Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 18/11 – 24/11 ERLENT INNLENT  BAKKAVÖR Group hef- ur keypt breska matvæla- fyrirtækið Katsouris Fresh Food Ltd. í Bretlandi fyrir 15,6 milljarða króna. Um er að ræða stærstu fyr- irtækjakaup í íslenskri við- skiptasögu. Kaupin eru að helmingi fjármögnuð af þremur breskum bönkum. Áætluð velta sameinaðs fé- lags á næsta ári er um 20 milljarðar króna og verða starfsmenn 1.900 talsins. Með kaupunum verður Bakkavör Group eitt af stærstu fyrirtækjunum á Íslandi og verður þar m.a. í hópi með Pharmaco, Baugi og bönkunum.  FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur gert samning til sex mánaða við ríkisflug- félagið í Nígeríu, Nigerian Airways, um áætlunarflug til og frá Nígeríu og innan- lands. Nærri 100 manns fá vinnu vegna þessa verk- efnis, þar af eru Íslend- ingar um helmingur.  LETTNESKUR karl- maður sem handtekinn var á Dalvík á fimmtudag vegna gruns um aðild að tveimur morðum í Lett- landi var á föstudag úr- skurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald að kröfu ríkislögreglustjóra.  GEIR H. Haarde fjár- málaráðherra segir að sjá megi glögg merki um öran samdrátt um þessar mund- ir og margt hafi breyst á verri veg á undanförnum vikum frá því að gengið var frá forsendum fjár- lagafrumvarpsins. Sjúkraliðar semja SJÚKRALIÐAFÉLAG Íslands und- irritaði nýjan kjarasamning við samn- inganefnd ríkisins í Karphúsinu á mið- vikudag og við Reykjavíkurborg á fimmtudag. Samningar höfðu þá verið lausir í rúmt ár. Nýr kjarasamningur gildir til 30. nóvember 2004 og var hann borinn undir félagsmenn SLFÍ á kynningarfundi á föstudag. Á næstu dögum fer fram atkvæðagreiðsla um samninginn. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélagsins, segir samning- inn við ríkið fela í sér launahækkun við undirritun og 3% hækkun við hver áramót á samningstímabilinu. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði samningaumleitanir hafa verið flóknar og erfiðar og að hann væri ánægður að samningar hefðu tekist. Boðuðu þriggja daga verkfalli hefur verið frestað. Lífeyrisskuldbindingar jukust um 68 milljarða LÍFEYRISSKULDBINDINGAR ríkissjóðs jukust um rúma 68 milljarða króna á árunum 1997 til 2000 eða um 72%. Ríkisendurskoðun bendir á þetta í nýútkominni skýrslu um endurskoð- un ríkisreikninga ársins 2000. Stofn- unin vekur sérstaka athygli á stöðugri aukningu skulda ríkisins, sem námu um 413 milljörðum kr. í lok síðasta árs. Ríkisendurskoðun segir hækkun líf- eyrisskuldbindinga vega þungt í stöð- ugri aukningu skulda ríkisins, sem eigi rætur að rekja til kjarasamninga þar sem samið var um að fella yfirvinnu- og aukagreiðslur inn í dagvinnulaun. Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs námu samtals 163 milljörðum um síð- astliðin áramót. Í skýrslunni kemur einnig fram að langtímaskuldir ríkis- sjóðs hafa hækkað um 91 milljarð króna frá árinu 1995 eða um 33%. Hægriflokkarnir vinna stórsigur í Danmörku STJÓRNARANDSTAÐA borgara- flokkanna vann mikinn sigur í þing- kosningunum í Danmörku á þriðju- dag. Eru borgaraflokkarnir í fyrsta sinn frá 1929 með meirihluta á þjóð- þinginu. Poul Nyrup Rasmussen, leiðtogi jafnaðarmanna og fráfarandi forsætis- ráðherra, afhenti Margréti Dana- drottningu afsagnarbréf sitt og stjórn- ar sinnar á miðvikudag og lagði til að Anders Fogh Rasmussen, leiðtoga Venstre og sigurvegara kosninganna, yrði falin stjórnarmyndun. Nær öruggt er talið að Venstre og Íhalds- flokkurinn taki þátt í nýrri stjórn og hugsanlega Kristilegi þjóðarflokkur- inn. Ef meirihlutastjórn hægrimanna á að verða að veruleika þarf hún að njóta