Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá JPV útgáfu, „Útgáfubækur 2001“. Blaðinu verður dreift um allt land. UMRÆÐUR um sjávarútvegsmál settu sterkan svip á miðstjórnar- fund Framsóknarflokksins í gær- morgun, laugardag. Tillaga Hall- dórs Ásgrímssonar, formanns flokksins, um skynsamlegt veiði- gjald á sjávarútveginn var þar helst til umræðu og sýndist sitt hverjum. Lauk umræðunni þó á þann veg að tillaga Halldórs, sem hann bar upp til atkvæðagreiðslu á laugardags- morgun, var samþykkt samhljóða. Hljóðar hún svo: „Miðstjórnarfund- ur Framsóknarflokksins haldinn í Hafnarfirði, 23. til 24. nóvember 2001, ítrekar samþykkt síðasta flokksþings um að auðlindir sjávar eru sameign þjóðarinnar sem stað- festa beri í stjórnarskrá. Í því ljósi telur miðstjórnin rétt að innheimt verði magntengt veiðigjald af þeim sem hafa fengið úthlutað eða greitt fyrir aflaheimildir.“ Sjávarútvegsumræðunum í gær lágu einnig til grundvallar úttekt og skýrsla umræðuhóps eða nefndar um sjávarútvegsmál þar sem farið var yfir kosti og galla helstu leiða við gjaldtöku af nýtingu fiskveiði- auðlindarinnar. Í fundargögnum framsóknar- manna kemur fram að gerð hafi ver- ið skoðanakönnun á vegum Gallup á meðal nefndarmanna í sjávarútvegs- nefnd flokksins um viðhorf til gjald- töku í sjávarútvegi. Af 166 nefnd- armönnum tóku 138 þátt í könnuninni. Urðu helstu niðurstöð- ur þær að 72 voru hlynntir gjald- töku vegna nýtingar fiskistofnanna en 62 voru henni andvígir. Fjórir tóku ekki afstöðu. Það þýðir sam- kvæmt úrvinnslu könnunarinnar að marktækt fleiri eru hlynntir gjald- töku en andvígir. Ekki var þó mark- tækur munur á milli afstöðunnar til þess hvort fara ætti fyrningarleiðina eða veiðigjaldsleiðina. Málefni Ríkisútvarpsins voru einnig til umræðu á miðstjórnar- fundinum en fyrir fundinum lá álit nefndar flokksins um Ríkisútvarpið undir forystu Einars Skúlasonar, formanns Sambands ungra fram- sóknarmanna (SUF). Tillögur um RÚV samþykktar Meðal þess sem nefndin lagði til var að dregið yrði úr vægi stjórn- málaflokka í stjórn Ríkisútvarpsins og að þess í stað verði hleypt að stjórnun fjölbreyttari hópi, eins konar þverskurði af samfélaginu. Það yrði best gert með því að gera Ríkisútvarpið að sjálfseignarstofn- un. Þá var í áliti nefndarinnar kveðið á um mikilvægi þess að faglegt og rekstrarlegt öryggi Ríkisútvarpsins verði aukið þannig að stjórnendur þessi búi við eins stöðugt rekstr- arumhverfi og kostur er. Sem leið að því marki kæmi til greina, sam- kvæmt nefndinni, að afnema afnota- gjöld Ríkisútvarpsins ef tryggja mætti stofnuninni faglegt og rekstr- arlegt öryggi með öðrum hætti, s.s. með gerð þjónustusamnings milli hennar og ríkisvaldsins til lengri tíma. Þá segir í áliti nefndarinnar að til greina komi að takmarka þátt- töku RÚV á auglýsingamarkaði en þó þannig að auglýsingatími í hverj- um miðli RÚV verði afmarkaður en ekki tekjurnar með beinum hætti. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var góður rómur gerður að tillögum nefndarinnar og var að til- lögu formanns flokksins samþykkt samhljóða að fela forystu flokksins að vinna að málefnum Ríkisútvarps- ins á grundvelli þessara tillagna. Verða þær því veganesti Framsókn- arflokksins inn í fyrirhugaðar við- ræður ríkisstjórnarinnar um fram- tíð Ríkisútvarpsins. Miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins lauk síðdegis í gær Samþykkt að innheimta magntengt veiðigjald LÖGREGLAN á Höfn í Hornafirði hafði afskipti af slagsmálum við veitingastað- inn Víkina aðfaranótt laugar- dags þar sem ganga þurfti á milli tveggja manna í slags- málum. Málavextir voru þann- ig að eldri maður var í bíl sín- um þegar ungur og mjög ölvaður maður svipti upp hurð á bíl eldri mannsins og krafð- ist þess að fá bílinn „lánaðan“ því tími væri kominn til að halda heim eftir gleði nætur- innar. Eigandi bílsins varð ekki við kröfum þess yngri sem brást þá hinn versti við og sló til hins með flösku. Eldri maðurinn hlaut sár á höfði og var fluttur á heilsu- gæslustöð þar sem gert var að sárum hans og fjögur spor saumuð til að loka skurðinum eftir flöskuna. Ætlaði að fá bíl „lánaðan“ DREGIÐ hefur verulega úr tíðni sjálfsmorða í Svíþjóð og Ungverja- landi samfara aukinni notkun geð- deyfðarlyfja. Á tímabilinu 1978– 1996 rúmlega þrefaldaðist notkun slíkra lyfja í Svíþjóð og á sama tímabili fækkaði sjálfsmorðum um 19%. Tölur frá Ungverjalandi styrkja ennfrekar þá kenningu að fylgni sé þarna á milli því að á ár- unum 1984–1998 fimmfaldaðist notkun geðdeyfðarlyfja og sjálfs- morðum fækkaði um 30%. Þetta kom m.a. fram í erindi Jóns G. Stefánssonar geðlæknis um kvíða- og lyndisraskanir á fræðslu- og kynningarfundi Wyeth Lederle á Hótel Sögu í gær, laugardag. Jón sagði í samtali við Morg- unblaðið að erfitt væri að draga ályktanir um tengsl milli tíðni sjálfsmorða og notkunar geðdeyfð- arlyfja hér á landi vegna fámennis. Til þess þyrfti langtímarannsóknir en notkun geðdeyfðarlyfja hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum á Íslandi. „Það er eftirtekt- arvert að hugsanir um dauðann og sjálfsmorð og tilraunir til þess eru nær eingöngu hjá fólki sem upp- fyllir skilmerki um einhverja geð- röskun,“ sagði Jón. „Það virðist því vera að fólk sem ekki hefur átt við geðraskanir að stríða hugsi minna um dauðann eða reyni sjálfsmorð.“ Jón sagði á fræðslufundinum frá sláandi tölum um fjölda ungmenna sem reynt hafa sjálfsmorð eða hugsa um sjálfsmorð. Samkvæmt könnun Rannsóknarstofnunar upp- eldis- og menntamála frá 1992 hafa um 6,1% unglinga í aldurshópnum 14–16 ára einhvern tímann reynt sjálfsmorð. Þá sýndi rannsóknin fram á að hugsanir um sjálfsmorð sækja að um 23% drengja á aldr- inum 15–16 ára og 38% stúlkna í sama aldurshópi. Grunur um áhættu við töku hormóna virðist staðfestur Arnar Hauksson kvensjúkdóma- læknir fjallaði um tíðahvörf á fræðslufundinum og sagði að sam- tímis rannsóknum á nýrri gerð lyfja sem beinast að ákveðnum einkennum breytingaaldurs hafi sérfræðingar víða um heim farið að endurmeta eldri rannsóknir um áhrif og aukaverkanir hormóna- meðferðar. „Í framhaldi af því hef- ur komið í ljós að ákveðinn grunur um áhættu við töku hormóna virð- ist staðfestur, þar með talin örlítil aukning en marktæk áhætta á brjóstakrabbameini.