Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 56
KVENNABÓSINN Charlie Sheen,
sem hefur ekki verið við kvenmann
kenndur í háa herrans tíð, hefur
uppá síðkastið sést í fylgd hinnar
íturvöxnu Denise Richards.
Richards fór með gestahlutverk í
þáttum Sheen, Spin City, þar sem
hún fór með hlutverk unnustu
hans. Hvort sem hún fann sig svo
vel í því hlutverki er ekki vitað en í
kjölfarið hafa turtildúfurnar sést
saman við ýmiss tækifæri í Holly-
wood.
Sheen hefur verið þekktur fyrir
margt annað en langtíma ástar-
sambönd og verður því forvitnilegt
að vita hvort fyrrum Bond-skvísan
reynist sú eina sanna fyrir hann.
Charlie Sheen
krækti sér í
Bond-stúlku
Reuters
Denise RichardsCharlie She
en
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Dramatískt listaverk!
ÓTH Rás 2
Metnaðarfull, einlæg,
vönduð! HJ-Morgunblaðið
..fær menn til að hlæja
upphátt og sendir hroll
niður bakið á manni.
SG DV
..heldur manni í góðu
skapi frá fyrsta ramma
til þess síðasta!
EKH Fréttablaðið
Þvílíkt náttúrutalent!
SG - DV
Ugla Egilsdóttir er hreint
út sagt frábær!
HJ Morgunblaðið
Edduverðlaun6
Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson
HJ. MBL ÓHT. RÚV
ATH! Sýning kl. 3 á sunnudegi og kl. 2 á mánudegi.
Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. á sunnudegi.
Sýnd kl. 2, 5.45 og 8 á mánudegi.
NÚ ÞEGAR árið
er farið að stytt-
ast heldur betur í
annan endann
fara plötufyr-
irtækin að taka
saman sölutölur
og reikna út hver
var mest selda
plata ársins. Sú
breiðskífa, sem
líklegast mun
tróna á toppi
metsölulistans
þetta árið, hefur
þó aðeins verið í
fjóra daga í sölu
þegar þetta er
skrifað en hefur
þrátt fyrir það
selst í 150 þúsund
eintökum í Bret-
landi einu saman.
Hér er um að
ræða nýjustu
plötu fyrrum Ís-
landsvinarins
Robbies Williams,
Swing When
You’re Winning,
þar sem hann
syngur lög sem Frank Sinatra
gerði fræg á sínum tíma.
Robbie þarf því ekki að hafa
áhyggjur af því að eiga ekki fyrir
jólagjöfunum því að auki þykir
líklegt að smáskífan Somethin’
Stupid, þar sem hann syngur með
leikkonunni Nicole Kidman, verði
söluhæsta smáskífa ársins.
Mikil umræða um ófagran
munnsöfnuð Williams í sjónvarps-
þætti á dögunum virðist ekki
hafa áhrif á sölu plötunnar en
BBC-sjónvarpsstöðin neyddist til
að senda frá sér opinbera afsök-
unarbeiðni vegna þess fjölda
kvartana sem henni barst frá
áhorfendum.
Það sem af er árinu hefur
breiðskífa Hear’Say selst í flest-
um eintökum eða alls 750 þúsund.
Í öðru sæti er Shaggy með plötu
sína Hotshot og í því þriðja Skot-
arnir í Travis með The Invisible
Band.
Metsölulistar ársins í vinnslu
Robbie Williams
söluhæstur?
Robbie Williams er hæstánægð-
ur með aðdáendur sína.
Reuters