Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 39
Hafrannsóknastofnunin hef-ur tekið gagnrýni illa oger ófús til faglegrar um-ræðu í kjölfar gagnrýni.
Þetta kom m.a. fram á fyrirspurna-
þingi sjávarútvegsráðuneytisins um
stofnstærðarmat þorskstofnsins sem
hófst í gær. Á þinginu var mjög deilt
um aðferðir Hafrannsóknastofnunar-
innar við stofnstærðarmatið og komu
fram ólík sjónarmið um hvort auka
ætti sókn í smáþorsk til uppbygging-
ar stofnsins eða hvort halda ætti
áfram þeirri stefnu að friða ókyn-
þroska fisk.
„Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar-
innar síðastliðið vor varð okkur öllum
mikil vonbrigði, þar sem stofnstærð
þorsksins mældist mun minni en áð-
ur var talið. Við stóðum þannig
frammi fyrir þeirri staðreynd að
samkvæmt aflareglu yrðu aðeins
veidd 190.000 tonn af þorski á yfir-
standandi fiskveiðiári, en í skýrslu
stofnunarinar tveimur árum áður var
talið að við gætum veitt 275.000 tonn
á þessu fiskveiðiári,“ sagði Árni Mat-
hiesen sjávarútvegsráðherra er hann
setti fyrirspurnarþingið.
Uppbyggileg gagnrýni
mikils verð
Árni sagði að miklar umræður um
nákvæmni fiskifræðirannsókna Haf-
rannsóknastofnunar hefðu fylgt í
kjölfarið. Hann hefði tekið þá ákvörð-
un engu að síður að fara að ráðum
stofnunarinnar, enda væri vísinda-
starf stofnunarinnar það bezta mat,
sem Íslendingar hefðu til að byggja
fiskeiðistjórnun á. „Uppbyggileg
gagnrýni er mikils verð og hjálpar
vísindamönnum í störfum sínum, en
óábyrg hleypidómafull gagnrýni
bætir hins vegar engu við nema síður
sé,“ sagði Árni.
Árleg afrakstursgeta þorsk-
stofnsins um 300.000 tonn
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, rakti starf-
semi stofnunarinnar og benti meðal
annars á að árlega væru gerðar
200.000 mælingar hjá stofnuninni og
25.000 þorskar vegnir og metnir.
Hann benti á að gögn
stofnunarinnar sýndu að
frávik í stofnstærðarmati
hefðu að meðaltali verið
lítil, á bilinu 5 til 20%.
Þegar þau hefðu verið
mest mætti rekja það til
minni göngu þorsks frá
Grænlandi en gert hefði verið ráð
fyrir eða vegna minni þyngdar þorsk-
ins vegna snöggra breytinga á stærð
loðnustofnsins. Mestu frávikin í spám
hefðu verið nú síðustu þrjú árin.
Skýringin á því væri meðal annars
lækkun meðalþyngdar, aukinn veið-
anleiki, breytingar á sókn, aukið af-
rán hvala og hugsanlega aukið brott-
kast. Hann sagði mikilvægt að miða
væntingar um afrakstur þorskstofn-
ins við raunverulega burðargetu
svæðisins fyrir þorsk, sem líklegast
væri nú rúmlega 300.000 tonn.
Jóhann var m.a. spurður að því
hvers vegna ekki væri haft nánara
samband við sjómenn við upplýsinga-
öflun. Sagði hann að öllum vísinda-
mönnum væri hollt og skylt að vera í
öflugu og virku sambandi við sjó-
menn og skipstjóra. Sagði hann að
þessi tengsl væru of lítil í dag og úr
því þyrfti að bæta.
Takmarka sóknina
Björn Ævar Steinarsson, fiski-
fræðingur á Hafrannsóknastofnun
kynnti aðferðir stofnunarinnar við
stofnstærðarmat með áherzlu á
þorskstofninn út frá líffræðilegum
sjónarmiðum. Hann sagði greinilegt
samband milli stærðar hrygningar-
stofns og nýliðunar og að stærri stofn
gæfi betri nýliðun. Jafnframt benti
hann á það að stórar hrygnur skiluðu
mun betri hrygningu og sagði að eina
leiðin til að byggja stofninn upp væri
að takmarka sóknina.
