Morgunblaðið - 17.11.2001, Side 44

Morgunblaðið - 17.11.2001, Side 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Við Krösos auðga sagði Sólon, er sá hann allt hans veldi: Auður manns er eins og ryk við endi lífsins. – Því miður veit umsjónar- maður ekki um höfund þess- arar vísu. Líklega er hún gam- alt skólasveina gaman. Vísuna mætti lesa: Við Krösos auðga sagði Sólon/er sá hann allt hans veldi, kólon. Auður (sum- ir segja ævi) manns er eins og ryk/við endi lífsins, punktur, strik. Ísleifur Gíslason á Sauðár- króki mun hafa verið mest les- merkjaskáld hér á landi: Ferskeytla ef rétt er lesið – – Þóroddur þjónaði ... Tomma „Guðmundur og Gudda; Kannski á að lesa þetta: Þankastrika Þóroddur/þjón- aði Punkta-Tomma/Gæsa- lappa-Guðmundur og Gudda semíkomma. Og enn kvað hann: Þórður sat á – – þægilega, sló með , og : sig um. Karlinn hafði (-). Þetta mætti ef til vill lesa: Þórður sat á þankastrikum þægilega/sló með kommu og kólon sig um/Karlinn hafði strik í svigum. Og enn: Tómas barði á : : tældur svikum. Síðan henti ’ann [] í haus á strikum. Þetta mætti e.t.v. lesa svo: Tómas barði á tvípunktum/ tældur svikum/síðan henti ’ann hornklofum í haus á strikum.  Þanki er gamalt tökuorð (16. öld) talið komið til okkar úr dönsku danke, en þ sett fyrir d. Í dönsku var þetta komið úr þýsku (ge)danke. Strik er sama og lína og á sér fjölda frændyrða í skyld- um málum, t.d. striks á got- nesku. Punktur hefur ýmsar merkingar, til dæmis greinar- merki sem biður um hljóð- hvíld. Orðið á rætur að rekja til latínu (punktus, punktum) af sögninni pungere sem merkir að stinga eða höggva. Við segjum stundum punktur og basta. Basta er tökuorð úr ítölsku (19. öld) og merkir nóg komið, stopp. Komma og kólon eru komin úr grísku og þaðan í latínu. Í grísku merkir komma eigin- lega högg eða afhöggvinn bút- ur, sbr. sögnina koptein = höggva af, slá. Kólon er svo til eins í grísku og latínu. Það er aðgreiningarmerki, en fer ekki fram á eins mikla hvíld og punktur. Komma var fyrr meir oft kölluð broddur eða högg, og punktur depill. Semí- komma var þá auðvitað dep- ilhögg.  Maður var nefndur Magnús Jónsson (1828–1901). Hann var faðir Jóns forsætisráð- herra og Sigurðar yfirlæknis. Hann var prestur, síðast í Laufási. Mjög fjölhæfur, vel hagmæltur og annálaður læknir. Með góðri hjálp Orðabókar Háskólans og Amtsbókasafns- ins á Akureyri hafði ég upp á lítilli bók eftir hann sem ég hafði hvorki heyrt né séð áður: Stuttur leiðarvísir fyrir al- þýðu til þess að skrifa ís- lenzku rjett og greinilega. Prentuð í Reykjavík 1856. Skemmst er af því að segja, að þetta er skemmtileg bók og prýðilega skrifuð. Nú skal taka dæmi af nafngiftum hans: fyrir kommu skrifar hann högg, fyrir tvípunkt depil- högg, punktur heitir depill, upphrópunarmerki köllunar- merki, svigar heita innilokun- armerki eða sveigar. Og svo segir hann: „tilgreiningar- merki eða gæsarlappir (sign- um citati onis) er sett báðu megin við orð eða setningar, sem eru tilfærð orðrjett ...“ Ég er ekki frá því að þessi bók hafi gleymst ómaklega. Þarna er til dæmis elsta dæmi um gæsa(r)lappir í ritmáls- safni Orðabókar Háskólans.  Haraldur Blöndal sendi mér lesmál, og í því er meðal ann- ars þetta: „Bárður vinur okkar Hall- dórsson heyrði í morgun, föstudag, í ríkisútvarpinu, að þáttagerðarmaður (Í þættin- um söguslóð) talaði um ill- bleika úlfa með strengdan kvið, og var vel kveðið að. Þá sagði mér ágætur kunningi minn, að sonur hans 10 ára gamall fékk það verkefni heim frá kennaranum að yrkja ljóð. Foreldrar hans vildu fá nánar um þetta, og dró þá drengur- inn upp blað. Á því stóðu þau fyrirmæli að ljóðið ætti að vera um „kýrina“. Þá var ort af ókunnum höfundi: (Vísan er til í tveimur gerð- um og birtist hér sú sem okk- ur þótti skárri:) Ef ég hefði eitthvað næði (vitanlega má ekki segja eitt- hvert!) ég öslaði niðrí mýrina og þar mundi yrkja kvæði um ærina, hestið og kýrina. Mér skilst, að maður hafi verið að lýsa hughrifum sínum og sagt: Maður nagar sig í handarkrikann út af þessu!