Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 37 ✝ Ásta SigríðurMagnúsdóttir fæddist 26. júní 1922 á Háafelli í Hvítár- síðuhreppi í Borgar- firði. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík föstudaginn 16. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Guðmundsdóttir, f. 15.11. 1891, d. 29.4. 1982, og Magnús Finnsson, f. 12.5. 1884, d. 4.9. 1946. Systkini Ástu eru Bergþór, Halldóra, Guðmundur (Balli), Guðrún, Steinunn, Ás- laug, Ragnheiður, látin, Erla og Ingibjörg. Ásta giftist í desember 1952 eftirlifandi manni sínum Otta Sæmundssyni, f. 18.10. 1918. Börn þeirra eru: 1) Guðríður, f. 21.1. 1951, maki Lúðvík Eiðsson, dætur þeirra eru Ágústa og Sóley. 2) Anna, f . 26.10. 1955, maki Hilmar Smith, börn þeirra eru Hrafnhildur Ásta og Ómar Örn. 3) Auður f. 8.4. 1958, maki Ágúst Bjarnason, synir þeirra Otti, Bjarni og Aron. 4) Eyrún, f. 28.8. 1959, búsett í Svíþjóð, sambýlis- maður Erik Jöns- son. Áður eignaðist Ásta dótt- urina Huldu Sólborgu, f. 16.3. 1943, synir hennar eru Eggert og Sigurður. Útför Ástu fer fram frá Foss- vogskapellu á morgun, mánu- daginn 26. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar til að minnast ein- stakrar konu, tengdamóður minnar, Ástu Sigríðar Magnúsdóttur, sem lést í síðustu viku, í örfáum orðum. Hún skipar alveg sérstakan sess í huga mínum. Þar fór sko kona sem ekki gleymist. Nú er erfiðum veik- indum hennar lokið og hún hefur fengið hvíldina, sem ég er viss um að hún þráði. Ég kynntist Ástu fyrir þónokkr- um árum, þótt mér finnist nú að þau séu ekki svona mörg, þegar ég og Anna dóttir hennar vorum að draga okkur saman. Sá maður þá strax að þarna var mikill kvenskörungur á ferð. Hún var ákveðin og rösk og vildi sko að hlutirnir gerðust strax. Maður sá fljótlega að hún stjórnaði heimilinu í Skipholtinu af festu og röggsemi. Ég heyrði það svo fljótlega þegar ég fór að kynnast fjölskyldunni, að hún var gjarnan kölluð „stórveldið í Skipholtinu“ af vinum og fjölskyldu. Þessu hafði hún gaman af, það sagði hún mér oft. Og ekki síður austur í sumarbústað, sem henni þótti svo vænt um. Þar undi hún sér heilu sumrin með stelpurnar sínar og svo kom Otti austur um helgar. Það var svolítið öðruvísi þá, þau ekki með bíl, enginn sími, ekkert rafmagn og kaupfélagsbíll kom einu sinni í viku í sumarbústaðahverfið með helstu nauðsynjar. En hún lét það sko ekki á sig fá, og vildi hún helst hvergi annars staðar vera á sumrin. Á mað- ur mjög margar góðar minningar sérstaklega frá þessum fyrstu árum þarna fyrir austan, með Ástu og Otta, þegar krakkarnir okkar Önnu voru litlir. Þá var allt í föstum skorðum hjá henni, þegar komið var austur í bústað; tengja vatnið, kveikja á olíuofninum, setja stein- olíu á lampana o.fl. o.fl. Var ég í fyrstu að reyna að fá að gera þessa hluti, en það gekk erfiðlega. Hún vildi sko gera þetta sjálf eins og hún var vön, en svo fékk maður að prófa, undir vökulum augum Ástu, og þeg- ar maður var búinn að sanna sig fyr- ir henni, og hún sá að maður gat gert þetta allt, þá var hún að sjálf- sögðu fegin. Það var alla tíð gott að biðja Ástu að gera sér greiða eða hjálpa sér á einhvern hátt, hún var alltaf fús til þess. Enda veit ég fyrir víst að hún naut þess að geta gert eitthvað fyrir stelpurnar sínar, og svo okkur tengdasynina, þegar við bættumst í hópinn og barnabörnin. Það var sko nánast sama hvað það var. Ég þakka það að hafa fengið tæki- færi til að kynnast svo frábærri og skemmtilegri konu sem Ástu, og minningin um hana geymist vel. Hilmar. Hví ég