Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 29
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 29 h e i l n æ m a r i b æ k u r s a l k a f o r l a g . i s Líkami konunnar krefst aðhlynningar af öðru tagi en líkami karlmannsins. Heilsubók konunnar geymir víðtækan og nýstárlegan fróðleik um starfsemi kvenlíkamans; sálarlíf, taugakerfi, hormóna, kynlíf, meðgöngu, mataræði, heilsurækt og hollustu ofl. Bókin er sannkölluð fróðleiksnáma fyrir nútímakonur – full af hollráðum um hvernig má viðhalda góðri heilsu og geislandi útliti alla ævi. ólakort JSB J Við erum komnar í hátíðaskap og bjóðum þér jólakort sem gildir frá deginum í dag, 17. nóv. til jólaloka, 6. jan.’02. Jólakortið kostar 5000 krónur og gildir jafnframt sem 15% afsláttur á ný kort í janúar. Jólasveinaglaðningur verður í boði frá því þeir koma til byggða 12. des. og alveg fram að jólum. Þá verða dregin út alls konar kort: gata-, 3ja mánaða, árs-, 1/2 árs og JSB kort sem heppnar jólakonur hljóta. Því fyrr sem þú þiggur boðið þeim mun lengur nýtist það! Vertu velkomin! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfsími 581 3732 DANSRÆKTjsb leggur línurnar L is td a n s • L ík a m s ræ k t • Á ra n g u r NÁMSKEIÐ um kvennaheilsu í um- sjón Arnar Haukssonar kvensjúk- dómalæknis, Sigurðar Guðmunds- sonar landlæknis og Guðbjargar Sig- urgeirsdóttur, sérfræðings í heilsu- gæslulækningum, verður haldið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Ís- lands næstkomandi þriðjudag. Meðal fyrirlesara á námskeiðinu er Hólm- fríður Kolbrún Gunnarsdóttir, sér- fræðingur á Rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlits ríkisins. Erindi henn-ar kallast Heilsufar og vinna kvenna. Hólmfríður segir að kynnt verði ný- leg rannsókn um dánarmein iðn- verkakvenna en fyrst og fremst mun hún fjalla um konur, vinnu og heilsu. „Þetta efni hefur verið minna rann- sakað hjá konum en körlum. Menn eru að leita aðferða til þess að rann- saka tengsl vinnu og heilsu starfandi kvenna en það gilda ekki sömu lögmál hjá konum og körlum á þessu sviði. Ég mun fjalla um það við hvaða vandamál er að etja í rannsóknum af þessu tagi. Einnig ætla ég að greina frá því sem við höfum verið að gera hér í Vinnueftirlitinu. Við höfum m.a. kannað dánarmein, krabbamein og álagseinkenni hjá ýmsum starfshóp- um kvenna. Rannsóknirnar beinast fyrst og fremst að því hvort einhver munur er á milli starfshópa með það að markmiði að fyrirbyggja, sem er rauði þráðurinn í öllum svona athug- unum. Annars staðar hefur komið í ljós mikill munur milli starfs- og þjóð- félagshópa. Við höfum reyndar ekki gert svo víðtækar rannsóknir hér- lendis að við getum fullyrt um þjóðfé- lagið sem heild en við höfum séð mun á milli tiltekinna starfshópa miðað við þjóðarheild,“ segir Hólmfríður. Hún segir að það valdi erfiðleikum í rannsóknum á tengslum vinnu og heilsufars kvenna að starfið virðist ekki hafa svipuð áhrif á lífshætti þeirra og heilsufar eins og fram hefur komið meðal karla. Þegar um konur er að ræða virðist starf maka hafa mikil áhrif. En þjóðfélögin eru að breytast og virk þátttaka kvenna í at- vinnulífinu kann að breyta því. „Við eigum margt órannsakað á þessu sviði og vitum í raun lítið um mismunandi heilsufar starfshópa og þjóðfélagshópa á Íslandi, hvort held- ur um er að ræða karla eða konur. Nokkrar rannsóknir hafa þó verið gerðar á þessu sviði hérlendis og þær benda til þess að mynstrið sé svipað hér og annars staðar, þ.e. að þeir sem hafa litla menntun og vinna ófaglærð störf koma verr út en aðrir. Þetta er talsvert óplægður akur hér á landi en miklar rannsóknir hafa farið fram á þessu annars staðar,“ segir Hólmfríður. Hún segir ljóst að starfið, menntun, efnahagur, hjúskaparstaða og heim- ilisaðstæður skipti miklu máli. „Þrír fyrstu þættirnir eru þeir sem oftast eru notaðir sem mælikvarðar í athug- unum af þessu tagi og það hefur sýnt sig að þeir hafa hver um sig og í sam- einingu mikil áhrif á heilsu bæði kvenna og karla.“ Lífshættir ráðast af hjúskaparstöðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Námskeið um starf og heilsu kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.