Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 31 Heillandi saga um Ófelíu og leikarana í Skuggaleik- húsinu hennar – fyrir börn á aldrinum 3-9 ára. Grímur, brúður, söngur, dans, líf og litir! Samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og Strengjaleikhússins Hljómsveitarstjóri: Lárus H. Grímsson Leikstjórar: Auður Bjarnadóttir og Messíana Tómasdóttir Leikmynd, búningar, grímur og brúður: Messíana Tómasdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Dansar: Auður Bjarnadóttir Söngvarar og sögumenn: Marta G. Halldórsdóttir sópran: Rauðfríða og rödd Ófelíu Sverrir Guðjónsson kontratenór: Fjólufeykir og Dauðinn Hljóðfæraleikarar: Lárus H. Grímsson (Ólívus): klarinett og flauta Kjartan Valdemarsson (Kálblámi): harmónikka og píanó Matthías Hemstock (Grængormur): slagverk Brúðustjórn: Marta G. Halldórsdóttir og Sverrir Guðjónsson Frumsýning 27. nóvember 2001 Leikskólasýningar á morgnana virka daga Almennar sýningar sunnudagana 2. og 9. des. kl. 15 Sala aðgöngumiða á almennu sýningarnar hefst mánudaginn 26. nóvember. Tryggðu þér og börnunum þínum miða! eftir: Lárus H. Grímsson og Messíönu Tómasdóttur Barnaópera Sími miðasölu: 511 4200 EITURLYFJALÖGREGLAN Í Los Angeles er framtíðartakmark Jake Hoyt (Ethan Hawke), góðlegs ungmennis, sem til þessa hefur mælt götur í friðsælu úthverfi borgarinnar. Starfinu fylgir frami, hærri laun, betri aðbúnaður, meiri virðing. Train- ing Day hefst að morgni reynsludags götulöggunnar, sem er settur í umsjá lögregluforingjans Alonzo Harris (Denzel Washington), frægrar og margverðlaunaðrar hetju í eiturlög- regluliðinu. Hoyt lítur upp til hans og hugsar sér gott til glóðarinnar að læra sem mest af þessum mæta manni. Sem reynist sannkallað skít- menni. Viðsjárverður lögreglumaður í viðsjárverðum heimi eiturs, glæpa og ofbeldis í sorahverfum Englaborg- arinnar. Vílar ekkert fyrir sér, dansar sinn vafasama línudans á mörkum glæpa og réttvísi, oftar en ekki röng- um megin. Harris fer með græningjann í sannkallaða vítisreisu um spillt hverfi og viðsjárverða stigu stórborgarinn- ar. Gefur Hoyt englaryk í morgunmat og ruglar á alla vegu, þannig að sá óreyndi botnar lengi vel ekki neitt í neinu, álítur helst að verið sé að leggja fyrir sig gildru. Verður vitni að mútuþægni, morðum og eftir því sem á daginn líður, síendurteknum, gruggugum starfsaðferðum Harris og harðsoðinna starfsfélaga hans, sem minna meira á ótínda glæpa- menn en laganna verði. Gengur hann út frá því sem vísu að atburðarásin sé til þess eins að reyna í sér þolrifin. Svo er ekki, að kvöldi dags á hann fót- um fjör að launa. Að sjálfsögðu setur Hollywood saman söguþráð svo yfirfullan af vafasömum hápunktum að slík ósköp gerast vart á einum degi. Veigamikil atriði svo ólíkleg að þau eru fullkom- lega ótrúverðug, sbr. þátt veskisins sem bjargar græningjanum. Á hinn bóginn varpar hún fram spurningu um hvort sú ógn og spilling sem hér er fagmannlega lýst geti hugsanlega verið hluti af raunveruleikanum. Eru löggurnar í Los Angeles, sem annars- staðar, jafnsiðblindar og spilltar og hér er sýnt? Við henni á almennur borgari engin svör. Hitt liggur í aug- um uppi að til eru jafnt vondar löggur sem góðar, þótt þær séu vonandi ekki margar á jafnhraksmánarlegu plani og Harris. Með aukinni ólöglegri neyslu fokdýrra eiturlyfja vex hættan á spillingu og auknum glæpum. Því má taka þessa harðsoðnu og vel gerðu mynd sem válegan fyrirboða. Harris er ekki aðeins siðblindaður af pen- ingaflóðinu, heldur reynir hann að réttlæta gjörðir sínar í augum Hoyt og fyrir sjálfum sér með því að full- yrða að með illu skuli illt út reka. Washington hefur greinilega gam- an af að sýna á sér nýja og óvænta hlið, fer hamförum sem hinn syndum spillti Harris. Hawke er heldur mélk- isulegur, Glenn seigur að vanda og rappararnir með hundsnöfn o.fl. hinir óárennilegustu. Grimm, ljót en spennandi og athyglisverð mynd. Húmar hægt að kvöldi KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Leikstjóri: Antoine Fuqua. Handritshöf- undur: David Ayer. Tónskáld: Mark Manc- ina. Kvikmyndatökustjóri: Mauro Fiore. Aðalleikendur: Denzel Washington, Ethan Hawke, Scott Glenn, Cliff Curtis, Tom Berenger, Macy Gray, Dr. Dre, Snoop Dogg. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. Para. 2001. TRAINING DAY  Sæbjörn Valdimarsson Bankastræti 3,  551 3635 mat; eau de parfum japanski dömuilmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.