Morgunblaðið - 13.11.2001, Síða 62
FÓLK Í FRÉTTUM
62 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir
Sýnd kl. 3.30.
Sýnd kl. 4.
Með íslensku tali
Miðasala opnar kl. 15
Varúð!!
Klikkuð kærasta!
E.P.Ó.
Kvikmyndir.com
Empire
SV Mbl
Kvikmyndir.com
Rás 2
MOULIN
ROUGE!
Hausverkur
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 5.45, 8 og
10.10. B. i. 16.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.
Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni.
DV
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.
Úr smiðju snillingsins Luc Besson (Leon, Taxi 1&2, Fifth Element)
kemur ein svalasta mynd ársins. Zicmu, Tango, Rocket, Spider, Weasel,
Baseball & Sitting Bull eru YAMAKAZI. Þeir klifra upp blokkir og hoppa
milli húsþaka eins og ekkert sé...lögreglunni til mikils ama. Ótrúleg
áhættuatriði og flott tónlist í bland við háspennu-atburðarrás!
Maður finnur nokkur líkindi með
öðrum Bandaríkjamanni, ekki síður
sérstökum, þegar hlustað er á nýj-
ustu afurð Bill Callahan sem notast
einatt við einsmannssveitarnafnið
Smog. Ég er að hugsa um hann Will
Oldham, sem rekur einnig einsmanns
sveit sem kallast Palace (og/eða Pal-
ace brothers, Pal-
ace Music, Palace
songs) en hefur
einnig hljóðritað
undir eigin nafni
svo og sem Bonnie
Prince Billy. Báðir
menn dularfullir og sérvitrir þó þeir
eiginleikar hafi fyrst magnast upp hjá
þeim sem hér er til umfjöllunar á
tveimur síðustu plötum. Listfenginu
svo sannarlega til mikils framdráttar.
Fyrri plötur Smog draga að miklu
leyti dám af því lágfitlsrokki sem ein-
kenndi þá tíma sem þær voru gerðar
á. Á síðustu plötu, Dongs of Sevotion,
sem er hans níunda, tókst Callahan
hins vegar að rista sér afar persónu-
legan hljóm, myrkan og þungbúinn
og á stundum ægifallegan.
Á Rain on Lens er sem Callahan
fari með þetta sjónarhorn enn lengra.
Kannski öllu heldur að hann fari með
það inn í sig, hvar hann veltir sér ein-
manalega upp úr ráðgátum þessa
heims og þess næsta. Rokkið hér er
spunnið varlega, næstum því við-
kvæmnislega. Lögin eru einföld og
mjakast hægt og bítandi áfram og yf-
ir þeim öllum liggur torkennilegur
andi sem er treystur enn frekar með
þjökuðum og þrúgandi textum Call-
ahans. Rain On Lens er frábær lista-
smíð og þegar upp er staðið er líkt og
löng, undarleg andakt sé að baki.
Tónlist
Einræn
snilld
Smog
Rain on Lens
Drag City/Domino
Bill Callahan verður undarlegri og und-
arlegri með hverri plötu ... sem betur fer.
Arnar Eggert Thoroddsen
Lykillög: „Song“, „Keep Some
Steady“, „Rain on lens 2“.
STEFNUMÓTIN halda áfram að
stefna saman lifandi listamönnum
alla þriðjudaga á veitingahúsinu
Gauki á Stöng. Kvöldið í kvöld er
með athyglisverðara móti enda
listamennirnir hver úr sinni áttinni
ef svo mætti að orði komast.
Fyrst ber að nefna hljómsveit-
ina Lace sem áður kallaðist Móa
and the Vinylistics en sveitin sú er
nýbúin að gefa út hljómdisk sam-
nefndan sveitinni. Söngkonan Mó-
eiður Júníusdóttir er í broddi fylk-
ingar en með henni eru þeir Kiddi
bassaleikari, Gulli trommuleikari,
Sindri gítarleikari og Halli hljóm-
borðsleikari.
Einnig kemur Attingeri fram, en
tölvudúettinn sá er skipaður þeim
Halldóri og Magga og hafa þeir
verið að framleiða tónlist í þrjú ár.
Í kvöld mun sjálfur Krummi úr
Mínus aðstoða þá pilta við
trommuleik og Franz, gítarleikari
Ensími, ætlar og að gutla listilega
á gítarinn.
Nú svo ætlar Sjón sjálfur að
troða upp, súrrealisti og Smekk-
leysumaður, sem ætti að vera
flestum að góðu kunnur fyrir
skáldskap sinn og aðra iðju innan
listaheima.
