Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, lagði til á landsfundi Samfylkingarinnar í gær að flokkurinn tæki ákvörðun um afstöðu til umsóknar að Evr- ópusambandinu í almennri póst- kosningu. Til grundvallar þessari kosningu liggur úttekt, sem gerð hefur verið á vegum Samfylkingar- innar á samningsmarkmiðum Ís- lendinga ef til aðildarviðræðna kæmi. Össur sagði í setningarræðu á landsfundinum að ýmis sannfær- andi rök kæmu fram í Evrópuút- tektinni um kosti þess að huga að aðildarumsókn að Evrópusamband- inu. Hann hefði sjálfur sannfærst um það enn betur en áður í þessari vinnu að kostirnir við aðild að Evr- ópusambandinu myndu reynast þyngri á metum en gallarnir. Össur sagði að í samræmi við þann lýðræðishátt sem flokkurinn boðaði væri það eðlilegasti fram- gangur stefnumótunar flokksins um aðildarviðræður við Evrópu- sambandið að flokksmenn allir tækju þá ákvörðun með skynsam- legri yfirvegun og íhugun á grunni fyrirliggjandi upplýsinga. „Tillaga mín er því sú að nú verði Evrópuúttekt Samfylkingarinnar til umræðu og kynningar í öllum fé- lögum flokksins á næstu mánuðum. Þá fá flokksmenn allir tækifæri til að gaumgæfa öll rök með og á móti á svipaðan hátt og helstu áhuga- menn í okkar röðum gerðu kringum Evrópuúttektina. Að lokinni ítar- legri umfjöllun flokksfunda og op- inna funda um málið fari fram al- menn póstkosning um málið meðal flokksmanna. Í þessari flokkskosn- ingu verði afstaða Samfylkingar- innar gagnvart umsókn að Evrópu- sambandinu ráðin,“ sagði Össur. Ekki mjúk lending í efnahagsmálum Össur gagnrýndi efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar og sagði að þau áföll sem riðið hefðu yfir væru ekki öll óhjákvæmileg. „Hvar er hin mjúka lending sem forsætisráðherra lofaði? Birtist hún í gengisfellingu sem nemur rúmum 25%? Birtist hún í verðbólgu sem er meira en þrefalt hærri en í ná- grannalöndunum? Birtist hún í vaxtastigi sem er að sliga fjölskyld- ur og fyrirtæki? Er þetta snerti- lendingin sem fjármálaráðherrann lofaði?“ spurði Össur í ræðunni. Formaður Samfylkingarinnar við upphaf landsfundar Morgunblaðið/Kristinn Össur Skarphéðinsson sagði að framtíðarsýn Samfylkingarinnar væri framtíðarsýn jafnaðarmannsins. Póstkosning um stefnuna í Evrópumálum  Framtíðarsýn/38 Í DAG hefst Landsglíman í íþróttahúsinu á Laugarvatni og heitir hún nú Primo-Leppin- mótaröðin. Er hún kennd við samnefndan orkudrykk. Þetta er í fyrsta sinn sem Glímusamband Íslands gerir samning við fyrir- tæki um nafn á keppni en þetta er algengt í öðrum íþróttagreinum. Aðspurður hvort það væri ekki með blendnum hug að Glímusam- bandið kenndi þjóðaríþróttina við vörumerki sagði Kristján Ingv- arsson, formaður sambandsins, að nýir siðir fylgdu nýjum herr- um. Reksturinn kostaði stöðugt meira og við því yrði að bregðast með þessum hætti. Með þessu væri líka verið að reyna að fá nýtt blóð í íþróttina, auka fjölbreytn- ina og þátttökuna. Það virtist hafa tekist því í þessu fyrsta móti af þremur væru sjö karlar, sex konur og fjórir unglingar skráðir til leiks. Grettisbeltið heilagt Hann sagði að nýju fyrirkomu- lagi fylgdi ákveðinn hvati því þeir sem tækju þátt í öllum mótunum fengju ákveðna viðurkenningu frá Leppin, en hin mótin verða í jan- úar og febrúar. Spurður hvort til stæði að skipta um nafn á Grettisbeltinu sagði hann svo ekki vera. „Grett- isbeltið er heilagt. Það er elsti og dýrasti keppnisverðlaunagripur á Íslandi og hefur sérstöðu,“ segir hann. Landsglíman kennd við orkudrykk SKÓLABÖRN um allt land héldu í gær upp á Dag íslenskrar tungu á afmælisdegi Jónasar Hallgríms- sonar með lestri á sögum og ljóðum. Nemendur og kennarar grunn- skóla Mýrdalshrepps höfðu skreytt skólann og sáu um að skemmta fólki með upplestri á þjóðsögum og söng. Ómar Ragnarsson var heið- ursgestur og flutti hann þjóðleg gamanmál við mikinn fögnuð. Síðan sáu nemendur og starfsfólk um veitingar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Dagur íslenskrar tungu Fagradal. Morgunblaðið.  Dagur íslenskrar/6 FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykjavík hefur ákveðið að óska eftir tilboðum í læknisþjónustu á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum, heimili aldraðra í Seljahlíð og á Vitatorgi þar sem er dagdeild fyrir minnisskerta og verða útboðsgögn afhent á þriðjudaginn. Að sögn Þórdísar Lóu Þórhalls- dóttur, framkvæmdastjóra þjónustu- sviðs Félagsþjónustunnar, er útboð af þessu tagi nýjung í læknisþjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Mark- miðið sé að stuðla að hagkvæmum rekstri í læknisþjónustu fyrir aldraða auk þess að ná fram betri nýtingu fjármagns stofnunarinnar án þess að slakað sé á gæðakröfum fyrir þá þjón- ustu sem veitt er. Nýtt form sem stuðla á að hagkvæmum rekstri „Það má segja að þetta sé nýtt form sem er í samræmi við stefnu borg- arinnar um að stuðla að hagkvæmni í rekstri. Til þessa hefur þetta verið þannig að hjúkrunar- og dvalarheim- ilin hafa gert samninga við heilsu- gæslur, heilsugæslulækna, einka- reknar læknastofur eða spítalana. Þetta hefur hins vegar aldrei verið boðið út með þessum hætti áður. Það er eingöngu formið sem er nýtt og þetta tengist ekki einkarekinni heilsugæslu. Með útboði næst fram ákveðið jafnræði gagnvart þeim að- ilum sem Félagsþjónustan kaupir þjónustu af.“ Aðspurð segir Þórdís að vonandi muni læknar, s.s. sérfræðing- ar og öldrunarlæknar, spítalarnir, heilsugæslustöðvarnar eða þeir sem hafa fullnægjandi sérfræðiþekkingu taka þátt í útboðinu. Félagsþjónustan býð- ur út læknisþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.