Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MAÐUR að nafni Árni Benedikts-
son er fyrirmynd aðalsögupersónu
nýrrar skáldsögu Ólafs Jóhanns
Ólafssonar, Höll minninganna.
Kristján Benediktsson, eins og
Ólafur Jóhann nefnir sögupersónu
sína, vel stæður stórkaupmaður í
höfuðstaðnum, yfirgefur eig-
inkonu sína og fjögur börn fyr-
irvaralaust snemma á síðustu öld
og heyra þau aldrei frá honum
síðan. Hann sigldi til Bandaríkj-
anna og starfaði þar lengst af sem
einkaþjónn fjölmiðlakóngsins
Williams Randolphs Hearst.
Árni Tómas Ragnarsson, læknir
í Reykjavík, er sonarsonur Árna
Benediktssonar. „Saga afa míns
og ömmu, Árna Benediktssonar,
sem fæddur var 1887, og Krist-
rúnar Hallgrímsson [hún var dótt-
ir Tómasar Hallgrímssonar lækn-
is], sem fæddist 1878, hefur
auðvitað verið mikið rædd innan
fjölskyldu minnar. Óvænt brott-
hvarf afa árið 1920 var óskilj-
anlegt, en það var þó ekki for-
dæmt innan fjölskyldunnar vegna
þess að amma fyrirgaf það og
bannaði að illa væri um afa talað,“
segir Árni Tómas í samtali við
Morgunblaðið.
Kristján Tómas Ragnarsson,
læknir í New York og bróðir Árna
Tómasar, er góður vinur Ólafs Jó-
hanns, og sagði honum lauslega
sögu afa síns og ömmu, þeirra
Árna og Kristrúnar, fyrir fáeinum
árum. „Hann vísaði Ólafi síðan á
mig til að fá nánari upplýsingar
og síðan fóru hjólin að snúast.
Ansi margar af lausum stundum
mínum undanfarin tvö ár hafa far-
ið í að grúska í þessari sögu, sem
var og er enn uppfull af ráð-
gátum,“ segir Árni Tómas.
„Mestan heiðurinn af því hvern-
ig til tókst að safna þessum upp-
lýsingum saman á þó móðir mín,
Vigdís Schram, sem árum saman
hefur verið óþreytandi við að skrá
niður minningar úr lífi fjölskyld-
unnar. Ég hef síðan jafnóðum sent
Ólafi Jóhanni allt sem ég hef fund-
ið um afa og ömmu og hefur hann
moðað úr þeim upplýsingum og
notað sumt við gerð skáldsög-
unnar, en að miklu leyti skáldað
inn nýtt og öðruvísi. Þetta er lík-
lega ekki ósvipað og gerðist þegar
Halldór Laxness skrifaði Heims-
ljósið eða Íslandsklukkuna eða
þegar Richard Wagner samdi
texta Niflungahringsins upp úr
Eddunum og Völsungasögu.“
Árni Tómas kveðst geysilega
ánægður með hina nýju bók Ólafs
Jóhanns. „Höll minninganna er
yndisleg bók, þar sem höfund-
urinn fer nærfærnum höndum um
persónur verksins og fjallar um
örlög þeirra af næmum skilningi.
Þótt sagan byggist
að talsverðu leyti á
lífi afa og ömmu er
hún þó algerlega
sjálfstætt og að mínu
mati mjög fagurt
skáldverk. Ég er
mjög sáttur við bók-
ina og efnistök höf-
undar, – raunar
miklu meira en sátt-
ur.
Ólafur Jóhann er
meistari skáldsög-
unnar á þann hátt að
hann kann að takast
á við breyskleika
fólks og setja fram
sögu þess á skáldleg-
an og ljóðrænan hátt
– án þess að setja sig
í stól dómara eða prédikara. Hann
eftirlætur lesandanum að geta í
eyðurnar og leggja sitt sjálfstæða
mat á persónur og atburði.“
Árni Tómas segir það vitaskuld
mjög viðkvæmt mál að leggja svo
stórbrotna og sársaukafulla sögu
afa síns og ömmu í hendur ann-
arra. „Ólafur Jóhann er hins veg-
ar góður maður og hefur með
bókinni sýnt að honum var full-
komlega treystandi fyrir þessu
verkefni. Fyrir utan það hve hann
fer nærfærnum höndum um líf og
persónur ömmu og afa gleður það
mig mjög að sjá hvað hann er ger-
samlega laus við þá yfirborðs-
mennsku, sem einkennir svo
margt á okkar tímum. Hann kafar
undir yfirborð hlutanna, en ekki
til þess að þefa uppi sora heldur
til að reyna að skilja mannfólkið
svolítið betur. Þetta er þeim mun
merkilegra fyrir þær sakir að
Ólafur á heima í New York, sem
að mörgu leyti hefur verið tákn-
gervingur hraða og yfirborðs-
mennsku nútímans – og vinnur
þar að auki í fjármálaheiminum.
Til að þetta dæmi gangi upp þarf
einstakan mann. Það er einmitt
það sem Ólafur er,“ segir Árni
Tómas Ragnarsson.
