Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Haraldsdóttir, ljóð- skáld og þýðandi, hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár, á Degi íslenskrar tungu í gær 16. nóvember. Í umsögn ráðgjafarnefndar um verð- launahafann segir að Ingibjörg sé löngu landskunn fyrir skáldskap sinn. „Ljóðform hennar er knappt og fágað, þar er engu orði ofaukið. Í ljóðum sínum laðar hún fram eftir- minnilegar stemmningar og sýn hennar er frumleg og snörp – og iðu- lega gagnrýnin,“ segir í umsögn nefndarinnar. „Einnig hefur Ingibjörg verið mik- ilvirkur þýðandi. Starf þýðandans er gjarna vanmetið en er þegar best tekst til mikilvægt sköpunarstarf. Þýðingar hafa allt frá upphafi hleypt nýjum hugmyndum og lífskrafti inn í íslenska menningu. Án framlags þýð- enda væri hugmyndaheimur okkar og bókmenntir fátækari. Á því sviði hefur Ingibjörg unnið alveg sérstakt verk og þýtt mörg af helstu bók- menntaverkum heims,“ segir nefndin m.a. um Ingibjörgu. Menningarsjóður Íslandsbanka leggur til verðlaunin sem eru 500 þúsund krónur og heildarútgáfa á verkum Jónasar Hallgrímssonar í hátíðarbandi. Verðlaunin voru afhent í Reyk- holtskirkju í Borgarfirði í gær auk þess sem Félag framhaldsskólanema og Námsflokkar Reykjavíkur fengu viðurkenningar fyrir störf í þágu ís- lenskrar tungu. Ingibjörg Haraldsdóttir þakkaði þá viðurkenningu að bókmenntaþýð- ingar skipti máli og sagði að menn segðu stundum að þýðendur opnuðu glugga og hleyptu inn vindum sem gæti þegar best léti blásið nýju lífi í þær bókmenntir sem fyrir væru og auðgað tungumálið sem þýtt væri á. „Það hlýtur að vera hverjum metn- aðarfullum þýðanda keppikefli að verða slíkur gluggaopnari,“ sagði Ingibjörg og benti á að íslenskar fyr- irmyndir væru nógar og frá ýmsum tímum. Ingibjörg sagðist halda að bók- menntaþýðendur nú til dags reyndu yfirleitt að fara bilið á milli þess að halda trúnaði við höfundinn um leið og reynt væri að láta texta þýðing- arinnar fylgja lögmálum íslenskrar tungu. Tungumál opna dyr Í ávarpi Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra kom m.a. fram að kjörorð Evrópska tungumálaárs- ins væri „Tungumál opna dyr“. „En Evrópuráðið og Evrópusambandið eru frumkvöðlar að því að ný öld hefst með því að leggja áherslu á tungumálið og gildi þess. Tvær ástæður búa þar að baki: Í fyrsta lagi að stuðla að því að menn læri og kenni tungumál og í öðru lagi að minna Evrópubúa á fjölda tungumál- anna í álfu þeirra,“ sagði Björn. Sérstakar viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu hlutu Námsflokkar Reykjavíkur, sem hófu íslenskukennslu fyrir útlendinga að marki árið 1956, þegar hópur ung- verskra flóttamanna kom til landsins. Árið 2001 munu 1.700 manns af hundrað þjóðernum sækja íslensku- nám þar. Guðrún Halldórsdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hönd Námsflokkanna. F.h. Félags framhaldsskólanema tók Íris Elma Jónsdóttir Guðmann, formaður, við viðurkenningu fyrir söngkeppni framhaldsskóla sem allt- af hefur sett það skilyrði að sungið skuli á íslensku. Heilsað upp á grunnskólanemendur Í Borgarfirði heimsótti mennta- málaráðherra Andakílsskóla á Hvanneyri og Kleppjárnsreykja- skóla. Í íþróttasal