Morgunblaðið - 13.11.2001, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
TRÚNAÐARRÁÐ flugumferðar-
stjóra ákvað í gærkvöldi að aflýsa
verkföllum sem áttu að koma til
framkvæmda 16.–30. nóvember.
Ákvörðun um þetta var tekin eftir
að forystumenn flugumferðarstjóra
höfðu fengið þau skilaboð frá rík-
isstjórninni að verkfall yrði stöðvað
með lögum ef þeir aflýstu ekki
verkfalli. Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra sagðist sannfærður um að
stjórn flugumferðar á íslenska flug-
stjórnarsvæðinu hefði flust úr landi
ef til verkfalls hefði komið. Verkfall
hefði ekki verið liðið og lagafrum-
varp hefði komið fram í dag ef því
hefði ekki verið aflýst.
Davíð boðaði forystu Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra til fund-
ar í gær en auk hans sátu fundinn
samgönguráðherra, fjármálaráð-
herra og landbúnaðarráðherra.
„Við skýrðum frá því sjónarmiði
ríkisstjórnarinnar að verkfall flug-
umferðarstjóra væri algjörlega úr
takti við allt sem væri að gerast í
heiminum og það væri okkar skoð-
un að þeim bæri að aflýsa verkfall-
inu. Það væri ekki hægt að lama
flugflota okkar eins og aðstæðurnar
væru og ekki hægt að senda þau
skilaboð til umheimsins frá Íslandi
að hér vildu menn gera flug á þessu
svæði enn erfiðara. Við sögðum að
ef flugumferðarstjórum væri algjör-
lega hulið við hvaða aðstæður flug í
veröldinni byggi í dag hlyti Alþingi
að grípa í taumana að undirlagi rík-
isstjórnarinnar,“ sagði Davíð.
„Ég hef á tilfinningunni að flug-
umferðarstjórar geri sér ekki grein
fyrir hversu erfitt getur verið að
halda þeirri flugþjónustu sem við
veitum og hefur gefið okkur miklar
og góðar tekjur. Þeir virðast ekki
hafa trúað því fram að þessu að
þjónustunni verður ekki haldið hér
á landi þegar sífelldar verkfallshót-
anir eru hafðar í frammi. Eins og
tæknin er orðin er hægt að stýra
flugumferð á íslenska flugstjórnar-
svæðinu hvar sem er í heiminum.
Það væri þess vegna hægt að gera
það frá Ástralíu.“
Davíð sagði að ef þetta verkfall
hefði skollið á léki enginn vafi á því
að þessi þjónusta hefði farið frá Ís-
landi með öllum þeim afleiðingum
sem það hefði í för með sér.
Ætluðu að afnema
verkfallsrétt
Í yfirlýsingu frá Félagi íslenskra
flugumferðarstjóra í gær segir að á
fundi með ráðherrum úr ríkis-
stjórninni hafi komið fram ósk rík-
isstjórnarinnar um að flugumferð-
arstjórar aflýstu boðuðum
verkföllum „ella myndi ríkisstjórnin
beita sér fyrir lagasetningu til að
afnema verkfallsrétt þeirra varan-
lega.
Félag íslenskra flugumferðar-
stjóra harmar að stjórnvöld skuli
vilja beita meirihluta sínum á Al-
þingi til að afnema virkan samn-
ingsrétt stéttarfélags í stað þess að
ljúka kjaradeilunni við samninga-
borðið.
Flugumferðarstjórar vilja ekki
gefa stjórnvöldum færi á að afnema
grundvallarréttindi með valdi og
velja því þann kost að aflýsa boð-
uðum verkföllum“, segir í yfirlýs-
ingu flugumferðarstjóra.
Sættum okkur ekki
við verkföll
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra sagði í gærkvöldi að hann
fagnaði þessari niðurstöðu. Hún
væri fengin í ljósi aðstæðna í flug-
heiminum og kvaðst hann vona að
hún skapaði svigrúm fyrir farsæla
lausn í kjaradeilunni.
„Við teljum að það sé ekki nokk-
ur möguleiki fyrir okkur að sætta
okkur við verkföll. Við þurfum að
sinna skyldum okkar gagnvart
samningi við Alþjóðaflugmálastofn-
unina um flugþjónustuna. Staðan í
fluginu í dag er almennt með þeim
hætti að það gefur ekki mikið svig-
rúm. Við höfðum ekki meiri tíma til
að taka þessar ákvarðanir, hvorki
stjórnvöld né flugumferðarstjórar,
því að flugfélögin þurfa fyrirvara á
því að fella niður flug,“ sagði Sturla.
Flugumferðarstjórar
aflýstu verkfallinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugumferðarstjórar komu saman í gærkvöldi til að ræða viðbrögð við
fundi þeirra með forystumönnum ríkisstjórnarinnar.
Verkfall ekki
liðið við þessar
aðstæður segir
forsætisráðherra
ar á Ísafirði. Hafsteinn segist hafa
gert ráðstafanir strax sama dag og
sent nýjar flaugar um borð í Ægi og
látið kanna ástand flauganna í öðrum
varðskipum.
Að sögn Hafsteins hefði ekki þurft
stærra skip með meiri togkraft en
Ægi til að draga Örfirisey til hafnar.
Hins vegar geti það komið fyrir að
varðskipin séu ekki nægilega öflug til
að draga stærri fraktskip og togara.