“ Arnar sagði ennfremur að ný- lega hefðu einnig vaknað spurn- ingar um aukna áhættu á krabba- meini í eggjastokkum við hormónagjöf. „Þá hefur síðustu tvö árin verið sett spurningar- merki við varnargildi hormóna gegn kransæðasjúkdómum og einnig hafa vaknað spurningar um hvort verndunaráhrif hormóna gegn þvagleka og minnistapi séu ef til vill ekki algild og geti jafnvel verið háð því hvenær meðferð hefst.“ Arnar benti þó á að enn sem komið er þætti sýnt að horm- ón ykju lífsgæði kvenna á breyt- ingaaldri. Geðdeyfðarlyf draga úr sjálfsmorðstíðni Sjálfsmorðshugsanir sækja að 23% drengja og 38% stúlkna MALARNÁMI í Arnarfirði á vegum verktakafyrirtækisins Norðurtaks á Sauðárkróki er lokið en unnið var að malarnáminu vegna vegabóta á veginum um Arnarfjörð. Alls voru teknir um 2.500 rúmmetrar af efni í veginn á þremur vikum en Vega- gerðin þurfti á efninu að halda til að breikka vegarstæðið og laga blindbeygju á veginum. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem efni til vegagerðar er tekið úr skriðunum á milli Hrafnseyrar og Mjólkár. Þrír starfsmenn Norðurtaks unnu að verkinu en 20 manns vinna hjá hinu þriggja ára gamla fyrirtæki þegar mest er að gera. Starfsmenn Norðurtaks vinna nú að gerð grjót- garðs á Ísafirði.Morgunblaðið/RAX Malarnámi í Arnar- firði lokið Í AUGLÝSINGU í Morgunblaðinu í dag er Perlan í Öskjuhlíð auglýst til sölu eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Samkvæmt auglýsingunni munu fasteignasölurnar Eignamiðl- unin, Eignanaust, Fasteignaþjón- ustan, Frón, Íslensk auðlind og Stóreign veita nánari upplýsingar um eignina. Perlan aug- lýst til sölu SVANFRÍÐUR Óladóttir og Karl Jóhannsson, loðdýrabændur á Þrepi í Eiðaþinghá, hafa fest kaup á nýrri fláningsvél til að flá refi á búi sínu. Vélin er loftknúin og léttir mjög störfin við fláninguna. Ref- irnir hafa þyngst mjög síðustu ár eftir að skipt var á Þrepi yfir í nýj- an refastofn frá Finnlandi. Það var þess vegna orðið erfitt að flá refina upp á gamla mátann á flánings- borði, eftir að þeir hafa tvöfaldast í þyngd og lengst til muna. Ný vél til refa- fláningar Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Karl Jóhannsson, bóndi á Þrepi, prófar nýju fláningsvélina, hún er loftknúin og léttir störfin við fláninguna til mikilla muna. HÖRÐUR Jónsson, framkvæmda- stjóri þjónustusviðs Íslandspósts, sagði í samtali við Svæðisútvarpið á Ísafirði að 10 manns myndu missa vinnuna á Vestfjörðum vegna breyt- inga á afgreiðslustöðum fyrirtæk- isins þar. Hann sagði að nokkur hús Íslandspósts á Vestfjörðum yrðu sett á söluskrá. Um síðastliðin mánaðamót fluttist afgreiðsla pósthúsa á Bíldudal, Suð- ureyri og í Bolungarvík yfir til sparisjóðanna. Næst verður af- greiðslan í Súðavík flutt til spari- sjóðsins þar. 15. janúar tekur spari- sjóðurinn yfir á Þingeyri og 1. febrúar er Tálknafjarðarútibúið á dagskrá. Þá verða pósthúsin á Pat- reksfirði og Ísafirði þau einu á Vest- fjörðum sem áfram verða í rekstri hjá Íslandspósti. Tíu manns missa vinnuna á pósthúsum Vestfirðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.