Morgunblaðið - 09.01.2002, Side 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NIÐURSTÖÐUR aldurs-greininga á kristöllum úrÖræfajökli benda til þessað Ísland standi að hluta
til á meginlandsskorpu og að syðsti
hluti Jan Mayen-hryggjarins teygi
sig suður að svæðinu umhverfis
Öræfajökul. Séu þessar niðurstöður
réttar er um nokkuð óvænta upp-
götvun að ræða á sviði jarðvísinda
við Ísland og gæti haft jákvæð áhrif
á kröfugerð Íslendinga um yfirráð
hafsbotna utan efnahagslögsögunn-
ar. Þá opnast sá möguleiki að hægt
verði að finna olíu á hafsbotni nær
Íslandi en áður hefur verið talið, ef
Jan Mayen-hryggurinn liggur eins
og þessar niðurstöður gefa til kynna.
Dr. Hans E.F. Amundsen, eld-
fjallafræðingur og eigandi ráðgjafa-
þjónustunnar Earth and Planetary
Exploration Services, kynnti þessar
niðurstöður á norrænu jarðvísinda-
ráðstefnunni sem nú er haldin í
Reykjavík. Hann segir menn hafa
rætt þann möguleika áður að Jan
Mayen-hryggurinn teygi sig til Ís-
lands, en hins vegar hafi engar sann-
anir fundist fyrir því hingað til. Ís-
land er byggt upp af basalti og er
elsti hluti landsins um 16 milljóna
ára gamall. Hins vegar er megin-
landsskorpa miklu eldri og er yfir-
leitt aldursgreind í Skandinavíu,
Grænlandi og Norður-Atlantshafi í
þúsundum milljóna ára á meðan
elsta þekkta úthafsskorpan er rúm-
lega 50 milljóna ára gömul. Þannig
er gífurlegur aldursmunur á úthafs-
skorpu, sem talið hefur verið fram til
þessa að Ísland standi á, og meg-
inlandsskorpu og því auðvelt að
greina þar á milli.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Amundsen að finna megi jarðefna-
fræðileg „fingraför“ meginlands-
skorpu í íslenska basaltinu en hefð-
bundna skýringin er sú að slík efni
berist upp á yfirborðið í hringrás
mjög djúpt neðan úr möttli jarðar og
þurfi því ekki að vera merki um að
meginlandsskorpa liggi undir Ís-
landi í dag.
„En kannski vegna þess að kenn-
ingin hefur verið svo ríkjandi staldr-
ar maður við til að leita einfaldari
skýringa. Ég vann í 10 ár hjá olíufé-
laginu Saga Petrolium og við lögðum
mikla vinnu í að rann-
saka og kortleggja bæði
stærð og lögun Jan
Mayen-hryggjarins en
verkefnið tengdist olíu-
leit á norsku land-
grunni. Þannig að ég vissi áður en ég
hóf þessar rannsóknir að það er eitt-
hvað skrýtið við þessa viðteknu
skoðun manna í dag um það hversu
langt Jan Mayen-hryggurinn teygir
sig til suðurs,“ segir Amundsen.
Hann segir Norrænu eldfjalla-
stöðina hafa gefið út gögn um
Öræfajökul sem sýni óvenjuleg
merki um jarðfræðilegar samsætur,
ísótópa, sem geta tengst megin-
landsskorpu og Öræfajökull sé
þannig staðsettur að sá möguleiki sé
fyrir hendi að Jan Mayen-hryggur-
inn teygi sig þangað. Því var ákveðið
að gera tilraunir þar fyrst. „Við tók-
um sýni úr hrauni sem runnið hefur
úr fjallinu og tókst að finna örlitla
kristalla, zirkon, og tekist hefur að
aldursgreina einn þeirra. Þessir
kristallar innihalda úraníum sem er í
raun geislavirk klukka. Hægt er
mæla einstaka kristal og finna út
hvenær hann kristallaðist. Því eru
zirkonar mikið notaðir í dag við ald-
ursgreiningar á gamalli meginlands-
skorpu en ekki á basalti því þeir eiga
ekki að finnast þar. Þess vegna hef-
ur líklega enginn leitað að slíkum
zirkonum í basöltum á Íslandi,“ seg-
ir Amundsen.
