Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Daily Vits FRÁ S ta n sl a u s o rk a Inniheldur 29 tegundir af vítamínum, steinefnum og Rautt Panax Ginseng. H á g æ ð a fra m le ið sla Apótekin FRÍHÖFNIN NÝ TILLAGA að skipulagi Skuggahverfis verður kynnt íbúum hverfisins í lok mán- aðarins. Að sögn eins af hönnuðum tillögunnar er í henni gengið mun skemur í að að rífa hús sem fyrir eru á svæðinu auk þess sem lóð- armörk eru í grófum drátt- um látin halda sér eins og þau eru. Svæðið sem um ræðir af- markast af Skúlagötu, Klapparstíg, Lindargötu og Frakkastíg. Í maí síðastliðn- um var ákveðið að fresta deiliskipulagi milli Lindar- götu og Hverfisgötu eftir mótmæli íbúa á svæðinu, en þær tillögur sem lágu fyrir þá gerðu ráð fyrir að um 40 hús yrðu rifin, langflest á efri hluta svæðisins. Að sögn Ögmundar Skarphéðinssonar, arkitekts hjá Hornsteinum arkitekt- um, hafa mestu breytingarn- ar á deiliskipulagstillögunum orðið á milli Lindargötu og Hverfisgötu en samstarfsað- ilar Hornsteina eru dönsku hönnuðirnir Arkitekterne Maa Schmidt og Hammer og Lassen k/s og VSÓ ráðgjöf. „Fyrri hugmyndir gerðu ráð fyrir að þarna yrði mun meira byggt upp og því meira rifið. Þá voru menn að styðjast við niðurstöður húsakönnunar Árbæjarsafns sem hefur skilgreint hvaða hluti byggðarinnar þarna hefur verndunargildi og hvaða hluti ekki. Í þeirri til- lögu var kannski gengið lengra í því að fjarlægja þau hús sem höfðu ekki afdrátt- arlaust verndunargildi. Í þessum tillögum sem nú liggja fyrir er gengið mun skemur í þeim efnum, þann- ig að lagt er til að mun fleiri hús geti verið þarna áfram. Hins vegar er það auðvitað eigendanna sjálfra að ákveða hvort þeir vilji endurnýta þau eða byggja öðruvísi upp á lóðunum sínum. Þannig að það eru kannski mestu frá- hvörfin,“ segir Ögmundur. 14 til 24 hús fjarlægð Þá segir hann að önnur meginbreyting sé að Vatns- stígurinn verði látinn halda sér í núverandi mynd. „Í fyrri hugmynd var gert ráð fyrir að hann yrði fluttur til norðurs. Þannig að nú er lögð meiri áhersla á að varð- veita það byggðarmynstur sem fyrir er á svæðinu og ekki farið í eins róttækar breytingar. Þetta er kannski í takt við sjónarmið íbúa þarna í hverfinu.“ Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að fjarlægja eða flytja 14 til 24 bygg- ingar, eftir því hvaða út- færsla verður fyrir valinu. „Engin þessara bygginga hefur verndunargildi, sam- kvæmt úttekt Árbæjarsafns, en af þeim eru 5 í eigu Reykjavíkurborgar,“ segir Ögmundur. „Það sem er meginmálið í þessu skipulagi er að það eru smærri ein- ingar sem eru byggðar upp þannig að í grófum dráttum er núverandi lóðarmörkum haldið. Gamla hugmyndin var sú að það þyrfti kannski að slá saman 5 til 8 lóðum til að mynda eina fram- kvæmdaheild en nú er meira svigrúm fyrir einstaka lóð- arhafa að byggja upp á sín- um eigin lóðum í samræmi við meginhugmyndir skipu- lagsins.“ Hann segir þetta bjóða fleiri kosti fyrir íbúana. „Þeir sem vilja taka þarna þátt í uppbyggingu geta gert það og þeir sem vilja það ekki ráða því þá. Þannig að á endanum getur þetta leitt til þess að þeir sem eiga þarna eldri hús kjósi að fjarlægja þau eða flytja og byggja ný hús á lóðunum og þá er þeim möguleika haldið opnum. Það er þá algerlega ákvörð- un íbúanna sjálfra.“ Ekkert rifið án samþykkis eigenda Ögmundur undirstrikar að húsin muni einungis fara ná- ist samkomulag við eigendur um það. „Það verður ekki eitt einasta hús fjarlægt, rif- ið eða flutt, nema eigendur séu sammála því og það verður ekki farið í neina eignaupptöku eða slíkt. Það er skýr stefna um að sam- komulag verði að vera á milli aðila,“ segir hann. Hvað varðar neðri hluta svæðisins segir Ögmundur að tillagan sé í öllum meg- indráttum óbreytt á milli Skúlagötu og Lindargötu. „Það er svipað byggingar- magn og rætt hefur verið um en menn hafa þróað hug- myndina áfram þannig að af- staða einstakra hluta svæð- isins hefur svolítið breyst innbyrðis. En byggingar- magnið er svipað og sömu- leiðis hæð á húsum og annað þess háttar, þannig að mestu tíðindin eru á svæðinu milli Lindargötu og Hverfisgötu.“ Hann segir afskaplega mikilvægt að uppbygging efri og neðri hluta svæðisins haldist í hendur. „Með þess- um hugmyndum teljum við að það verði tryggt að hverf- ið fái ákveðna endurnýjun sem er mjög mikilvægt. Þetta hefur verið alveg staðnað undanfarin ár fyrir utan að einstaka húseigend- ur hafa ráðist í endurbætur á eigin húsum en engin heildaruppbygging hefur átt sér þarna stað. Með því að prjóna saman uppbygg- inguna á efra og neðra svæð- inu, viðhalda byggðar- mynstrinu á efra svæðinu og tryggja ákveðinn grundvöll fyrir þjónustu þarna eru menn að vonast til að hægt verði að ná fram upphafleg- um markmiðum með skipu- laginu þó að útfærslan sé þó nokkuð öðruvísi en upphaf- lega var lagt af stað með.“ Kynningarfundur hinn 28. nóvember Skipulags- og byggingar- nefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að tillagan verði kynnt fyrir hagsmunaaðil- um, þar með íbúum á svæð- inu og verður kynningar- fundur haldinn í Tjarnarsal Ráðhússins hinn 27. nóvem- ber kl. 17. Íbúum gefst þá kostur á að koma fram með sín sjónarmið varðandi til- löguna áður en ákveðið verð- ur að auglýsa hana formlega. Auglýsingatíminn auk at- hugasemdafrests er 6 vikur áður en tillagan er endan- lega samþykkt. „Næsta skref er að fá fram sjónarmið íbúanna áður en skipulagsnefnd fjallar um auglýsingu hennar,“ segir Ögmundur. Ný tillaga að deiliskipulagi verður kynnt íbúum á fundi innan skamms Óbreyttur Vatnsstígur og færri hús fjarlægð                                             ! " #      $%&"    '%()"        *   +                               ! " ,!-   Skuggahverfi Litlar breytingar á skipulagi milli Lindargötu og Skúlagötu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.