Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 21 Louisa Matthíasdóttir Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16 í dag kl. 12-17. Seld verða um 80 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Þá verða seld um 30 ný verk eftir jafnmarga listamenn. Það er gert í samvinnu við Ungfrú Ísland.is og Rauða krossinn, en listamennirnir hafa gefið verkin til styrktar Rauðakrosshúsinu, sem er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 LISTMUNAUPPBOÐ Í KVÖLD KL. 20 Á HÓTEL SÖGU, SÚLNASAL Langt - fyrir lítið út í heim Steindór og Hulda endurtaka snilldarferð sína: 30. jan. 17 d. Stóra-Thailandsferðin Janúarferðir búnar! (nema 4 óstaðfestar pantanir) Laus sæti í mars fyllast óðum Frábærar Thailandsferðir: 9. jan. Undra Thailand - 17 d. frá kr. 129.900.- Heimsklúbbsins - Príma Thailandsferðir Alveg ótrúlegar nýjar PÖNTUNAR- SÍMI: 56 20 400 Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Gjafakort Heimsklúbbsins - fögur jólagjöf fara til Englands. Ég skrifaði til nokkurra flugskóla í Englandi og valdi eftir nokkra umhugsun skóla í Reading skammt vestur af London. Á 21. afmælisdaginn minn, annan ágúst 1932, tilkynnti ég foreldrum mínum að þar sem ég væri orðinn tuttugu og eins árs og réði mér sjálfur, væri ég á förum daginn eftir til Englands að læra að fljúga, fyrir eigin peninga. Þau störðu á mig öld- ungis agndofa. Þau höfðu ekki hug- mynd um áhuga minn á flugi, ekki frekar en aðrir. Þau gerðu enga til- raun til að telja mér hughvarf enda fullseint og hefði auk þess engu breytt. Þau voru orðin ýmsu vön þegar ég átti í hlut, einkum eftir að ég barði í gegn að fá að fara til sjós. Ég tók mér far með togara til Hull. Samskipa mér á leiðinni voru tveir bráðskemmtilegir Englending- ar. Báðir voru þeir miklir hugsjóna- menn og sósíalistar. Ég hafði engan áhuga á stjórnmálum en án þess að ég væri að velta því neitt sérstak- lega fyrir mér eða setja það í póli- tískt samhengi hafði ég eðlislæga trú á einstaklingnum og frelsi hans auk þess sem ég hafði inngróna and- úð á kommúnismanum. En þessir Bretar voru engir kommúnistar heldur heiðarlegir jafnaðarmenn þótt ekki tækist þeim að vekja hjá mér stjórnmála- eða hugsjónaeld. Þeir bjuggu í London og varð ég samferða þeim þangað. Þegar við komum til London máttu þeir ekki heyra á það minnst að ég héldi strax áfram til Reading og kröfðust þess að ég kæmi með þeim heim og skoð- aði mig aðeins um í London. Bjó ég hjá öðrum þeirra sem hét Elvin að eftirnafni og tókst með okkur góður kunningsskapur. Kvöldið sem við komum til Lond- on var flokksfundur hjá þeim fé- lögum og var ekki við annað kom- andi en að ég kæmi með. Elvin hélt þarna mikla þrumuræðu um jafn- rétti og bræðralag. Sagði m.a. frá ferð þeirra félaga til Íslands og klykkti út með að segja: ,,Hér meðal okkar í kvöld er félagi okkar í Sós- íalistaflokki Íslands sem vill fá að segja nokkur orð.“ Það brutust út mikil fagnaðarlæti, en salurinn var þéttskipaður. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, skipti það engum togum að ég var dreginn upp á svið- ið og stóð þar eins og illa gerður hlutur fyrir framan samkomugesti sem horfðu á mig með eftirvænt- ingu. Í þessari stöðu átti ég ekki margra kosta völ. Ég hóf því upp raust mína af miklum myndugleika og pólitískum innblæstri, að mér fannst, um sameiginlega baráttu okkar fyrir betri og réttlátari heimi. Ég væri kominn langt að til að kynna mér baráttu breskra sósíal- ista og lauk svo tölu minni með því að flytja fundargestum hugheilar baráttukveðjur félaga þeirra á Ís- landi. Aftur brutust út mikil fagnaðar- læti og ætlaði lófatakinu aldrei að linna. Var ég miðpunktur athyglinnar það sem eftir var kvöldsins og vissi satt að segja ekki hvort ég ætti að hlæja eða skammast mín. Við fé- lagarnir skemmtum okkur hins veg- ar