skólans var hluti nemenda við lokaæfingar á söng- leiknum Æsir og þursar í þýðingu Flosa Ólafssonar sem fluttur var við hátíðadagskrána í Reykholtskirkju. Ráðherra var boðið að skoða starf í skólanum og heimsótti nemendur í kennslustundum undir leiðsögn skólastjórans, Guðlaugs Óskarsson- ar. Grunnskólinn á Kleppjárnsreykj- um á 40 ára afmæli um þessar mund- ir og hefur verið haldið upp á það á ýmsan hátt. Fyrir nokkrum vikum tóku foreldrar í sveitarfélaginu sig til í samvinnu við skólamenn og lögðu knattspyrnuvöll með grasi norðan við nýlegt íþróttahús skólans. Lögðu þar margar hendur saman og hafðist verkið á einni helgi, rétt áður en frost skullu á. Ráðherra heimsótti ennfremur Brekkubæjarskóla á Akranesi og skoðaði viðbyggingu sem formlega var tekin í notkun í gærmorgun. 420 nemendur eru í skólanum. Þá heimsótti ráðherra Grunda- skóla á Akranesi þar sem flutt var dagskrá sem að mestu var helguð verkum Þórarins Eldjárns. 420 nem- endur eru í skólanum. Ingibjörg Haraldsdóttir skáld hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu Engu orði ofaukið í ljóðum Ingibjargar Ráðherra heilsaði upp á nemendur og kennara í Grundaskóla á Akranesi. Morgunblaðið/Ásdís Nemendur Kleppjárnsreykjaskóla flytja söngleikinn Æsi og þursa í Reykholtskirkju. Morgunblaðið/Ásdís Ingibjörg Haraldsdóttir tekur við verðlaununum úr hendi Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra við athöfnina í Reyholti. Reykholti. Morgunblaðið. NEMENDUR í grunnskólum lands- ins héldu með pomp og prakt upp á dag íslenskrar tungu í gær. Margir skólar skipulögðu sérstaka dagskrá í tilefni dagsins þar sem höf- uðáhersla var lögð á móðurmálið með söng og leik. Meðal annars var hinni árlegu stóru upplestrarkeppni 7. bekkinga ýtt úr vör en keppnin stendur fram á vor. Markmið keppninnar er að stuðla að því að hlutur hins talaða máls, sjálfs framburðarins, verði meiri í skólum landsins og vitund þjóðarinnar en verið hefur. Aðal- atriði keppninnar er ekki að velja þann hlutskarpasta heldur að fá sem flesta til þess að leggja rækt við lestur sinn, ekki síst þá sem hingað til hafa orðið útundan í lestri. Reynslan hefur sýnt að einmitt þeir geta komið á óvart þegar þeir fá góða leiðsögn og tækifæri til þess að undirbúa sig. Dagur íslenskrar tungu markar upphaf þriggja mánaða tímabils þar sem gert er ráð fyrir að kennarar leggi meiri rækt en endranær við undirbúinn upplestur í skólastof- unni og listrænan flutning texta. Degi íslenskrar tungu er ætlað að auka veg móðurmálsins, vera dagur sem Íslendingar nota til að minnast og íhuga þá sérstöðu sem end- urspeglast í tungunni. Þar sem áhugi á málinu er mikill í samfélag- inu er talið skynsamlegt að beina kröftum í einn farveg með sam- vinnu fjölmiðla, skóla, félagasam- taka, fyrirtækja og stofnana. Dagur sem Íslendingar nota til að minnast og íhuga þá sérstöðu sem end- urspeglast í tungunni. Íslensk sönglist var í hávegum höfð í Langholtsskóla þar sem þessi mynd var tekin. Morgunblaðið/Þorkell Nemendur í Rimaskóla voru skrautbúnir og þjóðlegir í tilefni dagsins í gær eins og glöggt má sjá. Hátíðisdagur móðurmálsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.