Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LANDSFUNDUR
SAMFYLKINGARINNAR
Allt frá því, að Alþýðuflokkurinnklofnaði 1930 og Kommúnista-flokkur Íslands varð til, hefur
hugmyndin um sameinaðan flokk
vinstri manna verið á sveimi í röðum
þeirra eða í um sjö áratugi. En í stað
þess að sameinast á ný voru stjórn-
málahreyfingar vinstri manna alltaf að
klofna. Það gerðist 1938 og aftur 1956.
Enn gerðist það 1968 og síðar með
stofnun Bandalags jafnaðarmanna og
Þjóðvaka. Flestir klofningsflokkanna
voru stofnaðir til að sameina vinstri
menn en niðurstaðan varð alltaf meiri
sundrung.
Þessi saga er að mörgu leyti einn af
merkari þáttum í stjórnmálasögu 20.
aldarinnar enda komu sterkir stjórn-
málamenn og litríkir persónuleikar
mjög við sögu. Stundum hafði þessi
klofningur á vinstri vængnum úrslita-
áhrif á framvindu stjórnmálanna. Það
er t.d. ólíklegt að þriggja flokka
vinstri stjórn hefði verið mynduð 1956,
ef ekki hefði komið til klofningur Al-
þýðuflokksins og myndun Alþýðu-
bandalagsins fyrir þær kosningar.
Margir töldu, að þegar hugmynda-
fræðilegur ágreiningur sósíalista og
sósíaldemókrata væri úr sögunni og
ágreiningur Alþýðubandalags og Al-
þýðuflokks um utanríkismál á tímum
kalda stríðsins væri ekki lengur til
staðar væri leiðin greið til sameining-
ar vinstri manna. Allt reyndist þetta á
misskilningi byggt.
Samfylkingin varð að vísu til með
samruna Alþýðuflokks, hluta Alþýðu-
bandalags, Kvennalista og Þjóðvaka
en Vinstri grænir risu upp á rústum
Alþýðubandalagsins og hafa náð svo
sterkri fótfestu, að hið hefðbundna
fjögurra flokka kerfi, sem við höfum
þekkt, er til staðar eftir sem áður.
Þetta hefur ekki sízt gerzt vegna af-
stöðu hinna almennu stuðningsmanna
vinstri flokkanna. Það eru þeir, frekar
en forystumennirnir, sem hafa skapað
þá pólitísku mynd, sem við blasir á
vinstri vængnum.
Það fer ekki á milli mála, að þeir
sem sækja landsfundi Vinstri grænna
annars vegar og Samfylkingar hins
vegar eiga einfaldlega ekki samleið.
Það er umhugsunarefni fyrir vinstri
menn sjálfa hvers vegna hægt hefur
verið að halda saman þeirri breiðfylk-
ingu, sem Sjálfstæðisflokkurinn er,
þrátt fyrir mismunandi skoðanir í
þeim hópi en það sama virðist ófram-
kvæmanlegt á vinstri vængnum. Og
væri það þó augljóslega forsenda fyrir
auknum áhrifum vinstri manna á þró-
un íslenzkra þjóðmála.
Landsfundur Samfylkingarinnar
kom saman í gær og er það fyrsti fund-
urinn í kjölfar stofnfundarins. Fund-
urinn er fjölmennur, sem sýnir um-
talsverðan styrk, og augljóst, að
bakland Samfylkingarinnar er öflugra
en hjá Vinstri grænum ef tekið er mið
af landsfundum þessara tveggja
flokka.
Samfylkingin hefur átt erfitt með að
ná áttum frá því að flokkurinn var
stofnaður. Samfylkingunni hefur ekki
tekizt að staðsetja sig með skýrum
hætti í litrófi íslenzkra stjórnmála.
Fólk veit ekki hver stefna Samfylking-
arinnar og baráttumál eru. Það á eftir
að koma í ljós, hvort landsfundinum nú
tekzt að skýra þessa mynd.