Aukið afrán hvala og brottkast
gæti skekkt myndina
Höskuldur Björnsson, verkfræð-
ingur á Hafrannsóknastofnun,
fjallaði einnig um aðferðir við stofn-
stærðarmat, en út frá tölfræðilegu
sjónarmiði. Hann fór yfir þær aðferð-
ir sem hafa verið notaðar við stofn-
stærðarmat á undanförnum áratug-
um og þá aðallega svokallaðar
aldurs-aflaaðferðir. Þá ræddi hann
notkun á vísitölum úr stofnmæling-
um við samstillingu í stofnstærðar-
mati. Hann talaði loks um möguleika
á að meta óskráðan dauða, náttúru-
legan dauða auk brottkasts, í stofn-
mati. Hann sagði að aukið afrán hvals
gæti skekkt myndina og sömu sögu
væri að segja af brottkasti, ykist það.
Uppbygging hefur mistekist
Jón Kristjánsson fiskifræðingur
og sjálfstætt starfandi ráðgjafi,
ræddi það sem betur má fara í störf-
um Hafrannsóknastofnunarinnar við
stofnstærðarmat, út frá líffræðilegu
sjónarmiði. Sagði hann að tilraunir
tilað byggja upp stofninn með friðun
hefðu þannig mistekist. Sagði Jón að
margt villti sýn. M.a. væri náttúruleg
dánartala þorsks ekki fasti eins og
líkön Hafrannsóknastofnunarinnar
gerðu ráð fyrir, heldur væri hún
breytileg eftir ríkjandi aðstæðum,
aldri fiska og samkeppni um fæðu. Á
sama hátt benti Jón á að vaxtarhraði
væri ekki fasti, heldur væri hann háð-
ur fæðu og þar með stofnstærð og
samkeppni frá öðrum tegundum.
Ekki væri lögð nægileg áhersla á að
fylgjast með vaxtarhraða svæðis-
bundið og stýra veiðiálagi í samræmi
við það. Sagði Jón að aflamarksstýr-
ing eða kvótastýring ýtti enn frekar
undir misnýtingu miðanna, enda leit-
uðust menn þá við að velja besta fisk-
inn. Ennfremur taldi Jón að rök-
semdir Hafrannsóknastofnunarinnar
um nauðsyn stórs hrygningarstofns
væru léttvægar. Unnt væri að sýna
fram á að í mörgum fiskistofnum
væri öfugt hlutfall milli nýliðunar og
stærðar hrygningarstofns. „Haf-
rannsóknastofnunin hefur tekið
gagnrýni illa og lítt eða ekki svarað
henni á viðunandi hátt. Í umsögnum
sínum til sjávarútvegsráðherra hefur
stofnunin gert lítið úr rökstuddum
faglegum ábendingum frá utanað-
komandi sérfræðingum og stofnunin
hefur einnig gefið ráðherra neikvæð-
ar umsagnir við rannsóknarbeiðnum
annarra og þar með lagt stein í götu
vísindamanna utan stofnunarinnar,“
sagði Jón.
Í svari við fyrirspurn sagði Jón að
afrakstur fiskistofna yrði bestur þeg-
ar veiddar væru allar stærðir af fiski,
einnig smáfiskur. Þannig næðist
jafnvægi í nýtingunni. Þess vegna
þyrfti að láta reyna á sóknarstýringu
við fiskveiðar, jafnvel mætti gera á
því svæðisbundnar tilraunir. Hann
sagðist þó ekki getað svarað því
hversu mikla sókn þyrfti að leyfa í
smáfisk, umfram það sem nú er gert.