“ Kærar þakkir frá umsjónar- manni. Um ilbleikur og „ill- bleikur“ síðar. Ath. vel: Af vangá umsjón- armanns var vísa eftir Jón Helgason prentuð sem óbund- ið mál. Beðist er velvirðingar á þessu. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.136. þáttur NÚ NÁLGAST sá tími ársins þegar heimilin í landinu fá sendan lítinn söfnun- arbauk og gíróseðil frá Hjálparstarfi kirkjunnar með hóg- værri hvatningu um að leggja hjálpar- starfinu lið með fram- lagi. Jólasöfnunin er mikilvægur þáttur í hjálparstarfinu allt árið. Ákveðið hefur verið að eyða ekki peningum í dýrar auglýsingar til að vekja athygli á jóla- söfnuninni, heldur að treysta fremur á þá hefð sem fjöl- margir hafa skapað sér, að líta á það sem hluta af jólaundirbúningi sínum, að leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið með því að greiða gíróseðilinn eða safna í baukinn. Aðstoð heima og erlendis Hjálparstarf kirkjunnar hefur unnið gríðarlega gott starf víða um lönd bæði með margvíslegri aðstoð til sjálfshjálpar ekki síður en neyð- araðstoð þegar hungursneyð og hörmungar hafa steðjað að. Meðal árangursríkra verkefna Hjálpar- starfsins má t.d. nefna það starf sem unnið er á Indlandi meðal þeirra lægst settu og fátækustu, þar sem fjöldi barna hefur verð leystur úr þrælavinnu og þeim gef- inn kostur á að sækja skóla. En Hjálpastarf kirkjunnar veitir líka neyðaraðstoð hér innanlands og umsóknum um slíka aðstoð fjölgar. Einhverjir kynnu að spyrja hverjir séu þurfandi hér á landi? Búum við ekki í velferð- arþjóðfélagi? Vissulega hafa flestir nóg til hnífs og skeiðar á okkar góða landi, en alls ekki allir. Hvað veldur? Innanlandsaðstoð efld Skv. upplýsingum úr starfs- skýrslu Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir árið 2000–2001 kemur í ljós að á síðasta starfsári barst 1.641 umsókn til hjálparstarfsins um að- stoð frá einstaklingum og fjöl- skyldum sem beinlínis áttu ekki fyrir næstu máltíð. Þegar nánar er litið á ástæður fyrir neyðinni kem- ur í ljós að 62% umsókna innan- lands koma frá öryrkjum, 14% frá láglaunafólki og afgangurinn frá öldruðum, sjúkum og atvinnulaus- um. Flestir umsækjenda leita að- stoðar vegna þess að endar ná ekki saman, og það hvenær sem er árs, ekki bara í des- ember. Í ljósi þess ætlar Hjálparstarf kirkjunnar að jafna aðstoð sína yfir árið, meira en hefur verið gert. Verður matar- gjöfum því úthlutað nú í desember með sama hætti og aðra mánuði ársins. Einnig er ætlunin að ráða fé- lagsfræðing í fullt starf til að leita heild- stæðra lausna á vanda skjólstæðinga þar sem þess er nokkur kostur. Framlög með greiðslukorti Til þess að Hjálparstarf kirkj- unnar geti veitt þessa neyðarað- stoð sem og sinnt þróunarverk- efnum er mikilvægt að framlög gefenda berist reglubundið allt ár- ið. Margir velunnarar Hjálpar- starfs kirkjunnar gefa mánaðar- lega ákveðna upphæð. Hægt er að láta bankann sinn sjá um slíkar millifærslur eða að láta skuldfæra greiðslukort sitt mánaðarlega. Út- sending gíróseðla til þeirra sem vilja gefa reglulega hefur í för með sér kostnað fyrir Hjálparstarfið sem hægt væri að spara ef gef- endur nýttu sér greiðsluþjónustu bankanna. Þá er hægt að senda aðeins einn seðil þótt greiðslur jafnist yfir árið. Ég hvet alla sem eru aflögufærir að gerast styrkt- arfólk