Það er þó alveg ljóst, að Samfylk-
ingin styður þau grundvallarsjónar-
mið, sem sett voru fram í skýrslu hinn-
ar svonefndu Auðlindanefndar þess
efnis, að gjald skuli taka fyrir nýtingu
auðlinda í þjóðareign, hvort sem um er
að ræða fiskimiðin, orku fallvatnanna,
sjónvarps- og símarásir eða aðrar slík-
ar auðlindir. Þetta kom skýrt fram í
ræðu Össurar Skarphéðinssonar, for-
manns Samfylkingarinnar, við setn-
ingu landsfundarins síðdegis í gær.
Þetta er fagnaðarefni. Hins vegar er
ósennilegt að Samfylkingunni takist
að nýta sér þennan málaflokk til þess
að skapa sér sérstöðu í stjórnmálum
vegna þess að aðrir stjórnmálaflokkar
hafa líka gert þessi grundvallarsjón-
armið að sínum stefnumálum. Þetta á
bæði við um Vinstri græna og Sjálf-
stæðisflokkinn. Á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins var samþykkt að taka
skuli gjald fyrir nýtingu fiskimiðanna
og Sturla Böðvarsson, samgönguráð-
herra Sjálfstæðisflokksins, lýsti því
yfir snemma á þessu ári að tekið yrði
gjald fyrir símarásir vegna þriðju kyn-
slóðar farsíma. Það er svo önnur saga
að skoðanamunur er á milli flokkanna
um hvernig útfæra eigi þessa grund-
vallarstefnu.
Meiri líkur eru hins vegar á, að Sam-
fylkingin gæti skapað sér sérstöðu
með því að taka upp baráttu fyrir
auknu lýðræði og beinni aðild almenn-
ings að ákvörðunum um meginmál, en
að slíkum hugmyndum vék formaður
Samfylkingarinnar einnig í setningar-
ræðu sinni. Í því sambandi er athygl-
isverð sú hugmynd hans að fram skuli
fara póstkosning meðal flokksmanna
Samfylkingarinnar um Evrópumálin í
kjölfar opinna umræðna á vettvangi
flokksins um þau málefni.
Stjórnmálaflokkur, sem vill láta
taka sig alvarlega, verður að taka
ábyrga afstöðu til málefna líðandi
stundar. Össur Skarphéðinsson hafði
þetta að segja um kjaradeilu sjúkra-
liða: „Ég segi: Það er farið smánarlega
með þessa mikilvægu starfsstétt og
hún á allan okkar stuðning.“
Hvað felst í þessum orðum? Á for-
maður Samfylkingarinnar við að
ganga eigi að öllum launakröfum
sjúkraliða? Hvað kostar það? Hvaðan
eiga peningarnir að koma? Hvaða
áhrif hefur það á kjarakröfur annarra
heilbrigðisstétta? Hvaða áhrif hefur
þessi stefnumörkun á þá stöðu, sem
hugsanlega er komin upp í kjaramál-
um á hinum almenna vinnumarkaði?
Þessum spurningum verður Össur
Skarphéðinsson að svara ef taka á orð
hans alvarlega.
Formaður Samfylkingarinnar sagði:
„Samfylkingin er á móti skólagjöldum
í grunnskólum, í framhaldsskólum og í
háskólum hins opinbera.“ Háskóli Ís-
lands er í kreppu eins og flestir há-
skólar í Evrópu, sem taka ekki skóla-
gjöld. Samfylkingin verður að skýra
hvernig hún ætlar að leysa þá kreppu
– ef hún vill láta taka sig alvarlega.
Það var ekki hægt að marka af setn-
ingarræðu Össurar Skarphéðinssonar
að hann hefði skýra sýn um það hvern-
ig leysa ætti úr tilvistarkreppu Sam-
fylkingarinnar sjálfrar. Það verður
forvitnilegt að sjá, hvort þessum
myndarlega landsfundi flokksins tekst
betur til í þeim efnum.
Framtíðarsýn okkar er sýnjafnaðarmannsins,“ sagðiÖssur Skarphéðinsson,formaður Samfylkingar-
innar, við upphaf landsfundar
flokksins í gær. Í ræðunni gagn-
rýndi hann efnahagsstefnu ríkis-
stjórnarinnar harðlega og sagði að
efnahagsleg áföll sem dunið hefðu
yfir væru ekki öll óhjákvæmileg.