Þorskstofninn að hruni kominn
Einar Júlíusson, eðlisfræðingur og
dósent við Háskólann á Akureyri,
fjallaði einnig um það sem betur má
fara við stofnstærðarmat Hafrann-
sóknastofnunarinnar en út frá töl-
fræðilegu sjónarmiði. Sagði hann
þorskstofninn að hruni kominn,
stærð hans væri nú innan við 300 þús-
und tonn. Þessi staða væri veiklyndi
stofnunarinnar að kenna, rangri
veiðiráðgjöf, ekki hefðu verið gerðar
tilraunir til að leiðrétta heildarafla-
markið fyrir ofveiði fyrri ára, auk
þess sem stofnunin skráði þorsk-
stofninn alltaf helmingi stærri en
hann raunverulega er. Misskráningin
væri samt ekki beint ofmat eða röng
mæling, heldur fremur misskilningur
á hugtakinu stofnstærð. Stofnunin
hafi auk þess verulega vanmetið ný-
liðun þorskstofnsins eða hversu stór-
ir einstaka árgangar voru, sérstak-
lega stórir árgangar. Einar tók þó
fram að fræðilega séð væri enn hægt
að bjarga þorskstofninum.
Í yfirliti Tuma Tómassonar, fiski-
fræðings og forstöðumanns Sjávar-
útvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna,
um þá vísindalegu og faglegu gagn-
rýni sem komið hefur fram á störf
Hafrannsóknastofnunarinnar við
stofnstærðarmat og veiðiráðgjöf,
kom fram að gagnrýnin hefði mun
fremur beinst að túlkun og úrvinnslu
gagna en öflun þeirra. Gagnrýni hefði
helst beinst að notkun náttúrulegrar
dánartölu við útreikninga stofnmats
og að þeirri stefnu að koma í veg fyrir
veiði smáfisks, þriggja ára og yngri,
og að draga verulega úr veiðum á
fjögurra ára fiski. Ennfremur teldu
margir að þorskstofninn við Ísland
væri samsettur úr mörgum minni
stofnum og hætt væri við að sumir
þeirra væru ofnýttir og aðrir van-
nýttir með núverandi fyrirkomulagi,
þar sem veiðiráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunarinnar miðaðist við heildar-
aflamark í hverri tegund.
Tumi sagði að stofnunin
væri í mörgum tilfellum ófús
til faglegrar umræðu í kjölfar
gagnrýni. Sagði hann að
veiðiráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunarinnar væri ekki haf-
in yfir gagnrýni, gagnrýni
væri nauðsynleg og gæti að-
eins bætt ráðgjöfina og eflt stofn-
unina. Í svari við fyrirspurn sagði
Tumi að umræðan um störf stofnun-
arinnar hefði oft farið út af sporinu og
orðið að persónulegu skítkasti um
aukaatriði. Það ætti jafnt við um Haf-
rannsóknastofnunina og þá sem
beindu gagnrýni að henni.
Stórfiskagrisjun?
Í fyrirspurnum að loknum fram-
söguerindum var bæði spurt um töl-
fræðilegar aðferðir og líffræðilegar
við stofnstærðarmat, hvort verið
gæti að of lítil sókn gæti rústað fiski-
stofnum, hvort ekki þyrfti að grisja
stofna og hvort smáfiskavernd Haf-
rannsóknastofnunar leiddi ekki til
stórfiskagrisjunar.
Í svörum frummælenda sem starfa
á Hafrannsóknastofnuninni kom
meðal annars fram að verndun á
smáfiski væri nauðsynleg til að
byggja upp stofninn, að of lítil sókn
gæti ekki verið til skaða og að grisjun
væri alls ekki leiðin til að byggja
stofninn upp. Það hefði ekki áhrif á
stofnstærðarmat hvaða fiskveiði-
stjórnkerfi væri notað og að togara-
rallið svokallað væri gott tæki til
stofnstærðarmats. Þá kom fram að
skilnaður ráðgjafar og rannsókna var
ekki talinn skynsamlegur og að slaka
stöðu þorskstofnsins mætti umfram
allt rekja til ofveiði.
Fyrirspurnaþinginu lýkur í dag.
Hafrannsóknastofnunin gagnrýnd á fyrirspurnaþingi
Ófús til faglegr-
ar umræðu
Hörð gagnrýni kom
fram á störf Hafrann-
sóknastofnunarinnar á
fyrirspurnaþingi um
stofnstærðarmat í gær
og hún sökuð um að taka
óstinnt upp gagnrýni á
starfsaðferðir sínar.
