Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 45
Ís
le
n
s
k
u
r
Mán.– Fös. 10.00 –18.00 • Laugard. 11.00 –16.00 • Sunnud. 13.00 –16.00
OPIÐ:
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
•
N
M
0
4
7
8
9
/
si
a.
is
só
fi
Íslensk fegurð
s e m v e k u r a ð d á u n
198.000kr.
Jenný
hornsófi
Íslenskur sófi sem fáanlegur er í mörgum stærðum,
gerðum og litum, bæði stakur og sem hornsófi.
Getum enn afgreitt sófa eftir máli fyrir jól.
Framleiðandi sófanna verður í verslun okkar í dag og gefur ráðleggingar.
Kynnum einnig aðrar tegundir sófa sem hægt er að fá eftir máli.
Prófkjör
Prófkjör Bæjarmálafélags Seltjarnarness (Neslistans) fer fram í dag,
laugardaginn 17. nóvember og birtast hér greinar af því tilefni.
Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is.
LÍKLEGA þekki ég enga mann-
eskju betur utan fjölskyldu minnar
en Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur,
vinkonu mína í tæp
þrjátíu ár, sem oft
hefur reynst mér
hjálparhella og góð-
ur ráðgjafi. Ég tel
mig því þekkja kosti
hennar vel og get
ég fullyrt að nú
stendur Seltirn-
ingum til boða
óvenjulega góður og skeleggur
frambjóðandi.
Guðrún er vel menntuð, víðsýn
og greind kona. Hitt skiptir þó ekki
minna máli að Guðrún er mjög
ákveðin og hættir ekki á miðri leið
við það sem hún hefur tekið sér
fyrir hendur. Starfsreynsla hennar
gerir hana líka sérlega vel í stakk
búna til að vera í forystusveit við
rekstur sveitarfélags, en hún
gegndi um árabil starfi vararík-
isskattstjóra og hefur síðan starfað
við lögmennsku. Kynni mín af Guð-
rúnu eru öll á eina lund, hún er
trygglynd, glaðvær, mælsk og
stjórnsöm.
Víst er að bæjarstjórnin á Sel-
tjarnarnesi yrði mun betur skipuð
með Guðrúnu Helgu innanborðs en
ella.
Hvet ég Seltirninga til að styðja
hana í 1. sætið.
Guðrún Helga
í 1. sæti
Jónína Bjartmarz alþingismaður skrifar:
Jónína
Bjartmarz
ÞAÐ er fengur að því fyrir fé-
lagshyggjufólk á Seltjarnarnesi að
Guðrún Helga Brynleifsdóttir skuli
gefa kost á sér í pró-
kjörinu.
Umhverfismál eru
flestum íbúum mjög
hugleikin þar sem
byggðin er í svo mik-
illi nánd við lítt
spillta náttúru, dýra-
líf fjörunnar og
varpsvæði fugla.
Guðrún leggur höfuðáherslu á að
varðveita þessar nátturuperlur.
Áhugi Guðrúnar er einnig mikill
fyrir að skapa ungu fólki tækifæri til
að búa og njóta félagslegs öryggis á
nesinu. Hún telur nauðsynlegt að
gripið verði til öflugra aðgerða, m.a.
að Seltjarnarnesbær reisi stúd-
entagarða.
Guðrún er vel menntaður lögfræð-
ingur með víðtæka reynslu.
Hún hefur mikla þekkingu á
stjórnsýslu, skattakerfi og öllum
þeim þáttum er varða umgengn-
isreglur samfélagsins sem við
treystum á til að lifa góðu og þægi-
legu lífi í samfélagi hvert við annað.
Ég ber mikið traust til Guðrúnar og
vilja hennar til að vinna bæjarfélag-
inu vel og sínum markmiðum til
framfara fyrir okkur öll. Því hvet ég
Seltirninga til að veita henni dyggan
stuðning í fyrsta sæti í prófkjörinu.
Guðrúnu Helgu
til forystu
Kristjana Bergsdóttir skrifar:
Kristjana
Bergsdóttir
Bankastræti 3, 551 3635
mat; eau de parfum
japanski dömuilmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA