Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 64
DAGBÓK
64 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Framtaksleysi og
slóðaskapur R-listans
ÞAÐ væri gott ef þeir gætu
gert sér peninga úr minn-
ismerkinu á Öskuhlíðinni.
Ágætt að hafa þar spilavíti.
Alfreð Þorsteinsson gæti
verið stjóri því hann og hans
félagar eru vanir að spila úr
peningum almennings enda
vanir menn um borð. Og
ekki er hægt að hafa þúfu
sem minnisvarða því það vill
sléttast úr henni og verða
að engu. Þeir hafa nú þegar
ágætis minnisvarða þar
sem er biðskýlið fyrir fram-
an Laugaveg 178. Það hefur
birst mynd af því í blöðun-
um og kvartanir en ekkert
gerist. Það gengur vatn og
for yfir fólk þó að það reyni
að forða sér bak við skýlið
þótt þröngt sé. Á meðan
standa skýli um allan bæ
sem eru þó lokuð að framan
sem aldrei kemur hræða í.
Til hvers er þetta fólk að
biðja um ábendingar? Er
það bara til að blekkja því
ekkert er gert frekar en
fyrri daginn. En hægt er að
leggja í ævintýramennsku
sbr. Línu.Net og enginn
veit hvar þau ósköp enda.
Þessi braskárátta R-listans
er að hasla sér völl á þessu
sviði enda vanir menn í
þeim geira á þeim lista.
P.S. Ég vil biðja þá aðila
sem bera út auglýsinga-
bæklinga að sýna þá lág-
markskurteisi að fara eftir
því þegar fólk óskar eftir að
fá ekki þennan ruslpóst
settan í póstkassann hjá
sér, hvað þá mörg eintök.
Hverjir borga brúsann?
Skúli Einarsson.
Kveðja frá Undirföt.is
SVAR til þín sem leitar að
brjóstahöldurum með
DD-E skálum.
Undirföt.is hefur verið að
selja fallega, „ekki ömmu-
lega“, eins og þú orðar það,
brjóstahaldara í þessum
stærðum og reynt að þjóna
þörfum þeirra sem nota
stærri stærðir.
Það eru jafn misjafnar
tegundir eftir stærðum og
skálum og hægt að finna fal-
legar vörur fyrir þær konur
sem nota D-E-F.
Undirföt.is selur beint til
einstaklinga, á heimakynn-
ingum og í starfsmannahóp-
um innan fyrirtækja, einnig
á www.undirföt.is.
Vala Margrét.
Góð útvarpsstöð
EF ÞIÐ eruð að leita eftir
uppbyggilegu efni til þess
að hlusta á daglega langar
mig til þess að benda ykkur
á nýja útvarpsstöð sem hef-
ur nýverið hafið göngu sína.
Útvarp Boðun fm 105,5 er
útvarpsstöð fyrir alla fjöl-
skylduna. Þar er að finna
frábært uppbyggilegt efni
og góða tónlist sem hægt er
að hlusta á daglangt. Þarna
er að finna fræðslu um
kristna trú, hugvekjur um
mannlegt líf og tilgang lífs-
ins, barnaefni, viðtalsþætti,
lestur úr góðum bókum
o.s.frv. Frábært framtak!
Ánægður hlustandi.
ÞAÐ ER ótrúlegt hvað
einn þingmaður Samfylk-
ingarinnar getur eytt mikl-
um tíma og orku í eins létt-
vægt mál og það hvort
flugvél í eigu ríkisins megi
stundum fljúga með ráð-
herra eða ráðuneytisfólk í
ýmsum erindagerðum.
Það er auðvitað alveg
sjálfsagt að þessi flugvél
ríkisins sé nýtt, hún hefur
verið keypt fyrir ríkisfé og á
að vera notuð í þágu ráð-
herra.
Það er ekki nema von að
fylgi Samfylkingarinnar
minnki þegar margir þing-
menn hennar eru endalaust
að vasast í málefnum sem
engu máli skipta og engu
skila.
Reykvíkingur.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur á seinni árumgerst áhugamaður um hollari
lífshætti og telur augljóst að hagur
manna muni batna til muna með
heilbrigðri sál í hraustum líkama.
Því gladdi að heyra þær niðurstöð-
ur að matarkarfa með skilgreindu
hollustufæði væri um 9% ódýrari
en karfa meðalfæðis, samkvæmt
nýlegri könnun Manneldisráðs og
ASÍ. Hið neikvæða í könnuninni
var þó að hollasta matvaran, ávext-
ir og grænmeti, vó afar þungt í
hollustukörfunni. Það kemur hins
vegar ekki á óvart, enda alltaf jafn
gremjulegt við innkaup að þurfa að
greiða mikið fyrir þessar mann-
bætandi hollustuvörur.
Þetta leiðir hugann að stefnu
stjórnvalda í heilbrigðismálum.
Ljóst er að heilbrigðiskerfið er
dýrt og sífelld átök um hvaða leiðir
eigi að fara og hvernig hægt sé að
spara kostnað og skera þjónustu
niður. Sá grunur hefur læðst að
Víkverja að sjúkdómar og mein
sem hrjá landsmenn séu oft og tíð-
um heimatilbúinn vandi, sem skap-
ast getur m.a. af óhollu mataræði.
Á meðan halda stjórnvöld uppi
háum tollum á grænmeti og ávöxt-
um en hins vegar er sykurinn toll-
frjáls vara og reyndar sérlega ódýr
í innkaupum þegar grænmeti og
ávextir eru nánast lúxus. Það er
eitthvað bogið við þetta og spurn-
ing hvort yfirvöld eigi ekki að slá
tvær flugur í einu höggi með því
að gera ávexti og grænmeti eins
ódýra vöru og nokkurs er kostur
og bæta tekjuskaðann með hækk-
un tolla á vörur eins og sykur.
Slíkt gæti, ásamt öðrum forvarn-
araðgerðum varðandi heilbrigði
þjóðarinnar, jafnframt skilað sér í
framtíðinni í viðráðanlegra heil-
brigðiskerfi.
x x x
SAMDRÁTTUR í efnahagslífiþjóðarinnar kemur nú víða í
ljós. Vaxtastig er svimandi hátt
miðað við vexti hjá öðrum þjóðum
og verðbólgan alltof há um þessar
mundir. Fyrirtæki draga saman í
rekstrinum og uppsagnir orðnar
tíðari en verið hefur um nokkurt
skeið. Sú umræða verður sífellt
áleitnari hér á landi hvort okkur sé
best borgið utan eða innan Evr-
ópusambandsins. Margir telja
krónuna ónýtan gjaldmiðil og vilja
evru og menn sjá fyrir sér heil-
steyptara efnahagslíf með inn-
göngu í ESB. Aðrir telja krónuna
standa fyllilega fyrir sínu og engir
kostir í stöðunni geri inngöngu í
ESB eftirsóknarverða. Ekki getur
Víkverji skorið úr um það nú hvora
leiðina sé betra að fara, eða halda
sig við, en telur þó augljóst að
þessi mál þurfi að skoða rækilega
og kanna ofan í kjölinn. Fáar þjóð-
ir í Evrópu telja sig betur komnar
utan ESB og miðað við sérlega
góða reynslu af EES-samningnum
er ljóst að ekki er hægt að varpa
þeirri hugmynd fyrir róða, án um-
ræðu og ítarlegrar skoðunar, hvort
Ísland eigi að sækja um aðild.
Athygli vekur að enginn ís-
lenskur stjórnmálaflokkur hefur
lagt út í að lýsa yfir stuðningi við
aðildarumsókn. Mest hefur Sam-
fylkingin gælt við þessa hugmynd
en ekki stigið skrefið til fulls.
Samkvæmt fréttum verður tekist
á um Evrópumál á yfirstandandi
landsfundi Samfylkingarinnar og
hvort tímabært sé að hefja aðild-
arviðræður. Að mati Víkverja
væri það hollt fyrir íslenskt
stjórnmálalíf og nauðsynlegur val-
kostur fyrir kjósendur að a.m.k.
einn flokkur lýsti yfir stuðningi
við aðildarumsókn.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 mjög gáfaður maður, 8
spakur, 9 göfug, 10 spil,
11 gremjist, 13 líkams-
hlutar, 15 feitmetis, 18
mannsnafn, 21 hold, 22
stólpi, 23 málgefin, 24 af-
markar.
LÓÐRÉTT:
2 kjáni, 3 kroppi, 4 hljóð-
færið, 5 freyðir, 6 nöld-
urs, 7 eldstæði, 12 veið-
arfæri, 14 kærleikur, 15
vatnsfall, 16 klampana,
17 listum, 18 svikull, 19
skjóða, 20 hljóp.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 freri, 4 sprek, 7 gálan, 8 óskar, 9 agn, 11 synd,
13 orki, 14 eldur, 15 hlýr, 17 málm, 20 sal, 22 tafla, 23
ostur, 24 iðrar, 25 tórir.
Lóðrétt: 1 fugls, 2 ellin, 3 inna, 4 spón, 5 rekur, 6 kerfi,
10 gedda, 12 der, 13 orm, 15 hætti, 16 ýlfur, 18 áttur, 19
mærir, 20 saur, 21 lost.
K r o s s g á t a
TVÆR stúlkur úr list-
hlaupadeild Skautafélags
Akureyrar, Audrey Freyja
Clarke og Kristín Helga Haf-
þórsdóttir, dvöldu í skauta-
æfingabúðum í Finnlandi,
fyrst í maí í vor og svo aftur í
september síðastliðnum.
Vilja þær koma á framfæri
þakklæti til þeirra fyr-
irtækja, félagasamtaka og
einstaklinga sem styrktu
ferð þeirra til Finnlands. Í
æfingabúðunum gafst sex
efnilegustu listhlaupurum á
aldrinum 10 til 13 ára frá
hverju Norðurlandanna og
Bretlandi kostur á að æfa
undir handleiðslu bestu list-
hlaupsþjálfara heims í boði
Alþjóðaskautasambandsins.
Þakkir fyrir styrk
Audrey Freyja Clarke
og Kristín Helga
Hafþórsdóttir
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Freri
og Latana koma í dag,
Kvitnes fer í dag.
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyking-
um í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði
fundur í Gerðubergi á
þriðjudag kl. 17.30.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 9 leikfimi og
vinnustofa, kl. 10 boccia,
kl 13 vinnustofa og bað,
kl. 14 félagsvist.
Leikhúsferð; laugardag-
inn 24. nóvember verð-
ur farið að sjá Kristni-
hald undir jökli eftir
Halldór Laxness í Borg-
arleikhúsinu. Skráning
og upplýsingar í af-
greiðslu, sími 562-2571
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudög-
um kl. 13-16.30, spil og
föndur. Jóga á föstu-
dögum kl. 13.30. Kóræf-
ingar hjá Vorboðum,
kór eldri borgara í Mos-
fellsbæ á Hlaðhömrum
fimmtudaga kl. 17-19.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014, kl. 13-16.
Uppl. um fót-, hand- og
andlitssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566-8060 kl. 8-16.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Ganga kl. 10 frá Hraun-
seli. Á mánudag verður
púttað í Bæjarútgerð-
inni kl. 10 og félagsvist
kl. 13:30. Tölvu-
námskeið í Flensborg
kl. 17.
Næsta fimmtudag verð-
ur opið hús. Menningar-
málanefnd sér um dag-
skrá
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Félagsvist í
Álftanesi 22. nóv. kl.
19.30. Stundaskrá í
hópastarfi er auglýst á
töflu í kjallaranum í
Kirkjuhvoli og á
www.fag.is.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10-13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Sunnu-
dag félagsvist kl. 13.30.
Dansleikur kl. 20,
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánudag brids
kl. 13. Danskennsla Sig-
valda fellur niður.
Þriðjudag skák kl. 13,
haustmót. Alkort spilað
kl. 13.30. Miðvikudag
fara Göngu-hrólfar í
göngu kl. 9.45 frá
Hlemmi. Söngvaka kl.
20.45, umsjón Sigur-
björg Hólmgrímsdóttir.
Silfurlínan er opin á
mánu- og miðvikudög-
um kl. 10-12. Skrifstof-
an er flutt að Faxafeni
12, sama símanúmer og
áður. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði
Glæsibæ. Uppl. á skrif-
stofu FEB kl. 10-16 s.
588-2111.
Gullsmári, Gullsmára
13. Fjölskyldudagur
verður í Gullsmára í
dag laugardaginn 17.
nóv. og hefst með fjöl-
breyttri dagskrá kl. 14.
Ágústa S. Ágústsdóttir
syngur dægurlög, kór
Hjallaskóla syngur vin-
áttulög, dansarar frá
Dansskóla Sigurðar
Hákonarsonar. Hlátur-
inn lengir lífið, sam-
starfsverkefni Smára-
skóla og Hana-nú. Í
barnahorni verða litir,
leir o. fl. Vöffluhlað-
borð.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund og leikfimiæfing-
ar í Breiðholtslaug á
vegum ÍTR á mánu- og
fimmtudögum kl. 19.30,
umsjón Edda Baldurs-
dóttir, íþróttakennari.
Boccia á þriðjudögum
kl. 13 og föstudögum
kl. 9.30, umsjón Óla
Kristín Freysteinsdótt-
ir. Veitingar í veitinga-
búð. Upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575-7720.
Vesturgata 7. Jólafagn-
aður verður fimmtu-
daginn 6. des. Húsið
opnað kl. 17:30. Ragnar
Páll Einarsson leikur á
hljómborð. Jólahlað-
borð, kaffi og eftirrétt-
ur. Kór leikskólans
Núps syngur jólalög
undir stjórn Kristínar
Þórisdóttur. Kvartett
spilar kammertónlist:
Gyða Valtýsdóttir, Ing-
rid Karlsdóttir, Helga
Þóra Björgvinsdóttir og
Anna Hugadóttir.
Danssýning frá Dans-
skóla Jóns Péturs og
Köru. Gospel-systur í
Reykjavík syngja undir
stjórn Margrétar J.
Pálmadóttur. Undir-
leikari Agnar Már
Magnússon. Fjölda-
söngur. Hugvekja, séra
Hjálmar Jónsson dóm-
kirkjuprestur. Allir vel-
komnir, upplýsingar og
skráning í síma 562-
7077.
Hana-nú, Kópavogi.
Þátttakendur í Hlátur-
klúbbi Hana-nú eru
minntir á fjölskyldu-
daginn í Gullsmára
laugardag 17. nóvem-
ber kl. 14-17. Þar hafa
þeir sérstöku hlutverki
að gegna í dagskránni
og samverustundinni
allri ef þeir kjósa svo.
Hláturinn bætir og
kætir.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fleira.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 í Konna-
koti, Hverfisgötu 105.
Nýir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Laugvetningar. Messa
í Bústaðakirkju sunnu-
daginn 18. nóv. kl. 14,
kaffisala eftir messu.
Kvenfélag Eyrar-
bakka. Basar og kaffi-
sala er í dag, laugardag,
í samkomuhúsinu á
Stað kl. 14.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Kvenfélagið Hringur-
inn, Hafnarfirði. Jóla-
basar verður í Sjálf-
stæðishúsinu við
Strandgötu á morgun,
sunnudag, kl. 15. Hand-
unnir munir og kökur
verða til sölu. Allur
ágóði rennur til líknar-
mála.
Kristniboðssambandið
þiggur með þökkum alls
konar notuð frímerki,
innlend og útlend, ný og
gömul, klippt af með
spássíu í kring eða um-
slagið í heilu lagi (best
þannig). Útlend smá-
mynt kemur einnig að
notum. Móttaka í húsi
KFUM & K, Holtavegi
28, Rvík, og hjá Jóni
Oddgeiri Guðmunds-
syni, Glerárgötu 1, Ak-
ureyri.
Minningarkort
Bergmál, líknar- og
vinafélag. Minningar-
kort til stuðnings orlofs-
vikna fyrir krabba-
meinssjúka og
langveika fást í síma
587-5566, alla daga fyrir
hádegi.
Minningarkort barna-
deildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru
til sölu á Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4, s.
551-3509.
Minningarspjöld
Kristniboðssambands-
ins frást á skrifstofunni,
Holtavegi 28 (hús
KFUM og K gegnt
Langholtsskóla) sími
588-8899
Líknarsjóður Dóm-
kirkjunnar, minningar-
spjöld seld hjá kirkju-
verði.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði, til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í síma
456-2700.
Minningarspjöld Frí-
kirkjunnar í Hafnar-
firði fást í Bókabúð
Böðvars, Pennanum í
Hafnarfirði og Blóma-
búðinni Burkna.
Minningarkort Ás-
kirkju eru seld á eft-
irtöldum stöðum:
Kirkjuhúsinu, Lauga-
vegi 31, þjónustuíbúðum
aldraðra við Dalbraut,
Norðurbrún 1, Apótek-
inu Glæsibæ og Ás-
kirkju, Vesturbrún 30,
sími 588-8870.
KFUM og KFUK og
Samband íslenskra
kristniboða. Minningar-
kort félaganna eru af-
greidd á skrifstofunni,
Holtavegi 28, í s. 588
8899 milli kl. 10 og 17
alla virka daga. Gíró- og
kredidkortaþjónusta.
Í dag er laugardagur 17. nóv-
ember, 321. dagur ársins 2001. Orð
dagsins: Sá sem byrgir eyrun fyrir
kveini hins fátæka, hann mun sjálf-
ur kalla og eigi fá bænheyrslu.
(Orðskv. 21, 13.)