar verða sjö umferðir
Monrad, tímamörk eru 30 mínútur.
Heiðursbik-
armót TFH
MÁLBJÖRG, félag um stam, heldur
foreldrafund miðvikudaginn 14. nóv-
ember í Hátúni 10, 9. hæð, kl. 20.
Flutt verður stutt erindi um stam
barna. Rætt um vetrarstarfið og
væntingar næsta sumars.
Foreldrafundur
hjá Málbjörg
ÁSTA Valdimarsdóttir kennari og
bókasafnsfræðingur endurtekur
kynningu á hlátursmeðferð indverska
læknisins Madan Kataria, „The Yogic
Concept of Laughter Therapy“ í Nor-
ræna húsinu föstudaginn 16. nóvem-
ber kl. 17, og tekur kynninginmeð æf-
ingunum u.þ.b. eina klst.
Einnig verður farið yfir hlátursæf-
ingar Kataria. Allir geta tekið þátt í
kynningunni.
Spurningum verður svarað. Að-
gangseyrir er kr. 1.000. Hluta af
ágóða verður varið til líknarmála,
segir í fréttatilkynningu.
Hlátursnámskeið
í Norræna húsinu