Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 15 Handmáluð eplabörn sími 462 2900 Blómin í bænum AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11. Afmæli kirkjunnar. Hátíðar- messa kl. 14. Sr. Svavar A. Jónsson og sr. Guðmundur Guðmundsson. Þórhildur Örv- arsdóttir sópran og Sigrún Arna Arngríms- dóttir mezzosópran syngja einsöng. Kór Ak- ureyrarkirkju syngur. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisala og basar Kvenfélags Akureyrar- kirkju í safnaðarheimili eftir messu. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju kl. 17 í kapellu. Sjálfshjálparhópur foreldra kl. 20:30 á mánudagskvöld í safnaðarheimili. Morgun- söngur kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn á miðvikudag kl. 10-12. TTT-starf kl. 17-18 á miðvikudag í safnaðarheimili. Biblíulestur kl. 20:30 á miðvikudagskvöld. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 næsta fimmtudag. Bænarefnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa í kirkjunni kl. 11 á morgun. Kyrrðar- og til- beiðslustund kl. 18:10 á þriðjudag. Hádeg- issamvera frá kl. 12 til 13 á miðvikudag, orgelleikur, helgistund, fyrirbænir og sakra- menti. Léttar veitingar í safnaðarsal á eftir. Opið hús fyrir foreldra og börn frá kl. 10 til 12 á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. Sameiginleg samkoma á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63, sama dag kl. 17 og fellur samkoma Hjálpræðishersins því niður. Heimilasamband kl. 15 á mánu- dag. Örkin hans Nóa kl. 17 á mánudag fyrir 6-7 ára. Hjálparflokkur fyrir konur kl. 20 á þriðjudag. Mannakorn fyrir 10 til 12 ára á miðvikudag kl. 17:30. Krakkaklúbbur fyrir 8-9 ára á fimmtudag kl. 17. Söngæfing kl. 19:30 sama dag og unglingasamvera kl. 20:30. Flóamarkaður á föstudag frá kl. 10 til 18. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl.11 á morgun í Hríseyjarkirkju. Undirleik annast Guðmundur Bjarni Gíslason. Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun í Stærra- Árskógskirkju. Umsjónarmaður er Sif Sverr- isdóttir og undirleik annast Arnór Brynjar Vil- bergsson. Kirkjukvöld verður í kirkjunni á sunnudags- kvöldið kl. 20:30. Ræðumenn verða Krist- ján Sigurðsson skólastjóri Árskógsskóla og sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli. Kór Stærra-Ár- skógskirkju mun syngja undir stjórn Arnórs Brynjars Vilbergssonar organista. Að lok- inni athöfn mun kirkjukórinn selja kaffiveit- ingar í Árskógi og taka nokkur lög. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning kl. 20 á laugardag. Sunnudagaskóli fjölskyld- unnar kl. 11:30 á morgun, kennsla fyrir alla aldurshópa. Stella Sverrisdóttir sér um kennslu fullorðinna. Vitnisburðarsamkoma kl. 16:30 sama dag, fjölbreytt lofgjörðartón- list, fyrirbænaþjónusta og barnapössun. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag. KFUM og K: Sameiginleg samkoma á Sjón- arhæð kl. 17 á morgun, sunnudag. Fundur í yngri deild kl. 17 á mánudag fyrir 10 til 12 ára drengi og stúlkur. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta á morgun, sunnudag, kl. 13:30 og síðan kl. 15 á Kristnesspítala. Þeir eru nokkrir sveit- ungar okkar sem þurfa á bænum og stuðn- ingi að halda. Höfum það í huga á sunnu- daginn kemur. SJÓNARHÆÐ: Fótsporið fyrir 6-12 ára kl. 13.30 á morgun, sunnudag í Lundarskóla. Sameiginleg samkoma Sjónarhæðar, Hjálpræðishers og KFUM og K kl. 17 á morgun. Frjáls vitnisburður og mikill söng- ur. Fótsporið kl. 17 á Sjónarhæð á þriðju- dag kl. 17. Kirkjustarf SEINNI hluti fyrstu umferðar spurningakeppni kvenfélagsins Bald- ursbrár verður annað kvöld, sunnu- dagskvöldið 18. nóvember og hefst kl. 20.30 í safnaðarsal Glerárkirkju. Átta lið keppa að þessu sinni en þau eru: Brekkuskóli, DV, Eldri borgar- ar, Heilsugæslan, Karlakór Ak- Geysir, Morgunblaðið, Slippurinn