Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 4

Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÖKULHLAUP hófst í gærmorg- un í Jökulsá á Fjöllum við Upp- typpinga, Krepputungu og náði rennslið hámarki við Grímsstaði á Fjöllum um klukkan 20 í gærkvöld. Þá mældist rennslið 470–480 rúm- metrar á sekúndu. Að sögn Jónu Finndísar Jónsdóttur hjá Vatna- mælingum Orkustofnunar var rennslið í ánni þegar mest var að- eins meira en er í ánni í miklu sumarrennsli. Til samanburðar má nefna að meðalvetrarrennsli Jök- ulsár er um 170 rúmmetrar á sek- úndu og var 120 rúmmetrar áður en hlaupið hófst. Ekki er vitað hvaðan hlaupin í Jökulsá koma en líklegt er að þau séu ættuð úr Kverkfjöllum eða Dyngjujökli. Sjálfvirkt viðvörunarkerfi fór í gang í gærmorgun Leiðnimælingar við vatnshæðar- mæli í Krepputungum sýna að um er að ræða jarðhitavatn. Fyrsta vísbending um hlaupið kom skömmu fyrir klukkan 7 í gærmorgun þegar sjálfvirkt við- vörunarkerfi Vatnamælinga Orku- stofnunar sendi Neyðarlínunni að- vörun um að vatnshæð væri komin upp fyrir aðvörunarmörk. Neyðarlínan hafði strax sam- band við starfsmann Vatnamæl- inga og kom í ljós þegar þeir könn- uðu málið, að hlaupið hafði byrjað um klukkan 6 og var Almanna- vörnum ríkisins og Vegagerðinni gert viðvart. Gert var ráð fyrir að hlaupið myndi ná hámarki sínu í Öxarfirði seint í nótt. Hlaup í Jökulsá á Fjöllum náði hámarki í gærkvöldi Hlaupið ríflega á við mikið sumarrennsli Dr. BALDUR R. Stef- ánsson, plöntuerfða- fræðingur, lést í Winnipeg í Kanada 3. janúar sl., 84 ára að aldri. Baldur var Vest- ur-Íslendingur og hlaut heimsfrægð sem vísindamaður. Tilraun- ir hans með jurtina repju leiddu til þess að nýta mátti hana til manneldis og var hann nefndur „faðir matar- olíunnar“. Dr. Baldur Stefáns- son fæddist í Vestfold í Manitoba 26. apríl 1917. Hann var sonur Guðmundar Stefánssonar og Jónínu Halldórsdóttur í Vestfold og eftir að hafa lokið herskyldu lauk hann námi með doktorsgráðu frá Manitobaháskóla. Hann hóf kennslu við skólann 1952 og var prófessor þar til hann hætti, 68 ára að aldri. Vegna uppgötvana sinna var Baldri Stef- ánssyni sýnd margvís- leg virðing víða um heim. Hann var m.a. sæmdur Kanadaorð- unni, Manitobaorðunni og Fálkaorðunni. Hann var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Manitobaháskóla og Háskóla Íslands. Eiginkona Baldurs Stefánssonar er Sigga Stefánsson, en hún er dóttir Páls og Helgu Westdal. Þau eignuðust þrjú börn, Björgvin, Helgu og Paul, sem öll lifa föður sinn, og fjögur barnabörn. Útför Baldurs Stefánssonar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkjunni í Winnipeg í gær. Andlát BALDUR R. STEFÁNSSON NÝTT íþróttahús við Víkurveg og Fossaleyni í Grafarvogshverfi var kynnt á borgarafundi í Rimaskóla í gærkvöld. Gert er ráð fyrir að knatt- spyrnusalur hússins verði tekinn í notkun í apríl á þessu ári. Í upplýsingum sem afhentar voru á fundinum kemur fram að knattspyrnuhúsið sjálft er 90 metra breitt og 120 metrar að lengd með 20 metra lofthæð yfir miðlínu vallarins. Er það 10.800 fermetrar að stærð. Auk þess verður 400 fermetra skóla- íþróttasalur í húsinu, 3.000 fer- metra skautahöll, 800 fermetra