græt, ó burt er æskan bjarta, bernsku minnar dáin sérhver rós. Það er sárt í sínu unga hjarta að sjá hve slokkna öll hin skærustu ljós ... (O. Lindblad/Guðm. Guðmundss.) Þá er komið að kveðjustund elsku amma. Reyndar er orðið langt síðan ég kvaddi þig í huganum þar sem þú varst okkur horfin sökum veikinda þinna. Það var erfitt að fylgjast með þér hin seinni ár amma mín, þú varst hjá okkur en samt svo fjarri og þess vegna hef ég reynt að muna þig eins og þú varst þegar ég var lít- il. Það er ekki erfitt því næstum all- ar bernskuminningar mínar tengj- ast ykkur afa og Skipholtinu, svo ekki sé minnst á sumarbústaðinn. Það var alltaf hægt að skutla mér í Skipholtið til ykkar – ég naut þeirra forréttinda að eiga heimavinnandi ömmu og hvílík amma sem þú varst. Ég sé þig fyrir mér í eldhúsinu, afi er nýkominn upp í hádegismat og þú ert að „stússast“ yfir honum, mér og öllum hinum sem leið áttu um eld- húsið þitt. Það er ekki hægt að tína til eitthvað eitt og segja að þannig hafir þú verið – þú varst bara ein- hvern veginn aðal-kerlingin í öllu, svo ótrúlega ákveðin og kraftmikil og varst ekkert að skafa utan af hlutunum. Ég mun alltaf muna þeg- ar þú hótaðir að berja okkur Hrafn- hildi hvora með annarri ef við vær- um ekki stilltar! Þá hlýddum við að sjálfsögðu enda ekki erfitt að gera eins og þú baðst um – reyndar varst það þú sem spilltir okkur einna mest held ég, passaðir til dæmis að við frænkurnar fengum alltaf allt eins (ég hreinlega þoldi það ekki á tíma- bili, ég var sjö ára og Hrafnhildur fjögurra). Mér er það líka mjög minnisstætt að eitt sinn var ég skömmuð fyrir eitthvað heima hjá mér, þá bjuggum við í Breiðholtinu og þar sem ég taldi mig vera rang- lega „skammaða“ varð ég gríðarlega sár, rauk inn í það herbergi sem ég hélt að vísaði í áttina að Skipholtinu og grenjaði eftir þér, bjargvættinum góða. Í minningunni mátti ég allt og átti ég allt heima hjá ykkur afa. Að fara í „tollaraleik“ í dótinu þínu var hrein unun, það sem þú leyfðir mér að gramsa í öllum skúffunum þínum og meira að segja að skoða í skart- gripaskrínið þitt, en reyndar var ég undir eftirliti þá. Að fá að sofa hjá ykkur afa um helgar var toppurinn, fara í bað og láta stjana við sig á alla kanta – ég man ennþá eftir lyktinni af sænginni sem ég svaf undir, það var svona „ömmulykt“, blanda af sápu og einhverju svo góðu að ég á aldrei eftir að finna þá lykt aftur. Svo varð ég unglingur og þá breytt- ist allt, þú varst áfram Ásta amma sem lagðir kapal við stofuborðið og drakkst hálf-kalt kaffi en það er ekki fyrr en eftir á sem við áttuðum okkur á því að sennilega varst þú orðin veik, fyrr en nokkurn grunaði. Ég vildi að ég hefði sýnt þér jafn- mikla þolinmæði og þú mér þegar ég var lítil stelpa – og það sem ég hef saknað þín eftir að ég eignaðist Snorra. Þú hefðir notið litla lang- ömmustráksins alveg í botn og ég veit líka að þú hefðir skemmt þér vel í brúðkaupinu okkar Egils um dag- inn – reyndar varstu með mér í anda þegar ég gifti mig. Kjóllinn minn minnti mig á einhverja af kjólunum sem þú áttir þegar þið afi fóruð á Fáksböllin í gamla daga sem er svo- lítið skrýtið því ég var ekki einu sinni fædd þá. „Hvað þá gráta gamla æsku- drauma ...“ þetta eru engir æsku- draumar amma mín heldur bara óteljandi minningar um þig sem ég ætla alltaf að varðveita í hjarta mínu og segja Snorra og vonandi systk- inum hans frá. En mesti og besti vitnisburðurinn um þig amma er hvernig hann afi hefur hugsað um þig í veikindum þínum, svo ekki sé minnst á dætur þínar. Ég kvíði því ekki að eldast og hugsanlega veikj- ast ef Egill á eftir að hugsa jafn vel um mig og afi gerði um þig. Bernsku minnar rós er horfin en ... „sama rósin sprettur aldrei aftur þótt önn- ur fegri skreyti veginn þinn.