Hjálparstarfsins með föstu framlagi mánaðarlega og sömu- leiðis að muna eftir jólasöfnuninni þó svo að auglýsingar á henni verði ekki háværar. Munum að sælla er að gefa en þiggja. Hanna Pálsdóttir Höfundur er stjórnarmaður Hjálparstarfs kirkjunnar Söfnun Mikilvægt er, segir Hanna Pálsdóttir, að framlög gefenda berist reglubundið allt árið. LITPRENTUÐUM bæklingi frá Bíla- stæðasjóði hefur að undanförnu verið dreift til allra heimila og fyrirtækja í Reykja- vík. Í bæklingnum er að finna ýmsar hagnýt- ar upplýsingar um bílastæðamál í mið- bænum sem ekki er vanþörf á að miðla til almennings. Eftir að R-listinn hækkaði stöðumælagjöld og aukastöðugjöld um allt að 200% í fyrra hefur viðskiptavinum mið- bæjarins farið fækk- andi með þeim afleiðingum að versl- unarrekstur og önnur starfsemi, sem þar er stunduð á gjaldskyldu- tíma bílastæða, á mjög undir högg að sækja. Auk hinna hagnýtu upplýsinga er í bæklingnum umfjöllun og greinar um bílastæðamál í miðbænum. Er skemmst frá því að segja að sá texti er samfelld vörn og áróður fyrir þá stefnu sem R-listinn rekur í bíla- stæðamálum. Þá er miklu púðri eytt til þess að verja um- rædda hækkun stöðu- gjalda og aukastöðu- gjalda sem hefur reynst illa og fælt fólk frá miðbænum. Raunar er það gam- alt bragð hjá vinstri mönnum, sem hafa gengið of langt í skatt- gleði sinni og gjald- tökuáráttu, að grípa til margvíslegra áróðurs- bragða í því skyni að telja fólki trú um að skattgleðin sé nauð- synleg og jafnvel góð í sjálfu sér. Í þessu til- viki á umræddur bækl- ingur greinilega að sætta almenning við stóraukna gjaldtöku. Pólitískar fullyrðingar Í bæklingnum segir t.d. að sú um- ræða, sem farið hefur fram um bíla- stæðamál miðborgarinnar að undan- förnu, gefi almenningi dekkri mynd af stöðunni en tilefni sé til og ræki- lega gefið í skyn að gagnrýni á ríkjandi kerfi sé ekki málefnaleg. Jafnframt er ítrekað leitast við að réttlæta gjaldskrárhækkanir Bíla- stæðasjóðs og jafnvel fullyrt að síð- asta hækkunin muni „stuðla að því að miðborgin verði bifreiðareigend- um þægilegri íveru- og viðkomu- staður en ella“. Slíkar fullyrðingar eru auðvitað afar umdeildar og a.m.k. er ljóst að þorri verslunareigenda og annarra þjónustuaðila í miðborginni er ósammála þeim, sbr. t.d. yfirlýsing- ar Laugavegssamtakanna. Þrátt fyrir síendurtekið blaður borgar- stjóra um opna og lýðræðislega um- ræðu fá önnur sjónarmið en þau sem eru R-listanum þóknanleg í bíla- stæðamálum ekkert rými í umrædd- um bæklingi. Nú er R-listanum að sjálfsögðu frjálst að gefa út alla þá áróðurs- bæklinga sem honum sýnist svo lengi sem hann borgar þá sjálfur en veltir ekki kostnaðinum yfir á skatt- greiðendur. Hins vegar er það ekk- ert annað en misnotkun á almannafé þegar borgarstofnun er látin dreifa „upplýsingabæklingi“ í öll hús borg- arinnar þar sem aðeins eitt sjón- armið kemur fram og bein afstaða er tekin til viðkvæmra pólitískra deilumála sem engin sátt er um milli minnihluta og meirihluta. Hvað kemur næst? Fróðlegt verður að sjá hvort R- listinn láti prenta fleiri slík rit á kostnað borgarbúa fyrir kosningar. Vissulega væri hægt að prenta bæklinga um málefni sem erfiðlega hefure gengið að fá svör við hjá borgarfulltrúum R-listans, t.d. varð- andi fjárhagsstöðu Línu.nets, gjald- skrárhækkanir á aldraða eða skuldastöðu borgarinnar. R-listinn misnotar opinbert fé Kjartan Magnússon Borgin Það er misnotkun á almannafé, segir Kjartan Magnússon, þegar R-listinn lætur borgarstofnun prenta áróðursbækling og dreifa í hvert hús í borginni. Höfundur er borgarfulltrúi. Innanlands- aðstoð Hjálpar- starfs kirkjunnar Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.