Samkvæmt niðurstöðum aldurs-
greiningar þessa zirkons, sem fannst
í hrauni úr Öræfajökli, má líklegt
telja að meginlandsskorpa liggi und-
ir svæðinu umhverfis eldfjallið. Þá
benda jarðefnafræðilegar upplýs-
ingar um hraunið til sömu niður-
stöðu. Amundsen segir mögulegt að
skýra tilvist Öræfajökuls með tilgát-
unni um efni sem berast eiga djúpt
úr iðrum jarðar, en sú staðreynd að
þarna finnast zirkon-kristallar bend-
ir til mun minna dýpis, hugsanlega
nokkrum kílómetrum undir yfir-
borðinu.
„Það eru þrír aðskildir þættir sem
bera vitnisburð um að mjög líklega
liggi meginlandsskorpa undir suð-
austurhluta landsins, upprunnin frá
Jan Mayen-hryggnum og nú brotin
og í nokkrum hlutum. Einn þessara
þátta er aldursgreiningin á zirkon-
kristallinum, sem er greinilega úr
gamalli meginlandsskorpu. Þá er
annar þátturinn mjög óvenjuleg
jarðefnafræðileg samsetning á
hrauninu úr Öræfajökli sem bendir
til þess að efni úr meginlandsskorpu
hafi borist upp á yfirborðið. Þegar
litið er á þessar staðreyndir og síðan
á það hvernig Jan Mayen-hryggur-
inn leit út í upphafi og því bætt við
lögun hans í dag, þá bendir það til
þess að hryggurinn teygi sig sunnar
en nú er talið og undir austanvert Ís-
land.“
Í fyrirlestri Amundsen á ráðstefn-
unni kom fram að hann hefur ásamt
samstarfsmönnum sínum t.d. upp-
götvað að eyjar í Indlandshafi
standa á meginlandsskorpu sem áð-
ur voru taldar standa á úthafs-
skorpu. Færeyjar eru í
raun basalthella sem
stendur á meginlands-
skorpu og sé það rétt að
meginlandsskorpa liggi
við austanvert Ísland er
það að nokkru leyti sambærilegt við
Færeyjar, að sögn Amundsen. Eyj-
arnar samanstanda af um 9 kíló-
metra þykkum hraunlagsstafla, sem
er um 50 milljón ára gamall, og und-
ir honum liggur meginlandsskorpa.
Þegar hafsbotninn er skoðaður út
frá Færeyjum þynnast hraunlögin
síðan smám saman þar til megin-
landsskorpan tekur við.
Ef frekari rannsóknir staðfesta að
Jan Mayen-hryggurinn liggur undir
Ísland telur Amundsen líklegt að
það muni kveikja áhuga í olíuiðnað-
inum að rannsaka nánar jaðar ís-
lensku meginlandsskorpunnar, þó
svo að aðstæður séu um margt ólíkar
hér og við Færeyjar.
„Það er ennþá óljóst hvaða áhrif
þetta hefur en ég tel að þetta geti
skipt mjög miklu máli. Það er mögu-
leiki á því að þarna megi finna olíu
en það á eftir að fá úr því skorið.
Þarna geta sannarlega verið setlög
en hvort þar finnst olía er jafnframt
undir mörgum öðrum þáttum kom-
ið.“
Sannanir fengnar úr þremur
mismunandi áttum
Aðspurður hvort mælingar á ein-
um kristalli nægi til að draga þessar
ályktanir, segir Amundsen að slíkt
nægi að sjálfsögðu ekki eitt og sér.
„En ég lít þannig á málið að við höf-
um sannanir úr þremur mismunandi
áttum. Auk hugmynda um það
hvernig hryggurinn liggur nú miðað
við upphaflega lögun, bendir jarð-
efnafræðileg samsetning hraunsins
við Öræfajökul til þess að hryggur-
inn liggi sunnar en nú er talið og
zirkoninn treystir enn frekar grund-
völl þessara vísbendinga. Við mun-
um að sjálfsögðu á næstunni rann-
saka fleiri zirkona og gera
rannsóknir á öðrum eldfjöllum til að
reyna að kortleggja stærð megin-
landsskorpunnar undir landinu,“
segir Amundsen.
