Morgunblaðið - 17.11.2001, Side 62

Morgunblaðið - 17.11.2001, Side 62
62 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. „REYKJAVÍK er menningarborg.“ Hvað þýðir það annars? Hvaða skil- yrði setjum við borg sem vill vera menningarborg? Jú, þar þarf að vera öflugt menn- ingarlíf, það segir sig sjálft. Í menn- ingarborg ríkir líka skilningur stjórnvalda á mik- ilvægi menningar- lífsins. Þar við- gengist aldrei að tónlistarkennarar þyrftu að fara í verkfall til að fá mann- sæmandi laun. Ég hef verið í tónlistarnámi í fimm- tán ár. Ætlun mín er ekki að tala um allar „fórnirnar“ sem ég hef þurft að færa eða allan peninginn sem ég hef þurft að leggja í það (þó vissulega eigi tónlistarnám ekki að kosta svona mik- ið, það á að vera niðurgreitt). Heldur vil ég segja frá því sem það hefur gef- ið mér. Oft er talað um forvarnagildi tónlistarnáms, sjálfsagann sem mað- ur öðlast, samhæfingu huga og handa, samvinnufærni og allt það. Þetta er líka allt alveg rétt. En eitt hef ég hvergi séð minnst á, einmitt það allra- mikilvægasta. Gleðina. Gleðin sem það gefur fólki að stunda tónlist, spila, syngja, hlusta, semja, er ómetanleg. Það sem drífur fólk áfram í tónlist- arnámi (sem að sjálfsögðu er ekki alltaf dans á rósum, til dæmis þarf maður alltaf að vera að æfa sig), er sú ólýsanlega tilfinning sem maður upp- lifir æ tíðar eftir því sem líður á nám- ið. Hún á skylt við trú eða hugleiðslu. Það er tilfinning sem náttúran, trúin og listin blása okkur í brjóst. Augna- blikin þegar maður sameinast ein- hverju stærra og æðra. Þegar maður svífur uppúr úldnu hversdagslífinu á annað plan, spilar tón í „kraftbirting- arhljómi guðdómsins“. Þessi andartök gera okkur að mönnum. Þetta er menningin. Ég hefði haldið að ekkert markmið væri ofar á lista stjórnvalda en að gera borgarbúa að betri manneskj- um. Allavega ætti svo að vera. Og ég er sannfærð um að efld tónlistar- menntun væri stórt skref í þá átt. Err-listinn mun skilja Skilaboðin sem núverandi borgar- stjórn gefur með skammarlegum launatilboðum til tónlistarkennara eru: Tónlistarmenntun er ekki mik- ilvæg. Borgarstjórn sem vill ekki borga tónlistarkennurum mannsæm- andi laun skilur ekki hvað tónlistar- menntun er mikilvæg. Hún sér ekki samhengið á milli þess að vera menn- ingarborg og að fæða af sér ham- ingjusama og frjóa einstaklinga, manneskjur, en ekki bara maskínur sem leggja í stæði og versla til skiptis. Borgarstjórn sem skilur þetta ekki skilur að mínu mati ekki neitt. Og það er ekki mín borgarstjórn sem skilur ekki neitt. Það er heldur ekki borg- arstjórn hinna 11.000 einstaklinganna í tónlistarnámi eða foreldra þeirra, eða annarra sem vilja búa í menning- arborg. Við munum koma Err-listanum í skilning um þetta í komandi kosning- um. GUÐRÚN DALÍA SALÓMONSDÓTTIR, tónlistarnemi og tónlistarleiðbeinandi á leikskóla. Reykjavík er ekki menningarborg Frá Guðrúnu Dalíu Salómonsdóttur: Guðrún Dalía LAMISIL er eina lyfið sem vinnur á svepp í tánöglum. Tryggingastofnun ríkisins er hætt fyrir nokkrum miss- erum að greiða niður lamisil. Þetta hefur komið mjög illa niður á fólki með litlar tekjur svo og öldruðum og öryrkjum. Lengi vel var látið í það skína að þetta yrði leiðrétt og um mistök hefði verið að ræða, þ.e. þetta hefði verið í einhverjum öðrum lyfja- flokki en það átti að vera. Hvað um það. Nú kaupir næstum hver og einn einasti Spánarfari lam- isil á sólarstönd og hefur með sér heim. Ef ekki til eigin nota þá fyrir einhvern sem þarf þess með. Lamisil er ásamt mjög mörgum lyfjum ekki lyfseðilsskylt á Spáni og nýtir fólk sér þetta óspart. Lamisil er nærri helmingi ódýrara þar í landi en hér og er hér kassakvittun því til sönn- unar. Þrjátíu stykkja skammtur kostar á Spáni kr. 5.664 en hér heima kr. 10.800. Nú er einkaleyfi á lamisil og því ekki um neitt annað lyf að ræða og aukinheldur eru apótek á Spáni ekki þekkt fyrir neina góðgerðar- starfsemi. Því er það orðið býsna að- kallandi að Tryggingastofnun upp- lýsi hvernig það megi vera að lamisil er helmingi dýrara hér á landi en á Spáni. Það er reyndar margbúið að reyna að fá svar við þessu, en heil- brigðisráðherra og stofnunin hafa alltaf hunsað málið. HELGI SIGFÚSSON, Austurvegi 25, Hrísey. Okrað á þeim sem síst skyldi Frá Helga Sigfússyni: Kassakvittunin sýnir að lyfið Lamisil er miklu ódýrara á Spáni en Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.