og Trillukarlar. Aðgangseyrir kr. 700 og gildir sem happdrættismiði. Allur ágóði rennur í söfnun fyrir steindum glugga í Gler- árkirkju.Skemmtiatriði, kaffi og drykkur í hléi. Spurningakeppni Baldursbrár AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda fund í Félagsmiðstöðinni Víði- lundi 22 á Akureyri á mánudags- kvöld, 19. nóvember, kl. 20. Ræðu- maður verður Pétur I. Reynisson forstöðumaður hvítasunnukirkjunn- ar á Akureyri. Aglow fundur KARLMAÐUR hefur í Héraðs- dómi Norðurlands eystra verið dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna kynferðisbrots. Þá var hon- um gert að greiða 600 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur og að greiða þóknun réttargæslu- manns síns sem og allan sakar- kostnað. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa nokkrum sinnum haft kynferðis- mök við telpu, sem þá var á tíunda og ellefta aldursári. Brotin áttu sér stað á árunum 1995 og 1996. Ætluð kynferðisbrot mannsins komu upp í venjubundnu sjálfs- matsviðtali við telpuna hjá hjúkr- unarfræðingi og barst tilkynning þar um til Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar í desember á síðasta ári. Málið var í framhaldinu kært, maðurinn handtekinn og yfir- heyrður hjá lögreglu. Telpan var vinkona dóttur mannsins og fengu þær stundum að gista hvor heima hjá annarri. Brotin framdi maðurinn þegar stúlkan gisti á heimili hans. Minntist þess að stúlkan hefði grátið í eitt eða tvö skipti Játaði maðurinn brot sín við yf- irheyrslur hjá lögreglu sem og fyr- ir dómi. Kvað hann brotin hafa verið framin síðla kvölds eða að næturlagi, þegar dóttir hans var sofnuð og eiginkonan fjarverandi af heimilinu. Lýsti maðurinn at- hæfi sínu á þann hátt að hann hefði látið telpuna krjúpa nakta á hjónarúminu, hann komið sér fyrir aftan við hana og nuddað stífum lim sínum milli fóta hennar um stund. Minntist maðurinn þess að stúlkan hefði grátið í eitt eða tvö skipti meðan á þessu stóð. Frásögn telpunnar um athæfi mannsins þótti einlæg og trúverð- ug í öllum aðalatriðum og bar því að áliti dómsins að legga frásögn hennar til grundvallar um að mað- urinn hafi í endurtekin skipti við- haft þau kynferðisbrot sem honum var gefið að sök í ákæru. Í dómnum segir að brot manns- ins gagnvart telpunni séu alvarleg og hafi beinst að mikilvægum hagsmunum, brotin hafi verið framin er hún var ung að árum, gestkomandi og í tímabundinni umsjá á heimili hans. Maðurinn hafi hins vegar játað brot sín og samþykkt að greiða skaðabætur að hluta auk þess sem hann hafi ekki áður gerst sekur um háttsemi sem áhrif hefði við ákvörðun refsingar í málinu. Því þótti refsing hans hæfilega ákveðin tveggja ára fang- elsi. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot DAGUR íslenskrar tungu var haldinn í skólum á Akureyri í gær á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar og gerðu nem- endur sér dagamun af því til- efni. Nemendur framhaldsskólanna, Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri, fengu góða gesti í heimsókn, þau Felix Bergsson og Þórdísi Arnljótsdóttur sem fluttu leik- þátt um ævi og störf Jónasar við undirleik Reynis Helga Schiöt og var gerður góður rómur að. Nemendur á miðstigi í Gler- árskóla fóru út á meðal fólks og buðu því að hlýða á ljóðalestur við góðar undirtektir. Lögðu þau leið sína í verslunarmið- stöðvarnar á Glerártorgi og Sunnuhlíð þar sem lesið var upp úr ljóðum ýmissa skálda. Tókst lesturinn með miklum ágætum, en þó gátu menn ekki varist brosi þegar ungri dömu fipaðist í kvæði Tómasar Guð- mundssonar og las: „Það var fyrir átta árum, að þú kvaldir mig með tárum.