Rannsóknirnar eru unnar af sam-
starfshópi sem nefnist „Physics of
Geological Processes“ og er fyrir-
tæki Amundsen einn aðilinn að því
samstarfi. Þá kemur Háskólinn í
Ósló einnig að verkefninu, svissneski
háskólinn ETH í Zürich og Jarð-
fræðistofnun Noregs, auk þess sem
Norræna eldfjallastöðin kemur að
þessum rannsóknum.
Dr. Karl Grönvold, jarðefnafræð-
ingur hjá Norrænu eldfjallastöðinni,
segir menn hafa vitað lengi að Jan
Mayen-hryggurinn væri sneið af
austanverðu Grænlandi sem færst
hafi í austurátt seinustu 30 milljón
árin. Ef upprunalega sneiðin er sett
með einfölduðum hætti inn á mynd
af hafsbotninum umhverfis Ísland
gæti syðsti hluta sneiðarinnar legið
undir Austurlandi. „Þetta er mjög
einfölduð mynd sem gæti þó í
stórum dráttum verið með þessum
hætti,“ segir Karl.
Varðandi niðurstöðu úr aldurs-
mælingum á kristallinum úr Öræfa-
jökli segir Karl það vera góða vís-
bendingu og því hafi verið tekin
fleiri sýni sem nú eru í rannsókn hjá
virtum svissneskum rannsóknarað-
ila.
„Það eru mörg rök sem hníga að
því að Öræfajökull sé öðruvísi en
aðrar eldstöðvar hér á landi og ým-
islegt þar sem gefur til
kynna að þar undir geti
verið meginlandsskorpa.
Við vitum nokkurn veg-
inn hvaða bergtegundir
eru til á Íslandi en
Öræfajökull sker sig úr. Það eru þó
nokkrir möguleikar á því að útskýra
þetta, en einn möguleikinn er sá að
þarna undir sé meginlandsskorpa.“
Að sögn Karls eru þessar niður-
stöður nokkuð óvæntar hvað jarð-
söguna varðar, ef hryggurinn teygir
sig þetta langt suður. Spurður um
möguleikana á því að finna olíu við
hrygginn, segir Karl að engin olía sé
í svo gömlu bergi, en hins vegar
gætu hafa skapast aðstæður fyrir ol-
íumyndun í setlögum við Jan May-
en-hrygginn. Erfitt er að segja til
um slíka möguleika í dag þar sem
ekki er til nægilega mikið af jarð-
efnafræðilegum gögnum til að sjá
hvað þarna kann að leynast. Karl
segir að Norræna eldfjallastöðin
muni fylgja þessum rannsóknum
eftir, bæði fyrir austan land og jafn-
framt víðar til þess að reyna að kort-
leggja hugsanlega stöðu megin-
landsskorpunnar undir landinu.
„Við ætlum að keyra á þetta og fá
fleiri niðurstöður úr aldursgreiningu
á zirkonum. Fyrst þótti okkur þetta
forvitnilegt en síðan hefur trúin auk-
ist á verkefnið, enda er þessi sviss-
neski sérfræðingur mjög vandaður
sem gerir þessar aldursgreiningar.
Vandamálið er að hingað til höfum
við ekki náð nema einum litlum
kristal úr hverju kílói af bergsýni,
sem er svipað hlutfall og nál í hey-
stakki,“ segir Karl.
Steinar Þ. Guðlaugsson, jarðeðl-
isfræðingur hjá Orkustofnun, segir
þetta vera mjög áhugaverða hug-
mynd sem eigi eftir að lífga upp á
umræður um jarðfræði hér á landi.
