Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 14
LANDIÐ
14 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LANDGRÆÐSLUVERÐLAUNIN
fyrir 2001 voru afhent í Gunnars-
holti síðastliðinn miðvikudag, 14.
nóvember. Þessi árlega verðlaunaaf-
hending er í samræmi við markmið
Landgræðslunnar og stefnu stjórn-
valda, að styðja störf almennings við
hvers konar landbætur.
Að þessu sinni hlutu verðlaunin;
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar,
Ferðafélag Íslands, hjónin Gísli
Halldór Magnússon og Ásta Sverr-
isdóttir, bændur á Ytri-Ásum í
Skaftártungu, og Kristófer Bjarna-
son, kirkjuvörður í Selvogi.
Verðlaunagripirnir nefnast „Fjör-
egg Landgræðslunnar“ og eru unnir
af Eik – listiðju í Miðhúsum á Egils-
stöðum. Það var Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra sem afhenti
verðlaunin við hátíðlega athöfn.
Í máli Sveins Runólfssonar land-
græðslustjóra kom fram að á síðustu
9 árum hefði Landgræðslan veitt ár-
lega nokkrum aðilum sérstaka við-
urkenningu fyrir vel unnin störf en
með verðlaununum vill Landgræðsl-
an vekja athygli almennings á því
hve mikið starf er innt af hendi við
ræktun og fegrun ásýndar landsins.
Gróðursnauðir melar
klæddir skógi
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
sem var stofnað 20. maí 1955 hefur á
46 árum gróðursett um 900 þúsund
plöntur. Félagið hefur þá stefnu að
skógur umkringi alla byggð í Mos-
fellsbæ og þjóni sem athvarf og skjól
fyrir íbúana. Skógræktardagur er
árviss viðburður hjá félaginu sem
fjöldi manns tekur þátt í. Skógi er
plantað á tíu svæðum og er áhersla
lögð á að klæða skógi gróðurlausa
mela í nágrenni bæjarins.
Unnið er markvisst að því að auð-
velda almenningi aðgang að skóg-
arsvæðum með gerð göngustíga og
upplýsingaskilta ásamt því að kynna
unglingum hið göfuga skógræktar-
starf.
Stórvirki við uppgræðslu lands
Ferðafélag Íslands fær land-
græðsluverðlaunin fyrir að hafa frá
upphafi ferils síns lagt rækt við um-
hverfismál, uppgræðslu og skóg-
rækt. Félagið er einn af frumbyggj-
um Heiðmerkur og hefur umsjón
með stærsta skógarreitnum þar.
Landgræðslusjóður félagsins
styrkir starfsemi þess að umhverf-
ismálum og landgræðslu. Stærsta
einstaka landgræðsluverkefni fé-
lagsins, fyrir utan skógrækt í Heið-
mörk, er uppgræðsla í Þórsmörk
sem hófst um 1990. Þar hefur félagið
unnið stórvirki í samstarfi við Land-
græðsluna og nú er uppgræðslan í
nágrenni Skagfjörðsskála í Þórs-
mörk á lokastigi og félagið að hasla
sé völl á nýjum stað, í Efri-Botnum á
Emstrum sem er að heita má örfoka
en var gróið land fyrr á öldum.
Hafa grætt tugi hektara
af eyddu landi
Í umsögn Landgræðslunnar segir
að Gísli Halldór og Ásta á Ytri-Ás-
um í Skaftártungu hafi með þraut-
seigju og elju sáð grasfræi, borið
áburð á og grætt upp tugi hektara af
eyddu landi með afar góðum árangri
við erfiðar aðstæður. Hluti jarðar
þeirra hefur verið hart leikinn af
óblíðum náttúruöflum í aldanna rás.
Með þátttöku sinni í Suðurlands-
skógum hafa Gísli Halldór og Ásta
plantað nær 100 þúsund trjám í
hluta af uppgræðslusvæðunum. Þau
hjónin hafa lagt fram ómælda vinnu
við að græða og fegra jörðina sem
þau hafa ábúð á. Þannig hafa þau af
alkunnum dugnaði hlúð að því landi
er þau leigja og skila til eftirlifandi
kynslóða með vöxtum og vaxtavöxt-
um.