Össur vék í upphafi ræðu sinnar
að hryðjuverkunum í Bandaríkjun-
um 11. september og sagði að þessir
atburðir hefðu breytt mynd okkar
af heiminum.
„Eftir atburðina 11. september er
hálfvelgja ekki við hæfi þegar
hermdarverk eru annars vegar. Við
höfum stutt samþykktir Sameinuðu
þjóðanna um þessi efni. Við höfum
lýst stuðningi við afstöðu utanrík-
isráðherra. Við styðjum bandalag
aðildarþjóða SÞ sem ætla að láta
einskis ófreistað til að ráða niður-
lögum hryðjuverkamannanna. Ein-
mitt þess vegna eigum við líka að
koma á framfæri gagnrýni okkar á
það sem miður fer í þessari baráttu,
og benda á aðrar leiðir þegar þörf er
á.“
Össur sagði að hryðjuverkin 11.
september hefðu vakið okkur til nýs
skilnings á grunngerð samfélagsins.
Hversdagshetjur þessa dags, sem
unnið hefðu sér virðingu heimsins
væru slökkviliðsmennirnir, hjúkr-
unarfólkið, sjúkraliðarnir, lögreglu-
mennirnir og sjálfboðaliðarnir.
„Starfsmenn hins opinbera eru
ekki hornrekur eins og viðhorf
stjórnvalda gefa svo oft til kynna,
heldur hornsteinar. Hetjur hvers-
dagsins voru opinberir starfsmenn.
Þessar hetjur sýndu okkur fram á
mikilvægi þess að við afrækjum
ekki samfélagslega þjónustu og
samverkamenn okkar innan henn-
ar. Þær sýndu okkur líka að það
þarf sátt um samfélagsþjónustuna,
og það þarf að standa gegn þeim
kreddutrúarmönnum sem vilja
veikja innviði samfélagsins. Það á
að vera keppikefli okkar að umb-
una þeim vel sem sinna þessum
grunnþáttum samfélagsins,“ sagði
Össur og vísaði í því sambandi m.a.
til kjarabaráttu sjúkraliða.
Efnahagsleg áföll
ekki óhjákvæmileg
Össur sagði að mörg fyrirtæki
og margar fjölskyldur reru nú líf-
róður til að komast gegnum hol-
skeflur efnahagslegra áfalla hér á
landi. „Þessi áföll voru ekki öll
óhjákvæmileg. Sum voru búin til í
stjórnarráðinu. Þau eru afleiðing
af mistökum við stjórn efnahags-
mála,“ sagði Össur og minnti á að
forsætisráðherra hefði á undan-
förnum misserum endurtekið aftur
og aftur að viðskiptahallinn væri
góðkynja. Samfylkingin hefði hins
vegar varað við honum og það
hefðu líka gert allir innlendir og er-
lendir sérfræðingar sem komið
hefðu að málinu.
Össur sagði að stjórnmálastarf
yrði að vera jarðbundið. Það ætti
við um stefnu Samfylkingarinnar.
„Við svífum ekki um á skýja-
borgum eins og róttæklingar fastir
í löngu afgreiddum hugmyndum
fortíðarinnar. Við erum ekki fúll á
móti sem leggst gegn öllu án þess
að geta sagt hvað eigi að koma í
staðinn. Samfylkingin vinnur ekki
þannig. Við erum ábyrgur flokkur
sem tökum afstöðu út frá málefn-
um.
Hjá Sjálfstæðisflokknum er
gamalt og hálfgleymt tuldur úr-
eltrar frjálshyggju um að vísa sam-
félagsþjónustunni út á markaðinn
aftur að verða að opinberu guð-
spjalli. Sjálfstæðisflokkurinn talar
nú í fullri alvöru um að einka
heilbrigðisþjónustuna og me
kerfið.“
Átak í menntamálum
Össur sagði að undirstaðan
ir samfélagi framtíðarinnar
kröftug menntastefna, fra
efnahagsstefna og góð velf
þjónusta. Þetta kallaði
„gullna þríhyrninginn“. Sam
ingin vildi fjárfesta í ví
menntunarátaki frá leikskó
háskóla og frá grunnnámi ti
urmenntunar. Flokkurinn
umbylta fjarnáminu, en í því
menntabylting fyrir hinar d
byggðir.