’ Umræðan um störf stofn-unarinnar hefur oft farið út af
sporinu og orðið að persónu-
legu skítkasti um aukaatriði. ‘
avæða
ennta-
m
n und-
r væri
amsýn
ferðar-
hann
mfylk-
ðtæku
óla til
il end-
vildi
fælist
dreifðu
r sýn
um að
í sama
að vera
reldra
t barn
viljum
kingin
tekin
en sú
öllum
taf að
t fyrir
a auð-
hvort
fi, fall-
rásir í
við að
llu að-
nnt að
ríkis-
m. „Á
fyrir-
rtækj-
um, ekki síst sprotafyrirtækjum
nýja hagkerfisins. Þeim blæðir
vegna hárra vaxta, vegna gengis-
fellingar,
vegna verðbólgunnar, vegna
hækkunar á flutningsgjöldum.
Þeim mun ekki síst blæða vegna
fyrirhugaðrar hækkunar ríkis-
stjórnarinnar á tryggingagjaldi,
sem við núverandi aðstæður er ekk-
ert annað en bylmingshögg fyrir
ákaflega mörg smáfyrirtæki í land-
inu.“
Ranglæti í gjafakvótanum
Össur sagði að mesta ranglæti í
íslenskum efnahagsmálum væri
gjafakvótinn. „Örfáir menn hafa
náð yfirráðum yfir sameign okkar í
sjónum. Það er ekki hægt að verja
að fáeinir útvaldir geti rakað saman
milljörðum með því að selja óveidd-
an fisk í sjónum, sem þeir eiga ekki
– heldur við, þjóðin!
Það ranglæti þolum við aldrei.
Kjarninn í auðlindastefnu okkar er
stríðsyfirlýsing gagnvart gjafakvót-
anum. Við höfum leitt baráttuna
fyrir afnámi hans,“ sagði Össur.
„Fljótvirkasta leiðin til að draga
úr brottkastinu er því ekki að
hringja á lögguna heldur lækka
verðið á kvótanum. Það er hægt
með því að innleiða réttlæti og jafn-
ræði, innkalla gjafakvótann í áföng-
um, bjóða hann til leigu á markaðn-
um og auka þannig framboðið.
Um leið og framboðið eykst
minnkar þrýstingurinn á brottkast-
ið. Þegar búið er að innkalla allan
kvótann verður leigugjaldið aðeins
brot af okurverðinu sem nú er við
lýði. Um leið dregur stórlega úr
þrýstingnum á brottkastið sem er
innbyggt í núverandi kerfi og
rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyr-
irtækjanna verður heilbrigðara.“
Póstatkvæðagreiðsla
um Evrópumál
Fyrir landsfundinum liggur ítar-
leg skýrsla sem Samfylkingin lét
vinna um Evrópumál. Össur sagði
að mikil vinna hefði verið lögð í
stefnumótun í þessum málaflokki.
„Spurningin um tengsl Íslands
við Evrópusambandið er eitt
stærsta viðfangsefni stjórnmálanna
í náinni framtíð. Ástæðan er einfald-
lega sú að Evrópusambandið er
mikilvægasti samningavettvangur
evrópskra ríkja. Við eigum ekki
beina aðild að honum en tökum af-
leiðingum ákvarðana á þeim samn-
ingavettvangi á mörgum mikilvæg-
um sviðum löggjafar og
efnahagsstarfsemi.
Ýmis sannfærandi rök koma
fram í Evrópuúttektinni um kosti
þess að huga að aðildarumsókn að
Evrópusambandinu.
Ég hef sannfærst um það enn
betur en áður í þessari vinnu að
kostirnir við aðild að Evrópusam-
bandinu reynist þyngri á metum en
gallarnir,“ sagði Össur.
Össur sagðist leggja til við lands-
fundinn að Evrópuúttekt Samfylk-
ingarinnar yrði tekin til umræðu og
kynningar í öllum félögum flokksins
á næstu mánuðum. Þannig fengju
allir flokksmenn tækifæri til að
gaumgæfa öll rök með og á móti.
