Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 58

Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 58
DAGBÓK 58 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Laugarnes, Lagarfoss, Vigri, Goðafoss og Arnarfell koma í dag. Thule fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Baldur Árni og Selfoss koma í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 10 púttvöllur opinn. All- ar upplýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–9.45 leik- fimi, kl. 9–12 tréskurð- ur, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist. Eldri borgarar Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ, á Hlaðhömrum á fimmtudögum kl. 17– 19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566-8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 10 sam- verustund, kl.14 fé- lagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Borgarleik- húsið 15. nóv. kl. 20. Miðapantanir sem fyrst í síma 820-8571 eftir há- degi. Rúta frá Kirkju- hvoli kl. 19.15. Stunda- skrá í hópastarfi er auglýst á töflu í kjall- aranum í Kirkjuhvoli og á www.fag.is. Sími 568- 5052. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Leikfimi í Íþróttahús- inu við Strandgötu kl. 11.30 Saumar og brids kl. 13.30. Tréútskurður í Lækjarskóla kl. 13. Á morgun verður píla og myndlist. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Mánu- dagur: Brids kl. 13. Danskennsla Sigvalda fellur niður. Þriðjudag- ur: Þorvaldur Lúðvíks- son hrl. til viðtals kl. 10–12, panta þarf tíma. Skák kl. 13, haustmót skákdeildar FEB. Al- kort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Söng- félag FEB, kóræfing kl. 17. Línudanskennsla Sigvalda fellur niður. Bridsnámskeið kl. 19.30. Silfurlínan er op- in á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16 s. 588-2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14– 16, blöðin og kaffi. Far- ið verður að sjá leikritið „Með vífið í lúkunum“ föstudaginn 16. nóv- ember, miðapantanir fyrir 14. nóv. Hæð- argarði s. 568-3132. Garðabær. Opið hús í Kirkjuhvoli í dag kl 13– 16. Spilað og spjallað. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–17.30 vinnustofur opnar, kl. 9–12 opið hús í Miðbergi, leiktæki og fleira, umsjón Sólveig G. Ólafsdóttir, kl. 13 boccia. Föstudaginn 16. nóvember kl. 16 verður opnuð myndlistarsýning Kristínar Bryndísar Björnsdóttur, Gerðu- bergskórinn syngur undir stjórn Kára Frið- rikssonar. Allir vel- komnir. Upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handa- vinnustofa opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, kl. 9.30 glerlist, kl. 14 fer þriðjudagsganga frá Gjábakka, kl. 14 boccia, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga kl. 9.05, handavinnustofan opin kl. 13–16, leiðbeinandi á staðnum, spænska. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 bænastund. Fótsnyrt- ing, handsnyrting. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskurður og tré- málun, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–17 hárgreiðsla, kl. 13 myndlist. Háteigskirkja eldri borgarar á morgun mið- vikudag fyrirbænastund kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi. kl. 13 spila- mennska. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og körfugerð, kl. 14 félagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í síma 552 6644 á fundartíma. Eineltissamtökin. Fundir á Túngötu 7, á þriðjudögum kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Kvenfélag Kópavogs. Fundur verður fimmtu- daginn 15. nóv kl. 20.30 í Hamraborg 10. Sýning á trévörum frá Fönd- urhorni Evu. Safnaðarfélag Ás- kirkju. Félagsvist verð- ur miðvikudaginn 14. nóv. í safnaðarheimili Ásprestakalls, neðri sal. Kaffi. Allir velkomnir. ITC deildin Harpa heldur deildarfund í sal Flugvirkjafélags Ís- lands í Borgartúni 22, þriðjudaginn 13. nóv. kl. 20–22. Fundurinn er öllum op- inn. Þjálfun í þína þágu. Upplýsingar gefur Lilja í síma 581-3737. Tölvu- póstfang ITC Hörpu er itcharpa@hotmail.com og heimasíðan er http:/ www.life.is/itcharpa Geðhjálp Formaður Geðhjálpar, Sigursteinn Másson, verður með viðtalstíma á þriðjudög- um frá kl. 17–19 á Tún- götu 7. Tímapantanir í síma 570-1700. Allir vel- komnir. Þjóðdansafélag Reykjavíkur, opið hús í kvöld þriðjudaginn 13. nóvember. Gömlu dans- arnir kl. 20.30–23. Allir velkomnir. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Akureyri. Í dag er þriðjudagur 13. nóvember, 317. dagur ársins 2001. Birktíus- messa. Orð dagsins: Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast. (Mark. 11, 24.) Víkverji skrifar... SÍÐASTLIÐINN laugardag fórVíkverji í verslunarleiðangur og þurfti hann meðal annars að kaupa sér blekhylki í litprentara sem hann á. Af fyrri reynslu vissi Víkverji að verð á blekinu er mjög mismunandi eftir verslunum og ákvað hann því að kanna verðið á nokkrum stöðum. Lagði hann fyrst leið sína í tölvu- vöruverslun sem hann hefur oft átt viðskipti við og þar reyndist blek- hylkið kosta um 2.900 krónur. Vík- verja minnti að síðast þegar hann keypti þessa vöru hefði verðið verið talsvert lægra og hann ákvað því að kanna málið í bókaverslun við Laugaveginn þar sem hann vissi að sams konar blekhylki er selt. En þá kom upp vandamál. x x x HVERNIG sem Víkverji reyndigat hann ekki með nokkru móti fundið bílastæði í nágrenni við bókaverslunina. Hann ók í tvígang Laugaveginn fram hjá versluninni, en hvert einasta bílastæði var upp- tekið og sömu sögu var að segja um stæðin í nálægum götum. Á ferða- lagi sínu sá Víkverji tvö dæmi þess að starfsmenn verslana við Lauga- veginn komu út úr vinnustað sínum og settu pening í stöðumæla þar sem þeir höfðu greinilega lagt bílum sínum. Flaug þá sú hugsun að Vík- verja að það háttalag verslunarfólks að nota þessi eftirsóttu bílastæði sjálft væri ekki vel til þess fallið að laða viðskiptavini að verslunum þess. En Víkverji gafst ekki upp og loks fann hann bílastæði við Skóla- vörðustíginn í þokkalegu göngufæri við bókaverslunina sem hann hugð- ist heimsækja. Víkverji átti í vasa sínum pening til að tryggja sér stæðið í fimmtán mínútur og taldi hann það nægilegan tíma til að kanna verðið á blekhylkinu eftir- sótta. Eftir röskan göngutúr komst hann svo að því að í bókaversluninni kostaði blekhylkið rúmlega 4.200 krónur og það fannst Víkverja satt að segja hreinasta okur. Hann yf- irgaf því verslunina og var nokkuð þungt í skapi eftir alla fyrirhöfnina og hugðist halda aftur í tölvuvöru- verslunina og spara sér um 1.300 krónur með því að kaupa blekhylkið þar. Áður en Víkverji hélt að bíl sín- um skaust hann inn í nálægt apótek og keypti þar smáræði sem hann vanhagaði um og arkaði síðan rak- leiðis að bílnum. Þar blasti svo við honum stöðumælavörður sem var í óða önn að skrifa sektarmiða á bíl Víkverja sem varð þá ljóst að hann var orðinn rúmlega einni mínútu of seinn á staðinn. Kom í ljós að þessi töf hafði kostað hann hvorki meira né minna en 1.500 krónur. x x x ÞETTA atvik varð til þess að Vík-verji fór að hugsa um þá gagn- rýni sem fram hefur komið hjá Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa á þá gríðarlegu hækkun sem varð á aukastöðugjöldum í borginni í fyrra, en þá tók gjaldið stökk úr 500 krón- um í 1.500 krónur. Getur Víkverji ekki annað en tekið undir gagnrýni borgarfulltrúans sem m.a. hefur bent á að þetta óheyrilega háa gjald hefur orðið til að fækka viðskipta- vinum í miðbænum og þar með grafa undan því að þar geti verið rekin blómleg verslun í samkeppni við verslunarmiðstöðvar þar sem ekki þarf að greiða fyrir bílastæðin. Ef það er vilji borgaryfirvalda að treysta verslun í miðbænum í sessi hljóta þau að þurfa að taka þessi mál til endurskoðunar. LÁRÉTT: 1 ljós hugsun, 8 stútum, 9 vindurinn, 10 elska, 11 fen, 13 sleifar, 15 guðs- hús, 18 annast, 21 auð, 22 lækna, 23 sálir, 24 vesa- lingar. LÓÐRÉTT: 2 gleður, 3 lofað, 4 skyn- færa, 5 matreiðslumanns, 6 viðlag, 7 vökvar, 12 um- fram, 14 dráttardýr, 15 meltingarfæri, 16 björtu, 17 óhreinkaði, 18 skreið í gegnum, 19 þrábiðja, 20 forar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fóarn, 4 sárin, 7 ósköp, 8 iljar, 9 afl, 11 anna, 13 angi, 14 nafar, 15 grín, 17 frek, 20 bak, 22 unaði, 23 lítur, 24 deiga, 25 kenni. Lóðrétt: 1 flóra, 2 askan, 3 næpa, 4 skil, 5 rýjan, 6 norni, 10 fífla, 12 ann, 13 arf, 15 grund, 16 Írani, 18 ritin, 19 karfi, 20 bisa, 21 klók. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SAMKVÆMT Morgun- blaðinu í dag (þriðjudag) fékk þáttur Davids Lett- ermans „The Late Show“ Emmy-verðlaun sem: Besti skemmti- eða tónlistarþátt- urinn. Hvernig væri nú að íslensku sjónvarpsstöðv- arnar, sem um þessar mundir berjast um hylli áhorfenda, tækju þáttinn til sýningar? Sjónvarpsstöðin Sýn var með þáttinn á dag- skrá í 1 ár en hætti af óskilj- anlegum ástæðum. Gaman væri að heyra hvort t.d. hin nýja Stöð 1 væri með þetta á prjónunum; það var sú stöð sem upphaflega kynnti okkur þennan þátt. Kveðjur, HKÞ. Hvar fást stórir og flottir? MIG langar til að vita hvort einhver hefur hugmynd um hvar maður getur fengið flotta brjóstahaldara í stærð DD eða E. Það virð- ist vera sama hvert maður fer, engin verslun býður uppá flotta brjóstahaldara í þessum stærðum (nema kannski ömmubrjóstahald- ara). Er bara gert ráð fyrir að allar konur í þjóðfélag- inu hafi lítil brjóst? Er ekki gert ráð fyrir því lengur að það eru til konur með stór brjóst? Ein óánægð. Hækkun sem aldrei kom FYRRVERANDI heil- brigðis- og tryggingaráð- herra, Ingibjörg Pálma- dóttir, lofaði einstæðum öryrkjum hækkun á bótum þegar hún starfaði sem ráð- herra. Þessi hækkun er enn ekki komin. Einstæðir ör- yrkjar lifa í fátækt og hafa gert það lengi. Nú þegar jólin nálgast kvíðum við þeim árstíma. Sæmundur Kristjánsson, Álfhólsvegi 43a. Lifandi verur ÉG VAR að lesa pistil eftir Sigríði Eymundsdóttur í Velvakanda um dýravernd. Trúi því nú ekki að fólk sé að fara með kettina sína upp á Hellisheiði til að losna við þá þegar til er heimili (Kattholt) sem tek- ur við kettlingum án endur- gjalds. Vil ég benda fólki á að þetta eru lifandi verur og bið það að íhuga hvernig dýrunum líður sem farið er svona með. Hvernig getur fólk sofið á næturnar sem gerir svona? Björg Jóhannsdóttir. Engu eytt í vegagerð ÉG HEF þá ósk fram að færa að á næsta ári verði engu af fé okkar skattgreið- enda eytt í vegagerð. Hvorki undir, yfir né á jörð- inni. Sú sóun sem átt hefur sér stað í þessum mála- flokki er óafsakanleg, með- an gamalt fólk sem rukkað er um skatta fram á graf- arbakkann er látið veslast upp og deyja aðhlynningar- laust eins og nú er. Sífellt er staglast á orðinu menning; menningarhús, menningar- dagur, menningarborg, menningarár og hver veit hvað. Meðan slíkt ástand er látið viðgangast á spítulum og aðhlynningarstofnunum er lokað vegna peninga- leysis tel ég þetta orð og þá fallegu hugsun sem er á bak við það hafa hlotið al- gert gengisfall. Kornið sem fyllir mælinn er áætlun um milljarðasukk í Siglufjarð- arveg. Hvaðan koma skatt- peningarnir og hvar eru þingmenn Reykjavíkur og nágrennis? Eiga þeir ekk- ert að gæta hagsmuna okk- ar um forgangsröðun fjár- munastreymis úr ríkis- sjóði? Skattgreiðandi. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Lettermann í sjónvarpið ÁGÆTU þingmenn. Mikið hljótið þið og samstarfsmenn ykkar að hafa lítið álit á greind kjósenda ykkar ef þið styðjið frumvarp um að- vörunarmiða á vín- flöskur. Dettur ykkur virkilega í hug að fólk drekki minna ef slíkir miðar eru á flöskunum? Það vita allir vitibornir dýrmætum tíma þess er varið í þvílíkt bull. Búast má við að neytendaverð áfengis muni hækka ef slíkar merkingar verða lögleiddar. Ekki er mér kunnugt um slíkar kröfur í öðrum Evrópulöndum. Júlíus P. Guðjónsson, Starengi 24, Rvík. karlar og konur að áfeng- isneysla er óæskileg fyrir verðandi mæður. Það vita líka allir að óheimilt er að aka bifreið eftir áfeng- isneyslu. Þessa álímdu miða les enginn frekar en aðvörunarmiða á tóbaks- umbúðum. Ekki er að undra að rekstrarkostnaður þings- ins hefur aukist þegar Til þingmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.