Barnabarn fyrirmyndar aðalsögupersónunnar í Höll minninganna
Amma bannaði að illa
væri talað um afa
Stýrimannastígur 10 þar sem Kristrún Hallgrímsson (Tómasdóttir) og Árni Benediktsson bjuggu.
Kristrún Hallgríms-
son, eiginkona Árna
Benediktssonar sem
yfirgaf fjölskylduna.
Árni Benediktsson,
fyrirmyndin að
Kristjáni Benedikts-
syni í bók Ólafs.
HANNES Hlífar Stefánsson fer yfir
2.600 Elo-stig í fyrsta sinn um ára-
mótin, en hann náði þriðja besta ár-
angri á fyrsta borði á Evrópumóti
skáklandsliða sem lauk á Spáni í
fyrradag.
Hannes Hlífar segist hafa staðið sig
nokkuð vel að undanförnu og árang-
urinn á Spáni hafi verið eðlilegt fram-
hald af árangrinum á minningarmóti
um Jóhann Þóri Jónsson sem fram
fór fyrir skömmu. Hann hafi mætt
mjög erfiðum andstæðingum á Spáni
og erfitt sé að taka eina skák út en
mótið hafi verið erfitt, ekki síst vegna
þess að sveitin hafi ekki haft neinn
varamann.
Jóhann Hjartarson er með 2.630
Elo-stig og segir Hannes Hlífar að
markmiðið hjá sér hafi verið að kom-
ast yfir 2.600 stig. Hann hefur hækk-
að sig á undanförnum þremur mótum
og segist vera í kringum 90. sætið á
heimslistanum en næsta markmið sé
að komast í hóp 50 stigahæstu skák-
manna heims. Evrópumót einstak-
linga verður um jól og áramót í Hol-
landi og segir Hannes Hlífar líklegt
að hann verði þar á meðal keppenda
en síðan er stefnt að einvígi við Nigel
Short í janúar.
Stelpurnar ánægðar
Harpa Ingólfsdóttir var hársbreidd
frá því að ná alþjóðlegum áfanga
kvenna. „Þetta var mjög gaman og
árangurinn mun betri en allir áttu von
á,“ segir hún.
Harpa hefur tekið þátt í nokkrum
skákmótum erlendis en segir að þetta
hafi verið það erfiðasta til þessa. Þær
hafi vitað að hverju þær gengu og það
hafi hjálpað auk þess sem Bragi
Kristjánsson, liðsstjóri og fararstjóri,
hafi stappað í þær stálinu og búið þær
undir allar skákir. Aldís Rún Lárus-
dóttir tekur í sama streng. „Ég er
mjög ánægð,“ segir hún og bætir við
að fáir hafi haft trú á þeim, en fyrir
vikið sé árangurinn enn betri.
Hannes Hlífar yfir 2.600
Elo-stig í fyrsta sinn
Hannes Hlífar
Stefánsson
Harpa
Ingólfsdóttir
FJÁRLAGANEFND Alþingis
stefnir að því að fjárlög verði
ekki afgreidd með minni af-
gangi en þremur og hálfum
milljarði króna á rekstrar-
grunni, eins og að er stefnt í
fjárlagafrumvarpinu, þó svo
tekjuhlið frumvarpsins gangi
ekki eftir eins og reiknað var
með.
Einar Oddur Kristjánsson,
varaformaður fjárlaganefndar,
sagði að stefnt væri að því að
afgreiðsla fjárlaga færi fram
eins og gert væri ráð fyrir í
dagskrá Alþingis og þriðja
umræða um frumvarpið færi
fram 6. desember næstkom-
andi. Í fjárlagafrumvarpinu
væri gert ráð fyrir þriggja og
hálfs milljarðs króna afgangi á
rekstrargrunni og stefnt væri
að því í vinnu nefndarinnar að
afgangurinn yrði ekki minni
en það.
Óvissa um tekjuhlið
Einar Oddur bætti því við
að tekjuhlið fjárlaganna væri
alltaf endurmetin fyrir þriðju
umræðu og nokkur óvissa
væri ávallt um hana. „Ef það
kemur í ljós að þarna verður
um einhvern tekjusamdrátt að
ræða þá mun verða gripið til
ráðstafana á móti á gjaldahlið-
inni.
Það er vilji nefndarinnar og
ætlan að leggja fram frum-
varpið með ekki minni tekju-
afgangi en gengið var út frá í
upphafi eða 3,5 milljörðum,“
sagði Einar Oddur.
Vill auka tekjuafgang
fjárlaganna
Aðspurður hvort eitthvað
væri til í því að stefnt væri að
meiri tekjuafgangi á fjárlögum
en í frumvarpinu í ljósi efna-
hagsástandsins, sagði Einar
Oddur að hann hefði haldið því
fram við fyrstu umræðu fjár-
laga að það væri mjög æski-
legt að auka þennan afgang og
hann væri þeirrar skoðunar
áfram, en hann gæti ekki tjáð
sig um það frekar.
Varaformaður
fjárlaganefndar
um vinnuna við
fjárlagafrumvarpið
Ekki
minni
afgangur
en gengið
var út frá