Hann sagðist vilja að að lokinni um-
ræðunni færi fram almenn póst-
kosning um málið meðal flokks-
manna. „Í þessari flokkskosningu
verði afstaða Samfylkingarinnar
gagnvart umsókn að Evrópusam-
bandinu ráðin.“
Össur vék að deilum um nýtingu
hálendisins. Meginreglan ætti að
vera sú að ekki yrði ráðist í neinar
stórframkvæmdir nema þær væru í
anda þeirrar rammaáætlunar um
nýtingu lands sem unnið er að.
„Varðandi virkjun við Kára-
hnjúka eru uppi ýmis sjónarmið í
samfélaginu öllu. Nú er það að mínu
mati meginmálið að láta feril um-
hverfismats ganga sinn gang og
skila niðurstöðum sem hægt er að
byggja á hina pólitísku afstöðu.
Þetta var sameiginleg og einróma
ákvörðun þingflokks og fram-
kvæmdastjórnar á fundi 9. septem-
ber. Ég veit að hjá þeim félögum
okkar sem láta sig Kárahnjúka-
virkjun mestu varða er sátt um
þessa leið.“
Össur sagði að Samfylkingin væri
sterkari en stjórnmálaumhverfið
héldi. Andstæðingir hefðu ekki
sparað árásirnar á þessum mótun-
artíma Samfylkingarinnar. Þær
sýndu að þeir óttuðust ekkert eins
og sterka hreyfingu jafnaðar-
manna. Flokkurinn hefði hins vegar
líka fengið uppbyggilega gagnrýni.
Þessi gagnrýndi kenndi flokknum
að menn þyrftu að vinna vel, hlusta
á fólkið og setja sér jarðbundin
markmið um fylgi og áhrif og láta
aðra um að byggja skýjaborgir.
með ræðu Össurar Skarphéðinssonar
kkar er
nnsins
Morgunblaðið/Kristinn
nnar, var mjög vel tekið á landsfundinum.
un meira en áður hefur þekkst eða
yfir 50% og Samfylkingin ætti
enskra stjórnmálaflokka að taka
ð í þessum efnum. Þórunn Svein-
dóttir sagði stækkun ESB myndu
iri áhrif en menn grunaði. Ein-
ma hlyti að koma að því að um-
iddu að ákveðnum endapunkti og
di gerast fyrr en menn ættu von á.
ur Bergmann Eiríksson sagði að
n um aðild Íslendinga að Evrópu-
dinu snerist fyrst og síðast um þrjá
llveldið, fiskinn og peninga og að
ingar aðildar spiluðu á þessa
að væri hins vegar staðreynd að
gar hefðu fórnað fullveldi með
num um evrópska efnahags-
Gerðust Íslendingar aftur á móti
ngjum við hlutdeild í því fullveldi
hefðum misst. Hann benti og á að
shugtakið hefði verið og væri að
á tímum örrar alþjóðavæðingar.
gði fátt í stefnu ESB í sjáv-
smálum sem Íslendingar gætu
ekki sætt sig við og þetta hefði m.a. komið
fram í ummælum Franz Fischlers í Morg-
unblaðinu. Þá væri ljóst að efnahagslegur
ábati væri að því ef Íslendingar gerðust
aðilar að myntbandalaginu.
Nokkrir urðu til að benda á að það væri
ekkert sérstakt sem ræki Íslendinga til
þess að taka afstöðu til aðildar að Evrópu-
sambandinu. Þá var á það bent að hag-
vöxtur hefði hér verið mun meiri mörg
undanfarin ár en í ESB auk þess sem at-
vinnuleysi væri langt umfram það sem Ís-
lendingar þekktu. Því væri erfitt að sjá
eftir hverju Íslendingar væru að slægjast
með aðild að ESB; margir hagfræðingar
hefðu einnig bent á að efnahagslegum
hagsmunum Íslendinga væri best borgið
utan ESB og með sjálfstæðri pen-
ingastefnu.
Ágúst Ágústsson sagði að það væri
rangt að hafna aðildarsamningi sem ekki
væri til. Íslendingar þyrftu beinlínis að
sækja um aðild til þess að meta málið og
taka síðan afstöðu.
ar ekki til lengdar