Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 63

Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 63 Sýnd kl. 8.  ÓHT. RÚV  HJ MBL Sýnd kl. 6. Ísl. tal.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 10. B. i. 12. SV MBL betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 8 og 10.20.Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6 og 10. MAGNAÐ BÍÓ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.Sýnd kl. 6, 8 og 10. „Stórskemmtileg kómedía“ H.Á.A. Kvikmyndir.com Úr smiðju snillingsins Luc Besson kemur ein svalasta mynd ársins. Zicmu, Tango, Rocket, Spider, Weasel, Baseball & Sitting Bull eru YAMAKAZI. Þeir klifra upp blokkir og hoppa milli húsþaka eins og ekkert sé... lögreglunni til mikils ama. Ótrúleg áhættuatriði og flott tónlist í bland við háspennu-atburðarrás! Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8. Varúð!! Klikkuð kærasta! Sýnd kl. 10. EINN leikstjóri þeirra ágætismynda, sem boðið er uppá á Kvikmyndahátíð í Reykjavík 2001, er dáður og virtur meðal íslenskra sem erlendra bíó- gesta. Þótt hann sé fyrst og fremst þekktur leikari er hann einnig athygl- isverður framleiðandi, handritshöf- undur og leikstjóri en hefur einnig fengist við að semja kvikmyndatón- list. Þessi fjölhæfi listamaður er eng- inn annar en Tim Robbins, afburða fagmaður sem gerir allt af metnaði og alúð sem hann kemur nálægt. Fyrir bragðið hefur honum oft verið líkt við ekki ómerkari mann en Orson Welles, sem líkt og Robbins var jafnfær á flestum sviðum. Robbins fæddist í Kaliforníu 1958. Faðir hans er þjóðlagasöngvarinn Gil Robbins í The Highwaymen (á því ekki langt að sækja tónlistargáfuna), fjölskyldan flutti til Greenwich Vill- age, listamannahverfisins í New York, um miðjan, sjöunda áratuginn. Þar kom Robbins hin ungi fram í fyrsta sinn, söng dúett með föður sín- um, baráttusönginn „Blekið er svart, blaðið er hvítt“. 12 ára gamall gerðist Robbins meðlimur í leikhúsfélags- skap, þar sem hann var þátttakandi næstu sjö árin. Eins var hann virkur í leikhússtarfi á skólaárunum, bæði lék í og leikstýrði skólaleikritum. Eftir tveggja ára háskólanám í New York hélt Robbins aftur á vest- urströndina og settist í UCLA, Kali- forníuháskóla í Los Angeles. Lauk námi með láði árið 1981 og stofnaði leiklistarhóp í anda „avant garde“, með bekkjarfélögum sínum (m.a. John Cusack), sem stóð fyrir upp- færslum verka höfunda á borð við Bertolt Brecht og Alfred Jarry. Við tóku vanabundin reynsluár smáhlutverka í sjónvarpsmyndum og -þáttum. 1984 fékk Robbins að reyna sig á léreftinu, í aukahlutverki í Toy Soldiers og síðar á sama ári í aðal- hlutverki unglingamyndarinnar Frat- ernity Vacation. Aukahlutverkin helltust yfir hann í vinsælum mynd- um á borð við The Sure Thing og Top Gun, að ekki sé minnst á Howard the Duck … Gegnumbrotið var frábær leikur í einu aðalhlutverkanna í Bull Durham, hafnaboltamynd Rons Sheltons (’88). Náði feikivinsældum, Robbins skyggði á stjörnuna, Kevin Costner, sem hafði betur í baráttunni um ástir aðalkvenpersónunnar, sem hin frá- bæra og föngulega Susan Sarandon túlkaði með tilþrifum. Hinn hávaxni og stælti Robbins hló hinsvegar síðast og best, því þau Sarandon hafa verið óaðskiljanleg síðan, eignast börn og buru, hjónabandið þykir einstaklega farsælt, en Sarandon hefur 12 ár um- fram bónda sinn. Robbins hafði í mörgu að snúast á tíunda áratugnum. Lék m.a. í skell- inum Eric the Viking og Jacob’s Lad- der (báðar ’90), sem þóttu mislukk- aðar en hafa margt til síns ágætis. Sú fyrrnefnda er ótrúlega skemmtileg framan af og hin stórlega vanmetin í yfirnáttúrlega geiranum. Því næst lá leiðin í The Player (‘92), háðsádeilu Roberts Altmans á skemmtanaiðnað- inn, sem færði leikaranum verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Sama ár leikstýrði hann, skrifaði, lék titil- hlutverkið og samdi tónlistina við Bob Roberts, háðsádeilu í heimildarmynd- arstíl um söngelskan, hægrisinnaðan frambjóðanda til öldungadeildarinn- ar. Leiðir þeirra Altmans lágu aftur saman við gerð Short Cuts (’93), þar sem Robbins fór fremstur í stórum og forvitnilegum leikarahópi. Á næsta ári fór Robbins með aðalhlutverk í hvorki fleiri né færri en fjórum mynd- um, þar af þrem mislukkuðum; Pret- a-Porter (e. Altman), gamanmyndinni I.Q. og The Hudsucker Proxy Coen- bræðra. Rúsínan í pylsuendanum var frábær kvikmyndagerð Franks Dara- bonts á stuttsögunni The Shawshank Redemption eftir Stephen King. Sú mynd sem hefur fært Robbins mest- an hróður er dramað Dead Man Walking (’95), sem færði honum Ósk- arstilnefningu fyrir leikstjórn, Sean Penn fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla, en Sarandon vann þau fyrir bestan leik í aðalhlutverki kvenna. Árekstrar Eftir þriggja ára hlé frá kvik- myndaleik fór Robbins með aðalhlut- verkið á móti Martin Lawrence í Nothing to Lose (’97), auðgleymdri gamanmynd, þeir Lawrence áttu þó góð augnablik saman. 