stuðnings Danska þjóðarflokks- ins, sem orðinn er þriðji stærsti flokk- urinn á danska þinginu, en búist er við að Venstre reyni í lengstu lög að kom- ast hjá því að mynda stjórn með þess- um umdeilda flokki. Umsátur um Kunduz UMSÁTUR Norðurbandalagsins um borgina Kunduz, síðasta vígi talibana í norðurhluta landsins, hélt áfram í vik- unni. Bandalagið gaf talibönum frest til fimmtudags til að gefast upp, en hóf sókn í átt að borginni er fresturinn rann út. Talibanar hétu því í vikunni að verj- ast áfram í borginni Kandahar og ná- lægum héruðum og sögðust síðar myndu ráðast þaðan og leggja undir sig allt Afganistan. Norðurbandalagið gekk á þriðjudag að boði Sameinuðu þjóðanna um að koma til viðræðna í Berlín um framtíð Afganistans. Markmið viðræðnanna verður að koma á sameiginlegri stjórn þjóðarbrotanna í landinu, er taki við af stjórn talibana.  STAÐFEST var á mánudag að fundist hefði olía og gas í færeyskri lögsögu. Eyðun Elttør, ráðherra olíumála í fær- eysku landstjórninni, ráð- lagði fólki þó að taka tíð- indunum með ró þar sem ekki væri búið að ganga úr skugga um að magnið væri nógu mikið til þess að hægt væri að nýta lind- irnar. Olían fannst á svæði skammt frá mörkum lög- sögu Færeyinga og Breta út af Hjaltlandi, sem bandaríska fyrirtækið Amerada Hess hefur til umráða ásamt danska fé- laginu DONG og færeyska fyrirtækinu Atlantic Petroleum.  SERGEI Ívanov, varnarmálaráðherra Rúss- lands, sagði á miðvikudag að Rússar vildu fá til- lögurétt innan NATO og rétt til þess að hafa áhrif á ákvarðanir bandalagsins. Robertson lávarður, fram- kvæmdastjóri NATO, hitti Ívanov að máli í Moskvu á fimmtudag og ræddu þeir framkomnar tillögur Breta um nánara samstarf bandalagsins við Rússa.  FIMM palestínskir drengir á aldrinum sex til fjórtán ára biðu bana á Gaza-svæðinu á fimmtu- dag þegar einn þeirra sparkaði í ósprungna sprengju frá ísraelskum skriðdreka. Sprengjan lá í kjarrlendi milli byggðar gyðinga og palestínska bæjarins Khan Yunis þeg- ar drengirnir fundu hana á leið sinni í skóla. HALLDÓR Grönvold, skrifstofu- stjóri ASÍ, segist vonast eftir að samkomulag sé að takast milli aðila vinnumarkaðarins um innleiðingu tilskipana um réttindi fólks í hluta- störfum og fólks með tímabundna ráðningu. Í nýrri skýrslu um innleiðingu tilskipana á EES kemur fram að Ís- land stendur sig ekki tiltakanlega vel við innleiðingu tilskipana á sviði félagsmála og vinnuréttar. Páll Pétursson félagsmálaráðherra seg- ir að ástæðan sé ekki síst sú að hann hafi lagt áherslu á að aðilar vinnumarkaðarins næðu samkomu- lagi um framkvæmd reglnanna. Enn ekki búið að lögfesta ákvæði um vinnutíma Halldór sagði að þessi skýring ráðherrans væri rétt að vissu marki. Páll hefði viljað fara þá leið að aðilar vinnumarkaðarins næðu samkomulagi. Því mætti þó ekki gleyma að formlega bæru stjórn- völd ábyrgð á því að gerðir sem samþykktar hefðu verið af sameig- inlegu EES-nefndinni tækju gildi hér á landi. Halldór sagði að efni sumra þess- ara gerða væru hins vegar þannig að það ætti ekkert sérstaklega vel við að fela aðilum vinnumarkaðar- ins að fjalla um málið. Það þyrfti löggjöf til að skapa réttarstöðu í málinu. Það ætti t.d. við um tilskip- un um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Halldór sagði að hið sama ætti að nokkru leyti við um vinnutímatilskipunina. „Það lá alltaf ljóst fyrir að þó að við gerðum samninga við samtök atvinnurekenda í lok árs 1995 og við ríki og sveitarfélög í ársbyrjun 1996 um vinnutímamál myndi sá gjörningur ekki vera fullnægjandi. Í vinnutímatilskipuninni sjálfri er kveðið á um eftirlit og viðurlög sem við aðilar