Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mjaðma- eða mittisbuxur oroblu@sokkar.is Þunnar og víðar á tám Algjör þægindi 20 og 40 den Í takt við tímann Sokkabuxur FLJÚGANDI diskar og önnur undursamleg fyrirbæri er, ef ég man rétt, stærsta einkasýning Söru Björnsdóttur á ferlinum, en hún hefur verið starfandi mynd- listarmaður frá árinu 1995. Sýn- ingin er kærkomin fyrir aðdáendur listakonunnar því boðið er upp á mörg aðskilin verk sem þó tengj- ast öll innbyrðis á fínlegan, ljóð- rænan en á sama tíma hörkulegan hátt. Yfirskrift sýningarinnar er róm- antísk og gefur fyrirheit um eitt- hvað úr öðrum heimi. Þegar inn er komið verður manni þó ljóst að Sara hefur spilað á mann með tví- ræðum titli sýningarinnar. Í aðalsal tekur á móti manni verkið Fljúgandi diskar III, hæg- indastóll sem klæddur hefur verið með brotnum matardiskum. Af hverju heitir verk úr hægindastól Fljúgandi diskar III gæti maður spurt. Það skýrist að hluta þegar komið er inn í lítið rými inn af salnum þar sem sýnt er mynd- band. Þar hefur myndavélinni ver- ið beint að vegg og í átt að veggn- um koma diskar fljúgandi og brotna þegar þeir smella á veggn- um. Það verk heitir Fljúgandi diskar I og má leiða líkur að því að þessir fljúgandi diskar hafi endað sem klæðning á hægindastólinn. Verkið er ónotalegt og hrátt en virkar fullkomlega. Stóllinn gefur manni þessa sömu tilfinningu; eins og listamanninn langi til að meiða einhvern; sjálfan sig eða einhvern sem henni þykir vænt um. Í kjallara er svo hljóðverkið Fljúgandi diskar II en út úr lok- uðu herbergi heyrast hávær brot- hljóð sem líklegast eru ættuð úr Fljúgandi diskum I. Með þessum þremur verkum nær Sara að binda sýninguna mjög sterkt saman. Þá er ekki öll sagan sögð. Á sama hátt og þessi verk bera vott um útrás innbirgðar reiði lista- mannsins, ásamt því að gefa sterka vísun í heimilisofbeldi og ófrið, eru önnur verk á sýningunni friðsæl. Á vegg í aðalsal eru tvö „ofurfalleg“ verk sem senda áhorfandann í töfraveröld óravíddar himingeims- ins. Þetta eru „undursamleg fyr- irbæri“ eins og segir í titli sýning- arinnar og auðga andann svo um munar. Ekki er vanþörf á því á þessum síðustu og verstu tímum. Það sama gerir frábær „kær- leiksgjörningur“ Söru sem sýndur er á myndbandi í aðalsalnum. Þar situr hún á stól með útbreiddan faðminn, sæl á svipinn eins og eng- ill, eins og allar áhyggjur hafi ver- ið þurrkaðar úr huga hennar. Á spjaldi á jörðinni stendur: „Ef þú sest í fangið á mér skal ég faðma þig.“ Á opnun sýningarinnar beið fólk í röðum eftir því að fá að setj- ast í kjöltu listamannsins sem faðmaði hvern og einn heitt og innilega. Ef þetta er ekki að ganga beint til verks og ná til áhorfenda, þá veit ég ekki hvað gerir það! Enn er ótalið myndbandsverk í kjallaranum, Felumynd, en þar leikur Sara sér með rýmið á at- hyglisverðan hátt ásamt því að birta okkur mynd af manneskju sem reynir að fela sig fyrir áhorf- andanum, eins og hún hafi gert eitthvað af sér og finni til sekt- arkenndar. Yfir verkinu glymur hljóðið af diskunum að lenda í veggnum. Verkið er kvikmyndað í salnum sem það er sýnt í, en með því skapast ákveðin sjónblekking. Á þessari sýningu er Sara að fjalla um eigin reynsluheim, til- finningalíf og skapferli, og nær taki á áhorfandanum sem getur ekki annað en staldrað við og hugsað um verkin og skilaboðin sem í þeim felast. Sara sannar það hér að hún er ein af okkar fremstu myndlistar- mönnun af yngri kynslóð og fyrsta flokks gjörningalistamaður. Þetta er sýning ársins. Góð myndlist MYNDLIST G a l l e r í S k u g g i Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13–17. Til 25. nóvember BLÖNDUÐ TÆKNI SARA BJÖRNSDÓTTIR „Á þessari sýningu er Sara að fjalla um eigin reynsluheim, tilfinningalíf og skapferli, og nær taki á áhorfandanum sem getur ekki annað en staldrað við og hugsað um verkin og skilaboðin sem í þeim felast.