Að sögn Steinars er þó ljóst að fram-
kvæma þarf fleiri athuganir til að
staðfesta þessar niðurstöður og úti-
loka að um mengun sé að ræða í sýn-
inu. „En fáist þetta staðfest með
fleiri athugunum er mjög erfitt að
draga aðra ályktun af þessu en að
einhverjar leifar af meginlands-
skorpu séu undir Íslandi.“
Gæti sett Ísland í svipaða
stöðu og Færeyjar
Að sögn Steinars hafa menn
löngum ekki vitað hvar Jan Mayen-
hryggurinn endar til suðurs. Hann
segir þessa niðurstöðu geta sett Ís-
land í svipaða stöðu og Færeyjar,
þ.e.a.s. vera basaltstafli ofan á meg-
inlandsbergi. „Það kallar ekki á
neinar olíuboranir eða slíkt, en hins
vegar myndi þetta beina sjónum
manna að suðurhluta Jan Mayen-
hryggjar norðar á landgrunninu. Ég
hugsa að þetta eigi eftir að vekja at-
hygli, ef þetta reynist vera rétt.“
Steinar hefur undanfarið unnið
ásamt öðrum aðilum að kröfugerð
Íslendinga um yfirráð hafsbotna ut-
an efnahagslögsögunnar. Aðspurður
hvort sönnun þess að Jan Mayen-
hryggurinn teygi sig undir Ísland
muni hafa áhrif á kröfugerð Íslend-
inga, segir Steinar að það myndi
styrkja málflutning Íslands en þó
ekki á þeim forsendum að hrygg-
urinn sem slíkur hafi þar bein áhrif.
Tilvist hans undir landinu myndi
hins vegar styrkja þann málflutning
Íslendinga að miða eigi við landslag
en ekki hvort bergið undir land-
grunninu sé meginlandsberg eða út-
hafsberg.
„Við höfum ekki byggt kröfur
okkar á því hvort um sé að ræða
meginlandsberg eða úthafsberg. Það
kemur heldur hvergi fram í 76. grein
hafréttarsamningsins að það sé úr-
slitaatriði. Hins vegar er því ekki að
leyna að ýmsir aðilar, sem eru að
vinna að þessum málum, leggja
mjög mikla áherslu á það hvort um
meginlandsberg sé að ræða eða ekki.
Við erum því algerlega ósammála og
okkar málatilbúnaður byggist á því
að afmarka samkvæmt landslaginu.“
Að sögn Steinars er erfitt að
byggja lögsögumörk á því sem er
torfundið og erfitt að afmarka með
mælingum frá yfirborðinu. Því
myndu Íslendingar ekki nýta sér
slíkar röksemdir en Steinar telur
þetta geta veikt málstað þeirra sem
vilja byggja allar kröf-
ur á því hvort bergið sé
meginlandsættar að
uppruna til eða ekki.
„Mér finnst þetta
styrkja okkar málstað
verulega. Ekki þannig að við ætlum
að nota þetta beinlínis, heldur finnst
mér þetta undirstrika það hversu
víða gæti leynst berg af annarri gerð
en menn ætluðu. Og það getur
reynst mjög erfitt að afmarka það
nákvæmlega. Þess vegna held ég að
það hafi verið gríðarlega mikill
ávinningur á hafréttarráðstefnunni
að geta sameinast um þessi ákveðnu
landslagseinkenni sem viðmiðanir,
af því um þau er ekki svo mikið
deilt,“ segir Steinar.
Niðurstöður nýrra rannsókna jarðvísindamanna gætu breytt jarðfræðisögu Íslands
Morgunblaðið/Ásdís
Hingað til hafa menn talið Ísland standa á
úthafsskorpu og tengjast ekki meginlands-
bergi í Norður-Atlantshafinu. Þó hafa menn
velt fyrir sér þeim möguleika að Jan May-
en-hryggurinn teygi sig sunnar en nú er
talið, en enginn getað fært á það sönnur.
Nýjar rannsóknir benda til að hryggurinn
nái undir austurhluta Íslands. Eiríkur P.
Jörundsson kynnti sér niðurstöðurnar.
epj@mbl.is
Stendur líklega á megin-
landsskorpu að hluta til
!"
#$%"$&
'(%"$&
!""#
Gæti styrkt kröf-
ur um yfirráð á
hafsbotni
Olíu má mögu-
lega finna á
hryggnum
Dr. Hans E. F. Amundsen eldfjallafræðingur kynnir niðurstöðurnar.