Morgunblaðið - 17.11.2001, Side 52
MINNINGAR
52 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Höskuldur Ing-varsson fæddist
11. júní 1924. Hann
lést 9. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Friðrikka
Rósmundsdóttir hús-
freyja, f. 4. nóvem-
ber 1894, d. 5. júní
1975, og Hannes Ing-
var Hannesson sjó-
maður, f. 14. júlí
1895, d. 13. apríl
1946. Þau bjuggu að
Stakkanesi á Ísa-
firði. Systkini Hösk-
uldar eru Rósveig
Jóhannesdóttir, f. 1. maí 1920,
Guðfinna Ingvarsdóttir, f. 6. júlí
1922, d. 2. maí 1940, Hjördís Ing-
varsdóttir, f. 11. júní 1924, d. 30
maí 1950, Oddur Albert Ingvars-
son, f. 7. sept 1925, drengur Ing-
varsson, f. 18. mars 1928, d. 14.
apríl 1928 Pétur Helgi Ingvars-
son, f. 20. nóv. 1930, Hanna Ingi-
björg Ingvarsdóttir, f. 11. nóv.
1933.
Höskuldur kvæntist 31. desem-
ber 1950 Guðlaugu Þorsteins-
dóttur frá Áreyjum í Reyðarfirði,
f. 6 maí 1930. Börn
þeirra eru: 1) Rann-
veig, f. 2. sept. 1950.
Börn hennar eru:
Aðalsteinn, f. 23
mars 1969; Guðlaug,
f. 13. sept 1972; og
Hrafnhildur Brynja,
f. 21. febrúar 1974,
d. 1. júní 1998. 2)
Brynja, f. 3. nóvem-
ber 1961, gift Ólafi
Þór Geirssyni, f. 5.
janúar 1961, börn
þeirra eru Hjördís
Erna, f. 11. ágúst
1979, Atli Þór, f. 22.
apríl 1984, og Íris Ösp, f. 31. októ-
ber 1994. 3) Hrefna, f. 8. október
1967, gift Sigurði Geirfinnssyni,
f. 13. ágúst 1964. Börn þeirra eru
Hafþór Ingi Guðberg, f. 13. jan-
úar 1992, og Guðlaugur Guðberg
og Guðný Hanna, f. 8. sept. 1997.
Höskuldur starfaði ætíð við
fiskvinnslu, fyrst sem sjómaður
og síðan í Hraðfrystihúsinu í
Hnífsdal.
Útför Höskuldar fer fram frá
Hnífsdalskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi minn.
Þetta eiga að vera nokkur kveðju-
og þakkarorð til minningar um þig.
Ég á þér svo margt að þakka. Ég
var eina barnið þitt þar til ég var 11
ára, og þú dekraðir mig svo sann-
arlega. Ég man alltaf daginn sem
Brynja fæddist og við leiddumst
saman út á spítala til að skoða hana
alveg alsæl að fjölskyldan var að
stækka, síðan var ég orðin 17 ára
þegar Hrefna kom í heimin, svo þú
náðir að dekra okkur allar eins og
þér einum var lagið. Hjá þér vorum
við alltaf bestar, svo komu barna-
börnin og þau nutu góðs af því líka.
Það er sterkt í minningunni þeg-
ar ég flutti til Reykjavíkur með
börnin mín, þú varst ekki sáttur við
það, því þér fannst allt best og fal-
legast fyrir vestan. En þú varst svo
duglegur að koma til mín suður og
alltaf komstu færandi hendi, frysti-
rinn varð alltaf fullur af mat þegar
pabbi kom í heimsókn. Svo einn
daginn komstu keyrandi á bíl sem
þú gafst mér, því þér fannst ómögu-
legt að ég þyrfti að labba með börn-
in á dagheimilið eldsnemma á
morgnanna. Einu jólin sem ég
komst ekki vestur á þessum árum,
þá komst þú bara suður til mín, akk-
urat svona var góðmenskan þín, og
þó við værum ekki alltaf sammála
þá vorum við alltaf svo miklir vinir.
Síðustu árin ertu búinn að vera
svo mikið veikur, lítið getað farið,
en samt sagðir þú við mig í hvert
skipti sem við heyrðumst, nú fer ég
að koma suður til þín. Ég veit að þú
varst hvíldinni feginn, en ég er hálf-
döpur að hafa ekki haft meiri tíma
með þér síðustu árin, en ég er þakk-
lát henni Brynju systur hvað hún
hefur hugsað vel um þig og mömmu.