“ Þóroddur Bjarnason TÓNLISTARDÖGUM Dómkirkj- unnar lauk með tónleikum í kirkju Krists konungs í Landakoti sl. mið- vikudagskvöld, og var þar teflt fram stórum kór og hljómsveit. Tónleik- arnir hófust á kórverki eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Jesús Maríuson, við texta eftir Jóhannes úr Kötlum, ein- staklega lagfögru, þjóðlegu og lát- lausu kórverki, sem var sérstaklega fallega sungið, með þéttum og þýðum hljómi. Dómkórinn er í sérlega góðu formi og átti margt fallega gert í Hymn to St. Cecilia, sem Benjamin Britten samdi við texta vinar síns, Wystan Hugh Audens. Marta Guð- rún Halldórsdóttir söng smá ein- söngsstrófu af glæsibrag og öryggi. Líklega er það minningin um „heita“ raddbeitingu enskra kóra í þessu verki, sem vakti þá hugmynd að fín- leg raddbeiting Dómkórsins sé það sem þarna munar á í útfærslu en þrátt fyrir þennan flutningsmun var söngur Dómkórsins á köflum mjög góður og framfærður af töluverðu ör- yggi. Margt í þessu sérkennilega verki er erfitt í söng og reynir á radd- beitinguna. Verkið er samið 1942, á undan tveimur frægum kórverkum, A Ceremony of Carols og kantötunni Rejoice in the Lamb. Þriðja viðfangsefnið var Adoro te eftir Knut Nystedt. Í þessu verki leik- ur Nystedt sér að kórhljómnum, með liggjandi, hægferðugri tónskipan og nær oft sérlega áhrifamiklum sam- hljómseffektum, allt frá því veikasta til þess sem kórinn getur sungið sterkast. Í þessu verki eftir Nystedt og verki Hjálmars var söngur kórsins aldeilis frábær, bæði hvað varðar þéttleika raddanna og „dýnamíska“ túlkun undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar. Lokaverk tónleikanna var kantat- an Erschallet, ihr Lieder, BWV 172, eftir J.S. Bach en samkvæmt venju eru jaðarkaflar verksins fyrir kór en innþættirnir ritaðir fyrir einsöngs- raddir. Upphafskaflinn er eins konar konsert, þar sem þrír trompettar (Ás- geir Steingrímsson, Eríkur Örn Páls- son og Einar Jónsson) mynduðu konsertare-samspil við kórinn með glæsilegum leik sínum. Kórinn var sérlega góður í þessum rismikla þætti, sem var endurtekinn á eftir lokaþættinum, kórsálminum Von Gott kommt mir ein Freudenschein, sem hérlendis er sungið við Sjá, morgunstjarnan blikar blíð, en þessi einfaldi og vinsæli sálmur endar á fallandi tónstiga frá háa-do niður á lága-do. Ólafur Kjartan söng tónles og bassa-aríuna Heiligste Dreieinig- keit af miklum myndugleik en hann atti á köflum kappi við trompettana og hélt sínu með glæsibrag. Snorri Wium söng tenor-aríuna O Seelen- paradies og gerði það mjög vel. Radd- gerð hans fellur vel að barokktónlist og vonandi fær hann fleiri tækifæri til að spreyta sig á slíkri tónlist, sem krefst nokkurrar sérþjálfunar hvað varðar mótun hendinga og útfærslu „melisma“ ritháttar þess, sem ein- kennir barokktónlist. Tvísöngurinn Komm, lass mich nicht länger war- ten, sem sunginn var af Mörtu Guð- rúnu Halldórsdóttur og Önnu Sigríði Helgadóttur, var ekki samhljómandi. „Kórall“ alt-raddarinnar hvarf á köfl- um fyrir mjög ákveðinni hljóman skreytiraddar sópransins og missti þessi kafli fyrir vikið nokkuð af þeirri reisn, sem annars getur að hafa, ef „kórallinn“ hefði verið hljómmeiri. Hljómsveitin var góð undir forustu Zbigniew Dubik og í heild voru þetta mjög góðir tónleikar, sérstaklega fyr- ir glæsilegan söng Dómkórsins, sem hefur ekki verið betri í annan tíma, undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar. Glæsilegur kórsöngur TÓNLIST K i r k j a K r i s t s k o n - u n g s í L a n d a k o t i Dómkórinn flutti verk eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson, Benjamin Brit- ten, Knut Nystedt og J.S. Bach. Einsöngvarar: Marta Guðrún Hall- dórsdóttir, Anna Sigríður Helga- dóttir, Snorri Wium, Ólafur Kjart- an Sigurðarson. Konsertmeistari: Zbigniew Dubik. Stjórnandi: Mar- teinn Hunger Friðriksson. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.