Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 37 Í KOSNINGABARÁTTUNNI 1999 komu til mín tveir galvaskir sjómenn og spurðu: „Veistu hvern- ig við förum að þegar kallinn vill að við komum eingöngu með 5 kg þorsk í land?“ Ekki vissi ég það. „Við veið- um bara 5 kg þorsk,“ sögðu þeir og hlógu stórkarlalega. En svo urðu þeir alvarlegir og báru sig illa undan því að vera settir í þessa stöðu. Að verða að henda fiski og brjóta lög. Hátt verð veiðiheimilda Mikil umræða fer nú fram um brottkast í kjölfar fréttamyndar af brottkasti. Koma sumir af fjöllum yfir þessum ósköp- um. Aðrir trúa enn ekki og tala um sviðsetningu. Sumir kalla eftir refs- ingum og tala um fangelsi. En flest- ir þeir sem vildu vita vissu af þessu brottkasti. Enda segir það sig sjálft. Þegar útgerð þarf að kaupa eða getur selt heimild til að veiða eitt kíló af þorski á 150 kr. þá verð- ur hún að fá 250 kr. fyrir landaðan afla því að það kostar minnst 100 kr. að veiða eitt kíló. Þetta á við bæði þær útgerðir, sem þurfa að kaupa veiðiheimildir og eins hinar sem eiga veiðiheimildir en gætu leigt þær frá sér á 150 kall. Og sjó- menn þurfa að taka þátt í kaup- unum. Dæmið gengur bara upp fyr- ir dýrasta aflan. Stóra þorskinn. Hinu verður rökfræðilega að henda. Orsök vandans er hátt verð á veiðiheimildum og stíf lög. Ég hef áður spurt að því hvers vegna stórútgerðir leigi ekki frá sér veiðiheimildir á 150 kr./kíló því þær skila varla meira en 30 kr. hagnaði á kíló með því að gera út. Hvort út- gerðin vilji ekki græða. Ef þær hlýddu kalli skynsem- innar og leigðu frá sér veiðiheimildir í stórum stíl mundi leiguverðið stórlækka. Hvatinn til brottkasts mundi minnka og staða landsbyggðarinnar stórbatna. Ekkert svar hefur fengist. En fiski er hent af öðrum ástæðum. Plássleysi um borð, verðlítill fiskur, gamall eða ónýtur sem borgar sig ekki að flytja í land. Rökleysan Samkvæmt lögum eiga sjómenn að koma með allan veiddan fisk að landi en þeir verða jafnframt að eiga veiðiheimildir fyrir þeim fiski, sem þeir koma með. Svo afdrátt- arlaus ákvæði virðast ganga út frá því að kvikindin í sjónum syndi um á skipulögðum svæðum. Þorskur hér, ufsi þar, koli annars staðar o.s.frv. Svo eigi skipstjórinn að vita hvernig skipulagið er hjá kvikind- unum og geti pillað út þorsk eða ufsa eða ýsu. Allt eftir því hvað hann á mikið eftir af veiðiheimild- um í þessum tegundum. Þetta er fjarri öllum raunveru- leika. Þeir sem veitt hafa fisk vita að þar ægir öllu saman hverju inn- an um annað. Menn geta jafnvel fengið síld þegar þeir ætla að veiða þorsk. Það er útilokað að eiga veiði- heimildir fyrir öllum fiskum, sem menn kunna að veiða. Þessi lög eru því rökleysa. Þegar sjómenn krækja óvart í fisk, sem þeir eiga ekki veiðiheimildir fyrir, þá eiga þeir fjóra kosti. Henda fiskinum í sjóinn, landa honum framhjá vikt, koma með hann að landi og fara í fangelsi eða ét’ann. Þeir verða að brjóta lög eða borða á sig gat. Hugmynd að lausn Fyrir tæpum 6 árum sendi ég sjávarútvegsnefnd Alþingis hug- mynd um hvernig leysa mætti þessa rökleysu í lögunum. Hún gekk út á það að skipstjóri skips ákvæði fyrir löndun hvað af afla skips skuli dragast frá veiðiheim- ildum skipsins. Aflinn, sem eftir yrði, væri eign Hafrannsóknastofn- unar. Fyrir flutning þess afla í land, löndun og sölu á markaði fengi áhöfnin 5% til 15% af sölu- verði eftir tegundum. Væri það haft nægilega mikið til að hvetja sjó- menn til að að koma með þennan afla að landi en of lítið til að þeir færu að gera út á þann afla. Sig- hvatur Björgvinsson þingmaður greip þessa tillögu á lofti og flutti hana sem breytingatillögu og gat höfundar skilmerkilega. Þar sem sjómenn og útgerðarmenn, sem áttu að vinna eftir tillögunni höfðu ekki gefið álit sitt, greiddi ég at- kvæði gegn eigin hugmynd, sem var felld. Seinna flutti ég tvisvar þingsályktun um þessa hugmynd 1997 og loks frumvarp til laga árið 2000. Engin umræða hefur orðið um hugmyndina, galla hennar og kosti og engar aðrar hugmyndir hafa komið fram. Umsagnir hagsmunaaðila Í umsögn Fiskistofu um þings- ályktunartillöguna 1997 kom fram að brottkast væri alltaf til staðar en myndi eflaust minnka með þessari tillögu en flókið yrði að halda utan um þessa eign Hafró. Sjómanna- samband Íslands hafnaði þeirri hugsun að sjómenn almennt virði ekki lög og vildi hert eftirlit. Vél- stjórafélag Íslands sagði að ekki sé líkt því eins miklum fiski hent í sjó- inn og kemur fram í kjaftasögum. Mat félagsins var að engu þyrfti að breyta. Hafró tók ekki efnislega af- stöðu til tillögunnar. LÍÚ benti á þessa galla: Aukin flokkun fisks kalli á stóraukið eftirlit, aukin vinna sjómanna fyrir litla umbun, fiskmarkaðir ráði ekki við þetta fyrirkomulag og veiðiaðili geti einn boðið í aflann og hagnaður vinnslu geti skapað hvata til veiða þótt út- gerðin fái lágt verð. Fátt kom fram í umsögnum um lagafrumvarpið ár- ið 2000 en þó voru Farmanna- og fiskimannasambandið, Hafró og Þjóðhagsstofnun frekar jákvæð. Fjölmargir aðrir aðilar gáfu enga umsögn. Brottkast virtist vera lítið vandamál og allt í himnalagi. Aðrar betri tillögur hafa ekki komið frá þessum aðilum og ekkert hefur gerst frekar. Breytingar á síðasta ári Ekki er sanngjarn að segja að ekkert hafi verið gert til að laga þessa rökleysu. Í nýjustu breyting- artillögum ráðuneytisins er að finna pínulitla opnun í þessa veru og er það vel. Allt að 5% af afla hvers veiðitúrs má vera eign Hafró. Fyrir þann hluta fær áhöfnin 10 kr. óháð gæðum. Enginn hvati er fyrir áhöfnina að fara vel með þetta hrá- efni eða selja það háu verði. Hvað gerist ef söluverðið er 8 kr.? Fær áhöfnin sinn tíkall? Hvað gerir svo áhöfnin sem lendir í stóru ýsu- eða ufsakasti en ætlaði að veiða þorsk? Þá duga engin 5% af afla. Á síðasta þingi voru gerðar nokkrar lagfæringar á kerfinu. Út- gerðin getur t.d. keypt sér veiði- heimildir eftirá innan þriggja daga. Þær breytingar milda rökleysuna. En þessar aðgerðir ganga of skammt og áfram munu sjómenn horfa skelfingu lostnir á afla koma úr djúpinu, sem þeir mega ekki hafa veitt. Með sama hraða tekur líklega hálfa öld að laga rökleysuna að fullu. Á meðan hendum við fiski- stofnunum í sjóinn. Dauðum. Brottkast rökfræðinnar Pétur H. Blöndal Kvótinn Svo afdráttarlaus ákvæði virðast ganga út frá því, segir Pétur H. Blöndal, að kvikindin í sjónum syndi um á skipulögðum svæðum. Höfundur er alþingismaður. Á DÖGUNUM var ég viðstödd athöfn er einkarekinn háskóli hér í borg var að taka í notkun glæsilegt hús- næði þar