Guð blessi þig pabbi minn og veri
með þér í eilífðinni.
Rannveig.
Í dag verður faðir minn Höskuld-
ur Ingvarsson borinn til grafar.
Hann pabbi er búinn að vera sjúk-
lingur í nokkur ár. Aldrei kvartaði
hann ef hann var spurður hvort
hann fyndi til þá var alltaf sama
svarið: nei, þó að það væri auðséð að
honum liði ekki vel. Mest þótti hon-
um gaman þegar við fórum í bíltúr.
Ef ég spurði hvert eigum við að fara
þá sagði hann alltaf: einn rúnt í
Hnífsdal. Síðan var rúntað í bæinn
og inn í fjörð og það var þreyttur
maður sem lagðist í rúmið sitt eftir
bíltúrana.
Það verða skrítin jól sem fram-
undan eru, enginn pabbi að sækja.
Hann sem beið alltaf spenntur í sín-
um fínu fötum eftir að koma til okk-
ar og borða góðan jólamat og fylgj-
ast með þegar barnabörnin hans
þau Hjördís, Atli, og Íris opnuðu
jólapakkana sína og alltaf undraðist
hann hvað þeir voru margir. Ekki
var það svona þegar hann var lítill.
Það er tómarúm í hjarta mínu,
enginn pabbi að heimsækja á
sjúkrahúsið á Ísafirði, en ég veit að
þér líður vel núna og þú þjáist ekki
meir, og hugga ég mig við það.
Ég og fjölskylda mín þökkum
starfsfólki öldrunardeildar Fjórð-
ungssjúkrahússins á Ísafirði fyrir
góða aðhlynningu.
Hvíl í friði, pabbi minn,
Þín dóttir
Brynja.
Í dag verður faðir minn Höskuld-
ur Ingvarsson borinn til grafar. Það
verður skrýtið að koma á Ísafjörð
hér eftir. Það hefur verið fastur lið-
ur undanfarin ár að vera með annan
fótinn á sjúkrahúsinu hjá pabba
þegar ég er á Ísafirði, en nú verða
þær heimsóknir ekki fleiri.
Síðustu daga hefur svo margt
flogið í gegnum hugann, allir bíltúr-
arnir sem hann fór með mig út um
allar trissur þegar ég var lítil, tím-
inn sem við vorum bæði að vinna í
frystihúsinu, alltaf gat ég gengið að
því vísu að pabbi væri í móttökunni
með vindilinn sinn og svo margt
fleira. Eftir að ég flutti til Keflavík-
ur kom hann oft til mín en sagði þó í
hvert sinn að hann skildi ekkert í
hvernig ég gæti búið í þessum
vindasama bæ. Ég hef alltaf verið
svo ánægð með að hann var staddur
í Keflavík þegar ég átti mitt fyrsta
barn, hann rétt náði að sjá strákinn
áður en hann fór í flug.
Undanfarin ár hefur heilsu pabba
verið að hraka smám saman en
hann naut góðrar umönnunar á
Sjúkrahúsinu á Ísafirði og ekki síst
frá Brynju systur, hún var hans
stoð og stytta. Takk fyrir Brynja
mín að hugsa svona vel um pabba.
Einnig langar mig að þakka starfs-
fólkinu á Sjúkrahúsinu á Ísafirði
fyrir þá umönnun sem bæði pabbi
og ég fengum síðustu dagana hans.
Takk fyrir að gefa mér lífið pabbi
og fyrir að vera þú sjálfur alla þína
tíð.
Hrefna Höskuldsdóttir.
Elsku afi. Síðastliðinn föstudag
barst okkur systkinunum fregn um
að afi okkar væri látinn. Langþráð
hvíld eftir löng og ströng veikindi.
Við fórum að rifja upp minningar af
afa, góðar, gamlar og nýjar. En ekki
frá sama sjónarhorni, þrátt fyrir að-
eins þriggja ára aldursmun okkar.
Manstu eftir þessu? Já, og svo…
Addi bróðir sagði mér frá tímum
þar sem þeir þvoðu og bónuðu bíl-
inn fyrir rúntana um Ísafjarðarbæ
og ég man best eftir því þegar afi
kom suður í tíðar heimsóknir til
okkar og var ávallt með harðfisk og
fleira gott með sér.