Það er mat Landgræðslunnar að
þau séu landgræðslubændur í orðs-
ins bestu merkingu og verðugir
fulltrúar þeirra hundraða bænda
sem leggja rækt við uppgræðslu
landsins.
Hrjóstrin víkja fyrir
gjöfulu starfi
Kristófer Bjarnason hefur verið
kirkjuvörður í Selvogi um árabil en
land kirkjunnar hefur verið afar illa
leikið af ágangi sands og sjávar í ald-
anna rás. Talið er að fyrstu varnir
gegn sandfoki hafi verið gerðar í
Selvogi. Ekkert réðst við sandfokið
og jörðin fór í eyði 1690, þrátt fyrir
fjölkynngi presta, eins og segir í um-
sögn Landgræðslunnar.Lítið gerðist
í uppgræðslu í landi kirkjunnar fyrr
en Kristófer hefst þar handa vorið
1989. Hann hefur sáð miklu magni af
lúpínufræi, stungið upp plöntur og
dreift um landgræðslusvæðið af ein-
stökum dugnaði og elju. Þetta starf
hans hefur skilað þeim árangri að á
þessum liðlega áratug hafa gróður-
lausar klappir og sandbollar vikið
fyrir blómlegum gróðri. Eftir nokk-
urra alda baráttu margra mætra
manna við sandfokið hefur Kristófer
nú tekist á örskömmum tíma að láta
hrjóstrin víkja fyrir gjöfulu landi til-
búnu til skógræktar sem Kristófer
hefur reyndar hafið fyrir nokkru.
Kristófer fær viðurkenningu fyrir
óeigingjarnt starf í þágu lands og
þjóða, segir í greinargerðinni.
Landbúnaðarráðherra afhendir landgræðsluverðlaunin 2001 í Gunnarsholti
Viðurkenning-
ar fyrir upp-
græðslu og end-
urheimt lands
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Handhafar Landgræðsluverðlaunanna með landgræðslustjóra og landbúnaðarráðherra. Kristófer Bjarnason,
kirkjuvörður í Strandakirkju, Guðrún Halldórsdóttir, formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Ásta Sveinsdóttir og Gísli Halldór
Magnússon, Ytri Ásum í Skaftártungu, og Haukur Jóhannesson, forseti Ferðafélags Íslands.
Selfoss
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands-
björg fékk á dögunum afhenta björg-
unarbifreið að gjöf frá þýskum
stjórnvöldum. Um er að ræða 10
tonna brynvarinn trukk sem áður var
í notkun hjá þýsku landamærasveit-
unum.
Þessi höfðinglega gjöf var afhent
við athöfn á Akranesi og tók Halldór
Ásgrímsson, utanríkisráðherra,
formlega við bílnum af þýska sendi-
herranum á Íslandi, dr. Henrik Bern-
hard Dane. Ráðherrann afhenti síðan
Jóni Gunnarssyni, formanni Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar, bif-
reiðina. Björgunarbíllinn verður
staðsettur á Akranesi og í umsjá
Björgunarfélags Akraness og tók
Hannes Sigurðsson, formaður félags-
ins, að síðustu við lyklum að bílnum.
Bíllinn var í þjónustu þýsku landa-
mærasveitanna og þessi gerð bíla er
einnig notuð af þýsku óeirðalögregl-
unni. Þar sem um er að ræða hern-
aðartæki, án vopna, er það form haft
á að þýska innanríkisráðuneytið af-
hendir tækið íslenska utanríkisráðu-
neytinu sem síðan afhendir Slysa-
varnafélaginu Landsbjörgu það til
afnota. Þetta er annar bíllinn af þess-
ari gerð sem þýsk stjórnvöld gefa ís-
lenskum björgunarsveitum. Fyrri
bíllinn kom í september sl. og er hann
staðsettur hjá björgunarsveitinni
Kára í Öræfum.