„Framtíðarsýn okkar er
jafnaðarmannsins. Við vilju
allir eigi kost á því að byrja í
rásmarki. Menntun verður a
á allra færi. Fjármunir fo
mega aldrei ráða því hvort
getur brotist til mennta. Við v
tryggja þátttöku allra.“
Össur sagði að Samfylk
hefði haft forgöngu um að
væru upp auðlindagjöld e
stefna fengi nú stuðning úr
áttum.„Meginreglan á allt
vera sú, að gjald verði greit
nýtingu allra takmarkaðra
linda í sameign þjóðarinnar,
sem það eru fiskistofnar í haf
vötn á landi, eða fjarskiptar
lofti,“ sagði Össur og bætti
með auðlindagjöldum og ful
haldi í ríkisútgjöldum væri u
lækka skatta almennings.
Össur gagnrýndi tillögur
stjórnarinnar í skattamálum
meðan hún hjálpar stóru
tækjunum blæðir litlum fyrir
Landsfundur Samfylkingarinnar hófst í gær m
Framtíðarsýn ok
sýn jafnaðarman
Ræðu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarin
Össur Skarphéðinsson
lagði áherslu á það við
upphaf landsfundar
Samfylkingarinnar að
framtíðarsýn flokksins
væri sýn jafnaðar-
manna og flokkurinn
væri jafnaðarmanna-
flokkur.
NOKKUÐ skiptar skoðanir voru um hugs-
anlega Evrópusambandsaðild í málstofu
Samfylkingarinnar um Evrópumál. Flestir
voru sammála um að aðild Íslands að EES-
samningnum hefði verið gæfuspor en í
máli margra fundarmanna kom fram að
ólíklegt væri að hann dygði til langframa.
Staðreyndin væri sú að hann væri smám
saman að útvatnast og því þyrfti að taka
afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu.
Þá töldu margir að aðild að Evrópusam-
bandinu væri ekki nema að takmörkuðu
leyti spurning um fullveldismál; með aðild
að EES-samningnum og nú síðast að
Schengen-sáttmálanum hefðu Íslendingar
þegar afsalað sér verulegum hluta af full-
veldinu án þess að hafa nokkur áhrif á
þær ákvarðanir sem snerta fullveldið.
Í opnunarerindi sagði Erik Boel frá
danska jafnaðarmannaflokknum að allt
stefndi í aukna samræmingu innan ESB og
að lönd sambandsins myndu leysa mál í
sameiningu en ekki hvert fyrir sig. Þessi
samræming tæki til bæði efnhagslegra og
félagslegra þátta og hin hefðbundna skil-
greining á fullveldi ríkja hefði glatað
merkingu sinni. Hins vegar væri full
ástæða til þess að gera Evrópusambandið
lýðræðislegra, draga úr miðstýringu og
einfalda laga- og reglugerðir. Hann benti
og á að Evrópusambandið hefði hlutverki
að gegna í friðar- og lýðræðismálum og
þetta væru m.a. sterk rök fyrir stækkun
sambandsins í austur; ef Austur-Evr-
ópuþjóðirnar fengju ekki aðild væri hætta
á skiptingu Evrópu í tvo hluta, ríkan og og
fátækan, og í stað járntjaldsins kæmi pen-
ingalegt tjald á milli austurs og vesturs.
Erik sagði danska jafnaðarmenn myndu
fagna aðildarumsókn Íslendinga. Inn-
ganga Íslendinga myndi styrkja stöðu
smáríkjanna og gefa norrænu samstarfi
innan ESB aukið vægi.
Margir fundarmenn töldu blikur vera á
lofti og að staða Íslendinga væri orðin
óviðunandi og Samfylkingin yrði að taka
afstöðu til aðildar. Þá var á það bent að
fylgi við ESB-aðild hefði undanfarin tvö ár
verið mu
um eða y
fyrst ísle
af skarið
bjarnard
hafa mei
hvern tím
ræður le
það mynd
Eiríku
umræðan
samband
þætti: ful
andstæði
þætti. Þa
Íslending
samningn
svæðið. G
aðilar fen
sem við h
fullveldis
breytast
Hann sag
arútvegs
EES-samningur duga