Á sumrin vorum við svo send
vestur til afa og ömmu á Strandgöt-
una.
Það koma fram góðar minningar,
góði maturinn hennar ömmu og
vindlalyktin af afa. Sem unglingar
fórum við að vinna í fiski og var afi
alltaf tilbúinn að reka okkur í vinn-
una: „Á fætur, ekkert hangs, ætl-
arðu ekki að fara vinna?“ Alveg
sama hversu snögg við vorum, alltaf
þurfti hann að bíða eftir okkur.
Í seinni tíð hætti hann að koma
suður til okkar og við fórum alltof
sjaldan til hans og ömmu. En alltaf
var hann glaður að sjá okkur og
spurði endalaust um líf okkar, hvað
við værum að gera, vinna, komin
með mann eða konu. Hvernig geng-
ur með börnin? Svo töluðum við og
töluðum.
Elsku afi, við söknum þín svo
mikið. Elsku amma, mamma,
Brynja og Hrefna, Guð veri með
ykkur.
Guðlaug og Aðalsteinn.
Byggðin á Stakkanesi við Ísa-
fjörð var fámenn um miðja síðustu
öld. Raunar byggð bænda og verka-
manna þar sem nokkur hús stóðu
saman allfjarri kaupstaðarþéttbýl-
inu á eyrinni. Frá Strýtu og inn að
Engi alls fjórtán hús og fólk. Já,
einmitt fólk. Minnisstætt fólk, gott
fólk, börn, ungmenni, fullorðið og
gamalt. Friðrikka Rósmundsdóttir
var alltaf gömul frá því ég man eftir
mér en hún átti oft góðar kleinur og
tók faglega tóbak í nefið. Hvort
tveggja vakti áhuga og athygli mína
og ég elti mömmu oft þegar hún fór
í kaffispjall til Rikku. Sat í horninu,
borðaði kleinur og dáðist að því
hversu oft og faglega hún kom tób-
aki í nös. Aðeins ein kona sem ég
hef kynnst á ævinni finnst mér hafa
tekið henni fram í faglegri neftób-
aksnotkun. Rikka var ekkja og ein-
hleyp verkakona, sem vann mikið
og allt sem til féll en þó mest í fiski.
Á Stakkanesi var saltfisk- og harð-
fiskverkun niðri við sjó, þar unnu
margar konur. Ég hafði hitt tvö
börn Rikku áður, þau Hönnu og
Pétur, sem síðar bjó aðeins innar á
Stakkanesinu. En einn daginn birt-
ist Höskuldur sonur hennar. Flott-
ur í tauinu með fallega konu, Guð-
laugu, og stelpuskjátu. Ég hafði
ekki hugmynd um það þá, strákpúki
með hárlubba og hor, að þessi flotti
kall með vindil yrði fyrsti hásetinn
sem starfaði undir minni skipstjórn
á Gunnhildi ÍS 246, sem var tæp-
lega 60 lesta trébátur, rúmum ára-
tug síðar. Stelpuskjátan var Rann-
veig. Við urðum síðar góðir vinir og
erum enn.
Höskuldur Ingvarsson var mynd-
arlegur maður sem vann sín störf af
trúmennsku og samviskusemi.
Starf háseta á vestfirskum línubát á
sjöunda áratug liðinnar aldar var
ekkert sældarlíf. Bátarnir voru
opnir og oft var fast sóttur sjórinn
og kapp milli skipstjóra um afla.
Þau ár sem við Höskuldur vorum
samskipa á línuveiðum á vetrarver-
tíð á Vestfjörðum fórust stærri
bátar en sjóborgin Gunnhildur ÍS
246 sem byggð var úr eik í skipa-
smíðastöð Marselíusar á Ísafirði ár-
ið 1957. Höskuldur gat stundum
verið rogginn með sig og mátti
vissulega vera það stundum. Hann
var góður sjómaður og sem háseti
bar honum að standa einn svokall-
aða baujuvakt meðan lega var gefin
en þá sváfu allir aðrir. Eitt það
versta sem gat komið fyrir í svarta
myrkri og snjókomu á línubát var
að hásetinn týndi baujunni út í sort-
ann. Ef það gerðist voru þeim há-
seta ekki vandaðar kveðjurnar frá
skipsfélögum. Þá voru ekki nútíma
tæki til nákvæmrar staðsetningar
eins og GPS. Það gat því kostað
margra klukkutíma leit og vakt-
stöðu áhafnar úti í dekki að finna
aftur endabaujulínurnar ef hásetinn
brást á vaktinni.