vinnumarkaðarins höfum ekki ráð yfir," sagði Halldór. ASÍ og SA eru að ná saman Frumvarp um vinnutímamál var lagt fyrir Alþingi í vor, en var ekki útrætt. Það er verið að endurskoða vissa þætti þess í félagsmálaráðu- neytinu en gert er ráð fyrir að það verði lagt fram á þingi fljótlega. Halldór sagði að nú væru til um- fjöllunar á vettvangi aðila vinnu- markaðarins tilskipanir um réttindi starfsmanna í hlutastörfum og rétt- indi starfsmanna með tímabundna ráðningu, en báðar þessar tilskip- anir væru hluti af samningum sem Evrópusamband verkalýðsfélaga og Evrópusamband atvinnurek- enda hefðu samið um, en ASÍ og SA eru aðilar að þessum samtökum. Halldór kvaðst vona að þessi mál yrðu leidd til lykta með samningi. Ráðuneytið hefði gefið aðilum vinnumarkaðarins þröng tímamörk til að komast að samkomulagi. Umfjöllun aðila vinnu- markaðarins tekur tíma Hrafnhildur Stefánsdóttir, lög- fræðingur hjá Samtökum atvinnu- lífsins, sagði að það tæki vissulega nokkurn tíma fyrir aðila vinnu- markaðarins að fara yfir tilskipanir EES og ná samstöðu um fram- kvæmdina. Hrafnhildur sagði að umfjöllun um tilskipanir um hlutastörf og tímabundnar ráðningar hefðu tekið talsvert langan tíma. Félagsmála- ráðuneytið hefði hins vegar rekið á eftir því að aðilar vinnumarkaðar- ins kláruðu málið. „Mál sem snerta hlutastörf og tímabundnar ráðningar hafa verið í góðu lagi hér á landi miðað við það sem gerist í öðrum ríkjum. Það má segja að það sé fyrst og fremst pappírsvinna að ljúka málinu. Menn hafa deilt svolítið um áherslur, en ég tel að þetta sé að koma.“ Hrafnhildur sagði að því mætti ekki gleyma að vinnumarkaðurinn væri dálítið sérstakur málaflokkur. „Reglur Evrópusambandsins gera ráð fyrir því að það sé heimilt að semja um innleiðingu reglna um vinnumarkað í aðildarríkjunum og það á ekki við á öðrum sviðum. Það er svolítið misjafnt hvaða leið lönd hafa farið. Það er líka spurning hvernig þessar reglur falla inn í okkar kerfi. Það hefur ekki átt sér stað nein misnotkun á almennum vinnumarkaði hér á landi hvað varðar hlutavinnu eða tímabundnar ráðningar. Framsetning á þessum reglum eru því dálítið framandi fyr- ir íslenskan vinnumarkað. Það á þátt í að þessi mál hafa tafist,“ sagði Hrafnhildur. Samkomulag að tak- ast um innleiðingu Aðilar vinnumarkaðarins um innleiðingu tilskipana LEIKSKÓLAR Reykjavíkur, Menntaskólinn í Kópavogi og Jón Torfi Jónasson hlutu Starfs- menntaverðlaunin 2001 en það eru Starfsmenntaráð og MENNT sem standa að verðlaununum. Markmið verðlaunanna er að styðja við ný- sköpun og framþróun starfs- menntunar á Íslandi ásamt því að vekja athygli á málefninu. Það var Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, sem afhenti verðlaunin að þessu sinni. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum. Í flokki fyrirtækja hlutu Leikskólar Reykjavíkur verðlaun fyrir að hafa m.a. um langt árabil staðið að markvissri símenntun starfsmanna sinna með áherslu á ófaglærða starfsmenn. Mennta- skóli Kópavogs hlaut verðlaun í flokki fræðsluaðila fyrir náms- brautirnar Hótel- og matvælaskól- inn og Ferðamálaskólinn og Jón Torfi Jónasson hlaut verðlaun í opnum flokki sem tekur til rann- sakenda, meistara, einstaklinga og annarra sem taldir eru vinna framúrskarandi starf á sviði starfsmenntamála. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Páll Pétursson félagsmálaráðherra afhenti Helga Kristjánssyni, f.h. MK, Friðrik H. Jónssyni, f.h. Jóns Torfa Jónassonar, og Önnu Hermannsdóttur, f.h. Leikskóla Reykjavíkur, Starfsmenntaverðlaunin 2001. Starfsmenntaverðlaun 2001 afhent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.