“ Ljóð í hávegum höfð Morgunblaðið/Kristján Leikararnir Þórdís Arnljótsdóttir og Felix Bergs- son fluttu leikþátt um Jónas Hallgrímsson ásamt undirleikaranum Reyni Schiöth í Verkmennta- skólanum á Akureyri á Degi íslenskrar tungu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Stúlkur úr Glerárskóla, Oddný Elva Bjarnadóttir, Fanney Kristjánsdóttir og Berglind Jóna Þor- láksdóttir, lesa ljóð fyrir starfsfólk og viðskipta- vini hársnyrtistofunnar Samson. SJÖ ungmenni á aldrinum 16–19 ára hafa undirritað samninga um þátt- töku í afreksþjálfun í alpagreinum hjá Skíðafélagi Akureyrar. Fimm þessra ungmenna tilheyra skíða- landsliði Íslands. Áður höfðu for- maður Skíðafélags Akureyrar, skólameistarar Menntaskólans á Ak- ureyri og Verkmenntaskólans á Ak- ureyri og forráðamenn ungmenn- anna undirritað samningana. Samkvæmt samningunum skuld- binda allir aðilar sig til að leggja sig fram um að hámarksárangur náist hjá viðkomandi skíðamönnum. Þetta eru fyrstu samningar sinnar tegund- ar hér á landi og er mikils vænst af þeim. Í næstu viku heldur skíðahóp- urinn í fjögurra vikna æfingaferð til Geilo í Noregi en gert ráð fyrir tveimur slíkum ferðum á árinu. Dagbjartur Halldórsson, stjórnar- maður í SKA, sagði þegar ungmenn- in undirrituðu samningana að tölu- vert væri um að unga fólkið hætti skíðaiðkun 13 eða 16 ára. Við 13 ára aldurinn hætti þau þátttöku á Andr- ésar Andar leikunum og við 16 ára aldurinn blasi við þeim miklar og kostnaðarsamar æfingar. Því hafi margir lagt skíðin á hilluna við þessi tímamót. Stunda áfram nám í MA og VMA Á vordögum ákvað stjórn SKA að fara af stað með afreksþjálfun fyrir félagsmenn sína og er hugmyndin að gefa ungum og efnilegum skíða- mönnum á Akureyri tækifæri á iðka íþrótt sína í heimabyggð í stað þess að fara til útlanda með þeim kostnaði er því fylgir. Undirbúnings- og þrek- æfingar hafa staðið yfir frá því í byrjun sumars en með ferðinni utan í næstu viku hefst æfingatímabil þeirra í snjó. Ungmennin stunda nám í MA og VMA og því komu skólameistarar skólanna að samningunum en skíða- fólkið þarf að sinna námi sínu af full- um krafti á ferðum sínum til útlanda og jafnvel getur komið til þess að þau þurfi að taka próf á Netinu. Sjö ungmenni taka þátt í afreks- þjálfun á skíðum Morgunblaðið/Kristján Ungmennin sem taka þátt í afreksþjálfun Skíðafélags Akureyrar. Aftari röð f.v. Hrefna Dagbjartsdóttir, Eva Dögg Ólafsdóttir, Arna Arnardótt- ir og Elín Marta Eiríksdóttir. Fremri röð f.v. Ingvar Steinarsson, Óðinn Guðmundsson og Skafti Brynjólfsson. AKUREYRARLIÐIN Þór og KA eigast við í úrvalsdeildinni í hand- knattleik mánudagskvöldið 19. nóv- ember og hefst leikurinn kl. 20. Liðin mættust síðast í úrvalds- deild í handbolta á útmánuðum árið 1993 og fór KA þá með sigur, en lokatölur voru 24:23. Síðan hafa leið- in einu sinni att saman kappi en það var í bikarkeppni árið 1998 og vann KA leikinn með einu marki, 23:22. Forsala aðgöngumiða á leikinn hefst í dag, laugardag, í verslunum Pennans-Bókavals í Hafnarstræti og á Glerártorgi. Fyrsti leik- urinn í úrvals- deild í 8 ár Akureyrarliðin Þór og KA mætast í handbolta FYRSTI samlestur á verkinu Slav- ar, sem er næsta verkefni Leikfélags Akureyrar, var í vikunni. Höfundur verksins er Tony Kus- hner og er það í leikstjórn Halldórs E. Laxness sem jafnframt hefur um- sjón með leikmynd og búningum. Slavar eru kraftmikið, skemmtilegt, ögrandi og afar nýstárlegt leikrit, segir í frétt frá leikfélaginu, og er sýning þess frumflutningur á Ís- landi. Höfundurinn, sem er banda- rískur, hefur hlotið merkustu verð- laun sem veitt eru fyrir leikritaskrif þar í landi, meðal annars Pulitzer- verðlaunin og hann hefur tvívegis fengið Tony-verðlaunin. Yrkisefnið er fall Sovétríkjanna og skipbrot sósíalismans í Austur-Evr- ópu. Sögusviðið er Moskva vorið 1985 og Síbería 1992. Það verður frumsýnt 18. janúar 2002. Leikfélag Akureyrar Samlestur á verkinu Slavar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.