Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 69
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 69 ANNA Kristine Magnúsdóttir ætti að vera lands- mönnum að góðu kunn fyrir útvarpsþætti sína Á milli mjalta og messu. Hún hefur nú ritað bók sem hún kallar Litróf lífsins en þar ræðir hún við fimm konur sem eiga það sammerkt að hafa siglt á milli skers og báru í lífsins ólgusjó. Allar hafa þær þó skilað sér heilar í höfn og í bókinni deila þær reynslu sinni, sorgum og sigrum með les- endum. Konurnar eru þær Anna Margrét Jónsdóttir, Sigríður Geirsdóttir, Þuríður Billich, Sigurjóna Marsibil Lúthersdóttir og Margrét J. Pálmadótt- ir. Á dögunum hittist þessi hópur heima hjá Önnu og þáði góðgerðir; kaffi og líkast til bók með því. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn af tilefninu og smellti mynd af hópnum. Morgunblaðið/Þorkell Kvennafansinn föngulegi hittist í kaffisamsæti hjá Önnu Kristine: (f.v.) Sigurjóna Marsibil, Anna Margrét, Anna Kristine, Þuríður Billich, Sigríður og Margrét. Fimm kjarnakonur Anna Kristine Magnúsdóttir skrifaði bókina Litróf lífsins Svefngengillinn Sleepwalker Hrollvekja Svíþjóð/Noregur, 2000. Myndform VHS. Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Jo- hannes Runeborg. Aðalhlutverk Ralph Carlsson. SVEFNGENGILLINN er kræf hryllingsmynd sem fer sér að engu óðslega í uppbygginu söguþráðs og andrúmslofts og nær fyrir vikið fram sterkum áhrifum. Þar segir frá byggingarverkfræðingi sem virðist lifa fullkomnu lífi, er í góðu starfi og á ástríka fjöl- skyldu. Dag einn breytist allt er hann vaknar al- blóðugur í rúmi sínu og fjölskyldan er horfin. Hann til- kynnir hvarfið til yfirvalda en óttast þó að sú nýlega venja hans að ganga í svefni kunni að tengjast hvarfi fjölskyldunnar. Þegar óvissan verður óbærileg bregður hann á það ráð að festa við sig myndbandsupp- tökuvél áður en hann fer að sofa og skal það viðurkennast hér og nú, að þegar hann horfir á afrakstur nætur- innar í sjónvarpinu heima hjá sér nær leikstjórinn að skapa einhverja óhugnanlegustu stemmningu sem ég hef lengi séð. Fléttan er margbrotin, spennan helst fram undir það síðasta og mörg atriði fá kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds. Fyrsta flokks efni fyrir spennufíkla.  Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Undirliggj- andi hryll- ingur Að njóta lífsins (La Gran Vida/Living it up) Gamanmynd Spánn 2000. Skífan VHS. Öllum leyfð. Leikstjórn Antonio Cuadri. Aðalhlutverk Carlmelo Gómes, Salma Hayek. HÉR ER á ferð lítil snotur spænsk gamanmynd með alvarleg- um undirtón um lífsleiðan stræt- isvagnstjóra sem ákveður að rasa út áður en lætur verða af því að fremja sjálfsmorð. Hann fær sand af seðlum að láni frá okurlánurum og ætlar sér að lifa lífi milljónamær- ings sína síðustu daga. Hlutirnir taka hins vegar allt aðra stefnu þegar hann fellur fyrir gengilbeinu og áttar sig á að lífið er svo sann- arlega þess virði að lifa því. Salma Hayek leikur gengilbein- una og gerir heilmikið fyrir þessa þægilegu og óvenju aðgengilegu mynd af evrópskri mynd að vera. Hún sver sig líka mun frekar í ætt við rómantískar gamanmyndir Hollywood en nokkuð annað og kemur fyrst upp í hugann Pretty Woman enda virðast höfundarnir hafa verið fullkomlega meðvitaðir um það. Um leið og það er athygl- isvert að sjá hvernig spænskur kvikmyndagerðarmaður tekur á al- þekktri Hollywood-uppskrift og tekst býsna vel er það jafnframt helsti galli myndarinnar. Klisjurnar eru einfaldlega fullmargar. Sem af- þreying er myndin meinlaus og þægileg. Skarphéðinn Guðmundsson Fagra kona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.