Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 23 um stóð karlpeningurinn á bænum í biðröð fyrir utan baðherbergið og beið eftir að komast í sturtu. Hvítu skyrturnar voru dregnar fram og flottustu bindin. Allt húsið ilmaði af rakspíralykt og síðan stormuðu Gísli og bræður hans af stað á ball. Óskar – húmoristinn Óskar er yngstur bræðranna, ein- staklega glaðbeittur og opinn en hefur líka þurft að takast á við Bakkus. Hann fór í áfengismeðferð haustið 2000: „Ég vildi fyrst ekki trúa þeim sem sögðu eftir meðferðina, þegar ég var farinn að syngja, hvað þeir fyndu mikinn mun á mér. Síðar fann ég að það var allt annað líf að koma fram eftir að sjálfsvirðingin jókst eins og sannaðist á tónleikunum sem ég hélt í kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju síðastlið vor með Birni Steinari Sól- bergssyni. Ég veit með vissu að hefði ég ekki verið búinn að gera eitthvað í mínum málum þá hefði ég ekki þolað álagið sem fylgdi þessum tónleikum. Undirbúningurinn var skammur og þetta voru krefjandi lög og erfið. Ég þurfti að standa í báðar lappir og leggja mig allan fram – og rúmlega það. Miðað við viðtökurnar og dóm- ana þá virðist mér hafa tekist vel upp. Neyslan fer misjafnlega í menn, sumir þola þetta dæmalaust vel á meðan sjúkdómurinn fer beint í hausinn á öðrum. Auðvitað getur ver- ið gaman þegar menn skvetta í sig og ég er mikill selskapsmaður en það var bara of oft sem þetta endaði held- ur illa hjá mér. Mér var bent á að ég væri það lífsglaður og kátur að eðl- isfari að ég þyrfti ekkert á áfengi að halda. Vissulega er mikið til í því og margir sögðu við mig að ég hefði í raun fæðst fullur og það væri ekki á það bætandi!“ Útgáfutónleikar í hesthúsi Fyrsta plata bræðranna, sem nefnd- ist Í Álftagerði, kom út fyrir jólin 1996. Þegar platan kom út var ákveðið að hafa útgáfutónleikana svolítið sér- stæða og vegna titils plötunnar kom fátt annað til greina en að halda þá heima í Álftagerði. Ekki gat stofan eða eldhúsið á bænum komið til greina, þó að þar hafi löngum verið fjölmenni við söng á fyrri tíð. Niðurstaðan varð að bjóða til tón- leikanna í upphituðu hesthúsinu. Þar hafði söngurinn einnig ómað til fjölda ára við daglegt stúss. Þangað var vin- um og velunnurum boðið og fjöl- mennastir voru kórfélagar úr Heimi og makar þeirra. Söngpalli, sem sam- anstóð af nokkrum áburðarbrettum, var komið fyrir í einu horni hesthúss- ins og þar tóku bræðurnir lögin af plötunni hvert á fætur öðru við undir- leik Stefáns Gíslasonar á hljómborð og bróður hans, Jóns, sem lék á harmonikku. Stemmningin á þessum útgáfutónleikum þótti í einu orði sagt frábær en á milli laga voru gamanmál og kviðlingar fuku enda margir hag- yrðingar viðstaddir. Ekki skemmdi fyrir streymi andans að bræðurnir báru fram hákarl og brennivín að þjóðlegum sið. Þessir tónleikar voru uppistaðan í sjónvarpsþætti sem Gísli Sigurgeirs- son gerði skömmu eftir að platan kom út. Gísli var líka í hlutverki kynnis á tónleikunum og í inngangs- erindi vék hann meðal annars að samstarfi bræðranna við Didda fiðlu: „Þeir komu á Didda flatan, því hann hafði ekki vanist því að söngmenn kæmu í upptöku án þess að hafa fylli- lega gert það upp við sig hvaða lög þeir ætluðu að syngja, án þess að hafa ákveðið hver ætti að syngja hvað og án þess að hafa æft að nokkru ráði! Hvað þá að undirleikur væri mótað- ur! En eftir tvö, þrjú rennsli voru lög- in yfirleitt fullæfð og eftir strangar æfingar á haustdögum tókst að fylla diskinn af gómsætum réttum.