1999 lauk Robbins við The Cradle Will Rock, sem verið er að sýna á kvikmyndahá- tíðinni. Bregður sér í hlutverk leik- stjóra, handritshöfundar og framleið- anda, en myndin, sem hlotið hefur góða dóma, er byggð á leikriti sem enginn annar en Orson Welles svið- setti fyrstur manna fyrir 60 árum. Fjallar um árekstra lista og stjórn- mála í gerjuninni í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum. The Cradle Will Rock vakti talsverða athygli í Cannes ’99, en sama ár lék Robbins óvenju- legt hlutverk í Arlington Road. Vinstri sinnaðan hryðjuverkamann sem siglir undir fölsku flaggi. Gríð- arlega vanmetin mynd, þar sem Robbins fer á kostum, ásamt Jeff Bridges og Joan Cusack. Á síðasta ári fengum við tækifæri til að sjá Robbins í öðruvísi hlutverki í gæðamyndinni High Fidelity, en um þessar mundir er hann að leika í end- urgerð Charade, sem þau Cary Grant og Audrey Hepurn léku í á sínum tíma. Jonathan (Silence of the Lambs) Demme stjórnar nýju útgáf- unni, sem ber nafnið The Truth About Charlie, og verður frumsýnd 2002. Robbins og Morgan Freeman sýna sannkall- aðan stórleik í The Shawshank Redemption. TIM ROBBINS www.lordoftherings.net Sýnd kl. 6 og 8. „Stórskemmtileg kómedía“ H.Á.A. Kvikmyndir.com MYNDIN SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM STÓRKOSTLEG BARDAGA OG ÁHÆTTUATRIÐI JUSTIN CHAMBERS TIM ROTH MENA SUVARI Sýnd kl. 5.40 og 10.15. Ath ótextuð Opnunarmynd Myndin hefur hlotið lof áhorfenda og gagnrýnenda víða um heim. Myndin hlaut hið virta Gullna Ljón á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum nú í ár. Sýnd kl. 8 og 10.15. Ath textuð Besta leikkona í aukahlutverki Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. THE SHAWSHANK REDEMPTION (1994) Ein langbesta fangelsismynd sögunnar. Segir frá skotheldri gildru sem bráðsnjall, saklaus dæmdur banka- maður (Robbins), setur upp til að ná sér niðri á svívirðilegum fangelsisstjóra (Bob Gunton) og tryggja sjálfum sér farsælt líf og flótta úr múrnum. Óvenju pottþétt og útsmogin flétta um snilli og þrautseigju (myndin gerist á nokkrum áratug- um) og makleg málagjöld. Í söguna spinnast mannlegir þætt- ir, einkum hrífandi saga af vináttu bankamannsins og lang- dvalarfanga, (Morgan Freeman), og ýmsum skondnum persónum bregður fyrir. Afburða vel leikin, frábærlega vel skrifuð og leikstýrð af nýliðanum Frank Darabont. Robbins og Freeman eru, mann langar að fullyrða, í hlutverkum ævi sinna. Unun á að horfa. William Sadler, Clancy Brown, James Whitmore og Gunton, eru allir ómissandi liðir í keðjunni. DEAD MAN WALKING (1995 ) Sannsöguleg, magnþrungin mynd um nunnu sem reynir að lina dóm í máli forherts sakamanns, síðan að fá hann til að iðrast fyrir aftökuna. Vekur áhorfandann til um- hugsunar um gildi dauðarefsingar í nútímaþjóðfélagi – án þess að vera hlutdræg. Meistaralegur leikur Susan Sarandon og Sean Penn, sem sannar hversu stórfenglegur leikari hann er. Leikstjórn Tims Robbins í sama gæðaflokki. Ein áhrifa- ríkasta mynd síðari ára. Meistaraverk. SHORT CUTS (1993) ½ Besta, síðari tíma verk Roberts Altman, fjallar um eina tvo tugi firrtra, Los Angelesbúa, í níu, mismunandi sög- um sem tengjast á einhvern hátt gegnum persónurnar. At- hygliverð mynd sem setti mark sitt á kvikmyndagerð 10 ára- tugarins, tilraunir í þessa átt voru jafnvel gerðar hérlendis. Altman dregur upp forvitnilega innsýn í bandarískt þjóðlíf í hnotskurn. Persónurnar túlka þverskurð í mannlífsflórunni, upp fyrir haus í sæinum hversdagslegu vandamálum. Hand- ritið bæði gagnrýnið og fyndið og leikhópurinn magnaður. Hann telur m.a. Frances McDormand, Jack Lemmon, Lily Tomlin, Jennifer Jason Leigh, Robert Downey, Jr. og Made- leine Stowe. Enginn betri en óvenjuvígalegur Robbins sem illskeyttur og ómerkilegur, leðurgallaður, hjálmi prýddur umferðarlögregluþjónn. Tim Robbins ásamt spúsu sinni, Susan Sarandon. i i i i, . Sean Penn og Susan Sarandon í Dead Man Walking. Robbins þótti fara á kostum í handritsgerð og leikstjórn. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.