Ég hitti Höskuld oft eftir að hann
hætti á sjó enda vann hann í fisk-
móttöku Hraðfrystihússins í Hnífs-
dal í mörg ár en ég aflaði fiskjar á
skuttogaranum Páli Pálssyni IS 102
ásamt áhöfn fyrir það frystihús í tvo
áratugi. Þangað fór ég því oft. Það
var ósjaldan sem Höskuldur árétt-
aði við mig, sem rétt var, að aldrei
tapaði hann af bauju í náttmyrkri
og snjóbyl á Vestfjarðamiðum þá
vetur sem við vorum samskipa.
Hann mátti vissulega vera keikur af
sinni vakt, það unnu það starf hans
ekki aðrir sjómenn betur en að týna
aldrei bauju á sinni vakt.
Við skipsfélagarnir á Gunnhild-
inni áttum stundum glaðar stundir
eins og venja er hjá áhöfn. Það var
oft gaman að Höskuldi. Hann var
léttur í lund og stríðinn og átti til
strákslegan prakkaraskap. Hvenær
sem hann var ekki við vinnu var
hann alltaf flottur kall eins og ég sá
hann fyrst, þá strákpúki hjá Frið-
rikku móður hans á Stakkanesinu.
Gulla hugsaði greinilega vel um
kallinn sinn sem ávallt var stíf-
pressaður og stoltur jafnt á göngu á
götum Ísafjarðar sem í góðra vina
hópi.
Höskuldur var einn þeirra manna
sem hægt er að treysta til þeirra
starfa sem þeim eru fengin í hend-
ur. Hann svaraði fyrir sig í orði og
lét engan eiga neitt hjá sér. Aðrir
báru ekki þín skilaboð til annarra
manna, þú lést það flakka beint
sjálfur, hversu sem öðrum líkaði.
Við leiðarlok vil ég þakka, vinur,
viðkynningu og samstarf til sjós og
lands.
Rannveig mín, ég votta þér inni-
lega samúð við lát föður þíns. Móð-
ur þinni Guðlaugu Þorsteinsdóttur
og systrum, Brynju og Hrefnu, færi
ég samúðarkveðjur. Höskuldur
Ingvarsson lést á sjúkrahúsi Ísa-
fjarðar hinn 9. nóvember. Guð
blessi minningu hans og veiti ætt-
ingjum styrk í sorg.
Guðjón A. Kristjánsson.
HÖSKULDUR
INGVARSSON
Það fylgir því
ákveðin tómleikatil-
finning þegar einhver
sem alltaf hefur átt sér fastan stað
í lífi manns er ekki lengur þar. Nú
er Bubba frænka okkar stigin yfir
þau landamæri sem hún eyddi
bróðurparti ævi sinnar í að
skyggnast yfir, en þaðan færði hún
okkur hinum fréttir af því sem fyr-
ir augu bar.
Bubba var alla okkar ævi önnur
af tveimur, þeim Löllu og Bubbu í
BJÖRG S.
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Björg SigrúnÓlafsdóttir,
saumakona og miðill,
fæddist á Þingeyri 3.
júlí 1909. Hún andað-
ist á öldrunardeild
Landspítala í Foss-
vogi 9. nóvember síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá Bú-
staðakirkju 16. nóv-
ember.
Fellsmúlanum, og var
það sjaldan sem önn-
ur þeirra sást öðru-
vísi en að hin væri
skammt undan. Það
er skrýtið til þess að
hugsa að framvegis
verður Lalla ein
heimsótt í Fellsmúl-
ann. Bubba var af
kynslóð sem alltof fá-
ir jafnaldrar okkar fá
tækifæri til að kynn-
ast. Sögur hennar af
því þegar hún fyrst
kom til Reykjavíkur
koma til með að lifa
með okkur og fá vonandi að berast
áfram til komandi kynslóða. Svip-
urinn sem kom á hana þegar hún
taldi sig hafa „sagt of mikið“
gleymist heldur aldrei.