“ Menningarvitar eða hálfvitar! Einhverju sinni voru bræðurnir á ónefndum tónleikastað spurðir að því hver væri munurinn á þeim og öðrum þekktum sönghópi, sem nýlega hafði komið fram á þessum stað en ekki einu sinni fengið hálft hús þrátt fyrir fagran söng. Bræðurnir frá Álfta- gerði voru þá búnir að syngja þarna fyrir troðfullu húsi. Pétur hafði orð fyrir þeim bræðr- um og svaraði því til að munurinn væri einfaldlega sá að í umræddum sönghópi væru menningarvitar en þeir væru hálfvitar! Við þetta svar varð grafarþögn og málið var ekki rætt mikið frekar. Sennilega hefur spyrjandinn fengið það beint í æð að þeir væru kannski svolítið vitlausir eftir allt saman. Þó að Pétur hafi í þetta sinn ætlað að slá á létta strengi hjó hann æði nærri kjarna málsins, sem er að mati bræðranna sáraein- falt; þeir hafi aldrei nokkurn tímann tekið sig alvarlega! Eins og Rollingarnir Bræðurnir hafa aldrei skipulagt dagskrá sína langt fram í tímann. Samstarf þeirra hefur alla tíð gengið vel en um framtíðaráformin vilja þeir sem minnst fullyrða: „Við höfum sungið fyrir fjöldann allan af fólki og okkur finnst við vera búnir að afhenda hluta af sjálfum okkur. Fólk kemur líklega aftur og aftur til að hlusta á okkur af þessum sökum. Við höfum í rauninni aldrei tekið ákvörðun sjálfir um að gera eitt né neitt, öðruvísi en að hafa verið beðnir um það. Þá höfum við gengið í að útsetja lög og læra þau. Við höfum sjaldan haft frumkvæði að því að setja saman söngdagskrá sem við ætluðum að gera eitthvað ákveðið með. Líklega má telja á fingrum ann- arrar handar þá tónleika sem við höf- um haldið sérstaklega, aðallega eru þetta útgáfutónleikarnir vegna diskanna. Kannski við gerum alvöru úr því að fara í skipulagða tónleikaferð, svona eins og Rollingarnir, í eitt skipti eða svo. Líklega yrði það nú aldrei meira enda erum við flestir að gerast gaml- ir, að minnsta kosti helmingurinn. En eins og einn ágætur sveitungi okkar í Skagafirði orðaði það, þá veit enginn sína ævina fyrr en allt í einu!“ Bókin Álftagerðisbræður – Skagfirskir söngvasveinar er eftir Björn Jóhann Björnsson. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 336. bls. að lengd. Örn O. Johnson, fyrrum forstjóri Flugfélags Íslands og síðar stjórnarformaður Flugleiða, var tíður gestur í Álftagerði ásamt fjölskyldu sinni þegar sonur hans, Ólafur Haukur, var þar í sveit. Myndina tók hann sumarið 1959 þegar Ólafur Haukur, lengst til vinstri, var sóttur. Aðrir, frá honum talið, eru Pétur yngri, Pét- ur bóndi Sigfússon í Álftagerði, Sigfús, Herdís, systir bræðranna, Gísli, Sigrún Ólafsdóttir, móðir þeirra, Óskar og Margrét Þorbjörg Johnson, móðir Ólafs Hauks. 57.000 kr. á mánuði í eitt ár Pajero Sport er stórglæsilegur og fallegur hágæðajeppi sem opnar þér nýja og spennandi heima. Hann er vandlega búinn og býr yfir aksturseiginleikum sem eiga engan sinn líka. Og nú býðst þér að njóta þessa frábæra jeppa fyrir aðeins 57.000 kr. á mánuði í eitt ár* með rekstrarleigusamningi. Komdu og reynsluaktu því þetta er tækifæri sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara. 20 Mitsubishi Pajero Sport fást nú á rekstrarleigu í 12 mánuði, kr. 57.000 á mánuði. Fyrstur kemur fyrstur fær. *Aðeins fyrir fyrirtæki. Laugavegur 170 - 174 // Sími 590 5000 // Heimasíða www.hekla.is // Netfang hekla@hekla.is B IR T IN G U R / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.