“ Mikið á ég gott að hafa átt þig elsku amma mín, ja nú verður ald- eilis spilaður marías hjá honum guði. Þín Ágústa. Það sem okkur langar nú til að gera er að fá að minnast ömmu Ástu í nokkrum línum. Ásta Sigríður Magnúsdóttir eða amma Ásta eins og við frændurnir kölluðum hana gjarnan skipaði afar skemmtilegan sess í lífi okkar er við vorum að vaxa úr grasi. Við vorum mikið hjá henni, bæði í Skipholtinu og einnig uppi í sumarbústað og áttum við ætíð mjög skemmtilegar stundir saman. Við vorum náttúrulega alltaf að gera hana alveg brjálaða með hlaupum á ganginum í Skipholtinu eða á pall- inum uppí sumarbústað en það vildi hún sko alls ekki. Hlaup voru með öllu óheimil. Margar skemmtilegar sögur og minningar kvikna hjá manni um leið og maður fer að hugsa um hana. Það er þó sérstak- lega ein sem við frændurnir tölum ennþá um enn þann dag í dag og munum líklegast aldrei gleyma. Það var í Skipholtinu, örugglega í kring- um 1987–8 en þá vorum við 7 og 8 ára gamlir, við vorum búnir að vera að stríða Otta afa niðri á verkstæði og hlupum síðan upp og vorum bók- staflega með stórskotaárás á greyið ömmu, hlaupandi á ganginum með þvílík læti, þangað til að Ásta hrein- lega gafst upp. Þá brunaði hún á eft- ir okkur með tilheyrandi skömmum og við hlupum á undan henni inn í herbergi innst á ganginum (og nú var gangurinn í Skipholtinu frekar langur) þannig að við höfðum kannski hálfrar mínútu forskot á að fela okkur. Ég, Ómar, var gómaður undir eins inni í fataherbergi sem liggur á milli herbergjanna í end- anum á ganginum en Otti smeygði sér á bakvið skenkinn eða „buffetið“ eins og amma kallaði það en hann náði Otta ekki nema að öxlunum þannig að hann ákvað í snarhasti að troða lampaskerm á hausinn á sér og viti menn, amma tók feil á Otta og lampa. Þannig að ég var húð- skammaður í bak og fyrir en Otti slapp með skrekkinn, allavega næstu 5 mínúturnar. Þetta fannst okkur svo fyndið að við gátum nán- ast grenjað af hlátri. Þetta er bara brot af þeim sögum er maður gæti skrifað niður um þessa einstöku konu, en hér verður að setja punkt- inn aftan við. Svona viljum við fá að minnast ömmu Ástu sem okkur þótti svo vænt um, sem við gátum fíflast við og hlegið með dag og nótt. Elsku amma Ásta, við vitum að þér líður miklu betur núna, þar sem þú getur stjórnað á ný, bara á öðr- um stað og við góðar undirtektir við- staddra. Þú varst alltaf svo góð við okkur. Við munum aldrei gleyma þér. Takk fyrir allt. Ómar Örn Smith og Otti Ágústsson. ÁSTA SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.              !     " # $%                 !   "&!!  ' """     ' "&!!  () * ""   + "!  ' "" ,                                      ! "       # $   #   #         !"  #   $#   %" " #!"#&#  #   ' %                                           !"             !  " #$  %&' # $%& '($ ')* # $%($ + ,! ($ * # $%-.//*  $ -/ ,)$$ *($ (0&# $%($ *!1)* (0!$)-.//* ) - # $%-.//* )*1)* )*.$($ # $ ) - (0-.//* 0 *$ 02*$&(&0 *$ 0 *$ 0 *$"                                                       !          !" "## $% " "## " &  %"## $' #$ ( !" )   ' *   &  %) +)' *  ') "## $% $,$ "## +"$  $)    $,$ "## - . / ,$ $ $)  ( 0# !" ,$ ) )  * 01 $                     !    "#$ #                    ! "#     $   %$! &!#'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.