Við systurnar erum Guði ævin-
lega þakklátar fyrir að hafa fengið
að kynnast Bubbu. Samverustund-
irnar með henni verða aldrei metn-
ar til fjár en eru engu að síður með
dýrmætustu eignum okkar.
Elsku Löllu sendum við styrk og
samúðarkveðjur. Bubbu óskum við
velfarnaðar á því ferðalagi sem hún
er nú að hefja. Þetta ferðalag þráði
hún undir það síðasta og við vitum
að þeir góðu vinir sem hún á hinum
megin við landamærin, Pétur,
Nonni, Bára systir og allir hinir,
taka vel á móti henni.
Helga Dögg og Ragnheiður.
Nýlega heyrði ég að það væri til
marks um að maður væri orðinn
gamall þegar maður hætti að búa
um rúmið sitt á morgnana. Bubba
frænka mín taldi sig aldrei gamla
konu. Hún handleggsbrotnaði á
liðnum vetri þegar hún var að búa
um rúmið sitt. Hún sagði lækn-
inum sem vildi leggja hana inn að
hún kærði sig ekki um að vera inn-
an um gamalt fólk.
Ég fæddist í Ásgarðinum hjá
ömmu og afa og bjó þar fyrstu árin
mín. Bubba bjó í kjallaranum. Hún
var þá um fimmtugt og vann við
sauma. Mér þótti alltaf gaman að
koma niður til hennar því hún átti
svo mikið af „punti“. Hún saumaði
líka fína kjóla á mig og dúkkurnar
mínar. Hún átti þann flottasta kjól
sem ég hef séð, ég kallaði hann
gullkjólinn.
Bubba var ekki allra, hún gat oft
verið mjög hvöss og við frænd-
systkinin vorum stundum hálf-
smeyk við hana.
Henni þótti samt óendanlega
vænt um okkur. Hún kenndi mér
margt. Ég var ekki gömul þegar
hún kenndi mér að signa mig og
sagði að ég ætti aldrei að fara úr
húsi á morgnana öðruvísi en að
biðja til Guðs:
Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesú verið mitt skjól.
Í Guðsóttanum gef þú mér
að ganga í dag svo líki þér.
Þetta varð að föstum lið hjá mér
í tilverunni, mér finnst eiginlega að
dagurinn sé ekki góður ef ég sleppi
þessu.
Eftir að amma Esther, Lalla
frænka og Bubba fluttust á hæðina
fyrir neðan okkur í Fellsmúlanum
hitti ég hana daglega. Amma og
Bubba voru eins og prinsessur sem
Lalla hugsaði um. Ég dáðist alltaf
að því að hún þyrði að vera mat-
vönd, því það leyfðist krökkum
ekki á tímum Biafrastríðsins.
Bubba hélt oft miðilsfundi í
Fellsmúlanum. Í mínum augum
hvíldi mikil leynd yfir þessari
starfsemi og var ég hálfsmeyk við
þessa hlið á Bubbu. Þegar ég
komst á unglingsaldurinn fannst
mér að hún hlyti að sjá í gegnum
mig. Við frændsystkinin gerðum
grín að þessu og stundum þurfti að
sussa á okkur þegar Bubba var
með fundi. Þótt ég hafi aldrei leitað
svara við lífsgátunni á þennan hátt
hef ég hitt fullt af fólki sem telur
sig hafa fengið mikla hjálp hjá
Bubbu. Margt af því fólki hefur
haldið tryggð við Bubbu og Löllu
og gefið þeim ómetanlegan fjársjóð
í vinskap.
Síðustu árin hefur mætt mikið á
Löllu frænku. Bubba þurfti sífellt
meiri aðstoð, sem Lalla veitti henni
oft sárlasin sjálf. Lalla gerði allt til
að Bubbu liði sem best.
Þegar ég hitti Bubbu síðast átti
hún orðið erfitt um mál og gat lítið
hreyft sig. Þegar ég heilsaði henni,
hnussaði í henni og hún sagði að
Hilda hefði ekki komið lengi. Hún
var ekkert að fara í grafgötur með
að ég hefði vanrækt hana undan-
farið. En þannig var Bubba og
þannig vil ég minnast hennar.
Ég bið algóðan Guð að vernda
hana og geyma í faðmi sínum.
Hildur Þóra.