sem ekkert er til sparað og var sann- arlega ánægjulegt að sjá hvað þar er búið vel að nemendum og starfsfólki. Ég óska að- standendum skólans hjartanlega til ham- ingju með aðstöðuna. Þarna er um að ræða skóla sem fær sama fjármagn til síns rekstrar á nemanda frá ríkinu og Háskóli Ís- lands, stolt þjóðarinnar sem við ger- um endalausar kröfur til um fram- boð á námi og kennslu. Í slíkri stofnun sem Háskóli Íslands er, þar sem ætlast er til að boðnir séu fram hinir smæstu áfangar t.d. í grísku og latínu, er erfitt að nýta sér hag- kvæmni stærðarinnar eins og hægt er að gera í skólum sem einkum kenna vinsæl fög þar sem fólk hefur á vísan að róa með hálaunastörf að námi loknu. Nemendur taka þess vegna lán fyrir skólagjöldum til að greiða að námi loknu. Það reiknilíkan sem notast er við þegar fjármagn er ákveðið til rík- isháskóla er ekki óskeikult frekar en önnur slík mannanna verk. Í Svíþjóð, þaðan sem það er ættað, eru 30 nem- endur á bak við hverja kennsluein- ingu en hjá okkar litlu þjóð hefur ekki reynst unnt að hafa nema 20 nemendur að baki hverri einingu að meðaltali þótt sumar séu auðvitað mun fjölmennari. Þess vegna þyrft- um við að áætla í þetta um þriðjungi meira fjármagn en gert er þar sem um það er þjóðarsátt, ef ég hefi skilið það rétt að innheimta ekki skóla- gjöld í ríkisreknum háskólum. Því miður er það ekki gert. Því er staðan sú að til að létta örlítið á fjárhagnum á nú að reyna að freista þess að draga sem flest undir þann hatt að það geti kallast kostnaður við inn- ritun til að réttlæta hækkun á skráningar- gjöldum. Þessu mót- mæli ég og skora á hæstvirtan ráðherra að gera betur í fjárfram- lögum til ríkisreknu háskólanna þannig að þá megi reka með fullri sæmd. Ef við ætlum að tryggja jafnrétti til náms á Íslandi er nauð- synlegt að námsmenn geti valið um fjölbreytt nám sem styrki innviði samfélagsins, ekki að- eins þá sem geta borg- að rífandi laun fyrir há- skólamenntað fólk. Það er ekki hægt að vísa til þess að allir geti fengið lán fyrir skólagjöldum því að til að fá lán eins og málum er nú háttað á Íslandi þarf ábyrgðarmenn sem kerfið tekur gilda. Því miður hafa ekki allir náms- menn aðgang að slíkum. Raunar er mjög brýnt að hætt verði að krefjast ábyrgðarmanna á námslán og hver námsmaður standi sjálfur ábyrgur fyrir sínum lánum. Samfylkingin hefur áður lagt fram tillögur þess efnis sem því miður voru felldar. Þær verða aftur lagðar fram innan tíðar og vonandi sjá nú fleiri þing- menn réttlætið í því að ungu efnilegu námsfólki verði ekki meinað að læra það sem hugur þeirra og hæfileikar beinast að vegna fjárhagsástæðna ættingja. Fjármögnun háskóla Sigríður Jóhannesdóttir Nám Ég skora á hæst- virtan ráðherra, segir Sigríður Jóhannes- dóttir, að gera betur í fjárframlögum til ríkisreknu háskólanna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi. Gjafavaran er komin Glæsilegt úrval afsláttur af öllum vörum til jóla Sófar 25% O P I Ð M Á n - F Ö S 1 0 - 1 8 L A U G A R D A G 1 1 - 1 6 S U N N U D A G 1 3 - 1 6 BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI 554 6300 netfang: mira@mira.is heimasíða: www.mira.is AUGLÝSIR Veislan í Míru heldur áfram i l í í l Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.