Hér er um að ræða fjórhjóladrifinn
bíl með 10 mm brynvörn. Hann verð-
ur notaður í sérhæfðum björgunar-
aðgerðum við Hafnarfjall og á Kjal-
arnesi þar sem vindhviður hafa feykt
á loft stórum og þungum vörubílum
með tengivagna. Sérstaða bílsins er
þyngd hans og brynvörn og hann fýk-
ur væntanlega ekki af vegum svo
auðveldlega og vegna brynvarnar
hans skiptir ekki máli þó að malbik,
grjót eða annað lauslegt fari á bílinn
á fullum krafti. Bifreiðin tekur alls
níu farþega.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra, og Jón Gunnarsson, formaður
Landsbjargar, þökkuðu í stuttum
ávörpum þýska sendiherranum
þessa höfðinglegu gjöf. Almenn
ánægja ríkir með að þetta öfluga
björgunartæki sé staðsett á Akra-
nesi.
Brynvarinn dreki
tekinn í notkun
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Halldór Ásgríms-
son afhendir Jóni
Gunnarssyni, for-
manni Landsbjarg-
ar, lykla að hinum
nýja björgunarbíl,
sem er á myndinni
hér að ofan. Með
þeim á myndinni er
dr. Henrik Bern-
hard Dane, sendi-
herra Þýskalands á
Íslandi.
Akranes
GENGIÐ hefur verið frá samningi
á milli Þórshafnarhrepps og Ráð-
gjafarstofunnar ehf. í Hafnarfirði
um að starfsmaður Ráðgjafarstof-
unnar ehf., Björn Ingimarsson,
gegni starfi sveitarstjóra Þórs-
hafnarhrepps til loka júní 2002.
Björn mun koma til starfa á næstu
dögum.
Björn hefur reynslu sem ráð-
gjafi og stjórnandi fyrirtækja og
stofnana bæði hér á landi og er-
lendis. Einkum hefur hann starfað
fyrir fyrirtæki á sviði sjávarút-
vegs, verslunar og þjónustu auk
sveitarfélaga. Björn hefur setið í
stjórnum
margra fyrir-
tækja og stofn-
ana. Síðastliðin
tvö ár hefur
Björn starfað
fyrst sem fjár-
málastjóri hjá
Hraðfrystistöð
Þórshafnar hf.
og síðan sem
starfandi
meðeigandi
hjá Ráðgjafarþjónustunni ehf. í
Hafnarfirði.
Björn er kvæntur Sigrúnu Jónu
Óskarsdóttur, förðunarfræðingi,
og eiga þau 5 börn.
Gegnir starfi sveit-
arstjóra til vors
Þórshöfn
Björn
Ingimarsson
MINKAPELSUN er nú hafin á
loðdýrabúum landsins. Það er í
fyrra lagi miðað við undanfarin
ár, oft var minkurinn ekki pels-
aður fyrr en kom fram í desem-
ber. Nú er ráðlagt að klára
minkapelsunina um miðjan nóv-
ember.
Refapelsun fer einnig að byrja
og eru menn farnir að taka ref
og ref og athuga hvort þeir séu
tilbúnir. Það er hvort feldurinn
sé nógu þroskaður til að hann sé
nothæfur til vinnslu.
Verð á minkaskinnum hefur
verið að síga hægt upp á við und-
anfarið, þar spilar þó mest inn í
hækkun á erlendum gjaldmiðlum,
aðallega dollara. Dýrustu minka-
skinnin í dag eru skinnin af hvíta
minknum sem eru í tvöfalt hærra
verði en önnur minkaskinn.
Pelsun haf-
in og hækk-
andi verð á
skinnum
Norður-Hérað
Morgunblaðið/Sig. Aðalsteinsson
Guðmundur Þór Ármannsson
og Kazimierz Kubielas vinna
við að pelsa mink.