„Það hefði ekki átt að vera vandamál
með þetta skip, Ægir hefði átt að ráða
við það. En vegna ennþá stærri skipa
erum við ekki eins vel í stakk búnir og
við vildum vera. Það verður líka að
hafa í huga, eins og við höfum oft bent
á, að fyrir um þrjátíu árum voru
stærstu fragtskipin 3.300 tonn en í
dag eru þau 20.000 tonn. Stærstu
fiskiskipin hafa þrefaldast að stærð
og þetta þarf allt að hafa í huga,“ seg-
ir Hafsteinn.
SKOTFLAUGAR sem notaðar eru
til að koma línu á milli skipa brugðust
ítrekað þegar varðskipið Ægir freist-
aði þess að koma taug yfir í togarann
Örfirisey á laugardag, þegar skipið
hraktist stjórnlaust upp að Grænu-
hlíð í mynni Jökulfjarða. Að sögn
Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra
Landhelgisgæslunnar, kemur þetta
mjög á óvart og segir hann að rann-
sakað verði ítarlega hvernig hver
skotflaugin af annarri brást við björg-
unaraðgerðirnar, enda sé um mjög al-
varlegt mál að ræða.
Hafsteinn sagði að flaugarnar
hefðu ýmist splundrast eða flækt lín-
una auk þess sem ein flaugin geigaði í
erfiðum aðstæðum. Loks þegar tókst
að koma taug á milli skipanna misstu
skipverjar um borð í Örfirisey línuna
úr spilinu vegna veðurofsans, að sögn
Símons Jónssonar, skipstjóra Örfir-
iseyjar. Það voru síðan skipverjar á
Snorra Sturlusyni sem tókst að koma
taug yfir í Örfirisey og draga til hafn-
Skotflaugar í Ægi brugðust ítrekað
við björgun Örfiriseyjar
Flaugarnar
sprungu eða
flæktu línuna
Björgunarbúningar/6
UNGUM stjórnanda 25 tonna
hjólaskóflu tókst að bjarga sér
með því að stökkva út úr vinnu-
vélinni augnabliki áður en hún
steyptist niður þverhnípi og end-
aði niðri í fjöru um 120 metrum
neðar. Atvikið átti sér stað á veg-
inum í Kambanesskriðum, á milli
Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur,
um kl. 11 í gærmorgun. Lög-
reglan á Fáskrúðsfirði sagði í
gær að á flóði sæist eingöngu í
topp vélarinnar niðri í fjörunni
en hún væri annars í kafi og erf-
itt yrði að ná henni upp.
Stjórnandi vélarinnar, Þor-
steinn Ragnar Leifsson, tvítugur
starfsmaður Arnarfells, var að
störfum við framkvæmdir á veg-
inum ásamt starfsfélögum sínum
þegar óhappið varð og hvílist nú
samkvæmt læknisráði á Breið-
dalsvík en þurfti ekki að fara á
slysadeild.
Þorsteinn var að moka upp
kant á veginum og ætlaði að
keyra frá kantinum, þegar drapst
á vélinni með þeim afleiðingum
að hún fór að renna stjórnlaust
niður um 40 metra langa brekku
neðan við veginn. „Ég reyndi eins
og ég gat að koma vélinni í gang
aftur en það gekk ekki svo á síð-
ustu stundu stökk ég út og lenti í
grjótskriðu. Ég rúllaði örlítið nið-
ur og hlífði höfðinu með hönd-
unum,“ sagði hann. Þá var vélin
aðeins nokkrum metrum frá
brekkubrúninni og fór fram af
augnabliki síðar.
Þessu fylgir mikil
geðshræring
„Það er varla hægt að lýsa því
hvernig er að lenda í svona lög-
uðu. Þessu fylgir mikil geðshrær-
ing og maður er guðs lifandi feg-
inn að hafa sloppið.“ Þorsteinn
hlaut mar á mjöðm eftir harða
lendinguna en annars er ástand
hans gott.
„Ég bjóst við að slasast meira
en það má segja að það sjái nán-
ast ekkert á mér og það þykir
mörgum ótrúlegt.“
„Hlífði
höfðinu
með hönd-
unum“
Mynd/Hjalti Stefánsson
FJÓRÐA haustið í röð hefur haförn
sést austan við Vík í Mýrdal. Ekki
er ljóst hvort þetta er sami fuglinn
en að minnsta kosti kemur hann á
sömu staðina ár eftir ár.
Fuglinn er með ljósar fjaðrir í
stélinu sem hann hefur ekki haft í
fyrri heimsóknum. Í góða veðrinu á
sunnudag virtist hann vera að
reyna að veiða fisk í Kerlingardals-
ánni en fékk ekki frið fyrir tveimur
heimaríkum hröfnum sem réðust á
hann hvað eftir annað þangað til
hann flúði.
Töluvert hefur verið um alls kon-
ar óvenjulega fugla á þessum slóð-
um í haust, t.d. hefur hegri sótt
mikið í fiskitjarnir sem eru við
bæina austan við Vík í Mýrdal.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Örninn er
mættur í
Mýrdalinn
Handtekin eftir
ölvunarakstur
MJÖG ölvuð kona, sem var
ökumaður jeppa, var handtekin
á Reykjanesbraut síðdegis í
gær eftir að hafa ekið á bifreið
með þeim afleiðingum að tvö
börn og einn fullorðinn meidd-
ust og urðu að leita sér að-
hlynningar á slysadeild.
Þá hafði ökumaður jeppans
þegar skemmt þrjár kyrrstæð-
ar bifreiðir í Mjódd með ölvun-
arakstri sínum. Konan ók af
vettvangi út Álfabakka að
Reykjanesbraut þar sem hún
endaði för sína með því að aka
aftan á fjórðu bifreiðina sem
fólkið var í. Hún var kyrr á
vettvangi uns lögreglan kom og
færði hana á lögreglustöð.