konunglega yfir öllu saman eftir á og voru þeir hæstánægðir með að hafa tekist að gera úr mér innblás- inn sósíalista, þótt ekki væri nema eina kvöldstund. Elvin félagi minn varð síðar lávarður, lord Elvin, og þingmaður Verkamannaflokksins. Hinn gullni sannleikur Úlfar dvaldi um skeið við nám í Þýskalandi eftir að nasistar komust til valda og keppti einnig á Ólymp- íuleikunum í Berlín árið 1936. Hann kynntist því ástandinu þar fyrir heimsstyrjöldina síðari. Almenningur í Þýskalandi var ótrúlega fáfróður um hvað var raun- verulega að gerast í veröldinni. Hinn eini gullni sannleikur var mat- reiddur ofan í þjóðina af áróðurs- maskínu Göbbels. Borgarastyrjöldin á Spáni fór t.d. að mestu framhjá þýskum almenningi. Nasistar studdu dyggilega við bakið á Franco en það var ekkert fjallað um Spán- arstríðið í þýskum dagblöðum. Ég minnist þess aðeins einu sinni að hafa lesið eitthvað um það í blöð- unum. Það var þegar spænskar flugvélar gerðu árás á þýska her- skipið Burgland undan Spánar- ströndum og fórust 50-60 manns í árásinni. Skipið skemmdist þó ekki meira en svo að þeir sigldu beint til Barcelona og létu skothríðina dynja á borginni. Þegar fréttin birtist í þýsku pressunni spurði fólk í for- undran: Hvað var skipið að gera þarna? Af hverju voru spænskar flugvélar að ráðast á þýskt herskip? Ég heyrði fólk spyrja þessara spurninga. Það vissi ekkert hvað var að gerast í kringum það. Sjálfur vissi ég t.d. lítið sem ekkert um Spánarstríðið fyrr en ég kom aftur heim til Íslands. Þegar ég kom fyrst til Þýska- lands, haustið 1934, voru nasistar nýkomnir til valda í þjóðfélaginu. Mér var verulega brugðið þegar ég kom aftur og sá hvílíkum heljartök- um þeir höfðu náð á þjóðfélaginu á aðeins tveimur árum. Að vísu voru þau hvergi jafn augljós og í Berlín en samt hafði almenningur ótrúlega litla vitneskju um hvað var raun- verulega að gerast hvort heldur var í þeirra eigin landi eða í veröldinni. Að vísu heyrði maður einstaka sinn- um talað um vinnu- eða endurhæf- ingarbúðir en það var mjög óljóst tal. Menn vissu ekki hvers eðlis þær raunverulega voru. Ég hafði orðið svo frægur að sjá Hitler nokkrum sinnum meðan á Ól- ympíuleikunum stóð. Fyrir algera tilviljun sá ég hann aftur. Það var vorið 1937. Ég átti frí enda sunnu- dagur og mjög heitt í veðri. Ég var á leið heim til mín og varð gengið í gegnum Tiergarten lystigarðinn í miðborg Berlínar. Þurfti ég að ganga yfir göngubrú eða öllu heldur göng sem byggð voru yfir eina af mörgum götum sem liggja í gegnum garðinn. En þar sem ég var heitur og þreyttur af göngunni í sumarhit- anum fleygði ég mér niður í grasið í slakkanum við göngin og steinsofn- aði. Allt í einu hrökk ég upp við há- vaða og köll. Gekk ég upp á brúna og leit yfir handriðið niður á götuna. Í því kemur hermaður hlaupandi með byssuna á lofti og miðar á mig. Öskraði hann á mig að ég yrði að koma mér í burtu STRAX, þarna mætti ég ekki vera. Mér dauðbrá því hann var óskaplega æstur. Í þann mund kemur bílalest akandi á hægri ferð og þar sem brúin sem ég stóð á var fremur lág horfði ég beint niður í opinn bíl foringjans og beint framan í hann. Allt í einu fannst mér eins og hægt hefði verið á öllu. Ég stóð þarna og horfði á Hitler aka framhjá og hermaðurinn stóð öskrandi við hlið mér. Eiginlega átti ég von á að hann myndi skjóta mig. Svo rankaði ég við mér og reyndi að skýra málið. Hann rak mig á undan sér með byssunni en sleppti mér eftir að bílalestin var horfin. Eftir á gerði ég mér fyrst grein fyrir hvað ég hafði sloppið naumlega. Ég hefði allt eins getað verið tekinn fastur fyrir að ætla að skjóta foringjann þarna ofan af brúnni. Bókin Úlfar Þórðarson læknir – ævi- minningar er gefin út hjá Setbergi. Höf- undur er Unnur Úlfarsdóttir. Bókin er 287 blaðsíður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.