Eins og alltaf hefjast leikar kl.
21 og er miðaverð 500 kr. Aldurs-
takmark er 18 ár.
Stefnumót á Gauknum
Orð og hljómar
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
Sjón kemur fram á Stefnumóti í
kvöld.
HÉR er um að ræða þriðju skíf-
una í Stefnumótaröð Undirtóna. Að
þessu sinni eru það raftónlistar-
mennirnir Prince Valium og Plast-
ik sem leiða saman vélar sínar og
hefur hvor sinn helming plötunnar
til umráða. Eins og á fyrri útgáfum
hafa Undirtóna-
menn náð að
skapa heillegan
hljóm á plötunni
en þar sem um tvo
ólíka listamenn er
að ræða er það
síður en svo sjálfgefið. Hér er það
værðin sem ræður ríkjum. Menn
eru ekkert að rasa um ráð fram og
kafa djúpt í sögu raftónlistarinnar
til að finna rétta tóninn.
Prince Valium setur í gang með
stuttum hljóðbút þar sem hann
notar bjagaðar raddir úr bíómynd-
um sem aðalstefið. Dularfullur og
hvetjandi inngangur með vísun í
bræðurna úr sveimsveitinni Orbi-
tal. Upphafslagið endurspeglast
svo í lagi fjögur þar sem suði og
röddum er blandað saman. Þessi
endurtekning í miðjum klíðum
krefst nokkurs hugrekkis. Sam-
kvæmt einhverjum illa skilgreind-
um stöðlum hefði kannski verið
eðlilegra að setja lag fjögur í lok
syrpunnar til að loka þætti Prince
Valium á diskinum en í þessu til-
felli gengur þetta vel upp. Önnur
lög Prinsins mætti kannski kalla
geimtónlist af gamla skólanum.
Naumhyggjulegt tæknó, teppalagt
með ýmiss konar rafiðnaðarsuði og
fjarlægum ,,synth“-stefum. Jean
Michell Jarré var konungur þess-
arar háloftalegu tónlistarstefnu og
gaf hann út sín bestu verk í byrjun
9. áratugarins þannig á tímakvarða
raftónlistar er verið að seilast
nokkuð langt aftur. Hér er jafnvel
að finna ,,puff“-hljóðið fræga sem
þótti alveg ómissandi (ég tengi það
alltaf við geimför og geimbúninga)
til að fanga dulúð óravíddanna.
Gamaldags Nýjasta tækni og vís-
indi músík þar sem reynt er að
skapa tiltekið andrúmsloft frekar
en að stuða hlustandann. Í heild er
hlutur Prince Valium virkilega
góður og sýnir hversu nauðsynlegt
það er að grúska í verkum frum-
kvöðlanna.
Plastik hefur sína lagasyrpu á
rólegu stefi sem silast áfram í rúm-
lega 8 mínútur. Full einhæft og
átakalaust og líkist á köflum lag-
línu úr tölvuleik. Sömu sögu má
segja um annað lagið sem hefði
kannski sómt sér betur á einhverju
nýaldarhljómverkinu og undir-
strikar nafnið það; „The Alchemist
of Orodruin“. Ekki nógu sterk
byrjun en lögin sem fylgja bæta
fyllilega úr skák; „hey!“ og „Sleep-
ing in My Arms“ eru hið ljúfasta
silikonpopp og bestu lög Plastik.
Lokalögin tvö eru síðan af sama
sauðahúsi og þau fyrstu en í heild
sterkari og áhugaverðari tónsmíð-
ar.
Plastik nær ekki fyllilega að
mynda sér sterka rödd á plötunni.
Á köflum er tónlistin hverful og
værðarleg svo hún minnir á af-
dankaða slökunartónlist en annað
er gott og afslappandi án þess að
gera tilkall til jógastellinga. Hann
nær því oftast að skapa gamaldags
hljóðrými með tónlist sinni og sýn-
ir, eins og Prince Valium, að fram-
úrstefna er ekki alltaf framfarir.
Tónlist
Eldri
tækni og
vísindi
Prince Valium/Plastik
Prince Valium/Plastik
Undirtónar
Prince Valium er Þorsteinn Ólafsson og
semur lög 1–6. Plastik er Aðalsteinn
Guðmundsson og semur hann lög 7–12.
Spilunartími: 68 mínútur. Undirtónar gefa
út undir merkjum Stefnumóta.
Heimir Snorrason
Morgunblaðið/Golli
Aðalsteinn Guðmundsson, sem
stundum notast við listamanns-
nafnið Plastik, á sex lög á þriðja
Stefnumótadiskinum.
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is