skotæfingasvæði og ýmsir smærri salir, skrifstofur, verslanir, þjón- usta, gistirými og fleira sem sam- tals verða um 8.000 fermetrar. Alls verður húsið því um 23.000 fermetrar að stærð. Fyrsti hluti hússins, knatt- spyrnusalurinn, verður tekinn í notkun í apríl á þessu ári og í lok ágúst er gert ráð fyrir að taka skólaíþróttasalinn til notkunar. Í húsinu er knattspyrnuvöllur í fullri stærð. Áformað er að taka aðra hluta byggingarinnar í notk- un í áföngum fram til haustsins 2003. Það er Trésmiðja Snorra Hjalta- sonar og Járnbending sem eru framkvæmdaraðilar en um er að ræða einkaframkvæmd á vegum Reykjavíkurborgar. Hönnuðir eru Alark arkitektar og Verkfræði- stofa Erlends Birgissonar. Tölvumynd/Onno Nýja knattspyrnu- húsið í Grafarvogi tekið í notkun í vor MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Fram- tíðin við Menntaskólann í Reykja- vík hefur lagt fram kauptilboð í Perluna. Steinþór Rafn Matthíasson með- stjórnandi segir ástæðu kauptil- boðsins vera þá að MR-inga hafi lengi vantað félagsaðstöðu, bæði fyrir málfundi og aðrar skemmt- anir. „Við reiknuðum dæmið þann- ig að þetta myndi borga sig þegar til lengri tíma er litið og við mynd- um þannig sleppa við að vera alltaf að leigja sali. Þarna gætum við haft alla aðstöðu í sama húsi, þ.e. skrif- stofu og aðra starfsemi og þess vegna ákváðum við að leggja fram fyrsta formlega tilboðið í Perluna.“ Aðspurður segist Steinþór ekki geta greint frá tölum að svo stöddu, þetta sé upphafstilboð og Framtíðin vilji ekki sýna öll spil sín strax. „Við bíðum nú eftir svari frá stjórn Orkuveitunnar en hún fékk vikufrest til þess að taka afstöðu til tilboðsins eða koma með gagntil- boð. Við erum bjartsýnir á að þetta muni ganga upp og ætlum raunar að fara fram á styrk hjá mennta- málaráðuneytinu.“ Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar Framtíðarinnar rýna í kort af Perlunni ásamt fulltrúa Fasteignasölunnar Frónar. Framtíðin gerir kauptilboð í Perluna ÓFÖGUR sjón blasir nú við í fjörum við Raufarhöfn og víðar á Mel- rakkasléttu, en mikið af dauðum og veikum svartfugli hefur rekið þar á land. Enn sem komið er hefur engin skýring fengist á dauða fuglanna en menn bíða eftir því að fugla- fræðingar komi á staðinn og skoði þá. Fuglarnir liggja nú eins og hrá- viði um allar fjörur í þúsundatali. Ævar Petersen, fuglafræðingur, segir að svartafugladauði af þessu tagi sé ekki nýr af nálinni. Svo virð- ist sem þetta komi fyrir á nokkra ára fresti, ekki síst á þessu horni landsins en það geti verið nokkuð misjafnt hversu mikið af fugli drepst. „Það er ekki mjög langt síð- an þetta gerðist síðast ef ég man rétt. Staðreyndin er sú að menn hafa engar haldbærar skýringar á þessum fugladauða. Þetta hefur komið fyrir á öðrum stöðum land- inu en þegar ég hugsa til baka finnst mér að þetta hafi oftast gerst á þessu svæði. Eitthvað af fuglinum á þessu svæði er væntanlega ætt- aður norðan úr höfum en kemur hingað á veturna og það kann að vera eitthvert samhengi þar á milli. En allar skýringar eru í reynd ekk- ert annað en getgátur.“ Dauðir svartfuglar í þúsundatali Morgunblaðið/Júlíus Helgason Raufarhöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.